Morgunblaðið - 13.04.2018, Page 12

Morgunblaðið - 13.04.2018, Page 12
„Í fyrsta lagi hvort heimanám stuðli að auknum námsárangri barna, í öðru lagi hvort heimanám styrki tengsl heimilis og skóla, og í þriðja lagi hvort það stuðli að auknum jöfn- uði meðal skólabarna. Þrátt fyrir mikla tiltrú margra kveður aðal- námskrá grunnskóla ekki á um heimanám, heldur segir einungis að forráðamenn beri ábyrgð á heima- námi nemenda sem skólinn og for- eldri sérhvers barns hafi orðið ásátt um. Samkvæmt orðanna hljóðan gætu foreldrar því afþakkað heima- nám.“ Ef foreldrar telja aðstæður þannig að barninu sé slíkt fyrir bestu, finnst Guðmundi það ósköp eðlilegt. Stórar yfirlitsrannsóknir hafi sýnt að lítill árangur sé af heimanámi framan af skólagöngunni og í mörgum til- vikum dragi það úr áhuga nemenda á erindi sínu ætlar hann að varpa ljósi á ýmsa þætti heimanáms, en hann hef- ur sem leiðbeinandi meistaranema um rannsóknir á heimanámi orðið margs vísari. „Það hefur verið svolítið gæluverkefni hjá mér að setja mig inn í þessi fræði, en annars er sérsvið mitt læsi, nám og kennsla, sem ég kenni á námskeiðum í HA.“ Erindið er eitt þriggja erinda sem Guðmundur heldur á ráðstefn- unni, en í hinum fjallar hann annars vegar um mótandi lestrarvenjur og það sem foreldrar geta gert, og hins vegar er hann ásamt Auði Björgvins- dóttur, grunnskólakennara og verk- efnisstjóra læsismála í Álftanesskóla, með erindi um hvernig kennarar geti unnið í samstarfi við foreldra. Guðmundur segir að umfjöllun um heimanám í grunnskólum markist helst af þremur álitamálum. skólagöngu. Sama segir hann upp á teningnum hjá mörgum börnum og unglingum – sérstaklega strákum, foreldrum og jafnvel kennurum. Uppi séu mjög skiptar skoðanir um gildi heimanáms og sjálfur hafi hann ekki alveg afdráttarlausa skoðun hvað það varðar. Í mörg horn sé að líta og skoða þurfi ýmsa möguleika. Gæluverkefni lektorsins Þeir sem sækja árlega vorráð- stefnu um menntavísindi, sem Mið- stöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri stendur fyrir á morgun, laugardaginn 14. apríl, munu komast að raun um hvað hann er að pæla. Yf- irskrift ráðstefnunnar er Sterkari saman – farsælt samstarf heimila og skóla og koma fyrirlesarar víða við. „Rökin eru bæði með og á móti,“ segir Guðmundur um heimanámið. Í Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þegar Guðmundur Engil-bertsson, lektor við kenn-aradeild Háskólans á Akur-eyri, var lítill þótti honum ótrúlega gaman að læra heima. Eins og hinir krakkarnir í sveitinni fór hann framan af bara annan hvern dag í skólann. Um langan veg var að fara og annað var ekki í boði fyrir sveita- dreng á Vatnsnesi í V-Húna- vatnssýslu í byrjun skólagöngunnar við upphaf áttunda áratugarins. „Heimanámið var góð tilbreyt- ing í fásinninu, þar sem oft var lítið annað um að vera en að hugsa um skepnurnar og heimakverið,“ segir Guðmundur brosandi og bætir við að öfugt við hann hafi synir hans ekki verið ánægðir með heimanám á sinni Getty Images/iStockphoto námi. Á hinn bóginn bendi rann- sóknir til að heimanám bæti náms- árangur 12 ára og eldri nemenda. „Eftir langan skóladag eru yngri nemendur oft orðnir of þreytt- ir til að halda áfram að vinna heima. Börn þurfa sínar tómstundir og oft veldur heimanámið árekstrum heima fyrir, rexi og pexi um hvort og hvenær eigi að læra heima, hvernig og hvenær foreldrar eigi að hjálpa þeim við námið og þar fram eftir götunum. Í framhaldsskólum er gert ráð fyrir að hluti námstímans sé heimanám, en þá eru nemendur líka komnir með sjálfstæðari tök á við- fangsefnum sínum.“ Einstaklingsmiðað heimanám Sterkustu rökin með heima- námi barna eru að það efli samskipti heimila og skóla og geri foreldrum kleift að fylgjast með námi barn- anna. Einnig að heimanám auki sjálfstæði nemenda og skapi þeim góðar námsvenjur. „Mótrökin eru að erfitt sé að efla sjálfstæði nemenda í viðfangsefni, sem þeir ráða illa við og að þeir skapi sér ekki betri náms- venjur með heimanámi en í skól- anum.“ Að sögn Guðmundar hafa margir fræðimenn efasemdir og spyrji hvort ekki megi frekar auka samstarf heimilis og skóla á annan hátt, til dæmis með því að fá foreldr- ana í auknum mæli inn í skólana á skólatíma, halda námskynningar og samráðsfundi með kennurum. „Í umfjöllun og afstöðu fólks gleymist oft mikilvægi þess að laga heimanám að mismunandi þörfum og áhuga nemenda, eins og þykir orðið sjálfsagt innan veggja skól- ans,“ segir Guðmundur og á vita- skuld við einstaklingsmiðað nám. „Í staðinn fyrir að skólinn setji nem- endum fyrir að ljúka við þennan eða hinn kaflann, verði áhugasvið hvers og eins fremur látið ráða för og kannski um leið fjölskyldunnar. Með slíku móti gæti heimilisfólk fengið aukinn áhuga á að vinna saman og nemandinn sæi námið í nýju ljósi. Til dæmis með því að spjalla saman um náttúrufræði eða hvað það nú væri í matartímanum. Heimanámið hefur helgast af hefð, nokkurs konar sjálf- vali, sem snýst um að leysa ákveðin dæmi eða lesa svo og svo margar blaðsíður. Mér finnst ástæða til að hugleiða hvernig hægt er að ein- staklingsmiða heimanám, sem ekki er endilega bundið við skrudd- urnar,“ segir Guðmundur og út- skýrir að heimanámið geti falist í Horft á heimanám með öðruvísi gleraugum Annað slagið blossa upp umræður um gildi heima- náms skólabarna og sýnist sitt hverjum. Guðmund- ur Engilbertsson, lektor við Háskólann á Akureyri, flytur á morgun erindið Heimanám – nei hættu nú alveg! á vorráðstefnu þar nyrðra um menntavísindi, Sterkari saman – farsælt samstarf heimila og skóla. Hann rýnir í lykilþræði ýmissa rannsókna og reifar hugmyndir sínar um að sauma úr þráðunum stakka eftir mismunandi vexti barna og fjölskyldna. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R LÍTILL TÍMI FYRIR RÆKTINA? Komdu þér í fantaform með 1-2-3æfingakerfinu okkar Ekki eftir neinu að bíða! Kynntu þér vorafsláttinn á jsb.is Málþing um transfólk, heilbrigði og réttlæti verður haldið kl. 13-15 í dag, föstudaginn 13. apr- íl, í samstarfi RIKK og Samtakanna 78, í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Málþingið er haldið í tilefni þeirra tímamóta að Samtökin 78 fagna í ár 40 ára af- mæli sínu. Dagskráin er á þá leið að fyrst flytur Viviane Namaste, prófessor í kynheilsu og HIV/AIDS við Concordia-háskóla í Montreal í Kanada, fyrirlestur með yfirskriftinni „Transfólk og heilbrigði í París. Að læra af sögunni um að- gang að heilbrigðisþjónustu.“ Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands, fjallar um stakkaskipti í fem- ínískri guðfræði og tekur nokkur dæmi og loks flytja kynjafræðing- arnir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Svandís Anna Sigurð- ardóttir erindið „Í hvernig nærfötum ertu núna?“ sem snýst um upplifun transfólks af transtengdri heil- brigðisþjónustu á Íslandi. Að loknum erindum verða umræð- ur. Málþingið er haldið á ensku, að- gangur á það er ókeypis og öllum heimill. Málþing í samstarfi RIKK og Samtakanna 78 Transfólk, heilbrigðis- og réttlætismál í brennidepli Fyrirlesarar F.v. Sólveig Anna Bóasdóttir, Viviane Namaste, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Svandís Anna Sigurðardóttir flytja erindi. Afmæli Samtökin 78 fanga 40 ára afmæli sínu. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.