Morgunblaðið - 13.04.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
S T A K I R S T Ó L A R
KARETTA STÓLL
kr. 92.000
F r á bær t ú rv a l a f s t ö k um s t ó l um
Það er margt í ólestri hjá Reykja-víkurborg, stórt og smátt.
Það smáa getur skipt fjölmargtfólk miklu máli og gert líf þess
leitt, snúið og erfitt og jafnvel verið
stórskaðlegt.
Þess vegna má ekkigera lítið úr því,
þótt „smátt“ sé.
En hið stóra semhefur verið haldið
á með kauðskum hætti
hefur áhrif á allt hitt.
Ruglandi í skipu-lagsmálum og
deyfð og drungi í húsnæðismálum.
Óboðleg umgengni, hvort semþað er á opinberum svæðum
og mannvirkjum eða gatnakerfinu.
En aðalforsendan er þó sú, aðekki sé farið illa með fjárhag-
inn. Vigdís Hauksdóttir, sem lét
myndarlega til sín taka við umfjöll-
un um fjármál ríkisins á þingi,
bendir á þetta.
Hún sagði nýlega í grein hér íblaðinu:
Það stóð heima að þegar DagurB. og Jón Gnarr komust í borg-
arstjórn um mitt ár 2010 byrjaði
skuldasöfnun borgarinnar sem ekki
sér fyrir endann á og skuldar
Reykjavíkurborg nú langt yfir 100
milljarða.“
Þetta er hrikaleg staða sem Vig-dís lýsir þarna. Og þótt óreið-
an sé mikil á flestum sviðum er
brýnast alls í borginni að stöðva
þessa óheillaþróun.
Dagur B.
Eggertsson
Meira en 100 millj-
arða króna halli!
STAKSTEINAR
Vigdís
Hauksdóttir
Veður víða um heim 12.4., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 4 súld
Akureyri 10 skýjað
Nuuk -3 snjóél
Þórshöfn 8 léttskýjað
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 11 heiðskírt
Stokkhólmur 8 heiðskírt
Helsinki 9 heiðskírt
Lúxemborg 15 léttskýjað
Brussel 12 þoka
Dublin 7 þoka
Glasgow 6 rigning
London 9 þoka
París 11 þoka
Amsterdam 11 þoka
Hamborg 14 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 22 heiðskírt
Moskva 9 heiðskírt
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 9 rigning
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 14 rigning
Aþena 20 heiðskírt
Winnipeg -2 léttskýjað
Montreal 5 alskýjað
New York 13 heiðskírt
Chicago 19 léttskýjað
Orlando 23 þoka
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:03 20:55
ÍSAFJÖRÐUR 5:59 21:08
SIGLUFJÖRÐUR 5:42 20:51
DJÚPIVOGUR 5:30 20:26
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið hefur auglýst tvö embætti
skólastjórnenda laus til umsóknar.
Annars vegar er um að ræða
embætti rektors Menntaskólans
við Hamrahlíð og hins vegar emb-
ætti skólameistara Fjölbrautaskól-
ans við Ármúla.
Í fréttatilkynningu frá ráðu-
neytinu segir að skipað sé í störf-
in til fimm ára í senn, að fenginni
umsókn hlutaðeigandi skóla-
nefndar.
Umsóknarfrestur fyrir bæði
störfin er til og með 30. apríl og
ráðið verður í störfin frá og með
1. ágúst. Í báðum tilvikum verða
nöfn allra umsækjenda birt á vef
ráðuneytisins.
Auglýst eftir
stjórnendum
í MH og FÁ
„Við fáum alltaf ábendingar en þær
hafa nú ekki leitt til þess að við höf-
um fundið tölvubúnaðinn ennþá, því
miður,“ segir Ólafur Helgi Kjartans-
son, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Frestur til að senda inn ábendingu
um staðsetningu tölvubúnaðarins,
sem stolið var úr gagnaveri á Suður-
nesjum, gegn 6 milljóna króna fund-
arlaunum, rann út á miðnætti í gær.
Ólafur segir að lögreglunni hafi
borist á þriðja tug ábendinga um
málið en að engin þeirra hafi leitt að
tölvunum.
Hann segir það verða skoðað í dag
hvort fundarlaun bjóðist fyrir
ábendingar sem berast héðan í frá.
Væntanlega séu það eigendur tölvu-
búnaðarins sem muni taka afstöðu
til þess, en það eru þeir sem bjóða
fundarlaunin.
Ólafur jánkar því að í raun séu
þeir engu nær um staðsetningu bún-
aðarins, sem er metinn á um 200
milljónir króna. „Það er búið að
leggja mikinn kraft í rannsóknina og
við getum skapað okkur ákveðna
mynd af þessu öllu, nema hvað við
vitum ekki hvar þýfið er.“
Einn maður sem handtekinn var
vegna málsins er enn í haldi lögreglu
og sætir síbrotagæslu. Gæslu-
varðhaldið rennur út þann 16. apríl
en formleg ákvörðun hefur ekki ver-
ið tekin um hvort það verður fram-
lengt.
Ábendingar hafa ekki leitt til þýfisins
Frestur vegna fundarlauna rann út á miðnætti Á þriðja tug ábendinga borist
Gagnaver Advania í Reykjanesbæ
þar sem hluta búnaðarins var stolið.
Tveir Íslendingar létust á Spáni í
vikunni. Upplýsingafulltrúi utan-
ríkisráðuneytisins, Sveinn H. Guð-
marsson, staðfestir þetta í samtali
við mbl.is, en um er að ræða tvö
aðskilin dauðföll.
Sveinn segir að borgaraþjónust-
unni hafi borist tilkynningar
vegna málanna. Að öðru leyti vildi
hann ekki veita neinar upplýs-
ingar.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is
fór maður í hjartastopp, en nánar
er ekki vitað um dánarorsök.
Tveir Íslendingar
létust á Spáni