Morgunblaðið - 13.04.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Mark Zuckerberg, stofnandi Face-
book, þótti koma óskaddaður að
mestu út úr fundum með nefndum
beggja deilda Bandaríkjaþings á
þriðjudag og miðvikudag þegar
hann svaraði spurningum þing-
manna í alls tæpar tíu klukkustund-
ir. Zuckerberg sagði að hann teldi
það „óhjákvæmilegt“ að settar yrðu
nýjar reglur um starfsemi sam-
skiptamiðla til að vernda persónu-
upplýsingar notenda en lagði
áherslu á að fara þyrfti varlega í
þeim efnum. Hann varði einnig við-
skiptalíkan Facebook og sagði það
nauðsynlegt til að afla fyrirtækinu
tekna.
Zuckerberg baðst afsökunar á
því hvernig Facebook hefur tekið á
vaxandi óánægju notenda sam-
skiptamiðilsins eftir að í ljós kom að
hann deildi upplýsingum um 87
milljónir manna með breska fyrir-
tækinu Cambridge Analytica, sem
starfaði meðal annars fyrir kosn-
ingaskrifstofu Donalds Trump fyrir
forsetakosningarnar í Bandaríkj-
unum í nóvember 2016.
Tókst að róa fjárfesta
Fréttaskýrandi The Wall Street
Journal sagði að Zuckerberg hefði
reynt að sigla milli skers og báru
þegar hann svaraði spurningum
þingmannanna. Hann hefði annars
vegar reynt að sefa áhyggjur þing-
manna af öryggi persónuupplýs-
inga, sem samskiptamiðlar safna,
og hins vegar áhyggjur fjárfesta
sem óttast að strangari reglur um
vernd persónuupplýsinga skerði
möguleika miðlanna til að afla
tekna. Svo virðist sem Zuckerberg
hafi tekist að róa fjárfestana, að
minnsta kosti um sinn, þar sem
gengi hlutabréfa í Facebook hækk-
aði um alls 5,5% dagana sem hann
kom fyrir þingnefndirnar. Áður
hafði markaðsvirði fyrirtækisins
minnkað um nær 80 milljarða doll-
ara, jafnvirði tæpra 8.000 milljarða
króna, frá því um miðjan mars þeg-
ar mál Cambridge Analytica komst
í hámæli.
Ólíklegra er að Zuckerberg hafi
tekist að róa þingmennina. Margir
þeirra létu í ljós gremju í garð
Facebook en mikil óeining virðist
þó vera á meðal þeirra um hvernig
herða eigi reglurnar og eftirlit með
samskiptamiðlunum.
Fréttaskýrandi The Wall Street
Journal, Dan Gallagher, segir að
Zuckerberg hafi einnig notið góðs
af því að flestum þingmannanna
virtist vera meira umhugað um að
ganga í augun á kjósendum með því
að slá pólitískar keilur en að fá
gagnleg svör frá stofnanda Face-
book. Þetta hafi gert honum kleift
að halda sig að mestu við þau skila-
boð sem hann vildi hamra á til að
koma í veg fyrir að reglunum yrðu
breytt þannig að þær stefndu við-
skiptalíkani Facebook í hættu.
Erfið „heimaverkefni“
Fréttaskýrandi The Guardian,
David Smith, tekur í sama streng
og segir að „miðaldra þingmenn
öldungadeildarinnar“ hafi oft sýnt
vanþekkingu á samskiptamiðlunum
þegar þeir lögðu spurningar fyrir
Zuckerberg í um fimm klukku-
stundir á þriðjudag. Frammistaða
þingnefndar fulltrúadeildarinnar
hafi verið betri daginn eftir. Spurn-
ingar fulltrúadeildarmannanna hafi
verið beinskeyttari og Zuckerberg
stundum átt í erfiðleikum með að
svara þeim.
Fréttaskýrandi BBC, Dave Lee,
bendir á að Zuckerberg vékst und-
an því að svara rúmlega 20 spurn-
ingum og lofaði því að hann og
aðstoðarmenn hans myndu gera
það síðar. Að sögn Lee geta sum
þessara „heimaverkefna“ verið
mikið áhyggjuefni fyrir Facebook,
til að mynda spurning fulltrúa-
deildarþingmannsins Bens Lujan,
demókrata frá Nýju Mexíkó. „Þú
hefur sagt að allir geti stjórnað því
hvernig farið er með upplýsingar
um þá, en þið safnið samt upplýs-
ingum um fólk sem er jafnvel ekki á
Facebook og hefur aldrei samþykkt
notendaskilmála Facebook,“ sagði
þingmaðurinn. Zuckerberg viður-
kenndi að fyrirtækið safnar upplýs-
ingum um fólk sem er ekki á Face-
book og hefur því ekki samþykkt
notendaskilmálana. Hann sagði það
gert í „öryggisskyni“ og lofaði að
svara því síðar hvers konar upplýs-
ingum fyrirtækið safnaði um þá
sem eru ekki á Facebook. Hann lof-
aði einnig að svara spurningu um
hvernig fyrirtækið getur fylgst með
Facebook-notendum þegar þeir
hafa skráð sig út úr samskiptamiðl-
inum, að sögn BBC.
Fréttaskýrandi fréttasjónvarps-
ins CNN, Dylan Byers, segir þess-
ar spurningar vera þær mikilvæg-
ustu sem lagðar hafi verið fyrir
Zuckerberg á fundunum með þing-
nefndunum.
Zuckerberg sagði að notendur
Facebook veldu það sjálfir að gera
upplýsingar um sig aðgengilegar á
samskiptamiðlinum. Þótt hann teldi
það „óhjákvæmilegt“ að setja nýjar
reglur um vernd persónuupplýs-
inga væri nauðsynlegt að fara var-
lega í þeim efnum. Hann benti
t.a.m. á að þótt það gæti verið auð-
velt fyrir stór tæknifyrirtæki að
fara eftir reglunum gætu þær verið
íþyngjandi fyrir minni sprotafyrir-
tæki.
Gætu markað þáttaskil
Zuckerberg sagði að það væri
„mjög algengur misskilningur“ að
Facebook seldi auglýsendum per-
sónuupplýsingar. „Við seljum ekki
auglýsendum gögn. Við seljum ekki
neinum gögn.“
Fréttaskýrandi CNN telur þetta
ekki alveg rétt hjá Zuckerberg og
segir að viðskiptalíkan Facebook
byggist á verslun með persónu-
upplýsingar. Fyrirtækið safni slík-
um upplýsingum, noti þær til að
selja auglýsendum aðgang að
ákveðnum markhópum og bjóða
þeim þannig auglýsingar sem séu
líklegri til að bera árangur en aug-
lýsingar í öðrum miðlum.
Nokkrir fréttaskýrendur telja þó
að fundir Zuckerbergs með þing-
nefndunum geti haft mikla þýðingu
fyrir þróun samskiptamiðlanna.
„Svör Zuckerbergs sýna að fyrir-
tækið hefur þroskast á síðustu tíu
árum, einkum viðurkenning hans á
því að Facebook beri ábyrgð á efni
sem deilt er á samskiptamiðlinum,“
hefur fréttaveitan AFP eftir
Dannagal Young, prófessor við
Delaware-háskóla. „Viðurkenn-
ingin á því að fyrirtækið beri
ábyrgð á efninu ætti að breyta því
hvernig Facebook stjórnar aðgangi
að miðlinum og sannreynir stað-
hæfingar, ásamt því hvernig hægt
væri að setja reglur um samskipta-
miðlana.“
Jennifer Grygiel, prófessor við
Syracuse-háskóla, tekur í sama
streng og segir að fundirnir með
þingnefndunum geti markað þátta-
skil. „Þetta er fyrsta skrefið í þá átt
að setja þær reglur sem þarf,“ hef-
ur AFP eftir henni. Hún telur að
þingfundirnir hafi sýnt að ekki dugi
að láta samskiptamiðlana um að
setja reglurnar heldur þurfi ríkis-
valdið að gera það og hafa eftirlit
með því að reglurnar séu virtar.
Varði viðskiptalíkan Facebook
Zuckerberg svaraði ekki mikilvæg-
um spurningum á fundi með þing-
nefndum en lofaði að gera það síðar
Lönd með meira en fimmmilljónir notenda
Tíu lönd með flesta
facebook-notendur Tíu fjölbýl lönd og svæði meðhæsta hlutfall facebook-notenda
Indland
Bandaríkin
Brasilía
Indónesía
Filippseyjar
Mexíkó
Víetnam
Taíland
Tyrkland
Bretland
Hlutfall þeirra af
íbúafjöldanum
Fjöldi notenda
8%
240
100
30
85%
í milljónum
í milljónum
241
240
139
126
69
69
64
57
56
44
í prósentum
Byggist á upplýsingum á vefsíðu InternetWorld Stats
Júní 2017
Facebook-notendur í heiminum
Heimild: IWS *Sameinuðu arabísku furstadæmin
SAF*
Taíland
Taívan
Bandaríkin
Chile
Tyrkland
Hong Kong
Argentína
Víetnam
Brasilía
85,1
82,4
76,9
73,4
71,4
69,6
68,9
67,1
66,3
65,9
Reglur ESB fyrirmynd?
» Mark Zuckerberg benti á að
nýjar reglur Evrópusambands-
ins um vernd persónuupplýs-
inga ættu að taka gildi 25. maí
og sagði að þær gætu að
nokkru leyti verið fyrirmynd
nýrra reglna í Bandaríkjunum.
» Hann staðfesti að Facebook
myndi fylgja sumum af reglum
ESB í Bandaríkjunum og víðar í
heiminum.
Ármúla 11
108 Reykjavík
Sími 568-1581
ÞÓR FH
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 9:00 - 18:00
Lokað um helgar
Tölvuverslun - Reykjavík: Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Hraðari & hagkvæmari kynslóð af WorkForce
ÝR EPSONWORKFORCE
Helstu kostir:
• Hraðvirk hágæða prentun
Allt að 24 síður á mínútu í svörtu og í lit.
• Prentar, skannar, ljósritar og faxar.
4 tæki í 1 með og prentar beggja megin.
• Miklir tengimöguleikar
Þráðlaust net, WiFi Direct, NFC, USB og venjul. nettenging.
• Stór blekhylki
Hægt að prenta út allt að 5000 blaðsíður með stóru hylki
• Prentun og skönnun beint úr síma
Ókeypis app til að prenta og skanna beint úr síma.
EPSONWORKFORCE PROWF-C5710DW
A4
10.9cm
24
ppm
ISO
1200
Ný kynslóð af þráðlausum EPSONWorkForce fjölnotatækjum
(Prentari/skanni/ljósritun), ný hönnun, hraðari prentun, hagkvæmara blek
og umhverfisvænni umbúðir. A4 4.800 x 1.200 dpi Upplausn.
PrecisionCore prenthaus og 4 stök blekhylki (DURABrite Ultra)
Hægt að tengja með USB, Ethernet/WiFi eða með iPhone/android Appi.
Prentar og skannar báðum megin (Duplex) - Þægilegur snertiskjár
Alþjóðlega efna-
vopnastofnunin
OPCW hefur
staðfest niður-
stöðu rann-
sóknar breskra
yfirvalda á
taugaeitrinu sem
beitt var gegn
Sergej Skrípal,
fyrrverandi rúss-
neskum njósnara, og dóttur hans í
Bretlandi 4. mars. Boris Johnson,
utanríkisráðherra Bretlands, sagði
niðurstöðu OPCW sýna að enginn
vafi léki á því að rússnesku tauga-
eitri hefði verið beitt gegn Skrípal.
Rússar væru þeir einu sem hefðu
getað beitt eitrinu og haft ástæðu
til að reyna að ráða Skrípal af dög-
um.
Rússar sögðu að þeir myndu ekki
samþykkja niðurstöðu OPCW nema
rússneskir sérfræðingar fengju að
rannsaka sýni sem alþjóðastofnunin
rannsakaði.
SKRÍPAL-MÁLIÐ
Niðurstaða breskra
yfirvalda staðfest
Boris Johnson