Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við tökum undir áhyggjur lækna-
ráðs í þessu efni enda hef ég og aðrir
stjórnendur þegar vakið athygli á
vandanum,“ segir
Páll Matthíasson,
forstjóri Land-
spítalans, þegar
borin er undir
hann yfirlýsing
stjórnar lækna-
ráðs Landspítal-
ans um vandræði
vegna viðvarandi
skorts á legurým-
um á gjörgæslu-
deild spítalans og
skorts á sérhæfðu hjúkrunarfólki.
Hafa þessi vandræði leitt til þess að
oft þarf að fresta stærri aðgerðum á
skurðstofum spítalans. Dæmi er um
að hjartaaðgerð sjúklings hafi verið
frestað sex sinnum.
Læknaráðið hvetur til þess að nú-
verandi húsnæði spítalans verði
stækkað þar sem ljóst þyki að nýr
spítali verði ekki tilbúinn til notkunar
á allra næstu árum.
Sameina og bæta við
„Ein meginástæða þess að mikil-
vægt er að hraða uppbyggingunni við
Hringbraut er einmitt að sameina
þjónustuna, þar með talið að sameina
gjörgæslur og fjölga um leið gjör-
gæslurýmum um meira en 50%,“ seg-
ir Páll í skriflegu svari við fyrirspurn
Morgunblaðsins. „Skortur á hjúkrun-
arfræðingum og sérstaklega sér-
hæfðum hjúkrunarfræðingum er
mjög alvarlegur. Gjörgæslumeðferðir
eru afar flóknar og í raun ætti að
nálgast þessa þjónustu sem takmark-
aða auðlind sem vandlega þarf að
íhuga hvernig við nýtum. Alvarleg
slys sem krefjast þessarar þjónustu
hafa verið mörg og þung, sem leiðir til
þess að spítalinn hefur ekki önnur úr-
ræði en að færa skipulagðar aðgerðir
sem krefjast gjörgæslu – jafnvel þótt
um lífsnauðsynlegar aðgerðir sé að
ræða,“ segir Páll og bætir við þegar
hann er spurður um lausnir: „Þetta er
snúinn vandi sem ekki verður leystur
á einni nóttu en áríðandi að bregðast
við með öllum tiltækum ráðum.“
Bráðaaðgerðir ganga fyrir
Frestun á fyrirfram skipulögðum
og ákveðnum aðgerðum var einnig til
umræðu um miðjan janúar. Þá veitti
Margrét Guðjónsdóttir, verkefna-
stjóri skurðlækningasviðs, þær upp-
lýsingar að stundum þyrfti að fresta
skipulögðu prógrammi þegar bráða-
aðgerðir væru fleiri en spítalinn réði
við, svo sem vegna slysa og hálku.
Einnig vantaði rúm til að útskrifa
sjúklinga í viðeigandi úrræði og
sjúkrarúm vegna skorts á hjúkrunar-
fræðingum.
Ekki önnur úrræði en frestun
Forstjóri Landspítalans tekur undir viðvaranir læknaráðs Mörg alvarleg slys
sem hafa orðið taka upp gjörgæsluplássið Þarf að hraða uppbyggingu spítalans
Páll
Matthíasson
Morgunblaðið/Eggert
Hjúkrunarfræðingar Skortur á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum er alvar-
legur að mati Páls Matthíassonar sem tekur undir áhyggjur læknaráðs.
„Ég er ekki
kvíðinn að
eðlisfari en
var búinn að
hugsa mikið
um væntan-
lega aðgerð
og græja allt í
vinnunni,“
segir Kristó-
fer H. Helga-
son, mat-
sveinn hjá Árvakri, um aðgerð
sem hann hafði verið boðaður í
en var fyrst flýtt um hálfan
mánuð en síðan seinkað aftur.
Þegar aðgerðinni var frestað
var Kristófer búinn að undirbúa
sig vandlega. Hafði til dæmis
fengið fólk til að leysa sig af og
setja inn í starfið. Hann átti að
fara í hnjáliðaskipti sem er mikil
aðgerð. Henni var frestað vegna
margra hálkuslysa sem fylltu
plássið á spítalanum, meðal
annars á gjörgæslu.
Niðurstaðan varð síðan sú
eftir færslur aftur og til baka að
aðgerðin var gerð fimm dögum
áður en upphaflega var áætlað.
Var búinn að
græja allt
AÐGERÐ FRESTAÐ
Kristófer H.
Helgason
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Handbókband er bara listgrein.
Það er allt svo fallegt við það. Lyktin
og að snerta skinnið; gera þetta allt
frá byrjun. Sauma sjálfur arkirnar
og skila svo af sér fallega gylltri
bók,“ sagði Einar Sveinn Ragnars-
son, fertugur nemi í bókbandi. Hann
dreymir um að geta unnið við að
binda inn bækur í höndunum á tím-
um þegar bókband er að mestu orðið
vélvætt.
Einar er fjórði ættliðurinn í bein-
an karllegg sem leggur stund á bók-
band. Faðir hans, Ragnar Gylfi Ein-
arsson bókbindarameistari, rak m.a.
Bóklist og kenndi bókband. Afi hans
var Einar Helgason, bókbindara-
meistari og kennari við Iðnskólann.
Langafi Einars var Helgi Tryggva-
son, einn þekktasti bókbindari
landsins á sinni tíð, bókasafnari og
bókakaupmaður, sem kenndi mörg-
um bókband. Flestir sem vinna við
bókband hér á landi í dag lærðu hjá
föður eða afa Einars, að hans sögn.
En hvers vegna ákvað hann að læra
iðnina?
„Ég var búinn að fikta við bók-
band og leika mér við það hjá pabba.
Svo kom að því að ég ákvað að ná
mér í réttindi,“ sagði Einar. Hann
lýkur námi í bókbandi frá Tækni-
skólanum í vor og þarf svo að kom-
ast á samning í 48 vikur. Einar hefur
farið í verknám á vegum skólans í
nokkur fyrirtæki og kynnst vél-
væddu bókbandi. Nú er hann í verk-
námi hjá Stefáni Jóni Sigurðssyni,
yfirbókbindara í Þjóðarbókhlöðunni,
þar sem handverkið er í hávegum
haft. Þess má geta að Stefán var
nemandi og samkennari afa Einars.
En þarf Einar Sveinn að læra fagið,
er honum það ekki í blóð borið?
„Jú, maður þarf alltaf að læra. Ég
reyni að sanka að mér allri þeirri
þekkingu sem ég get fengið frá
pabba. Kannski er ég kominn með
þetta svolítið í puttana,“ sagði Einar.
Faðir hans á öll bókbandsverkfæri
og hafa þau safnast frá gengnum
kynslóðum. Einar nefndi afa sinn,
afabróður og vinafólk afa síns í því
sambandi. Þeir feðgar, Einar og
Ragnar, settu upp lítið „dundverk-
stæði“ þar sem Einar fæst við að
binda inn bækur í frístundum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bókband Einar Sveinn Ragnarsson nemur bókband og stefnir að því að binda inn bækur í höndunum.
Það er allt svo fallegt
við handbókbandið
Einar Sveinn Ragnarsson fetar í fótspor forfeðranna
Þrjú nema nú bókband við Upp-
lýsingatækniskóla Tækniskól-
ans og útskrifast í vor, tvær
stúlkur og einn piltur. Þá tekur
við 48 vikna starfsnám áður en
þau taka sveinspróf. Fremur
erfitt er að koma nemum á
samning, að sögn Sófusar Guð-
jónssonar, kennara. Hann reikn-
ar með að bókbandsnemarnir
komist þó allir á samning.
„Það er farið að vanta bók-
bindara. Þetta er með elstu
starfsstéttum. Starfandi bók-
bindarar eru margir komnir á
sjötugsaldur eða á eftirlaun.
Það hefur verið lítil endurnýjun
undanfarin ár,“ sagði Sófus.
Hann vissi af einum sem ætlar
að hefja nám í bókbandi í haust.
Þrjú ljúka
námi í vor
BÓKBANDSIÐNIN LIFIR
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, segir að ekki sé frágengið á
milli stjórnmálaflokkanna á Alþingi
hvaða mál verði pólitísk samstaða
um að afgreiða fyrir þingfrestun í
maí, en þó séu nokkur mál, sem fyrir
liggi að verði afgreidd fyrir frestun.
„Það liggur engin slík niðurstaða
þingflokkanna fyrir. Það sem blasir
auðvitað við að þingið afgreiði, er
lögbundið mál, eins og fjármálaáætl-
unin. Augljóslega verður hún af-
greidd á þessu þingi,“ sagði Stein-
grímur í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Þarf að klára gömul loforð
„Auk þess þarf þingið að klára
gömul loforð, eins og þessi stóru mál,
NPA og endurskoðun á lögum um fé-
lagsþjónustu sveitarfélaga, sem
hangir saman. Annars vegar not-
endastýrða persónulega aðstoð við
fatlaða (NPA) og innleiðingu sátt-
mála Sameinuðu
þjóðanna, hins
vegar. Þessi stóru
mál eru inni í vel-
ferðarnefnd
þingsins og það
styttist í af-
greiðslu þeirra út
úr nefndinni.
Þetta eru mál
sem ekki bara
stjórnarmeiri-
hlutinn, heldur þingið allt hefur
skuldbundið sig til þess að klára,“
sagði Steingrímur.
Hann segir að formenn allra
flokka hafi gefið mjög skýr loforð
fyrir kosningar síðasta haust um að
þessi mál yrðu afgreidd á yfirstand-
andi þingi.
Steingrímur segir að aðrar um-
ræður á milli stjórnmálaflokkanna
og þingflokksformanna um af-
greiðslu þingmála á þessu þingi séu
ekki hafnar, en reiknar með að slíkar
viðræður fari í gang áður en langt
um líður.
Alþingi verður að
afgreiða fjármála-
áætlun og NPA
Forseti Alþingis segir umræðu um af-
greiðslu mála fyrir frestun ekki hafna
Steingrímur J.
Sigfússon
Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um
2,4% árið 2017 eða tæplega 3.000
manns. Er þetta mesta íbúafjölgun í
Reykjavík í tæp 30 ár og sú mesta á
einu ári í Reykjavík síðan 1988, þeg-
ar Grafarvogurinn var að byggjast
upp, segir í fréttatilkynningu frá
borginni.
Í einstökum hverfum er fjölgunin
mest í Úlfarsárdal eða rúm 38% en
þar hefur verið byggt mikið á undan-
förnum árum. Í Hamrahverfi í Graf-
arvogi fjölgar einnig um rúm 12%.
Þar skýrir uppbygging í Bryggju-
hverfi fjölgunina en þar eru 280
íbúðir að byggjast upp. Íbúafjölgun í
Bryggjuhverfinu sjálfu er tæp 30%.
Einnig verður veruleg íbúafjölgun í
Norðurmýri eða rúmlega 7%, en inn-
an þess hverfis eru meðal annars ný-
byggingar í Smiðjuholti þar sem
Búseti hefur byggt 203 íbúðir.
Íbúafækkun milli ára í rótgrónum
hverfum heyrir til undantekninga en
það er einkum í eldri úthverfum,
austan Elliðaáa, sem greina má
fækkun milli ára.
Undantekningin frá þessu er í
Efra-Breiðholti en þar er óvenju
mikil fjölgun.
Íbúum fjölgaði um
2,4% í Reykjavík
Mesta fjölgunin 2017 í Úlfarsárdal