Morgunblaðið - 11.04.2018, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018
✝ Eiríkur ÁrniOddsson fædd-
ist á Akureyri 18.
júní 1970 og ólst
upp í Glerárþorp-
inu. Hann lést á
heimili sínu 30.
mars 2018.
Foreldrar Eiríks
eru Oddur Lýðsson
Árnason sjómaður,
f. 11. apríl 1941, og
Hulda Lílý Árna-
dóttir, f. 8. júní 1943. Eiríkur
var yngstur þriggja bræðra.
Bræður hans eru Sigurður
Gunnar Oddsson vélstjóri, f. 26.
desember 1963, og Arnar Odds-
son vélstjóri, f. 24. desember
1965, ókvæntur. Sigurður býr
með Sigríði Stefánsdóttur, f. 13.
ágúst 1963, og eiga þau tvær
dætur, Huldu Lilý, f. 14. sept-
ember 1989. og Hildigunni, f. 5.
júní 1992.
Eiríkur kvæntist
Ásdísi Hrönn Guð-
mundsdóttur árið
2001, f. 17. nóv-
ember 1972, og
eignuðust þau þrjú
börn. Guðmundur
Oddur, f. 4. maí
1994, Helena Guð-
rún, f. 27. október
1997, og Tristan
Árni, f. 14. október
2004. Unnusta Guð-
mundar er Alexía Ýr Ísaks-
dóttir, f. 16. mars 1997. Eiríkur
og Ásdís slitu sambúð árið
2014.
Eiríkur útskrifaðist frá Verk-
menntaskólanum á Akureyri
árið 1990 af viðskiptabraut og
lærði síðar til smiðs, hann vann
við smíðar síðustu æviár sín.
Útför hans fer fram frá Gler-
árkirkju á Akureyri í dag, 11.
apríl 2018, klukkan 10.30.
Með sárum söknuði kveð ég
elskulegan fyrrverandi mág
minn sem kvatt hefur þetta líf að-
eins 47 ára gamall.
Ótal minningar koma upp í
hugann þegar litið er til baka, frá
því að þú komst inn í fjölskyldu
mína, þá 19 ára gamall. Einkum
ber þar að nefna kímnigáfu þína
því það var mikið hlegið þar sem
þú varst því þú hafðir einstakt
lag á því að koma hlutunum frá
þér á svo skemmtilegan hátt.
Spilahittingar eru mér ofar-
lega í minni, þá sérstaklega þeg-
ar við spiluðum fimbulfamb. Í eitt
skiptið þegar ég átti að lesa skýr-
ingar frá hópnum, gat ég það
ekki því ég hló svo mikið og þú
varst farinn að hlæja með mér
sem varð til þess að ég gat með
engu móti hætt að hlæja og end-
aði þetta með því að þú stóðst
upp, fórst inn í eldhús því þér var
orðið illt af hlátri.
Við höfum farið ófáar ferðirn-
ar saman með fjölskyldum okkar
og skemmt okkur vel, þið Halli
sáuð oftast um að elda en þar
varst þú hrókur alls fagnaðar því
þú hafðir yndi af því að elda góð-
an mat.
Eins er mér minnisstæð sú
hefð sem varð í kringum laufa-
brauðsgerðina. Við Ásdís fengum
uppskrift af laufabrauðinu hjá
mömmu þinni og fórum að gera
okkar eigið laufabrauð, með
kúmeni. Við hittumst alltaf heima
hjá mér til að búa til deigið og
fletja út en þar varst þú alltaf
með við að skera út og varst
snöggur að. Það fóru alveg tveir
dagar í þá gerð því við urðum að
gera minnst 200 kökur því það
var borðað svo mikið af þeim í
fjölskyldum okkar. Þegar búið
var að steikja daginn eftir borð-
uðum við saman hangikjöt og
laufabrauð og áttum yndislegar
stundir. Þetta er hefð sem komin
er til að vera áfram. Mikið sakna
ég og fjölskyldan mín þessa
stunda með þér og þínum og
munu minningarnar lifa í hjarta
okkar, í tali og á myndum.
Hugur minn og fjölskyldu
minnar er allur nú hjá foreldrum
þínum, bræðrum og fjölskyldu,
Ásdísi og börnum ykkar.
Vona ég það innilega að þér
líði vel þar sem þú ert.
Far þú í guðs friði, kæri Eiki.
Bryndís, Haraldur
og fjölskylda.
Föstudaginn langa hringdi
Oddur vinur minn í mig og bað
mig að koma yfir til þeirra hjóna.
Þegar ég spurði hvort eitthvað
væri að svaraði hann já. Ég hljóp
yfir til þeirra, þegar ég kom fékk
ég þær sorglegu fréttir að vinur
minn, sonur þeirra hefði dáið um
nóttina.
Mig setti hljóða við þessa sorg-
arfrétt, að Eiríkur væri dáinn.
Ég gleymi ekki þeim degi þegar
Eiríkur fæddist. Það var búið að
ákveða að ég færi með Huldu
mömmu hans á fæðingardeildina
og væri viðstödd fæðinguna. Þeg-
ar þangað var komið fór ég með
fötin hennar Huldu fram, hitti
þar konu sem ég þekkti og fór að
tala við hana. Þegar ég kom aftur
var Hulda búin að fæða Eirík,
honum lá á að koma í heiminn.
Fyrstu æviár Eiríks bjó hann
beint á móti mér. Þannig að það
var stutt fyrir mig að fara yfir til
foreldra hans, Huldu og Odds og
vera með Eirík. Ég tók hann oft
upp úr vagninum, gaf honum oft
að borða og skipti á honum og
fékk að dúlla með hann. Hann var
svo yndislegur, fallegur, blíður
og bræddi mann endalaust með
sínu fallega brosi. Stundum vissi
hann ekki hvor okkar væri
mamma hans. Við hjónin vorum
svo heppin að fá að passa hann í
þrjár vikur þegar foreldrar hans
fóru til útlanda, þá var hann um
tveggja ára. Áður en þau fóru út
bað Hulda mig að taka Eirík að
sér ef að eitthvað kæmi fyrir þau.
Ég sagði við hana að jafnvel
myndi einhver úr fjölskyldunni
vilja gera það. En hún sagðist
vera búin að ræða það við fjöl-
skylduna að ég ætti að fá hann.
Mér fannst ég alltaf eiga stóran
part í honum. Ég og Villi mað-
urinn minn fórum með hann einu
sinni í berjamó, sem honum
fannst svo skemmtilegt. Þegar
Eiríkur sér að Villi er komin upp
í brekkuna segir hann, mamma,
Lilli er þarna. Hann kallaði mig
alltaf mömmu þegar hann var lít-
ill. Þetta var yndislegu tími og
margar fallegar minningar sem
ég á um Eirík minn. Þó að minni
samskipti hafi verið eftir að Ei-
ríkur fullorðnaðist á hann alltaf
hluta af hjarta mínu.
Kveðja vil ég þig Eiríkur minn
þó það verði aðeins um sinn
hver er sæll í sinni trú
himnadýrð þér lýsi nú
brosið þitt bjarta yljar mitt hjarta
Eiríkur minn blíðasti sofðu nú vært
áfram lifir minning þín skært.
Vottum aðstandendum inni-
legar samúðar, megi guð styrkja
ykkur í sorginni.
Kveðja
Rannveig (Ranna) og
Vilhelm (Villi).
Það var við ramman reip að
draga í fyrri hálfleik, þannig að
þjálfarinn tók okkur á beinið í
leikhléinu. „Ætlar þú að láta
þennan útherja fara svona með
þig?“ gelti hann á aumingja Eika,
sem lék í stöðu bakvarðar. Eiki
horfði í augun á honum og svar-
aði um hæl: „Hvernig á ég eig-
inlega að fara í þennan mann?
Hann er einhentur!“
Núna þegar við kveðjum hann
finnst mér þetta svar ná vel utan
um manneskjuna sem Eiríkur
Árni Oddsson hafði að geyma;
hann var réttnefnt gæðablóð og
gat ekki, sama hversu djúpt hann
gróf, fengið sig til að skriðtækla
andstæðing sinn út af vellinum,
fatlaðan manninn. Vettvangur
þessa leiks var alþjóðlegt mót í
Reykjavík og við Þórsarar í
þriðja flokki, vorum að etja kappi
við franskt lið, Palaiseau, og var
sá einhenti fremstur meðal jafn-
ingja.
Við Eiki vorum bekkjarbræð-
ur og um tíma sessunautar í
gagnfræðaskóla. Hann var ekki
bara ljúfur á manninn, heldur
líka leiftrandi húmorískur og
grallari inn að beini. Við fé-
lagarnir fengum ósjaldan að
kenna á þeim hrekkjum. Einu
sinni kom þó krókur á móti
bragði. Þá var ég að koma heim
úr strætó og sá úr fjarska Eika
við annan mann, Sævar Árnason,
læðast inn í stigaganginn á
blokkinni minni. Ég gerði mér
grein fyrir því að eitthvað væri í
uppsiglingu og hleypti fyrir vikið
konu sem bjó líka í stigagangin-
um fram úr mér. Það stóð heima,
um leið og konan opnaði dyrnar
spruttu Eiki og Sævar fram úr
fylgsni sínu – og veinuðu af öllum
lífs og sálar kröftum. Ég held að
aumingja konan sé ennþá að ná
niður hjartslættinum.
Svo voru það öll partíin í Ein-
holtinu; maður lifandi. Þeim
gleymir enginn sem þau sótti.
Eiki var fæddur „master of ce-
remonies“. Í partíum þessum,
sem og aðra daga, var málmi slett
upp um alla veggi en Eiki var ein-
hver harðasti málmhaus sem ég
hef fyrir hitt um dagana. Sum-
arið 1988 fórum við saman, ásamt
fleiri góðum mönnum, á eina
helstu málmmessu þeirra tíma,
Donington-hátíðina í Englandi.
Þar var Eiki í essinu sínu. Hans
verður sárt saknað þegar Slayer
mætir á svæðið og slær út allt
rafmagn í Laugardalnum í sum-
ar.
Eftir að ég flutti suður eftir
stúdentspróf trosnaði þráðurinn
en við heyrðumst þó og sáumst
endrum og sinnum; síðast í brúð-
kaupi Bigga Kalla, vinar okkar,
fyrir nokkrum árum. Eiki sótti
mig þá út á flugvöll, faðmaði mig
innilega að sér og mér leið strax
eins og ég hefði síðast hitt hann í
gær. Hann var þeirrar gerðar.
Allra síðustu árin heyrði ég
ekki í Eika en fékk reglulega
fréttir af honum. Þær voru ekki
alltaf góðar. Hann gekk greini-
lega um dimman dal undir það
síðasta. Vonandi hefur minn
gamli vinur nú séð ljósið.
Fjölskyldu Eika votta ég mína
dýpstu samúð. Minningin um
góðan dreng lifir.
Orri Páll Ormarsson.
Eiríkur Árni
Oddsson
✝ Helgi ÓlafurBjörnsson
fæddist á Skaga-
strönd 10. nóvember
1935. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 2. apríl 2018.
Foreldrar Helga
voru Björn Helga-
son, f. 1898, d. 1983,
og Anna Björnsdótt-
ir, f. 1895, d. 1948.
Helgi átti eina syst-
ur, Guðrúnu Björnsdóttur, f.
1934, d. 2011.
Helgi giftist 6. desember 1957
Ástríði Jóhannsdóttur, sem lést
5. júlí 2016 á hjúkrunarheimilinu
Skjóli. Þau eignuðust fjögur
börn: a) Björn, f. 22.9. 1957, maki
Ásta Harðardóttir, f. 19.12. 1959.
Börn þeirra: Helgi Davíð, f. 18.7.
1982. Maki Eva Lukács Björns-
son, f. 16.9. 1987, þau eiga tvö
börn, Írisi Ruth og Alexander
Thor. Hörður Ingi, f. 18.1. 1984.
Trausti. Daníel Róbert Gunn-
arsson, f. 27. 4. 1998. d) Jóhann
Helgason, f. 26.9. 1967. Fyrrver-
andi maki Þórunn Sigurðardótt-
ir, f. 5.8. 1971. Barn þeirra:
Svala, f. 30.8. 1995. Maki er Jó-
hann Björn Birkisson, f. 29.1.
1982.
Helgi bjó á Skagaströnd til 16
ára aldurs en lauk gagnfræða-
prófi frá Reykholti. Hann fluttist
þá til Reykjavíkur og hóf nám í
Iðnskólanum og lauk þaðan prófi
úr prentiðn. Helgi vann sem off-
setprentari alla tíð, lengst af í
Umbúðarmiðstöðinni. Helgi
kynntist árið 1956 eiginkonu
sinni, Ástríði, sem lést 5. júlí
2016. Þau hófu búskap í Skeið-
arvogi og eignuðust fjögur börn,
eldri börnin eru fædd þar en
yngri börnin voru fædd í Hólm-
garði. Þegar börnin voru orðin
fjögur talsins fluttist fjölskyldan
vestur í bæ, í Frostaskjól 13. Það-
an lá leiðin upp í Breiðholt en síð-
ustu árin bjuggu hjónin á Rauða-
læk, lengst af en síðan í þjónustu-
íbúð að Suðurlandsbraut 60
(Mörkin).
Útför Helga fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 11. apríl 2018,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Maki Þórunn Guð-
mundsdóttir, f. 15.2.
1989, þau eiga tvö
börn, Benedikt Örn
og Karítas. Arnar
Björn, f. 30.8. 1986.
Maki Hildigunnur
Úlfsdóttir, þau eiga
tvö börn, Emelíu
Ástu og Hrafn
Darra. b) Sigrún H.
Helgadóttir, f. 22.6.
1959, maki Alfred G.
Matthíasson, f. 10.1. 1957. Börn
þeirra: Alfreð Már, f. 28.10 1984.
Maki Kristjana Ósk Sturludóttir,
f. 30.1. 1984, þau eiga tvö börn
Alexöndru Karen og Rakel Ósk.
Elvar Þór, f. 26.1. 1987. c) Anna,
f. 15.12. 1963. Maki Gunnar
Kristófersson, f. 4.6.1961. Börn
þeirra: Kristófer Fannar, f. 30.3.
1988. Maki Fanney Jónsdóttir, f.
26.6. 1989. Ásta Kristín, f. 30. 12.
1989. Maki Sigurður Möller, f.
3.10. 1989. Barn þeirra Jón
Pabbi hefur loksins fengið
hvíldina góðu eftir erfiða baráttu
við illvígan sjúkdóm. Hann lést í
faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 2. apríl síðastlið-
inn eftir stutta banalegu . Pabbi er
sonur hjónanna Björns Helgason-
ar og Önnu Björnsdóttur, frá Læk
á Skagaströnd. Pabbi var öll sín
æskuár búsettur á Skagaströnd
fyrir utan einn vetur þegar móðir
hans veiktist, 1948, en þá bjó fjöl-
skyldan á Kalastaðakoti á Hval-
fjarðarströnd.
Um 16 ára aldur, eftir nám í
Reykholti, flutti hann síðan til
Reykjavíkur til að leggja stund á
frekara nám í Iðnskólanum í
Reykjavík, en þaðan lauk hann
námi í offsetprent. Eftir stutta
veru í Reykjavík, 1956, kynntist
hann síðan móður okkar, Ástríði
Jóhannsdóttur, frá Siglufirði og
eignuðust þau saman fjögur börn.
Það var því líf og fjör á heimili
þeirra, en þau hófu búskap í
Skeiðarvogi og síðan í Hólmgarði
og þaðan lá leiðin vestur í bæ.
Margs er að minnast frá æsku-
árunum þar sem margt var bar-
dúsað og eru helgarnar með
pabba okkur systkinunum mjög
minnisstæðar. Oft var farið niður
á tjörn að gefa öndunum og í ís-
bíltúr niður á höfn að skoða
bátana. Eða upp í Heiðmörk að
þrífa bílinn því pabbi hafði mjög
gaman af því að halda honum vel
bónuðum. Þegar við systkinin urð-
um eldri fengum við síðan að fljóta
með í veiðitúra norður í land á
heimaslóðir pabba, Skagaströnd,
því að ræturnar voru sterkar og
notaði hann öll tækifæri sem gáf-
ust á sumrin til veiða. Öll sumur
og eins lengi og hann hafði heilsu
til var farið og eftir því sem fjöl-
skyldan stækkaði með árunum
fjölgaði í hópnum.
Pabbi var alla tíð mikill íþrótta-
maður og var landsliðsmaður í
frjálsum íþróttum, afreksmaður í
langstökki og þrístökki og mjög
liðtækur í tugþraut. Bjó hann að
því alla tíð að hafa hoppað á milli
þúfna í smalamennsku með föður
sínum. Eftir að börnunum fjölgaði
þróaðist þetta út í það að hlaupa,
synda og halda sér í góðu formi.
Pabbi var því orkumikill, lífs-
glaður og skemmtilegur maður og
elskaði að vera innan um börnin
sín og barnabörn. Hans verður
sárt saknað en við munum getað
yljað okkur við allar góðu minn-
ingarnar frá tímanum á Laugar-
vatni og árlegu veiðiferðanna í
Skagaheiði í hartnær 35 ár.
Ég kveð þig, minn faðir, nú komin er
stund
sem kveið ég svo fyrir að lifa.
En þú ert nú horfinn á feðranna fund
með fögnuði tekið á himneskri grund.
Í söknuði sit ég og skrifa.
Þín lundin var sköpuð af gimsteinagerð
og gæska úr hjartanu sprottin.
Mig langar að þakka þér farsæla ferð
með friðsælli gleði ég kveðja þig verð.
Nú geymir þig dýrðlegur Drottinn.
(Birgitta H. Halldórsdóttir)
Elsku pabbi, hvíldu í friði, loks
hefur þú fengið hvíldina og
mamma tekur vel á móti þér.
Þín börn
Anna, Sigrún,
Björn og Jóhann.
Hæ, hvað er að frétta?
... Var oft spurningin þegar
Helgi hringdi til að heyra af okkur
fólkinu sínu, og svo fékk maður
smá yfirlit yfir liðinn dag, hvað
hann hafði gert – meðal annars
styrktaræfingar og þjálfun, hann
var íþróttamaður sem hélt sér í
formi ævina út – ekki síst eftir
hjartaaðgerð og þjálfunin skilaði
þeim árangri að hann lifði langt
umfram þann tíma sem almennt
er vænst eftir slíka aðgerð.
Pabbi var á margan hátt
skemmtilegur pabbi. Við fengum
að taka þátt í lífi hans bæði á
vinnustað og þar sem hann æfði
íþróttir. Á jólum var skemmtilegt
andrúmsloft í kringum hann og
ákveðin gleði og barnsleg ein-
lægni.
Það er margs að minnast en
þetta er það sem okkur fjölskyld-
unni er þó efst í huga þegar hug-
urinn reikar til baka og það sem
upp úr stendur er að hann sá okk-
ur, var með okkur, var hluti af
okkur. Faðir, tengdafaðir og afi
sem deildi lífinu með okkur.
Ættarhöfðinginn hefur lagt í
sína hinstu för.
Við þökkum þér samfylgdina
og varðveitum þig í hugum okkar
og hjörtum um ókomna tíð.
Far þú í friði.
Björn Helgason
og fjölskylda.
Fallinn er í valinn tengdafaðir
minn, Helgi Ó. Björnsson, eftir
erfið veikindi. Kynni okkar hófust
fyrir 38 árum þegar ég kynntist
dóttur hans, Önnu Helgadóttur.
Helgi var í mínum huga ekki ein-
ungis tengdafaðir heldur var hann
ekki síður náinn vinur alla tíð, og
tengdist það sameiginlegum
áhugamálum okkar, veiði og
íþróttum. Efst í huga eru ferðirn-
ar í Skagaheiðina, á hans heima-
slóðir, en þangað var farið árlega í
hartnær 35 ár, eða þar til Helgi
hafði ekki heilsu lengur til.
Helgi var gríðarlegur áhuga-
maður um veiði og þegar í Skaga-
heiðina kom varð hann hluti af
náttúrunni. Einnig fórum við
Helgi saman í laxveiði, þar reyndi
ég að benda honum á að flotholt
hentuðu t.d. ekki laxveiði en svör
hans voru á þá leið „jú, ég nota
mínar aðferðir“. Og var Helgi sá
eini sem fékk laxa á þetta gamla
flotholt.
Þá var áhugi hans á íþróttum
ekki minni, hann hafði mikinn
áhuga á frjálsum íþróttum og
boltaíþróttum. Enda ekki skrítið
því Helgi hafði á yngri árum verið
afreksmaður í íþróttum. Í hans
nánasta hópi kölluðum við hann
Manchester United-mann númer
eitt á Íslandi og héldu flest barna-
börnin með því liði. En þarna var
eini ágreiningur okkar Helga því
Arsenal er mitt lið.
Einnig vil ég nefna að Helgi var
mjög áhugasamur um starf mitt
og kom hann með í ófáar ferðir út
á land vegna þess, t.d. í úttektir á
fiski og tók hann þátt í þeim af
heilum hug og kunni vel til verka.
Rækjuvinnsla var á þeim tíma enn
starfrækt í heimabæ hans, Skaga-
strönd, og þangað var oft farið. Þá
var alla tíð mikill vinskapur milli
Helga og föður míns, Kristófers
Gunnarssonar, sem fór oft með
okkur í þessar ferðir og veiðiferðir
og hafði gaman af.
Þeirra vinskapur hélst alla tíð,
og var faðir minn duglegur að
heimsækja Helga á Skjól þegar
heilsunni hrakaði.
Helgi var mjög duglegur að að-
stoða okkur Önnu þegar við hóf-
um búskap og var alltaf tilbúinn að
rétta fram hjálparhönd, hann óð í
hlutina með miklum hraða og gat
málað eina íbúð á tveimur tímum,
sem kannski lýsir honum best, að
vera snöggur og atorkusamur, en
stundum fullmikill hraði.
Farinn er góður vinur og mikill
er missirinn. Hvíl í friði.
Gunnar Kristófersson.
Elsku afi Helgi.
Margar af mínum bestu minn-
ingum frá barnæskunni tengjast
afa Helga. Ég man eftir laugar-
dögunum hjá afa sem voru alltaf
hápunktur vikunnar. Þá var farið
í bíltúr um Reykjavík, oft út á
Gróttu, þar sem við gengum um
fjöruna og stundum alla leið út að
vitanum og svo komum við heim í
Rauðalækinn þar sem amma
Ásta hitaði pylsur á meðan maður
fékk að horfa á barnatímann á
Stöð 2 sem var meira spennandi
en sá á RÚV sem við vorum með
heima. Að lokum fékk maður svo-
lítinn vasapening áður en hann
keyrði mig heim. Þetta var topp-
urinn.
Það næsta sem stendur upp úr
er náttúrulega hinar árlegu veiði-
ferðir til Skagastrandar. Afi var
mikill veiðimaður og gaf sér mik-
inn tíma í að taka okkur barna-
börnin með okkur á veiðar. Ég
man eftir afa haldandi á mér á
meðan hann óð yfir ár sem virk-
uðu frekar eins og fljót í mínum
augum, hann hjálpaði mér með að
setja maðk á öngulinn og svo loks
tók hann að sér að rota fiskana,
þannig að ég fékk bara að gera
það skemmtilegasta.
Ég man líka eftir reglulegum
heimsóknum frá afa þegar hann
kom í heimsókn til að fylgjast
með leikjum Manchester United
og hann hafði alltaf með sér
tveggja lítra flösku af Pepsi.
Þrátt fyrir að þetta séu sumar
af þeim ótal góðu stundum sem
ég man best eftir afa hafði ég
samt aldrei neinn sérstakan
áhuga á fjöruferðum, hef engan
áhuga á veiði og leiðist að horfa á
fótbolta, en ég elskaði að fá að
vera með afa mínum og maður
gat alltaf fundið hvernig hann
hafði trú á manni, alltaf hress og
hlustaði á það sem maður sagði.
Og það er dýrmætara öllu.
Ég mun alltaf sakna þín, elsku
afi, og takk fyrir að hafa kennt
mér að verða að betri manni.
Helgi Davíð.
Helgi Ólafur
Björnsson
Fleiri minningargreinar
um Helga Ólaf Björnsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.