Morgunblaðið - 13.04.2018, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
✝ Steinunn Sigur-björg Úlfars-
dóttir fæddist á
Vattarnesi við Reyð-
arfjörð 25. apríl
1931. Hún lést á
Fossheimum, hjúkr-
unardeild Heilbrigð-
isstofnunar Suður-
lands, 1. apríl 2018.
Steinunn var
dóttir Úlfars Kjart-
anssonar, útvegs-
bónda á Vattarnesi, f. 26. nóv.
1895, d. 22. mars 1985, og Maríu
Ingibjargar Halldórsdóttur hús-
freyju, f. 16. sept. 1897, d. 29.
sept. 1939.
Systkini Steinunnar eru: Kjart-
an, f. 1917, d. 1917, Halldóra
Hansína, f. 1918, d. 2000, Jón
Karl, f. 1920, Eygerður, f. 1922, d.
1982, Indíana Björg, f. 1924, d.
2008, Bjarni Sigurður, f. 1926, d.
2013, Aðalbjörn, f. 1928, d. 2009,
Kjartan Konráð, f. 1935, Hreinn,
f. 1937, d. 2017, María Úlfheiður,
f. 1939.
Steinunn giftist hinn 15. sept.
1951 Gísla Vilhjálmi Gunnarssyni,
f. 1925, d. 1991. Börn þeirra eru
1) Gunnar, f. 1952, d. 1966. 2) Úlf-
ar, f. 1953. M. 1. Guðbjörg Dóra
Malen og María Gló. M. 2. Þór-
anna Einarsdóttir. Börn þeirra
Adam Hrafn og Birta Líf. c) Elvar
Örn. M. Sunneva Lind Ármanns-
dóttir. Börn þeirra Jóhann Berg
og Kristín Lind. 5) Konráð Sig-
þór, f. 1962. M. 1. Margrét Guð-
mundsdóttir. Sonur þeirra Gísli
Vilhjálmur. M. Snæfríður Jóns-
dóttir. M. 2. Elín Helga Hauks-
dóttir. Dætur Elínar a) Kristín. M.
Guðjón Þorsteinsson. Þeirra börn
Þorsteinn Sölvi og Ástrós Helga.
b) Guðlaug. M. Jón Theódór Jóns-
son. Dætur þeirra Sigrún Alda og
Elín Harpa. 6) Ragnar Svanur, f.
1965. M. 1. María Harðardóttir.
Sonur þeirra Hörður. M. 2. Sig-
ríður Margrét Snorradóttir. Dæt-
ur þeirra Sara Margrét og Re-
bekka Steinunn. 7) Gunnhildur
Anna, f. 1967.
Steinunn og Vilhjálmur byrj-
uðu búskap í Tungu árið 1951.
Þau stofnuðu nýbýlið Tunguholt
þar sem þau bjuggu til ársins
1966. Þá fluttu þau á Selfoss og
hefur Steinunn búið þar síðan.
Steinunn vann við ýmis versl-
unar-, þjónustu- og umönnunar-
störf, en lauk sinni starfsævi hjá
Sveitarfélaginu Árborg þar sem
hún vann á leikskólanum Álf-
heimum. Steinunn tók virkan þátt
í starfsemi kirkjukvenfélags Sel-
fosskirkju, um tíma sem formað-
ur þess.
Útför Steinunnar fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 13. apríl 2018,
kl. 14.
Sverrisdóttir. Dætur
þeirra a) Steinunn
Elfa. M. Sveinn
Kjartan Sverrisson.
Börn þeirra Valur
Freyr, Svanbjörg
Anna og Birna Kar-
en. b) Bára María.
M. Eiríkur Andri
Gunnarsson. Sonur
þeirra Gunnsteinn
Úlfar. M. 2. Elfa
Bryndís Kristjáns-
dóttir. Sonur þeirra Gunnar
Theódór. Fyrir á Elfa Ólöfu. M.
Birgir Sveinsson, þeirra synir Elf-
ar Franz og Mikael Máni. Kristján
Inga og Rúnu Hrönn, dóttir henn-
ar er Dóróthea Dís. 3) Dóttir and-
vana fædd 1958. 4) Sigdór, f.
1960. M. Guðbjörg Jóhannsdóttir.
Þeirra synir a) Jóhann Gunnar.
M. 1. Sandra Mjöll Tómasdóttir.
Dóttir þeirra Rebekka Sól. M. 2.
Guðrún Inga Hannesdóttir. Sonur
þeirra Hannes Logi. M. 3. Hildur
Ósk Rúnarsdóttir. Sonur þeirra
Anton Orri. Fyrir á Hildur Ósk
Natan Árna. M. 4. Erla Kristín
Jónasdóttir sem á fyrir Lindu Sól,
Mikael Inga og Elvar Mána.
b) Vilhjálmur. M. 1. Anna Lind
Friðriksdóttir. Dætur þeirra Elsa
Á páskadag, þann 1. apríl,
kvaddi elsku amma Steina þetta
jarðlíf.
Henni á ég svo ótal margt að
þakka. Þær voru ófáar stundirnar
okkar saman. Það var alltaf sama
hvernig á stóð, alltaf var opið hús
og opinn faðmur hjá ömmu, sama
hvort mig langaði að æfa á píanó, fá
aðstoð við handavinnu, fá einhvern
til að spila við eða bara spjalla, það
tók sama hlýjan og þolinmæðin á
móti manni.
Um tíma var ég svo heppin að fá
að búa hjá ömmu og Gunnhildi á
Víðivöllunum. Þá var ég nýfermd
og lífið stundum svolítið snúið. Þá
eins og svo oft áður og síðar var
amma kletturinn minn.
Við amma áttum ýmis sameig-
inleg áhugamál. Til dæmis tónlist
og handavinnu. Hún var óþreyt-
andi að hjálpa mér og leiðbeina í
hannyrðum og lagði áherslu á að
passa ætti að vera vandvirkur og
að helst ætti rangan að vera jafn
falleg og framhliðin.
Þær voru líka dýrmætar stund-
irnar okkar eftir að hún var komin
á Fossheima. Þó svo að amma hafi
verið orðin veik var faðmurinn allt-
af jafn hlýr og góður og vel tekið á
móti manni. Amma sýndi alltaf
áhuga á öllu sem var í gangi í mínu
lífi og var ekki að barma sér þrátt
fyrir veikindin.
Það er ekki langt síðan ég tók
gítarinn með mér til ömmu og við
sungum saman nokkur lög. Það
var yndisleg stund.
Ég kveð elsku ömmu með þakk-
læti fyrir allt og allt.
Bára María Úlfarsdóttir.
Maður kynnist mörgum á lífs-
leiðinni sem setja mark sitt á líf
manns. Steinunn var ein af þeim
sem sem mótaði mitt líf. Ég kynnt-
ist henni ung, aðeins fimmtán ára
gömul. Hún tók mér opnum örm-
um og bauð mig velkomna í fjöl-
skylduna.
Steinunn var ein af þessum
sterku konum með sterkar skoð-
anir og lét engan segja sér hvað
hún ætti að hugsa eða gera. Hún
hafði lifað tímana tvenna og reynt
margt. Hún missti móður sína ung
svo og tvö af sjö börnum sínum.
Þegar seinna barnið dó brugðu þau
Vilhjálmur búi og fluttu suður
ásamt fjölskyldunni. Hún var fljót
að taka ákvarðanir og það sem hún
ákvað stóð. Þessi ákvörðun hennar
leiddi til þess að ég kynntist syni
hennar nokkrum árum seinna.
Steinunn var mjög hjálpsöm.
Hjálpsemi hennar náði til allra,
ekki bara nánustu fjölskyldu. Ef
henni fannst einhver þurfa hjálp
eða líða skort vildi hún gera það
sem hún gat til að bæta úr. Stein-
unn var einnig dugleg með afbrigð-
um og úrræðagóð. Á meðan hún
bjó í sveitinni fyrir austan rak hún
um tíma skóla. Það gerði hún án
þess að vera kennaramenntuð.
Hún var þó ekki ómenntuð, bara
ekki langskólagengin. Enginn sem
talaði við hana velktist í vafa um að
þarna var fróð kona og sérlega góð
íslenskumanneskja.
Fljótlega eftir að ég kynntist
Steinunni flutti ég inn á heimili
hennar og bjó þar veturlangt. Ég
var ung og uppreisnargjörn, hún
ráðsett og traust. Við urðum vinir
og ég leitaði til hennar með margt,
kannski ekki þennan vetur en oft
síðar. Hún kenndi mér þolinmæði
sem ég átti lítið af á þessum árum.
Það gerði hún t.d. með því að að
kenna mér margskonar handa-
vinnu. Ég man sérstaklega eftir því
þegar hún leiðbeindi mér með að
sauma bæði kápu og jakka og lét
mig beita allri þeirri færni sem
sönnum klæðskera sæmdi. Þar
kom nálin og tvinninn meira við
sögu en saumavélin sjálf. Þannig
var Steinunn, hún gerði allt vel og
af nákvæmni sem hún tók sér fyrir
hendur. En hún kenndi mér þó trú-
lega mest í þolinmæði með því að
sýna mér, unglingnum, sem þóttist
vera fullorðinn, endalausa þolin-
mæði í einu og öllu.
Fáeinum árum eftir að ég
kynntist Steinunni eignaðist ég
fyrsta barnið mitt og hún um leið
fyrsta barnabarnið sitt, stúlku sem
hlaut nafn hennar. Þær voru ekki
fáar stundirnar sem sú stutta var
hjá ömmu sinni, báðum til ánægju.
Og þegar næsta barn fæddist beið
hennar sama góða atlætið á heimili
ömmu og afa. Þau voru samhentar
og góðar manneskjur Vilhjálmur
og Steinunn. Samband dætra
minna og ömmu og afa var ávallt
gott, fallegt og kærleiksríkt.
Samfylgd mín við tengdamóður
mína stóð í rúm tuttugu ár, þá
skildu leiðir. Við hittumst þó af og
til á förnum vegi, í veislum og eins
þegar ég heimsótti hana með
barnabörnin í suðurferðum þeirra.
Þá voru fagnaðarfundir, kærleik-
urinn hverfur nefnilega ekki þótt
leiðir skilji.
Með þakklæti í huga kveð ég
Steinunni tengdamóður mína.
Börnum hennar, barnabörnum og
öðrum aðstandendum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Dóra.
Steinunn Sigur-
björg Úlfarsdóttir
✝ ÞormóðurHaraldsson
fæddist í Reykja-
vík 6. september
1932. Hann and-
aðist á Landspítal-
anum 31. mars
2018.
Foreldrar hans
voru þau Haraldur
Axel Pétursson,
safnhúsvörður og
fræðimaður, f. 15.
ágúst 1895 á Arnarstöðum í
Hraungerðishreppi, d. 1. jan-
úar 1982, og kona hans, Mar-
grét Þormóðsdóttir, f. 7. nóv-
ember 1896 í Holtakotum í
Biskupstungum, d. 29. apríl
1988.
Systkini Þormóðs: 1) Pétur
Þórir, f. 17. október 1922, d. 1.
maí 1924. 2) Pétur, kaupmaður
og fræðimaður, f. 3. júlí 1925,
d. 28. júlí 1993, kvæntur Hall-
dóru Hermannsdóttur, f. 1929,
kaupkonu. Börn þeirra eru: a)
Sigríður, f. 1953, kennari, gift
sr. Hreini S. Hákonarsyni,
fangapresti þjóðkirkjunnar, og
eru börn þeirra fjögur. b) Har-
aldur, f. 1955, d. 1972, mennta-
skólanemi. c) Margeir, f. 1960,
héraðsdómslögmaður og stór-
meistari í skák, kvæntur Sig-
ríði Indriðadóttur kennara og
eiga þau eina dóttur. d) Vigdís,
f. 1962, læknir, gift Ævari Að-
alsteinssyni, múrara og tóm-
stunda- og félagsmálafræðingi,
og eiga þau tvær dætur. 2)
Guðbjörg Haralds-
dóttir Bay, fyrrv.
sjúkraliði, f. 16.
janúar 1928, búsett
í Holbæk í Dan-
mörku, gift Axel
Bay, prentmynda-
smið, f. 1922, d.
1990. Synir þeirra
eru: a) Haraldur
Jóhannes, f. 1950,
félagsfræðingur,
kona hans er Linda
Andersen prófessor, og eiga
þau þrjá syni. b) Pétur, f. 1952,
kennari, og á hann tvær dætur.
c) Hans Henrik, f. 1963, tónlist-
armaður, kona hans er Sus-
anne Bechmann tónlistar-
maður og eiga þau tvö börn.
Sambýliskona Þormóðs var
Ágústa Jónsdóttir, f. 17. janúar
1920, d. 2. janúar 1989. Hún
var dóttir Ágústu Gunnlaugs-
dóttur, f. 1888, d. 1951, og Jóns
Kornelíusar Péturssonar, f.
1889, d. 1925. Þormóður og
Ágústa voru barnlaus.
Þormóður lauk námi frá
Gagnfræðaskóla Reykjavíkur
og vann hjá póstinum á yngri
árum. Síðan vann hann við
Búrfellsvirkjun og lauk starfs-
ævi sinni hjá ullarverksmiðj-
unni Álafossi.
Þormóður var áhugamaður
um samfélagsmál og fylgdist
vel með þjóðmálaumræðu.
Útför hans fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 13. apríl 2018, og
hefst athöfnin kl. 13.
Við minnumst Þomma
frænda okkar með hlýhug og
söknuði. Hann var ávallt hress
þegar hann bar að garði og hlýr
þegar hann kvaddi; skemmtileg-
ur viðræðu, öllum mönnum fróð-
ari, áhugasamur um menn, mál-
efni, lífið og tilveruna.
Með þessum orðum kveðjum
við kæran frænda með þökk fyr-
ir samfylgd og vináttu.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Halldóra (Dóra), Haraldur,
Jóhanna og Pétur.
Þormóður Haraldsson lést
laugardaginn fyrir páska eftir
stutta sjúkrahúslegu. Hann
hafði átt við veikindi að stríða en
í hjarta sínu var hann nokkuð
viss um að þau yrðu yfirstigin.
En eigi má sköpum renna, eins
og orðtakið segir.
Þegar Þommi – en svo var
hann ætíð kallaður í fjölskyld-
unni – hætti að vinna fyrir ald-
urs sakir var hann á vissan hátt
dálítið einn á báti. Sína ágætu
sambýliskonu, Ágústu Jónsdótt-
ur, hafði hann misst árið 1989,
en þau höfðu búið saman hátt í
þrjátíu ár.
Seinni hluta starfsævinnar
vann Þommi á Álafossi þar sem
hann kunni vel við sig og var
ánægður. Í samráði við Þomma
var ákveðið að við myndum hafa
reglulegt símasamband við
hann eftir að hann hætti að
vinna, því að fátt segir af einum.
Samtölin við hann voru
skemmtileg og aldrei kom mað-
ur að tómum kofunum hjá hon-
um þegar hvers kyns málefni
bar á góma. Hann var ættfróður
eins og hann átti kyn til, vissi
deili á mönnum í þjóðlífinu,
kunnum sem ókunnum; sagði
sömuleiðis frá skemmtilegum
atvikum og eftirminnilegum. Oft
hugsaði maður með sjálfum sér
að þetta og hitt þyrfti að skrá
niður eftir honum en asi nú-
tímans olli því að það var ógert
látið.
Þommi var ótrúlega fróður
um alla staðhætti á Íslandi. Það
var gaman að ferðast með hon-
um um landið hvort heldur
lengri eða styttri ferðir. Við
ferðuðumst með honum bæði
um Vestfirði og Austurland.
Hann undirbjó sig mjög vel fyr-
ir allar ferðir og var eins og
hann hefði komið þar oft áður
enda þótt hann væri að koma á
staðina í fyrsta sinn. Hann
fylgdist alla tíð vel með þjóð-
málum og öllu því sem var að
gerast. Þess vegna var það hon-
um mikil upplifun að fara með
okkur að Kárahnjúkavirkjun á
sínum tíma. Honum þótti stór-
merkilegt að sjá þessar mestu
og umdeildustu framkvæmdir í
sögu Íslands.
Í sumar fór hann með okkur
til Danmerkur til að vera við-
staddur skírn í fjölskyldunni,
hann var langafabróðir barns-
ins. Honum þótti ferðin
skemmtileg og notaði tækifærið
til að heimsækja Boggu systur
sína sem hefur búið í Danmörku
hátt í sjötíu ár. Hann heimsótti
hana annað hvert ár um árabil
og þau töluðu saman í síma á
sunnudögum árum saman.
Drjúgan hluta ævi sinnar
glímdi hann við áfengissýki sem
var honum fjötur um fót og olli
sjálfum honum og aðstandend-
um hans miklum ama. En síð-
ustu árin lifði hann reglusömu
lífi þar sem allt var í nokkuð
föstum skorðum. Mikilvægur
liður í því var að fara í hádeg-
ismat á Vitatorgi og ræða málin
við borðfélaga.
Þomma var kappsmál að
mæta í síðdegiskaffi á hverjum
föstudegi hjá Halldóru mágkonu
sinni. Þar hitti hann allt sitt
nánasta fólk og tók þátt í fjör-
legum vikuloksumræðum. Hans
verður saknað við það borð.
Börnum okkar og barnabörn-
um sýndi hann ætíð mikla rækt-
arsemi og hafði áhuga á öllu sem
snerti unga fólkið í fjölskyld-
unni. Hann var í afmælum og
fjölskylduboðum, frændinn sem
hafði ekki hátt en fræddi þau
um margt.
Guð blessi minningu Þormóðs
Haraldssonar.
Sigríður Pétursdóttir,
Hreinn S. Hákonarson.
Þormóður
Haraldsson
✝ ÞorgerðurGuðmunds-
dóttir (Gerða)
fæddist 13. desem-
ber 1926 á Vestur-
Hamri við Hamars-
braut í Hafnarfirði.
Hún lést 5. apríl
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur Jón Þorvaldsson,
f. 7.12. 1900, d.
11.1. 1944, og Friðrikka Bjarna-
dóttir, f. 21.1. 1905, d. 1.11. 2001.
Systkini Þorgerðar eru: Sól-
borg, f. 9.8. 1925, d. 16.5. 2012,
Bjarnfríður, f. 19.2. 1928, d.
11.7. 1999, Lúter, f. 22.3. 1929, d.
12.1. 1941, Guðmundur Kr., f.
21.2. 1931, d. 25.7. 2003, Ingi-
ur, kvæntur Hörpu Einarsdótt-
ur, synir þeirra eru Einar Birnir
og Björn Breki. 1.2) Arnór, sam-
býliskona hans er Irmý Ósk Ró-
bertsdóttir, dóttir þeirra er
Steinunn Mía. 1.3) Fannar og
1.4) Þorfinnur Máni. 2) Hafdís
Hafsteinsdóttir Miller, f. 1.10.
1978, gift Justin Shawn Miller, f.
13.7. 1979, dætur þeirra Isabella
Freyja og Annabelle Birna. 3)
Guðrún Halla Hafsteinsdóttir, f.
25.9. 1980, gift Theodóri Frið-
bertssyni, f. 12.9. 1981, synir
þeirra Leon Freyr, Hafsteinn
Þór og nýfæddur óskírður
drengur.
Ólöf Dóra er gift Aðalbirni
Ara Sigurfinnssyni, f. 30.12.
1957, og eiga þau tvö börn: 1)
Elfa Björg Aradóttir, f. 27.2.
1981, gift Herði Má Jónssyni, f.
23.7. 1981, börn þeirra eru Aldís
Helga, Hjördís Svava og Nökkvi
Hrafn. 2) Ellert Þór Arason, f.
1.4. 1982, kvæntur Hrafnhildi
Láru Ragnarsdóttur, f. 4.5. 1981,
börn þeirra Aron Hugi, Viktor
Muni og Embla Guðrún. Gerða
ólst upp á Selvogsgötunni í Suð-
urbæ Hafnarfjarðar. Hún fór
ung að aldri að vinna hjá Svein-
birni Sveinssyni skreðara,
ásamt systur sinni Fríðu, og
lærðu þær fatasaum hjá honum.
Seinna fór hún að vinna í versl-
uninni Framtíðinni og eftir að
hún giftist vann hún hjá Kaup-
félagi Hafnfirðinga sem versl-
unarstjóri yfir vefnaðarvöru-
deild. Samhliða vinnu var hún í
Bréfaskóla SÍS, nam þar ís-
lensku og verslunarreikning.
Jafnframt sótti hún námskeið í
Samvinnuskólanum og lærði út-
stillingar og framsetningu vöru.
Gerða vann í 35 ár hjá Kaup-
félaginu og margir Hafnfirð-
ingar þekkja hana sem Gerðu í
Kaupfélaginu. Gerða var félagi í
Slysavarnafélaginu Hraunprýði
og Kvenfélaginu Hringnum.
Útför Þorgerðar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13.
apríl 2018, og hefst athöfnin kl.
11.
björg, f. 14.1. 1934,
og Lovísa, f. 16.11.
1939.
Þorgerður giftist
8. september 1951
Þórhalli Halldórs-
syni, f. 25.6. 1922, d.
21.3. 1998, verk-
stjóra hjá Eim-
skipafélagi Íslands.
Dætur þeirra eru
Guðmunda Birna, f.
1.6. 1952, og Ólöf
Dóra, f. 7.8. 1956.
Guðmunda Birna er gift Haf-
steini Frímanni Aðalsteinssyni,
f. 14.11. 1949, og eiga þau þrjár
dætur. 1) Þorgerður Hafsteins-
dóttir, f. 18.5. 1970, gift Birni
Þorfinnssyni, f. 28.9. 1967, og
eiga þau fjóra syni: 1.1) Þórhall-
Elsku amma Gerða, takk fyrir
að vera alltaf svona góð. Við sökn-
um þín.
Heimsins þegar hjaðnar rós
og hjartað klökknar.
Jesús gefðu mér eilíft ljós
sem aldrei slökknar.
(Höf. ók.)
Þín ömmubörn,
Þórhallur, Arnór,
Fannar, Þorfinnur Máni,
Leon Freyr, Hafsteinn Þór,
Einar Birnir, Björn Breki
og Steinunn Mía.
Í dag kveðjum við elsku fallegu
ömmu okkar. Amma sem alltaf
var svo glöð og góð, glæsileg og
vel til höfð á háu hælunum sínum.
Amma sem öll börn elskuðu.
Amma sem kenndi okkur svo
margt og okkur þykir endalaust
vænt um. Amma sem alltaf stóð
með okkur, hjálpaði og leiðbeindi.
Við erum svo óendanlega
þakklátar fyrir allar yndislegu
stundirnar sem við áttum með
þér. Við eigum alltaf eftir að
sakna þín mikið en getum yljað
okkur við óteljandi fallegar minn-
ingar.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Guð geymi þig, elsku amma
okkar. Þínar
Þorgerður, Hafdís og Halla.
Þorgerður
Guðmundsdóttir