Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 13
hreyfingu og íþróttum eða tónlist og
listum ýmiskonar. Vinsamlegt og
uppbyggilegt samtal fjölskyldunnar
um námið er að hans mati líklegt til
að skila árangri.
Sá galli er þó á gjöf Njarðar að
börn njóta ekki jafnræðis að þessu
leytinu og vega þau rök einna þyngst
hjá þeim sem vilja minnka heimanám
barnanna. Flóttabörn og innflytj-
endur eru hvað verst sett, en á ráð-
stefnunni er fjallað um stöðu þeirra
innan skólakerfisins frá ýmsum sjón-
arhornum.
Fjölskyldur af
erlendum uppruna
„Þótt foreldrar af erlendum upp-
runa hafi miklar væntingar og séu all-
ir af vilja gerðir, skilja þeir oft ekki
hvernig þeir geta stutt börn sín í
námi. Sama á reyndar stundum við
um aðra foreldra, sem átta sig ekki
hlutverki sínu í heimanámi
barnanna.“
Guðmundur er þeirrar skoðunar
að affarsælast sé að skólinn skoði og
hafi samvinnu og samráð við hverja
fjölskyldu fyrir sig.
„Ingibjörg Auðunsdóttir, fyrr-
verandi sérfræðingur hjá MSHA,
kemur inn á samskipti og samráð for-
eldra og kennara í lykilerindi á ráð-
stefnunni. Hún bendir á að milli
þeirra séu þegar töluverð samskipti,
en minna um samráð. Samskiptin séu
oft einhliða því í rauninni hafi kenn-
arinn allar forsendur í hendi sér.“
Guðmundur segir að aukið sam-
ráð myndi tvímælalaust bæta sam-
skiptin verulega og væntanlega
stuðla að því að barnið fengi heima-
nám sem væri í takti við þarfir þess
og áhuga. Og sem samstarfsmenn
skólans væru foreldrar tilbúnir til að
leggja sitt af mörkum.
Nei, hættu nú alveg!
„Ég vil horfa á heimanámið með
opnum huga og öðruvísi gleraugum,
skoða lykilþræðina og hvernig sauma
má úr þráðunum stakka eftir mis-
munandi vexti barna og fjölskyldna,“
segir Guðmundur.
Spurður um yfirskrift fyrirlest-
ursins útskýrir hann að hún vísi í
ímyndað svar í umræðunni um
heimanám sem annað slagið blossi
upp, en viðkvæðið hefur stundum
verið: Nei, hættu nú alveg – á enn
eina ferðina að ræða um heimanám?
En það ætlar hann einmitt að gera og
finnst full þörf á. Nú sé öldin enda
önnur en þegar hann var ungur
sveitadrengur og heimakverið var
helsta kryddið í tilverunni.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Mikilvægt Í umfjöllun og afstöðu fólks gleymist oft mikilvægi þess að laga heimanám að mismunandi þörfum og
áhuga nemenda, eins og þykir orðið sjálfsagt innan veggja skólans, segir Guðmundur Engilbertsson, lektor við HA.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
Félagið Afríka 20:20 stendur fyrir
dúndur afrísku balli í kvöld, föstudag
13. apríl, í Iðnó. Dansað verður við líf-
lega afríska dægurtónlist, en fjörið
hefst um leið og húsið er opnað kl. 21
og stendur til tvö eftir miðnætti. Sér-
stakur gestur er Cheick Bangoura,
sem slær djembe trommur kl. 22.20
og afrískir göturéttir verða á boð-
stólum.
Markmið félagsins Afríka 20:20
eru m.a. að skapa vettvang fyrir frjóa
umræðu um málefni Afríku sunnan
Sahara á Íslandi og stuðla að auknum
menningarlegum samskiptum milli
Íslendinga og þjóða Afríku.
Iðnó
AFP
Dans Í Afríku er mikil dansmenning.
Dúndur afrískt
dansiball
Nýstofnaður
Gospelkór Smára-
kirkju, Sporhömr-
um 3, heldur
gospeltónleika kl.
20 í kvöld, föstu-
daginn 13. apríl í
kirkjunni. Kórinn
var stofnaður í
febrúar og mun
flytja lög úr ýms-
um áttum sem
hann hefur verið að æfa. Stjórnandi
kórsins er Matthías V. Baldursson
(Matti sax) sem einnig stjórnar Rokk-
kór Íslands og Lögreglukórnum. Með
kórnum verður hljómsveit skipuð
þeim Hákoni Möller, Rafni Hlíðkvist
Björgvinssyni, Þóri Rúnari Geirssyni,
Þorbergi Ólafssyni og Matta sax.
Gospelkór Smárakirkju
Lög úr ýms-
um áttum
Ljúfir tónar Með
hljómsveit og kór.
Af fyrirlestrum á vorráðstefn-
unni, sem ekki eru nefndir í við-
talinu við Guðmund, eru þessir
helstir:
Mælifellshnjúkar í fjarska -
samræður við foreldra, sem Ingi-
björg Auðunsdóttir, fyrrverandi
sérfræðingur hjá MSHA, flytur.
Hún fjallar líka, ásamt Maríu Að-
alsteinsdóttur, kennara við Odd-
eyrarskóla, um 15 ára reynslu af
fjölskylduheimsóknum umsjón-
arkennara Oddeyrarskóla í öðrum
fyrirlestri, og í þeim þriðja hvern-
ig árangursríkt samstarf heimila
og skóla þróast.
Hermína Gunnþórsdóttir, dós-
ent við HA, fjallar um hvort gera
þurfi meiri kröfur til nemenda,
innflytjendur í námi og viðhorf
kennara og foreldra til náms og
kennslu.
Hanna Ragnarsdóttir, prófessor
við HÍ, og Susan Rafik Hama,
doktorsnemi við HÍ, flytja erindi
um flóttabörn í íslenskum skól-
um, Þorlákur Axel Jónsson, að-
júnkt við HA, um stöðu innflytj-
enda og nokkrir taka til máls um
nemendur frá Sýrlandi í íslensk-
um skólum.
Þá eru ótaldir nokkrir fyrir-
lestrar, en allir fjalla þeir með
einum eða öðrum hætti um leiðir
til farsæls samstarfs heimila og
skóla. Nánari upplýsingar eru á
vefsíðunni www.msha.is
Sterkari saman
VORRÁÐSTEFNA UM MENNTAVÍSINDI
Morgunblaðið/Hari
Leikur að læra heima? Uppi eru skiptar skoðanir um gildi heimanáms.
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Upplýsingarnar sem mögu-legt er að afla sér á verald-arvefnum eru svo gottsem endalausar. Samhliða
auknu upplýsingaflæði eykst krafan
um að hver einstaklingur taki upp-
lýstar ákvarðanir. Þessar ákvarðanir
geta snúið að stjórnmálum eða um-
hverfismálum eða í raun hverju sem
er. Þær upplýsingar sem hver og einn
getur aflað sér ættu nefnilega að sjá til
þess að við gætum tekið bestu ákvörð-
unina hverju sinni. Auðvitað er mikið
af fölskum upplýsingum á vefnum en
það er líka á ábyrgð hvers og eins að
gera greinarmun þar á.
Nægar upplýsingar eru til um það
hversu stórt vandamál gróðurhúsa-
lofttegundir eru í heiminum, og flest
vitum við innst inni að best væri t.d. að
leggja einkabílnum og byrja þess í
stað að taka strætó, hjóla eða
ganga. Sjálf á ég bíl og afsaka
þann lífsstíl minn hvað helst með
því hversu langt ég bý bæði frá
Háskólanum og frá vinnustaðn-
um, jú og því hversu langt vinnu-
staðurinn er frá Háskólanum.
Ég veit samt að ég gæti lifað
bíllausum lífsstíl en eins og
staðan er í dag er ég ekki
tilbúin að fórna dýr-
mætum tíma mínum í
almenningssamgöngur.
Það sem ég furða
mig hvað helst á er þó
sú staðreynd að stærst-
ur hluti fólks lokar augunum
fyrir slæmum umhverfis-
áhrifum landbúnaðar. Vissuð
þið t.d. að gróðurhúsaáhrif
frá landbúnaði í heiminum eru a.m.k.
jafn mikil ef ekki meiri en gróðurhúsa-
áhrif samgöngukerfisins í heild sinni.
Fyrir utan það þá er hvað helst við
landbúnað að sakast þegar kemur að
eyðingu regnskóga, dauðum haf-
svæðum og útrýmingu dýrategunda.
Upplýsingar um áhrif landbúnaðar á
jörðina verða sífellt aðgengilegri á net-
inu, sem og upplýsingar um slæma
meðferð á dýrum og heilsufarslegan
ávinning þess að sniðganga dýra-
afurðir. Ef þér er annt um jörðina en
ert ekki tilbúin/n að gefa
einkaökutækið upp á bátinn
þá er þetta tilvalin leið til að
leggja þitt af mörkum.
Ég fagna þeirri þróun að sí-
fellt fleiri kjósa að taka upp-
lýstar ákvarðanir sem eru
þeim sjálfum, samfélaginu
og heiminum öllum til
góða. Bresk rannsókn
leiddi nýlega í ljós að 7%
bresku þjóðarinnar telja
sig vera vegan. Heimur
batnandi fer.
»Það sem ég furða mighvað helst á er þó sú
staðreynd að stærstur hluti
fólks lokar augunum fyrir
slæmum umhverfisáhrifum
landbúnaðar.
Heimur Þorgerðar Önnu
Þorgerður Anna
Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is