Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
✝ Ása Eyjólfs-dóttir fæddist í
Reykjavík 13. apríl
1918. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
nesbæ 20. mars
2018.
Foreldrar hennar
voru Eyjólfur Jó-
hannsson skipstjóri,
f. 12.2. 1881 í Mels-
húsum á Seltjarnar-
nesi, d. 15.1. 1933,
og Gíslína Sigríður Gísladóttir
húsfreyja, f. 19.7. 1891 í Dalbæ
í Gaulverjabæjarhreppi, d. 3.9.
1959. Systkini Ásu voru: Jó-
hann Kristján f. 1914, Ingibjörg
Steinunn, f. 1916, Gísli, f. 1920,
Ingjaldur Geir, f. 1921, Gyða, f.
1923, Skúli, f. 1924, og Garðar,
f. 1930. Þau eru öll látin.
Hinn 19. desember 1942 gift-
ist Ása Jóni Garðari Guðmunds-
syni skipstjóra, f. 2.4. 1918, d.
4.1. 1960. Foreldrar hans voru
Guðmundur Jónsson útgerðar-
maður á Rafnkelsstöðum, f.
18.7. 1892, d. 10.4. 1984, og
ótímabært fráfall föður síns fór
Ása að vinna við ýmis störf.
Hún starfaði við verslun, var
ráðskona og var hún fyrsta
starfsstúlkan á nýbyggðu
Rauðakrossskýli í Sandgerði.
Einnig vann hún á sauma-
stofum í Reykjavík og við síld-
arsöltun á Djúpavík og Siglu-
firði.
Árið 1942 giftist hún Jóni
Garðari Guðmundssyni og flutt-
ust þau þá í nýbyggt húsið Vík í
Garði. Ása og Garðar eignuðust
níu börn og var það hennar
hlutskipti að hugsa um börnin
og heimilið meðan Garðar
stundaði sjómennsku. Árið 1960
lést Garðar í sjóslysi þegar mb.
Rafnkell GK 510 fórst. Í kjöl-
farið flutti Ása með börn sín til
Sandgerðis að Austurgötu 11.
Eftir að Garðar lést hóf Ása
störf við fiskvinnslu og starfaði
óslitið við hana til sjötugs. Við
starfslok flutti Ása til Keflavík-
ur og bjó á Kirkjuvegi 1 þar til
fyrir tveimur árum er hún flutti
á hjúkrunarheimili Hrafnistu á
Nesvöllum.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey 28. mars 2018 frá Safn-
aðarheimilinu í Sandgerði.
Guðrún Kristbjörg
Jónasdóttir hús-
freyja, f. 12.8.
1895, d. 3.5. 1975.
Börn Ásu og
Garðars eru: 1)
Eygló Dóra, f.
1942, maki Ög-
mundur Magnús-
son 2) Guðmund-
ur, f. 1943, maki
Brynhildur Guð-
mundsdóttir. 3)
Geir Guðmundur, f. 1945, maki
Helga Ingimundardóttir. 4)
Guðrún, f. 1946, maki Birgir
Þórbjarnarson. 5) Eyjólfur, f.
1949, maki Kristín Magnús-
dóttir. 6) Hafdís, f. 1950, maki
Einar Jónsson. 7) Jórunn Jóna,
f. 1951, maki Hilmar Magnús-
son. 8) Garðar, f. 1953, maki
Kristín Bárðardóttir. 9) Sig-
urður, f. 1955, maki Lilja Ár-
mannsdóttir. Afkomendur Ásu
og Garðars eru 122 talsins.
Ása ólst upp í foreldrahúsum
í Efra-Sandgerði og síðar í
Þrastarlundi, Sandgerði. Eftir
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða
anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
Í augum þínum sá ég fegri sýnir
en sólhvít orð og tónar geta lýst, –
svo miklir voru móðurdraumar þínir,
þó marga þeirra hafi frostið níst.
Sem hetja barst þú harmana og sárin,
huggaðir aðra – brostir gegnum tárin,
viðkvæm í lund, en viljasterk.
Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin.
Nú lofa þig – þín eigin verk.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands bestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra
minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku mamma, með þökk fyrir
allt og allt.
Dóra, Guðmundur, Geir,
Guðrún, Eyjólfur, Hafdís,
Jórunn, Garðar og Sigurður.
Áður en ég kynntist Ásu
mundi ég alltaf eftir, frá því ég
var barn, að með mikilli virðingu
hafði mér verið sagt frá konu sem
væri ekkja og ætti níu börn í
rosaflottu, stærsta einbýlishús-
inu í Sandgerði. Svo seinna þegar
sambýlismaður minn, Geir,
kynnti mig fyrir móður sinni,
henni Ásu, trúði ég vart mínum
eigin augum. Þvert á það sem ég
var búin að ímynda mér, var hún
lágvaxin, fíngerð og ljúf kona. En
það kom fljótt í ljós hvern mann
hún hafði að geyma; þrátt fyrir að
vera ekki stór vexti, kom hún upp
níu börnum, ekkja frá 41 árs
aldri. Hún vann við fiskvinnslu
eins og algengast var á þeim tíma
eftir að eiginmaður hennar fórst
og með samstilltu átaki hennar
og eldri barnanna tókst henni að
koma öllum vel til manns. Ég
kynntist aldrei Garðari Guð-
mundssyni, eiginmanni hennar
sem fórst með allri áhöfn á m/b
Rafnkeli í janúar 1960. Garðar
var einn af aflasælustu skipstjór-
um landsins þegar hann lést. En
tvíburabróðir Garðars, Kristján
Valgeir og hans kona Guðný
Kjartansdóttir, bjuggu lengst af í
húsi beint á móti þar sem ég var
alin upp á Njarðvíkurbrautinni í
Innri-Njarðvík og þekkti ég vel
til þeirrar fjölskyldu.
Ása lét sér fátt fyrir brjósti
brenna; duglegri og ósérhlífnari
konu hef ég vart kynnst. Það var
alveg greinilegt hvað skipti hana
mestu máli, það var fjölskyldan
sem hún lifði fyrir. Hafandi verið
móðir níu barna, eru afkomendur
hennar stór hópur, langt á annað
hundraðið og hafði Ása góða yf-
irsýn yfir alla; mundi eftir öllum
afmælisdögunum og var vel með-
vituð um hvað flestir væru að fást
við. Hún var vel minnug alveg
fram á síðustu daga ævinnar.
Sérlega áhugavert var að heyra
hana segja frá gamalli tíð; upp-
vaxtarárunum í Sandgerði þegar
hún eða systkini hennar þurftu
að gerast sendiboðar um allt
byggðarlagið því á heimili hennar
var eini síminn í Sandgerði og
þegar hún ung að árum starfaði
sem sjúkraliði í fyrsta sjúkra-
skýli Rauða krossins á Íslandi
þar í Sandgerði. Það var auðséð
þegar við heimsóttum Ásu á jól-
unum ásamt hinum systkinum
Geirs hversu myndarleg hún var
og rausnarleg. Rjóma-, súkku-
laði- og brauðtertunum ásamt
miklu úrvali af jólasmákökum var
vel veitt af og heitu súkkulaði.
Uppáhaldsuppskriftin sem hún
gaf mér var af „fromage“ sem ég
hef alltaf á aðfangadagskvöld og
hugsa ég með þakklæti til hennar
þá. Við Geir munum sakna góðr-
ar móður og vinkonu og biðjum
henni Guðs blessunar.
Helga S. Ingimundardóttir.
Í dag eru liðin hundrað ár frá
fæðingu Ásu móðurömmu minn-
ar en hún lést fyrir fáeinum dög-
um. Það kom mér á óvart hversu
flatt það kom upp á mig þegar ég
áttaði mig á því að amma ætti
ekki langt eftir. Amma, þessi
ótrúlega sterka og magnaða
kona, var í huga mínum einhvern
veginn ódauðleg. Amma var mér
mikil fyrirmynd enda var hún
engin venjuleg kona, hún var
sannkölluð hversdagshetja. Frá
því að ég man eftir mér hef ég
hugsað um ömmu af mikilli virð-
ingu og þakklæti og hefur hún
haft mikil og sterk áhrif á mig
sem konu. Hún tókst á við verk-
efni sín af miklu æðruleysi og
þrautseigju. Hennar stærsta
verkefni í lífinu hefur líklega ver-
ið að standa frammi fyrir því
rúmlega fertug að verða ekkja,
móðir níu barna á aldrinum fjög-
urra til sautján ára. Ég hef svo
oft hugsað til þess hvernig henni
skyldi hafi liðið, hvernig henni
tókst að ganga fram af þvílíkri
festu og æðruleysi eins og hún
gerði og koma öllum barnaskar-
anum til manns, innræta þeim
gott gildismat, heiðarleika og
hjálpsemi. Amma lét engan segja
sér fyrir verkum og má segja að
ekkert hefi verið gert af hálfum
huga. Uppeldi barnanna var í
föstum skorðum og höfum við
frændsystkinin oft fengið að
heyra sögur af því hvernig hún
stýrði mannskapnum af mikilli
lagni, hafði reglu á hlutunum og
gaf skýr skilaboð um framkomu
og siðferði. Í dag á amma 122 af-
komendur í beinan legg, afkom-
endur sem eiga henni svo margt
að þakka.
Amma var einstaklega gjaf-
mild og rausnarleg, ósjaldan vor-
um við sem heimsóttum hana
leyst út með gjöfum og ávallt fór-
um við pakksödd frá henni því
amma vissi fátt betra en að gefa
gestunum sínum að borða en
settist sjaldnast sjálf til borðs.
Amma hafði einstaka næmni fyr-
ir fólki, var áhugasöm um fólkið
sitt, þekkti hvert og eitt okkar vel
og vissi einhvern veginn alltaf
hvað allir voru að bardúsa. Hún
fann til með þeim sem minna
máttu sín, sendi gjafir, bænir og
hlýjar hugsanir til þeirra sem
stóðu höllum fæti því hún vissi
sannarlega hvað það var að
standa frammi fyrir sorginni
þrátt fyrir að bera þær ekki á
torg eða ræða almennt um erf-
iðleika í lífi sínu. Amma hafði gott
skopskyn og fannst gaman að slá
á létta strengi en aldrei þó þannig
að það færi úr böndunum enda
hógværðin uppmáluð. Þegar
amma hrósaði fólkinu sínu þá var
innistæða fyrir hrósinu því amma
var sönn í einu og öllu, heiðarleg
og hreinskiptin. Þetta eru eigin-
leikar sem ég tek mér að hjarta
og verð ánægð ef ég kemst með
tærnar þar sem amma hafði hæl-
ana.
Þrátt fyrir háan aldur fylgir
fráfalli þessarar mögnuðu konu
mikil sorg og eftirsjá. Hún lifði
merkilegu lífi, löngu lífi og með
henni fer mikil vitneskja og saga.
Hún var einhvers konar samein-
ingartákn stórrar fjölskyldu, var
sterkur hlekkur í langri keðju
fjölmenns hóps afkomenda, sú
sem hafði yfirsýnina og stjórnina.
Það er óhætt að segja að amma
hafi sett mark sitt á hvert og eitt
okkar og ég veit að við sem eftir
lifum munum halda minningu
hennar í heiðri og miðla henni
áfram til komandi kynslóða enda
ærin ástæða til.
Minningin um Ásu Eyjólfs-
dóttur lifir.
Anna Hulda Einarsdóttir.
Í dag, 13. apríl, hefði amma
mín og nafna Ása Eyjólfsdóttir
orðið 100 ára gömul, hún var búin
að segja okkur í fjölskyldunni að
hún ætlaði ekki að halda upp á
það með okkur ættingjunum sín-
um. Hún ætlaði að fagna því með
Garðari eiginmanni sínum sem
hún missti fyrir tæpum sextíu ár-
um. Hún ætlaði að fagna með
honum á grænni grundu. Hvern-
ig skyldu endurfundir þeirra hafa
verið eftir öll þessi ár? Já, hún
amma mín var orðin ekkja fjöru-
tíu og eins árs gömul með níu
börn og voru hún og Garðar afi að
byggja hús í Sandgerði fyrir sig
og börnin sín þegar Garðar afi
féll frá á besta aldri. Hún hélt
sínu striki og hélt vel utan um
börnin sín og vann myrkranna á
milli til að geta séð fyrir sér og
sínum. Eldri börnin hennar
hjálpuðu til við heimilishaldið og
aðstoðuðu móður sína við að láta
hlutina ganga upp og seinna meir
hjálpaðist allur hópurinn að við
heimilisstörfin. Það fór nú ekki
mikið fyrir henni ömmu minni,
hún gerði bara það sem þurfti að
gera og gerði það vel. Amma var
róleg og yfirveguð og hún gerði
hlutina eins og hún vildi, hún var
ákveðin og fór vel með það. Hún
var ekki mikið fyrir athygli og ég
hef oft hugsað um það hvað hún
var flott og góð fyrirmynd. Hún
var kona sem hefði átt að fá fálka-
orðu fyrir dugnað sinn og elju-
semi. Kom öllum börnunum sín-
um til manns og gott betur.
Sjórinn spilaði stórt hlutverk í lífi
ömmu, sjórinn gaf og sjórinn tók.
Amma vann við fiskvinnslu þar til
hún var sextíu og sjö ára og ætl-
aði hún að hætta þá. En henni
leiddist að hafa ekki neitt að gera
þannig að hún fór aftur í frysti-
húsið og vann þar til sjötugs. Það
var oft mikið fjör í kringum
ömmu með alla þessa afkomend-
ur sína sem voru orðnir eitt
hundrað og tuttugu og tveir þeg-
ar hún kvaddi okkur. Hún vildi
ekki tala mikið um þennan stóra
hóp sinn, en hún var stolt af
hópnum sínum. En hafði það
bara fyrir sig.
Amma bjó lengst af í Sand-
gerði og þegar ég var lítil stelpa
vann ég á sumrin í frystihúsinu
eins og Ása amma og fyrsta sum-
arið mitt fékk ég að gista hjá
henni virku dagana og fór heim í
Keflavík um helgar. Þetta var
mjög góður tími og gott að fá að
vera hjá henni og það var dekrað
við mann. Við amma áttum alltaf
mjög gott skap saman og var allt-
af gott að koma til hennar. Amma
var ákaflega gjafmild kona, henni
fannst gaman að geta gefið eitt-
hvað, hún var alltaf að lauma ein-
hverju að manni og á seinni árum
að dætrum mínum. Amma sagði
að þeir sem væru gjafmildir
fengju það til baka. Amma flutti
til Keflavíkur í Hornbjargið og
átti hún þar mörg góð ár með því
góða fólki sem þar bjó og átti hún
góðar vinkonur í því húsi. Hún sá
um sig sjálf þar til fyrir tveimur
árum. Þá fór hún á hjúkrunar-
heimilið Hrafnistu á Nesvöllum
og þar átti hún góðan tíma, þar til
yfir lauk.
En nú er komið að kveðju-
stund, elsku amma mín og nafna,
ég er stolt af að heita í höfuðið á
þér.
Blessuð sé minning þín og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín nafna
Ása Guðmundsdóttir.
Elsku langamma.
Það var alltaf svo gaman að
heimsækja þig í Hornbjargið og
svo á Nesvelli. Þú varst alltaf svo
góð við mig og gjafmild. Það var
alltaf til nammi sem ég gat nælt
mér í hjá þér.
Ég sakna þín mjög mikið og ég
mun aldrei gleyma þér.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Garðar Guðmundsson.
Ása Eyjólfsdóttir
✝ Ómar Elíssonfæddist 17. maí
1932 á Brunnastöð-
um Vatnsleysu-
strönd. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi
30. mars 2018.
Móðir hans var
Guðlaug Guðjóns-
dóttir húsfreyja, f. í
Vorhúsum á Vatns-
leysuströnd. 27.
febrúar 1909, d. 19.
ágúst 1968. Faðir hans var Elís
R. Guðjónsson sjómaður og síð-
ar verkamaður, f. í Sanddals-
tungu í Norðurárdal 27. janúar
1906, d. 21. sept. 1980.
Ómar var elsta barn þeirra, á
eftir honum komu þau; Guðrún
Margrét, f. 1933, Vilborg, f.
1934, Pétur, f. 1936, Vilhelmína
Steinunn, f. 1938, d. 2001, Ingv-
ar, f. 1941, Guðbjörg, f. 1944.
Eftirlifandi eiginkona er
Ingibjörg Þorleifsdóttir hús-
móðir, f. 1934, frá Siglufirði,
dóttir Þorleifs Sigurðssonar tré-
smiðs, f. á Reykhóli á Bökkum í
Skagafirði 28. okt. 1897, d. 16.
jan. 1986, og Soffíu Davíðs-
dóttur húsfreyju, f. á Hvamms-
tanga 7. des. 1904, d. 9. maí
1981.
Ómar og Ingibjörg giftu sig á
Akranesi 1955 og bjuggu lengst
af á Háholtinu.
Börn þeirra hjóna
eru fjögur. Guðjón,
f. 1956, Sigþór, f.
1957, kvæntur
Ragnheiði Þóru,
börn þeirra eru
Andri Þór og Frið-
rik Berg, fyrir átti
Ragnheiður Sigríði
og Benedikt. Þau
eiga þau þrjú
tengdabörn, sex
barnabörn og tvö
barnabarnabörn. Soffía Guðrún,
f. 1962, gift Sigurbirni Björns-
syni, börn þeirra eru Ómar
Freyr, Arnar Þór og Ingibjörg
Steinunn. Fyrir átti Sigurbjörn
dótturina Thelmu Hrund. Þau
eiga fjögur tengdabörn og átta
barnabörn. Grétar Már, f. 1965,
á hann Sigurð Inga, Arnór
Bjarka og Guðlaugu Ásrúnu, á
hann þrjú tengdabörn og tvö
barnabörn. Hann er í sambúð
með Halldóru Einarsdóttur.
Ómar var sjómaður alla ævi,
byrjaði ungur til sjós en vann
stuttan tíma við múrverk í landi,
hann vann á síldarskipum,
fraktskipum, sementsskipi og
endaði sinn starfsaldur sem
bátsmaður á Akraborginni.
Útför Ómars fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 13. apríl
2018, klukkan 13.
Ég kveð þig, minn faðir, nú komin er
stund
sem kveið ég svo fyrir að lifa.
En þú ert nú horfinn á feðranna fund
með fögnuði tekið á himneskri grund.
Í söknuði sit ég og skrifa.
(Birgitta H. Halldórsdóttir)
Elsku pabbi, upp koma ýmsar
yndislegar minningar um þig og
okkar samverustundir saman og
eru þær mér dýrmætar núna á
þessum erfiðum tímun, þegar ég
kveð þig. Ég hef alltaf verið mikil
pabbastelpa enda áttir þú bara
eina stelpu sem þú gast dekrað við.
Það var alltaf gaman þegar ég var
lítil og þú komst heim af sjónum í
frí eftir að hafa verið í siglingum,
þá fékk ég flottar dúkkur, dúkku-
vagn, og fleira fallegt, en skemmti-
legast fannst mér að fá þig heim
því þá vorum við öll saman. Þú
varst alltaf svo rólegur og góður
pabbi, alltaf að vinna eða dunda
eitthvað til að halda heimilinu okk-
ar fallegu, þú fylgdir því líka vel
eftir að við lærðum heima og fær-
um eftir fyrirmælum, kæmum vel
fram og værum kurteis.
Ég var svo heppin að fá að vinna
með þér á Akraborginni þegar ég
var unglingur og þá kynntist ég því
betur hvað þú varst frábær maður
skemmtilegur, mikið snyrtimenni,
traustur og duglegur.
Þú varst mikill og góður afi, lað-
aðir börnin að þér og sinntir fjöl-
skyldunni þinni mjög vel, þú naust
þess mikið að vera með barnabörn-
unum og langafabörnum.
Skemmtilegt fannst þér að fylgjast
með fótboltanum því þar voru bæði
sonur þinn, frændur og barnabörn
að spila.
Alltaf komstu og hjálpaðir okk-
ur þegar við þurftum aðstoð, þú
varst duglegur að koma í heimsókn
til mín eftir að ég fór að búa og eftir
að þú hættir að vinna hjólaðir þú
svo oft við hjá mér, og áttum við þá
gott spjall saman. Þú fræddir mig
mikið um ættina og ýmislegt annað
skemmtilegt. Þakklát er ég fyrir að
hafa fengið að upplifa það að hafa
ykkur mömmu hjá okkur á jólun-
um eftir að ég fór sjálf að búa.
Yndislegar minningar á ég frá
því að þú komst með okkur til
Costa del Sol, þar naust þú þín
mjög vel með okkur fjölskyldunni.
Ég gæti endalaust talið upp góðar
minningar, ég ætla að rifja þær
upp og varðveita þær, ég sakna
þess að eiga ekki eftir að fá gott
spjall við þig og sjá þig njóta allra
barnanna. Ég trúi því að þú sért
kominn á góðan stað og þér líði vel.
Þú ert mín besta fyrirmynd, með
þökk fyrir allt, elsku pabbi minn.
Þín lundin var sköpuð af gimsteinagerð
og gæska úr hjartanu sprottin.
Mig langar að þakka þér farsæla ferð
með friðsælli gleði ég kveðja þig verð.
Nú geymir þig dýrðlegur Drottinn.
(Birgitta H. Halldórsdóttir)
Þín dóttir
Soffía.
Ómar mágur og svili okkar and-
aðist 30. mars sl. eftir veikindi sem
hafa staðið yfir í langan tíma. Óm-
ar var sjómaður nær allan sinn
starfsaldur á Lagarfossi, síldar-
bátnum Sigrúnu AK 71, Sements-
flutningaskipinu Freyfaxa og
tveimur Akraborgum, sem háseti
og bátsmaður, um tíma starfaði
hann við múrverk, sem hann greip
í þegar hann og ættingjar þurftu á
því að halda, þess nutum við líka er
við vorum að setja upp sólbekki í
Flúðaselinu. Hann var stundum
fenginn sem matsveinn um borð
sem hann leysti vel af hendi eins
og annað.
Hann var afar laghentur og allt
lék í höndunum á honum, hús
þeirra hjóna ber þess merki
hversu vandvirkur og passasamur
hann var um eigur sínar, þau
fengu viðurkenningu fyrir framúr-
skarandi viðhald húss og varð-
veislu byggingarforms á Háholti
29, Akranesi, eins og sagt er á við-
urkenningarskjalinu. Bílar þeirra
voru líka vel hirtir í gegnum árin.
Ekki fóru barnabörnin á mis við
það þegar þurfti að lagfæra reið-
hjólin þeirra, þá var gott að leita til
Ómars afa og fá úrlausn mála,
stundum átti hann varahluti í hjól-
in.
Ómari kynntist ég fljótlega eftir
að við Ása, systir Imbu, fórum að
vera saman eða upp úr 1963, við
ferðuðumst saman um Vestfirði
þar sem Sigrún systir þeirra bjó,
fórum til Siglufjarðar nokkrum
sinnum og á þjóðhátíð á Þingvöll-
um 1974. Ómar naut sín vel á
ferðalögum.
Oft áttum við góða og líflega
samveru í Búrfelli í fermingum, af-
mælum og við að grilla úti í garði,
við Ómar náðum vel saman,
reyndar áttum við margt sameig-
inlegt, t.d. að hafa allt vel við hald-
ið, bíla hreina og að reyna að end-
urnýta sem flesta hluti. Ómar
beitti sér í kjaramálum sinna fé-
laga og var trúnaðarmaður þeirra
um tíma.
Við Ása og fjölskylda okkar
vottum Imbu og fjölskyldu hennar
dýpstu samúð við fráfall Ómars
mágs og svila okkar.
Benedikt og Áslaug.
Ómar Elísson