Morgunblaðið - 11.04.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.04.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 Morgunblaðið/Árni Sæberg ASA tríó Hljómsveitina skipa Scott McLemore, Andrés Þór Gunnlaugsson og Agnar Már Magnússon. » ASA tríó kom fram á tónleikum áKex hosteli í gærkvöldi. Tríóið skipa þeir Andrés Þór Gunnlaugsson gít- arleikari, Agnar Már Magnússon org- elleikari og Scott McLemore trommu- leikari. Fluttu þeir eigin tónlist og útsetningar á verkum annarra við góð- ar viðtökur tónleikagesta. ASA tríó hefur starfað reglulega síðan 2005 og verið með ólíkar efnisskrár og hljóð- ritað efni til útgáfu. Glaðar Gauja Dögg, María Sjöfn og Karin Reichmuth. ASA tríó lék djass á Kex hosteli í gærkvöldi BAKSVIÐ Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Ófremdarástand ríkir innan Sænsku akademíunnar, sem frá 1901 hefur ár hvert veitt Nóbelsverðlaun í bók- menntum. Líkt og greint var frá í Morgunblaðinu á mánudag ákváðu þrír meðlimir akademíunnar, þeir Peter Englund, Klas Östergren og Kjell Espmark, að hætta störfum fyrir Sænsku akademíuna undir lok síðustu viku í kjölfarið á miklum átakafundi innan akademíunnar. Jafnframt hefur Sara Stridsberg (sem valin var inn í akademíuna 2016) upplýst að hún íhugi að hætta. Gæti orðið óstarfhæf Sem stendur eru því fimm af 18 stólum innan akademíunnar auðir. Það helgast af því að auk þeirra Östergren (sem valinn var inn 2014), Englund (2002), og Espmark (1981) hafa áður sagt skilið við akademíuna þær Lotta Lotass (2009) sem hætti árið 2015 og Kerstin Ekman (1978) sem hætti 1989. Báðar hættu þær vegna óánægju sinnar með vinnu- brögðin innan akademíunnar. Velji tveir til viðbótar að hætta í akademíunni gæti það gert hana óstarfhæfa. Ástæðan er sú að með- limir Sænsku akademíunnar eru skipaðir ævilangt, sem þýðir að ekki er hægt að skipta meðlimum út ef þeir kjósa að hætta, eru reknir úr henni eða geta ekki sinnt störfum sínum fyrir akademíuna af heilsu- farsástæðum. Hreinan meirihluta eða átta atkvæði þarf til að kjósa nýjan Nóbelsverðlaunahafa, en auk- inn meirihluta eða 12 atkvæði þarf til að geta tekið inn nýja meðlimi. Lak nöfnum vinningshafa Ástæðu upplausnarástandsins nú má rekja til þess að í nóvember á síðasta ári greindi sænska dagblaðið Dagens Nyheter frá því að 18 konur hefðu sakað Jean-Claude Arnault, sem verið hefur mjög áhrifamikill í sænsku bókmenntalífi um árabil, um kynferðislega áreitni og áttu sum brotanna að hafa verið framin í íbúð í eigu akademíunnar. Arnault er giftur skáldkonunni Katarinu Fros- tenson (valin inn í akademíuna 1992). Þau hjónin hafa um langt ára- bil rekið bókmenntaklúbbinn Forum, sem þau eiga, og notið góðs af fjárframlögum frá akademíunni. Tveimur dögum eftir að lögreglan hóf rannsókn á ásökunum kvennanna í desember sleit Sænska akademían öll tengsl sín við Arnault. Sara Danius (valin 2013), sem fyrst kvenna tók við stöðunni sem ritari Sænsku akademíunnar 2015, for- dæmdi háttalag Arnault og ákvað akademían í framhaldinu að ráða lögfræðistofuna Hammarskiöld & Co til að rannsaka tengsl Arnault við alla meðlimi akademíunnar. Sam- kvæmt úttekt lögfræðistofunnar, sem Dagens Nyheter komst yfir, á Arnault ítrekað að hafa lekið nafni komandi Nóbelsverðlaunaskálds og á þetta við um vinningshafana Wis- lawa Szymborska (1996), Elfriede Jelinek (2004), Harold Pinter (2005), Jean-Marie Gustave Le Clézio (2008), Patrick Modiano (2014), Svetlana Aleksijevitj (2015) og Bob Dylan (2016). Vegna leka lögfræðiálitsins til Dagens Nyheter er Horace Engdahl (valinn inn 1997) æfur út í Danius og lýsir henni í fjölmiðlum sem verstum ritara og talsmanni akademíunnar síðan til hennar var stofnað 1786. Ásakanir allt frá 1997 Um helgina greindi Svenska Dagbladet (SvD) frá því að lög- fræðistofan mælti með því að aka- demían kærði forsvarsmann bók- menntaklúbbsins Forum til lögreglunnar vegna upplýsingaleka og óeðlilegra fjárhagstengsla gegnum Frostenson, en akademían hefur valið að fara ekki að ráðum lögfræðing- anna. Í framhaldinu var krafist atkvæðagreiðslu (sem ávallt eru leynilegar) innan akademíunnar um veru Frostenson og var niðurstaðan sú að Englund, Östergren, Espmark og Per Wästberg (valinn 1997) ásamt tveimur öðrum ónafngreindum með- limum akademíunnar vildu láta reka Frostenson úr akademíunni, en átta meðlimir lögðust gegn brottvísun. Þetta eru þau Sture Allén (1980), Göran Malmqvist (1985), Horace Engdahl (1997), Bo Ralph (1999), Kristina Lugn (2006), Anders Olsson (2008), Tomas Riad (2011) og Jayne Svenungsson (2017). Í viðtali við SvD segist Wästberg ekki ætla að hætta í akademíunni þar sem hann vill styðja Danius, en sam- kvæmt heimildum Expressen vill Danius að Frostenson víki sæti vegna málsins. Þess má geta að árið 1997 fékk Allén, sem þá var ritari aka- demíunnar, bréf frá konu sem lýsti kynferðislegu ofbeldi sem Arnault beitti hana í húsakynnum Forum þar sem hún starfaði, en Allén valdi að gera ekkert með þær upplýsingar. Expressen fjallaði það sama ár um málið í tveimur ítarlegum greinum. Til marks um alvarleika krísunnar sem Sænska akademían stendur frammi fyrir má nefna að Danius fundaði með Karli XVI. Gústafi Svía- konungi á sunnudag, en það var Gúst- af III. sem stofnaði Sænsku akadem- íuna 1786. Eftir fundinn sagðist Svíakonungur, í viðtali við sænska fjölmiðla, binda vonir við að hægt yrði að finna farsæla lausn á málinu, enda um mikilvæga stofnun að ræða. Sagði hann að honum væri haldið upp- lýstum um stöðu mála. Danius hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla eftir fundinn, en í samtali við Expressen segir Margarethea Söderlig, aðstoðarkona hennar, að svara sé að vænta síðar, en á núver- andi tímapunkti séu „margir boltar á lofti“ án þess að vilja útskýra nánar hvað felist í þeim orðum. Í samtali við SvD í gær upplýsti Allén að áttmenn- ingarnir sem styðja Frostenson hyggjast funda í dag um það hvort Danius njóti enn trausts þeirra. Sam- kvæmt fréttaflutningi ytra treysta áttmenningarnir á stuðning Svíakon- ungs, sem er verndaði akademíunnar. Fundað mun hafa verið stíft hjá hirð- inni um það hvort og hvernig hann geti gripið inn í atburðarásina. Hvert verður framhaldið?  Sænska akademían í djúpri krísu Ljósmynd/Kungahuset.se Fundur Sara Danius, ritari Sænsku akademíunnar og Karl XVI. Gústaf Svíakonungur funduðu á sunnudag. Ljósmynd/Magnus Fröderberg, norden.org Átök Katarina Frostenson þegar hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2016. HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.