Morgunblaðið - 13.04.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
VINNINGASKRÁ
50. útdráttur 12. apríl 2018
122 9023 18216 29822 40594 50494 62507 72070
453 9115 18288 29862 40691 50509 62581 72225
1182 9391 19215 30913 40893 52011 62649 72737
1356 9854 19306 31208 41107 52376 63203 72743
1493 10613 19388 31428 41566 52433 63251 72757
1615 10906 19405 31479 41724 52748 63424 73006
2073 11072 19606 31753 41853 52808 63824 73350
2142 11131 19617 31808 41878 53448 64013 73924
2209 11183 19647 31829 43537 53788 64097 74671
3294 12178 19732 31974 43635 54387 64648 74673
3373 12352 19934 32081 44123 54701 64889 74738
3464 12923 20572 33374 44212 55566 64925 74938
3569 13289 20583 33527 44844 55582 65168 74992
4091 13661 21462 33533 44964 56278 65682 75147
4241 13733 21519 33913 45008 56291 65700 75149
4618 14046 22612 33977 45326 56405 65860 75157
4741 14628 22714 34259 45351 56415 66510 75338
5302 14851 22741 34719 45624 56546 67040 75647
5501 15071 22770 35289 45731 57309 67247 76175
5517 15312 23173 35525 46057 57346 67622 76567
5797 15368 23196 35738 46167 57900 67922 77023
5815 15403 23893 36133 46195 57922 68047 77337
5900 15708 24266 36831 46630 58125 68206 77389
5937 15908 24894 37181 46743 58393 68440 77441
6051 16346 25036 37589 46927 58490 68450 78217
6195 16356 25755 37646 47293 58586 68685 78684
6407 16504 25805 37709 47434 58780 69064 79055
6449 16617 25943 38072 47561 59321 69701 79526
6793 16626 25983 38132 47646 59800 69925 79846
7079 16905 26156 38310 48034 60332 69946 79873
7138 16943 26404 38342 48956 60426 70047 79946
7386 17264 27494 39497 49313 60849 70293
7523 17591 28095 39531 49475 61109 70585
7658 17641 28246 39576 49511 61789 70849
8397 17696 28938 39596 49738 61920 71006
8409 17799 29389 40144 49884 62040 71158
8688 18136 29566 40512 50488 62335 71567
972 11470 19543 30030 37650 49820 59281 74188
1052 11621 19779 30725 37952 51242 59660 75050
1510 12101 20004 31136 39070 52073 60859 75822
3142 13978 20652 31245 40273 52875 63632 76903
3506 14461 20708 31406 40430 52904 64302 76986
3885 15313 21208 31679 40483 53660 64652 78200
4231 15811 21628 32493 40716 55275 65813 78316
6430 17911 21911 32573 41593 55546 65870 78782
6626 18371 25369 32806 42122 56043 66395 79214
7090 19028 25831 33151 43890 56616 67065
8586 19199 26619 33308 45040 56868 68430
9818 19211 27098 33388 46887 58749 71683
11203 19432 29446 34682 48858 59066 73635
Næstu útdrættir fara fram 18. & 26. apríl 2018
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
20287 34024 46515 68006
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
2259 13720 22257 43375 53671 66847
2695 15815 25411 48316 58590 67979
2892 16825 27387 48681 65419 68202
3673 21314 30270 52477 66840 77552
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
3 5 3 1 1
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Því miður er talsvert um að kostn-
aður einstaklinga við að leita sér
hjálpar sé of hár. Þá skiptir sköpum
hvort viðkomandi á bakland sem get-
ur komið til hjálp-
ar eða ekki,“ segir
Anna Gunnhildur
Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri
Geðhjálpar.
Morgunblaðið
leitaði viðbragða
samtakanna við
viðtali í blaðinu í
gær þar sem móð-
ir lýsti þrauta-
göngu dóttur sinnar í geðheilbrigðis-
kerfinu. Hún hefur sjálf þurft að bera
mikinn kostnað vegna veikinda dóttur
sinnar. Fram kom að kostnaður við
þjónustu sálfræðings, læknishjálp og
lyf hafi á síðasta ári slagað hátt upp í
eina milljón króna. Móðirin, sem er
geðhjúkrunarfræðingur að mennt og
hefur starfað innan kerfisins, segir að
ef hún tæki saman kostnað við alla þá
heilbrigðisþjónustu við dótturina sem
hún hefur greitt úr eigin vasa á
undanförnum 11 árum, og það vinnu-
tap sem hún hefur orðið fyrir, myndi
upphæðin líklega hlaupa á tugum
milljóna.
Anna segir að þjónusta geðlækna
sé niðurgreidd en kostnaðarhluti
fólks með geðraskanir hafi hækkað
um 30% að meðaltali með nýlegum
breytingum á lögum um sjúkratrygg-
ingar. Sálfræðiþjónusta sé aftur á
móti ekki niðurgreidd, en hver tími
hjá sálfræðingi kostar að meðaltali á
bilinu 12 til 15 þúsund krónur. Það er
fljótt að verða há upphæð ef viðtölin
eru mörg og á löngu tímabili.
„Þegar fólk sem er kannski aðeins
með 250 þúsund krónur í örorku-
bætur fyrir skatt þarf að leita oft til
sálfræðings duga bæturnar einfald-
lega ekki fyrir þessari þjónustu,“ seg-
ir Anna. „Nú eru að vísu komnir sál-
fræðingar á heilsugæslustöðvarnar á
höfuðborgarsvæðinu en þeir sinna
fyrst og fremst börnum. Svo þyrfti að
hafa svipað kerfi með sálfræðingana
og er gagnvart þjónustu sjúkra-
þjálfara, en þjónusta þeirra er niður-
greidd komi menn með tilvísun frá
lækni.“
Samkvæmt gildandi stefnu og að-
gerðaráætlun í geðheilbrigðismálum
átti aðgengi fólks að sálfræðingum á
heilsugæslustöðum að vera orðið 50%
í lok árs 2017. „En nú þegar komið er
fram á vor 2018 er aðeins einn sál-
fræðingur fyrir fullorðna á höfuð-
borgarsvæðinu,“ segir Anna.
Hún segir að aðgengið að sálfræð-
ingum eigi að vera orðið 90% í árslok
2019. „Með tilvísun til þess skorum
við á stjórnvöld að spýta í lófana og
sjá til þess að þetta verði að veru-
leika,“ segir hún. Geðhjálp hafi ný-
lega kannað framkvæmd geðheil-
brigðisstefnunnar. „Við sjáum ekki
betur en að aðeins sé búið að ýta úr
vör um helmingi þeirra verkefna sem
eiga að vera komin af stað.“
Anna Gunnhildur segir að eins og
dæmið í Morgunblaðsgreininni sýni
geti ráðið úrslitum fyrir sjúkling að
hafa sterkt bakland varðandi aðgang
að þjónustu. „Jafnvel þótt fyrir hendi
séu reglur og ferlar, mat og viðmið og
annað slíkt, þá skiptir máli að ýtt sé á
viðeigandi aðila til að sjúklingurinn
fái þjónustuna. Baklandið, hvort sem
það eru ættingjar eða vinir, getur ver-
ið sterkur þrýstihópur fyrir viðkom-
andi og oft haft breiða sýn á hvað er í
boði. Stuðningurinn getur ráðið miklu
um bata sem menn fá og líka tækifæri
viðkomandi í lífinu, svo sem varðandi
virkni og búsetu.“
„Það er staðreynd að fólk sem ekki
hefur sterkt bakland stendur hallari
fæti en aðrir þegar það glímir við geð-
heilbrigðiskerfið,“ segir Anna. Hún
bendir jafnframt á að sterkt bakland
geti þó líka hjálpað þeim sem eru án
þess með því að vekja athygli á því
hvar þjónustu vanti og með því að
þrýsta á kerfið að gera úrbætur sem
allir muni njóta þó vissulega eigi að-
gengi allra að vera jafnt.
Þegar spurt er hvort fólk sem á erf-
itt með að borga fyrir sálfræðiþjón-
ustu geti látið niðurgreidda geðlækn-
isþjónustu nægja segir Anna að
vandinn sé að mikill skortur sé á
geðlæknum en nóg framboð af sál-
fræðingum. Sums staðar, eins og til
dæmis á Vestfjörðum, er enginn geð-
læknir starfandi. Meðferðaúrræðin
geta líka verið ólík og mismunandi
hvað hentar.
„Við erum sífellt að þrýsta á stjórn-
völd í þessum efnum,“ segir Anna.
„En því miður virðist ekki nægjanlegt
fé hafa verið eyrnamerkt geðheil-
brigðisáætluninni og annarri geðheil-
brigðisþjónustu. Hins vegar hefur
það sannað sig í svipuðum samfélög-
um og okkar erlendis að fjármagn í
þennan málaflokk hefur ekki aðeins
skipt sköpum fyrir viðkomandi ein-
staklinga, heldur er það samfélags-
lega arðbært að veita sálfræðiþjón-
ustu gegn lágri eða engri greiðslu.
Það kemur m.a. í veg fyrir að vanda-
mál og veikindi vindi upp á sig og skil-
ar sér því fljótt til samfélagsins.“
Sálfræðiþjónustu
ætti að niðurgreiða
Samfélagslega arðbært að auka fé til geðheilbrigðismála
Morgunblaðið/Sverrir
Geðheilsa Þunglyndi, kvíði og aðrir sálrænir kvillar leggjast þungt á
marga einstaklinga. Fé til málaflokksins er samfélagslega arðbært.
Anna Gunnhildur
Ólafsdóttir
Loftrýmisgæsla Atlantshafs-
bandalagsins við Ísland er að hefj-
ast að nýju með komu flugsveitar
danska flughersins, segir í tilkynn-
ingu frá Landhelgisgæslunni. Alls
munu um 60 liðsmenn danska flug-
hersins taka þátt í verkefninu og til
viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð
NATO í Uedem, Þýskalandi. Flug-
sveitin kemur til landsins með fjór-
ar F-16 orrustuþotur. Gert er ráð
fyrir aðflugsæfingum að vara-
flugvöllum á Akureyri og Egils-
stöðum 12. til 17. apríl. Flugsveitin
verður staðsett á öryggissvæðinu á
Keflavíkurflugvelli. Ráðgert er að
verkefninu ljúki um mánaðamótin
apríl/maí. Verkefnið er fram-
kvæmt af Landhelgisgæslu Íslands
í samvinnu við Isavia.
Loftrýmisgæsla við Ísland að hefjast
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
Rúnar Gunnarsson, sem rekur flutningaþjónustu Eim-
skips á Austurlandi, leiðir lista Miðflokksins í Fjarða-
byggð í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí næst-
komandi.
Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að Miðflokks-
félag Fjarðabyggðar hafi verið formlega stofnað 7. apr-
íl og að þar hafi verið samþykkt að flokkurinn myndi
bjóða fram í sveitarfélaginu.
Í tilkynningunni segir einnig að áherslumál listans
verði að vinna að betri sameiningu íbúa í Fjarðabyggð
til að styrkja samfélagið í heild og að rýna í fjármál
sveitarfélagsins. Listinn í heild verður kynntur síðar.
Rúnar
Gunnarsson
Rúnar í 1. sæti Miðflokksins í Fjarðabyggð
Píratar og Viðreisn, ásamt óháð-
um, hafa kynnt sameiginlegt
framboð til sveitarstjórnar-
kosninga 2018 í Árborg undir
nafninu Áfram Árborg og verður
listabókstafur framboðsins Á.
Efstu sæti listans skipa: 1. Sig-
urjón Vídalín Guðmundsson, jarð-
fræðingur. 2. Álfheiður Eymars-
dóttir, stjórnmálafræðingur. 3.
Sigurður Á. Hreggviðsson, ör-
yrki. 4. Guðfinna Gunnarsdóttir,
framhaldsskólakennari. 5. Gunn-
ar E. Sigurbjörnsson, tómstunda-
og forvarnarfulltrúi. 6. Ingunn
Guðmundsdóttir, viðskipta-
fræðingur.
Píratar og Viðreisn
saman í Árborg
Framboðslisti X-Á býður fram í Árborg.
Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri og forseti bæjar-
stjórnar í Garði, leiðir lista Sjálfstæðismanna og
óháðra í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.
Á stofnfundi við sameiningu Sjálfstæðisfélaganna í
bæjunum var skipuð uppstillingarnefnd sem auglýsti
eftir frambjóðendum í báðum sveitarfélögum. Tillaga
nefndarinnar að framboðslista var síðan samþykkt
samhljóða.
Í 2. sæti listans er Hólmfríður Skarphéðinsdóttir,
flugverndarstarfsmaður og bæjarfulltrúi og í 3. sæti er
Haraldur Helgason yfirmatreiðslumaður.
Einar Jón
Pálsson
Einar í fyrsta sæti X-D í Garði og Sandgerði