Morgunblaðið - 11.04.2018, Page 22

Morgunblaðið - 11.04.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 ✝ Kristbjörg Þór-hallsdóttir fæddist í Laufási í Bakkadal, Ket- ildalahreppi í Arn- arfirði 22. október 1938. Hún lést á deild A6 á Landspít- alanum í Fossvogi 28. mars 2018. Foreldrar hennar voru Marta Guð- mundsdóttir, f. 27. júlí 1901, d. 13. maí 1987, og Þór- hallur Guðmundsson, f. 9. febr- úar 1900, d. 30. júní 1987, og eignuðust þau níu börn. Eftirlif- andi eru: Sigurður og Guðmunda. Hinn 10. október gekk Krist- björg að eiga Óskar Maríusson efnaverkfræðing, f. 23. júní 1934 á Akranesi, d. 28. desember 2011. Foreldrar hans voru Maríus Jóns- son, vélstjóri í Reykjavík, f. 25. nóvember 1908 í Neskaupstað, d. 20. október 1994, og k.h. María Kristín Pálsdóttir, f. 24. september 1906 í Bæjum, Snæfjalla- hr., N-Ís., d. 9. febr- úar 1993. Börn Kristbjarg- ar og Óskars eru 1) Maríus, kerfis- og rekstrarfræðingur, f. 23.4. 1959 í Darm- stadt, Þýskalandi. K.h. er Katrín Hild- ur Jónasdóttir leik- skólakennari, f. 24.2. 1975. Börn þeirra eru a) Hrafnhildur Ósk, f. 8.2. 1999, og b) Marta Sonja, f. 23.5. 2005. 2) Ragnar, grafískur hönnuður, f. 29.1. 1961 í Darm- stadt. K.h. var Björg Ólöf Bjarna- dóttir háskólanemi, f. 23..7 1964, d. 8.4. 2009. Börn þeirra eru a) Þormar Elí, f. 7.8. 1989. Barn hans er Hanna Björg, f. 18.10. 2014 og barnsmóðir er Sjöfn Guðmundsdóttir, b) Hafsteinn Veigar nemi, f. 26.9. 1995 og c) Ragna Sól, f. 7.10. 2004. Auk þeirra á Ragnar fyrir d) Halldór Leví, f. 1.4. 1982, en Björg átti fyrir e) Bjarna Birgi Fáfnisson, f. 15.12. 1983. 3) Þórhallur, tækni- fræðingur, f. 22.11. 1963 í Reykjavík. K.h. Lilja Björgvins- dóttir, sjúkraliði, f. 27.5. 1967. Börn þeirra eru a) Björgvin Rún- ar rafmagnsverkfræðingur, f. 11.10. 1989 og b) Kristbjörg dag- móðir, f. 24.7. 1992. Sambýlis- maður hennar er Ólafur Örn Helgason rafvirki, f. 28.3. 1991 og barn þeirra er Hermann Þór, f. 15.8. 2017. Kristbjörg sótti nám að Skóg- um undir Eyjafjöllum og Laug- arvatni þar sem hún tók lands- próf. Hún vann við verslunarstörf í Reykjavík til haustsins 1958 að hún giftist Óskari og flutti til Darmstadt í Þýskalandi, en þar var hann við nám í efnaverk- fræði. Þar bjuggu þau til ársloka 1961. Í Darmstadt eignaðist hún tvo eldri syni sína og þann yngsta í Reykjavík 1963. Í lok áttunda áratugarins hóf Kristbjörg nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og síðar við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1984. Árið 1971 að hún sótti leiðsögunámskeið hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og hóf störf við leiðsögn þýskumælandi ferðamanna sama ár. Hún stund- að það starf á hverju sumri næstu 33 árin. Einnig tók hún að sér ýmis sérstök verkefni fyrir Ferðaskrifstofuna Atlantik. Hún var einn af stofnfélögum Félags leiðsögumanna og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hún kenndi við Leiðsöguskóla Íslands í nærri 25 ár og var gerð að heið- ursfélaga í Félagi leiðsögumanna árið 2000. Árið 1982 gerðist Kristbjörg sjálfboðaliði í Sam- hjálp kvenna. Leiddi hún það starf til ársins 2001 og hefur hlot- ið Gullmerki Krabbameinsfélags Íslands fyrir störf í þágu þess. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju í dag, 11. apríl 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Sæta stelpan sem gaf mér stundum tóma kassa utan af ilm- sápum og vann í Sápuhúsinu í Austurstræti 1 varð mágkona mín og besti vinur ævilangt. Tímann sem Óskar bróðir var við nám í Darmstadt í Þýskalandi studdi hún við bakið á honum, fæddi tvo drengi, bjó honum heim- ili og tókst á við nýtt land og tungumál. Í kringum árið 1960 skruppu námsmenn ekki heim til Íslands eða hringdu heim, fréttir bárust í sendibréfum eða sím- skeyti með einu orði, „drengur“, þegar börnin fæddust. Þá var öld- in önnur. Þegar ég 13 ára fór út til þeirra sem barnfóstra að sumarlagi eign- aðist ég fyrirmynd í Boggu, hún kenndi unglingsstúlkunni ýmis- legt sem betra var að vita áður en maður fullorðnaðist. Þegar flutt var heim eftir nám var unglings- stúlkan heimagangur, passaði drengina og naut þess að eiga góð- ar stundir með Boggu. Hún átti alltaf góð ráð og sá hlutina í réttu ljósi. Á þeim 19 árum sem ég bjó vestur á Ísafirði var jafnan fyrst á dagskrá að hitta Boggu og Óskar þegar skroppið var suður. Það kom mér ekki á óvart þegar Bogga lagði af stað í nám. Hún var aðeins á undan kynsystrum sínum að stíga það skref, með eiginmann sem hafði lítið komið nálægt hús- verkum eða matseld og tengda- móður sem rak upp stór augu yfir uppátækinu. Hún hélt áfram ótrauð, enda skarpgreind og kjarkmikil. Ég er þess fullviss að þetta hefur verið meira en að segja það, en þegar hún eftir nokkur ár lauk námi sem leiðsögumaður var fjölskyldan að rifna úr stolti. Bogga átti eftir að vera í framlínu leiðsögumanna í áraraðir. Það var ekki komið að tómum kofanum í áliti á ferðamannaiðnaðinum í dag, enda oft til hennar leitað eftir áliti. Hún og Óskar ferðuðust mjög víða um heiminn í gegnum árin. Ferðirnar skipulögðu þau með löngum fyrirvara, lásu sér til og héldu síðan ómetanlegar dagbæk- ur um ferðirnar. Þar eru ekki bara skráðar staðreyndir heldur lýsing- ar á góðum mat, víni, samferða- fólki og ýmsum litlum atburðum. Í þessa kistu geta afkomendur leit- að og kynnst þeim enn betur. Bogga fylgdist afar vel með líð- andi stundu jafnt innanlands sem utan. Þýskaland átti alltaf stóran part í hjarta hennar, hún horfði mikið á þýskar sjónvarpsstöðvar og skildi vel hugsanagang Þjóð- verja. Eftir margra ára leiðsögn með Þjóðverja var hún sérfræð- ingur í mannlegum samskiptum. Það sýndi sig mjög oft í lífi hennar. Hún stóð í forystusveit í Samhjálp kvenna, samtökum þeirra sem fengið hafa brjóstakrabbamein. Í Boggu áttu þær konur samferða- félaga sem þær studdu sig við. Foreldrar mínir áttu í henni ómet- anlegan stuðning hvar og hvenær sem var. Móður minni var hún ein- stök. Umburðarlynd, hugsunar- söm, og ekki síst skilningsrík og hvetjandi þegar Elli kerling bank- aði upp á. Þegar Óskar veiktist og lést eftir erfiða en snögga baráttu árið 2011 sýndi Bogga enn einu sinni yfir hverju hún bjó. Hann naut hugrekkis hennar og um leið kunnáttu til að takast á við þennan erfiða tíma. Það gerði hún líka þegar hennar stund rann upp. Kær mágkona og vinur er kvadd- ur með þakklæti. María Maríusdóttir. Kristbjörg Þórhallsdóttir  Fleiri minningargreinar um Kristbjörgu Þórhalls- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Iðunn Ágústs-dóttir fæddist 6. desember 1939. Hún lést 27. mars 2018. Foreldrar hennar voru Elísabet Geir- mundsdóttir, hús- móðir og listakona, f. 15.2. 1915, d. 9. apríl 1959, og Ágúst Ásgrímsson, f. 23.11. 1911, d. 26.12. 1991. Bræður hennar: Ásgrímur, f. 9.9. 1944, Geir, f. 20.1. 1952, d. 12.6. 1990, og bræð- ur hennar samfeðra: Brynjar, f. 7.10. 1963, og Heiðar Ingi, f. 10.6. 1968. Iðunn giftist 6.7. 1958 Magnúsi Guðmundssyni, f. 8.10. 1933, og eignuðust þau fimm börn. Þau skildu 1981. Börn þeirra eru: 1) Elísabet f. 7.2. 1958. Eiginmaður hennar er Ásgeir Harðarson, f. 19.4. 1958. Fyrir átti Elísabet dótturina Katrínu Björk Baldvinsdóttur, f. 4.10. 1975. Börn El- ísabetar og Ásgeirs eru Rúnar Ingi, f. 27.6. 1981, Rannveig Iðunn, f. 9.3 1987, Brynhildur, f. 6.4. 1995, Halldór Þorri, f. 14.6. 1997, og Ragnar Smári, f. 14.6. 1997. 2) Guð- mundur Ágúst, f. 7.11. 1959. Sambýlis- kona hans er Aðal- björg Stefánsdóttir, f. 6.10. 1956. Fyrir átti Guðmundur Úlf Atla, f. 6.10. 1995. Sonur Guðmundar og Aðalbjargar er Völundur Ísar, f. 22.10 1997. 3) Sigurður, f. 29.9. 1962. Eiginkona hans er Aníta Jónsdóttir, f. 2.11. 1969. Börn Sig- urðar eru Sandra Rut, f. 19.6. 1984, Elvar Örn, f. 17.1. 1991, Gabríel Sólon, f. 3.12. 1995. Sam- an eiga Sigurður og Aníta Stark- að, f. 21.10. 2003, fyrir átti Aníta Örnólf Hrafn Hrafnsson f. 13.7. 1996. 4) Magnús Ingi, f. 27.9. 1971. Eiginkona hans er Dagmar Dögg Þorsteinsdóttir, f. 10.12. 1978. Þeirra börn eru: Ágúst Bjarni, f. 8.1. 2001, Óliver Már, f. 8.7. 2003, og Heiðdís Björk, f. 4.3. 2005. 5) Eiríkur Arnar, f. 8.5. 1975. Sambýliskona hans er Guð- rún Ásta Þrastardóttir, f. 25.8. 1983. Þeirra dætur eru: Elísabet Birna, f. 5.9. 2015, og Karítas Ið- unn, f. 17.10. 2017. Fyrir átti Guðrún Ásta Aðalheiði Önnu Ragnarsdóttur, f. 19.7. 2007. Barnabarnabörnin eru níu talsins. Iðunn fæddist á Akureyri og bjó þar alla sína tíð. Hún starfaði lengst af við listsköpun. Hún var einn af stofnendum Myndhópsins og tók þátt í starfi og ótal sam- sýningum hópsins meðan hann var og hét. Iðunn hélt líka tugi einkasýninga út um allt land og fjölmörg námskeið í postulíns- málun. Iðunn glímdi við erfið veikindi síðustu árin og bjó á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð síðastliðin tvö ár. Útför Iðunnar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 11. apríl 2018, klukkan 13.30. Í dag verður borin til hinstu hvíldar ástkær tengdamóðir mín og vinkona, Iðunn Ágústsdóttir. Það var á afmælisdegi hennar, 6. desember árið 2000, sem leiðir okkar lágu fyrst saman. En á þeim örlagaríka degi kynntist ég syni hennar og núverandi eigin- manni mínum, Sigurði. Sagan sem fylgir þeim kynnum er skemmtileg en verður ekki rakin hér að öðru leyti en því að ein af aðalsögupersónunum var Iðunn, sem æ síðan hefur fylgt mér, til blessunar fyrir mig og mína. Iðunn var litrík og stórbrotin kona sem hafði mikil áhrif á mig og allt mitt líf. Henni þótti afar vænt um fólkið sitt og var mikið í mun að öllum liði vel í kringum sig. Heimili hennar einkenndist af hlýleika og fegurð. Listaverk prýddu veggi heimilis hennar og í raun hvern krók og kima þess. Stórkostleg málverk, lampar, styttur, bollar, diskar, slæður, speglar, krúsir, ljóð, sögur og teikningar, svo fátt eitt sé nefnt. Allt skapað og unnið af þeirri ein- staklega fjölhæfu listakonu sem Iðunn var. Hún var listakona af Guðs náð. Innblástur sinn sótti hún gjarnan til náttúrunnar og stundum kom andinn yfir hana og þá urðu til magnaðar táknrænar myndir. Milli mín og Iðunnar myndaðist góð vinátta og kærleikur. Hún var tíður gestur á heimili mínu og Sigga og það var gott að fá hana í heimsókn. Hún bar með sér hlýju og gjarnan hvatningu til góðra verka. Hún var líka óspör á hrós. Strákunum mínum sinnti hún af natni, sagði þeim sögur og las fyr- ir þá. Hún hafði líka sérstakt lag á að lægja öldur þegar bræðrabylt- ur áttu sér stað. Þar kom reynsla hennar af því að ala upp fjóra stráka berlega í ljós. Iðunn unni íslenskunni, talaði fjölskrúðugt og fallegt mál, kunni alls konar hnyttin orð og orða- sambönd og leiðrétti gjarnan málvillur. Hún sagði mér frá því að þegar hún var yngri hefði hún stundum lesið í íslensku orðabók- inni til þess að auðga mál sitt. Hún kunni ljóð og flutti þau stundum utanbókar. Eitt af uppá- haldsljóðum hennar var Einræð- ur Starkaðar eftir Einar Bene- diktsson og fór hún stundum með hluta úr erindinu sem mörgum er kært. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Iðunn glímdi við erfiðan sjúk- dóm síðustu æviárin og fluttist af þeim sökum á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð fyrir tæpum tveimur árum. Það reyndist henni þungbært, hún þráði frelsið. En þrátt fyrir að tapa í baráttunni við sjúkdóminn tapaði Iðunn aldrei því sem einkenndi hana helst, um- hyggjunni fyrir öðrum, kærleik- anum og þakklætinu. Síðustu orð hennar í þessu lífi voru þakkar- orð, „Takk fyrir allt“. Þessi orð og þú Og samt er svo margt fallegt. Þar á meðal þessi orð. Og þú að segja þau. (Þorsteinn frá Hamri) Hvíl í friði, elsku Iðunn mín. Guð blessi minningu þína. Þín Aníta. Elsku amma. Þegar ég leyfi huganum að reika enda ég í fal- lega garðinum þínum í Gránu- félagsgötunni. Garðurinn var eins og úr ævintýri, fallegir bleikir og rauðir rósarunnar, aðrar plöntur, tré og lítil steinatjörn sem var svo punkturinn yfir i-ið. Mér fannst svo gaman að leika mér í garð- inum og þefa af rósunum. Þú hafðir yndi af rósum, eins og sést í svo mörgum málverkum eftir þig. Ég sé garðinn og litla svarta og hvíta húsið ljóslifandi í minning- unni. Við áttum góðar stundir í Gránufélagsgötunni. Ég man þegar ég kom í pössun til þín í desember eitt árið. Mamma og pabbi voru að fara til útlanda. Mér fannst gaman að vera í pössun hjá þér. Ég fékk að fylgjast með þegar þú kenndir konunum að mála postulín. Mér fannst það mjög áhugavert og þeim fannst gaman að ég væri að skottast þarna um og fylgjast með. Einhverjum þeirra fannst ég líka lík þér, mér fannst það ekki leiðinlegt þó að við sæjum reynd- ar aldrei hvað var svona líkt með okkur í útliti. Við fórum líka í ótal heimsóknir, þú spjallaðir við vin- konur þínar og ég sat með ykkur, hlustaði á samtalið og skoðaði um- hverfið gaumgæfilega. Hvert sem þú fórst með mig fann ég hvað þú varst stolt af mér. Þú varst stolt af barnabörnum þínum, bara fyrir það eina að við vorum við. Þér fannst ís mjög góður og ekki fannst mér hann síðri. Það var alltaf gaman að fara í bíltúr í Vín og borða ís og skoða plönturn- ar og páfagaukana. Þú hittir líka mjög oft eitthvert fólk þar sem þú þekktir og byrjaðir að spjalla. Þá var hláturinn oft skammt undan, þú hafðir svo innilegan hlátur. Ég man líka eftir að hafa komið oft í Vín til að sjá listasýningar sem þú varst að halda. Mér fannst mál- verkin þín alltaf svo falleg og er mjög ánægð að eiga þó nokkur eftir þig. Það sem mér fannst eitt af því skemmtilegasta var að hlusta á þig segja sögur. Þér fannst mjög gaman að lesa fyrir okkur eða segja okkur frumsamdar sögur. En þar sem við bjuggum fyrir sunnan og þú á Akureyri hafðir þú ekki eins mörg tækifæri til þess og þú hefðir viljað. En til að leysa þann vanda lastu inn sögur á seg- ulband og sendir okkur til að hlusta á. Þessar spólur voru mér mjög dýrmætar. Ég man mest eftir spólunum með julenissunum. Þú þýddir norskar jólasögur beint upp úr norskum jólablöðum inn á spólurnar, stundum komu pásur þar sem þú varst að hugsa hvernig væri best að þýða næstu setningu. Mér fannst það alltaf svo kósý, það var eins og þú værir þarna hjá mér en ekki bara rödd á spólunni. Takk fyrir allt, elsku amma, takk fyrir að kenna mér lögin hennar langömmu. Takk fyrir all- ar fallegu og góðu minningarnar. Takk fyrir öll málverkin og allt það postulín sem þú hefur málað og gefið mér. Það og svo ótal aðrir hlutir minna mig á þig og góðu minningarnar. Nú ertu full af friði og ró, kom- in til Betu langömmu, Gústa lang- afa og Geira frænda – ég bið að heilsa. Guð blessi minningu þína, elsku amma, og gefi þér frið. Þín nafna og dótturdóttir, Rannveig Iðunn. Það er einstaklega skrítin til- hugsun að Iðunn amma okkar sé öll. Þó svo hugurinn hafi verið far- inn töluvert áður var hún samt alltaf hér hjá okkur og það var fastur liður í Akureyrarheimsókn- um að koma til ömmu. Minningar okkar systkinanna eru margar um ömmu. Það sem við tengjum hvað sterkast við hana er bleika glass- úrtertan, sem ávallt var til heima hjá henni og skipaði sérstakan sess af öllum kökunum sem hún geymdi í bakaraofninum. Barna- barnabörnin kalla þessa tertu langömmutertu, enda mun hún verða tengd Iðunni ömmu og langömmu um ókomna tíð. Í huga okkar eru hjartnæm- ustu minningarnar þegar hlustað var á ömmu segja sögur. Fjar- lægðin milli landshluta kom ekki að sök. Sögurnar sem annaðhvort voru skáldaðar eða þýddar af henni úr norsku, las hún inn á spólur svo barnabörnin fyrir sunnan gátu hlustað á ömmusög- ur. Söguhetjur skálduðu sagn- anna voru oftar en ekki við ömmu- börnin sjálf, sem gerði þær enn persónulegri. Þó var nú enn betra þegar hún kom í eigin persónu og las eða sagði sögur, fyrst ömmu- börnunum og með tíð og tíma langömmubörnunum. Hún tók litla húsið við Gránu- félagsgötuna nokkrum sinnum í gegn og gerði það einstaklega hlý- legt og blómlegt, alveg eins og fal- lega garðinn hennar. Í nokkrum áföngum breytti hún venjulegum grasbala í ævintýralegan rósa- garð með göngustígum og tjörn. Eftirsjáin eftir garðinum er í raun meiri en húsinu, þegar það var rif- ið og garðurinn hvarf sömuleiðis. Einnig eru ísferðirnar með henni í Vín eftirminnilegar þar sem hægt var að fá alls konar gómsæta ísrétti, enda amma mikil ískona. Hún hélt líka myndlistar- sýningar þar svo tenging ömmu við Vín er sterk í okkar huga. Þeg- ar hún kom til okkar á Kjalarnes- ið var farið í ísferðir í Snæland í Mosfellsbæ, því þar fannst henni ísinn bæði ódýr og góður. Hún var lagin við að blístra og gerði mikið af því, það var svo hugljúft og gott að hlusta á blístr- ið sem kom frá henni við dagleg störf. Þegar ættmóðirin er myndlist- arkona þá verður ekki hjá því komist að myndir eftir hana prýða veggi á heimilum allra í stórfjöl- skyldunni og allir eiga eitthvert postulín sem hún hefur málað, enda kenndi hún postulínsmálun til fjölda ára. Þá eiga sérstakan sess í huga okkar og á jólaborð- inu, jólaölkönnurnar sem hún málaði handa hverjum og einum í stórfjölskyldunni, merktar með nafni eigandans og ártalinu frá því þær voru málaðar. Þegar tengdabörn og -barnbörn bættust við fjölskylduna urðu þau í raun formlega hluti af fjölskyldunni þegar þau fengu jólaölkönnu að gjöf. Því erum við ávallt umvafin minningum frá henni sem við get- um yljað okkur við. Elsku amma okkar, við sjáum fyrir okkur fagnaðarfundina þeg- ar þú hittir Elísabetu langömmu, Ágúst langafa og Geir bróður þinn aftur. Hvíldu í friði, við mun- um ávallt sakna þín. Katrín Björk og fjölskylda, Rúnar Ingi og fjölskylda, Brynhildur og Jón, Halldór Þorri, Ragnar Smári. Iðunn Ágústsdóttir  Fleiri minningargreinar um Iðunni Ágústsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.