Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018 ömmu og þessu góða frænd- fólki. Ég bý að því alla tíð og veit að það styrkti ræturnar og jarðsambandið. Helga frænka mín var af- skaplega glaðleg og góð og sýndi alla tíð einlægan áhuga á velferð minni og verkefnum. Hún og mamma voru mjög nán- ar og töluðust við á hverjum degi. Það verður því vandfyllt skarðið sem hún skilur eftir sig en allar góðu og glöðu minning- arnar lifa með okkur. Það er einungis hálft ár síðan við kvöddum Pálma en mér segir svo hugur að hann hafi ekki getað beðið lengur eftir Helgu sinni og því kallað hana til sín yfir í sólarlandið. Sam- taka eins og í jarðlífinu munu þau vaka yfir sínu fólki. Það er mikil gæfa systkinanna frá Akri að hafa átt þessa góðu foreldra og ég er þess fullviss að þau Jón, Jóhanna og Nína Margrét ávaxta vel arfleifðina og deila góðum minningum með afkom- endum sínum um ókomna fram- tíð. Þórir Björn Ríkarðsson. Það varð brátt um hana Helgu mína. En það er gjarnan þannig með hjón sem eru náin og hafa átt langan tíma saman, að skammt er milli andláts þeirra. Aðeins fáeinir mánuðir. Þetta skilur okkur sem eftir sitja í miklu tómarúmi. Það var eftirvænting og spenna í systkinabarnahópnum þegar fréttist að Pálmi frændi væri kominn með kærustu. Svo kom hann með hana og við fengum að hitta Helgu Sigfús- dóttur. Með henni kom ferskur og fallegur andblær á heimilið, hún var bráðfalleg og alltaf glöð og kát. Ég fékk að kynnast Helgu betur þegar ég var ung- lingur í sveit hjá þeim Pálma á Akri. Það var skemmtilegur og eftirminnilegur tími. Þarna vor- um við, þrjár Nínur á unglings- aldri, hver á sínu árinu. Það vafðist ekkert fyrir Helgu þrátt fyrir ungan aldur, að halda okk- ur öllum við efnið þannig að verkin urðu skemmtileg og unnin af miklum fúsleika. Það var mikið skrafað og hlegið og hún var vinur okkar en samt alltaf húsmóðirin. Seinna eftir að þau Pálmi voru flutt til Reykjavíkur kom ég oftar við hjá þeim, sérstak- lega síðustu árin. Það var nota- legt að koma til þeirra og alltaf hlýlega tekið á móti mér. Við Helga sátum gjarnan með handavinnuna okkar og spjöll- uðum. Hún vildi alltaf vita hvað væri í pokanum hjá mér í það og það skiptið, þannig að það var eins gott að þar væri eitt- hvað áhugavert. Eftir andlát Pálma flutti hún sig um set og það var gott að finna hve vel hún kunni við sig á nýja staðnum. Hún var ekk- ert af baki dottin, fór allra sinna ferða, keyrði enn bíl og lærði á nýjar græjur eins og henni einni var lagið. Hún átti líka góð börn og barnabörn sem studdu hana á alla lund. Ég kom síðast til Helgu í vikunni áður en þau fóru utan. Það var góð kvöldstund sem við áttum þá. Eftir standa ein- göngu góðar minningar um góða vinkonu. Kæru Jón, Jóhanna, Nína Margrét og fjölskyldur. Inni- legar samúðarkveðjur. Jónína Eggertsdóttir. Kynni okkar Helgu hófust þegar ég, átta ára stelpuskott, kom í sveitina til ömmu og afa og þau Pálmi móðurbróðir minn höfðu nýhafið búskap á Akri. Í fyrstu voru þau í félagsbúskap með ömmu og afa en fljótlega varð Helga húsmóðirin á bæn- um og þau Pálmi tóku við búinu. Það tókst strax góður vinskapur með okkur Helgu og í þau rúmlega 60 ár sem við höfum þekkst hefur aldrei skugga borið þar á. Það var mikil gæfa fyrir mig að fá að dvelja mörg, góð sumur á Akri undir handleiðslu þeirra Helgu og Pálma. Helga var myndarleg húsmóðir, hress og glaðlynd og kenndi okkur krökkunum vel til verka. Hún hafði okkur með í öllum helstu verkum innanhúss og kunni að treysta og hrósa ef vel var gert. Helga var alla tíð mikil hann- yrðakona og þegar frítími gafst frá sveitastörfum hvatti hún okkur stelpurnar, sem oftast vorum 2 til 3, til að stunda hannyrðir og kenndi okkur prjón, hekl eða útsaum. Þá sat hún með okkur með sínar hann- yrðir og þetta voru dýrmætar stundir. Eftir að sveitadvöl minni hjá Helgu og Pálma lauk kom ég hvert sumar í heimsókn að Akri og börn mín nutu þess einnig að koma þar. Á unglingsárum voru þau bæði þar í sveit um tíma. Síðar fluttu þau Helga og Pálmi til Reykjavíkur og alltaf var gott að koma til þeirra og þau sýndu mikla ræktarsemi og vináttu við mig og mína fjöl- skyldu. Það var líka gott að leita til þeirra ef eitthvað bját- aði á. Þau Pálmi voru ákaflega samrýnd en eftir að Helga varð ekkja í október sl. sýndi hún mikinn dugnað og lét engan bil- bug á sér finna. Hún flutti sig um set og var hamingjusöm með nýju, fallegu íbúðina sína. Sagði að sér liði vel þar. Síðast hittumst við fyrir rúmum mán- uði. Þá komu þær Theodóra frænka mín í heimsókn. Helga var kát og hress og við áttum frábæran dag saman. Ekki ór- aði mig fyrir að þetta yrði okk- ar síðasti vinafundur en það er gott að minnast þessa dags. Ég er þess fullviss að Pálmi frændi muni taka vel á móti Helgu sinni, en minningin um yndislega konu lifir. Við Tómas sendum Jóni, Jóhönnu, Nínu Margréti og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Með hlýrri þökk, Nína Valgerður. Skömmu áður en Helga lagði upp í sína síðustu ferð hringd- um við í hana frá Kanaríeyjum til að óska henni góðrar ferðar til Flórída. Helga hlakkaði til þessa ferðalags og þess góða félagsskapar sem hún myndi njóta. Við sögðum að hún hefði gott af því að slaka á í góðu umhverfi eftir allan þann eril sem hefði fylgt sjúkdómslegu og fráfalli Pálma heitins og íbúðaskiptanna. Einnig töldum við að gott umhverfi myndi bæta heilsufar hennar en Helga hafði átt við nokkra vanheilsu að etja undanfarin misseri. Þá svaraði Helga „þið haldið það“. Þetta sagði Helga gjarnan þeg- ar hún hafði efasemdir um framsettar fullyrðingar. Það hefur hvarflað að okkur að hún hafi fundið á sér að þetta yrði ekki gæfuför. Það eru aðeins liðnir um fimm mánuðir frá því að Pálmi lést eftir langa sjúkdómslegu. Álagið á Helgu var mjög mikið og daglegar heimsóknir reyndu án efa mjög á hana. Hjónaband Helgu og Pálma einkenndist af ástúð og vænt- umþykju. Þau voru afar sam- rýnd og samtaka í sínum bú- skap, hvort sem það var á Akri eða á höfuðborgarsvæðinu þar sem þau bjuggu vegna setu Pálma á Alþingi. Álag á Helgu var mikið vegna þingmennsku Pálma og þá sérstaklega þegar Pálmi gegndi embætti landbún- aðarráðherra. Gestrisni og um- hyggja einkenndi ávallt viðmót Helgu og Pálma. Kynni okkar og Helgu hófust um aldamótin þegar við hjónin vorum samferða í flugi til Kanaríeyja. Upp frá því spratt náin og góð vinátta og áttum við tíðar samverustundir. Þegar dvalið var á Kanaríeyjum var nánast daglega farið í göngu- ferð á ströndinni og áttum við hjónin þá gjarnan stefnumót við Helgu og Pálma við ákveðna sandöldu sem við gáfum sam- eiginlega nafnið Arnarhóll. Þar var mikið spjallað um landsins gagn og nauðsynjar. Helga var ávallt hress í við- móti. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á þjóðfélagsmálum og studdi Pálma einarðlega þegar gaf á bátinn og þá ekki síst á meðan Pálmi gegndi ráðherra- dómi. Okkur er minnisstæð mynd frá þeim tíma af lands- fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem Pálmi og Friðjón Þórðar- son stóðu og klöppuðu fyrir ræðu Geirs Hallgrímssonar en Helga Sigfúsdóttir sat sem fastast og var augljóslega ekki ánægð með ræðu flokksfor- mannsins. Ástæðan fyrir þess- ari afstöðu Pálma og Friðjóns var án efa sú að þeir vildu báðir tryggja að tímabundinn ágrein- ingur myndi ekki kljúfa flokk- inn enda gekk það eftir. Við hjónin erum þakklát fyr- ir þær samverustundir sem við áttum með Helgu og þá vináttu og væntumþykju sem hún sýndi okkur. Við sendum okkar ein- lægustu samúðarkveðjur til Jóns, Jóhönnu Erlu og Nínu Margrétar og fjölskyldna þeirra. Blessuð sé minning Helgu Sigfúsdóttur. Ragnheiður Þorgeirsdóttir, Örn Marinósson. Það er fallegt að líta heim að Akri. Fjallahringurinn er fríður. Vatnið er spegilslétt. Í bænum er glatt á hjalla og gestum tekið fagnandi. Þessi mynd stendur ljóslif- andi þegar Helga hefur nú kvatt skyndilega. Að henni er mikil sjónarsviptir. Minningar frá æsku birtast. Alltaf var gleðiefni þegar beygt var heim að Akri á leið úr kaupstað og eins var tilhlökkunin mikil þeg- ar von var á frændfólkinu frá Akri í heimsókn. Jólaboðin á Akri eru sveipuð ævintýra- ljóma. Síðar urðu samfundir fleiri fyrir sunnan. Gestrisnin var söm við sig. Helga og Pálmi voru höfðingjar heim að sækja. Helga var stórglæsileg kona, myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og fór létt með öll samskipti. Hún naut sín vel í krefjandi verkefnum, hress og hispurslaus, stelpuleg í fasi. Einnig kunni hún vel þá list að gleðjast í góðra vina hópi. Helga kom til dyranna eins og hún var klædd og sagði óhikað sinn hug. Í seinni tíð áttum við okkar góðu stundir. Þessar stundir eru mér mjög dýrmæt- ar og er ég þakklát Helgu fyrir vináttu hennar og trúnaðar- traust. Vart er hægt að minnast Helgu án þess að nefna Pálma um leið. Þau voru eins og sam- ofin, einstaklega samhent, geislandi af gleði og ást. Guð blessi minningu Helgu og Pálma á Akri. Theodóra Reynisdóttir. Þegar ég var með syni mín- um, Ragnari Darra, á hlaðinu á Akri að kveðja Pálma Jónsson hinstu kveðju í október í fyrra ásamt eftirlifandi konu hans, Helgu Sigfúsdóttur, og öðrum fjölskyldumeðlimum og nánum vinum Pálma hefði mér ekki komið til hugar að kveðja Helgu hinstu kveðju innan við hálfu ári síðar. Samrýndari hjónum en Helgu og Pálma hef ég ekki kynnst og það var lán og heiður fyrir mig sem ungan mann að kynnast þeim og þeirra fólki þegar ég var heima- gangur hjá þeim á Akri og í Bólstaðarhlíðinni um nokkurra ára skeið. Og nú eru þau sam- an í draumalandinu alveg eins og þau fylgdust svo náið og vel að í lifandi lífi alla tíð, allt frá því að ungur og kappsamur Pálmi náði ástum Helgu þegar hún var nemandi í Kvennaskól- anum á Blönduósi. Ég man þá sögu. Það var ekki skrýtið að bóndasonurinn frá Akri félli fyrir Helgu Sigfúsdóttur. Hún var bæði glæsileg og falleg kona og áfram alla tíð. En hennar innri manneskja var enn fallegri. Hún var bæði ljúf og góð kona en hún hafði einn- ig að bera ríka réttlætiskennd, hugrekki og skap sem hún þó beitti á réttan hátt. Þá var hún mikill persónuleiki og sterk kona, ekki síst fyrir sig og sína og hún var mikill styrkur fyrir mann sinn alla tíð. Styrkur hennar og réttlætiskennd var að mínu mati lýsandi á umtöl- uðum landsfundi Sjálfstæðis- flokksins á níunda áratug síð- ustu aldar. Hún þorði. Þá var hún mjög skemmtileg, glað- værð og mikill húmoristi með smitandi hlátur. Mér þótti afar vænt um Helgu Sigfúsdóttur. Þegar ég bjó á heimilum þeirra hjóna var hún mér alla tíð góð. Fyrir það færi ég henni hjartans þakkir og minning um góða konu og eftirminnilega lifir. Ég trúi því sama og sonur minn að nú haldist þau Pálmi og Helga saman hönd í hönd sem englar á himnum sem vaka yfir sínum nánustu. Helga var ættrækin og mjög tengd öllu sínu fólki. Fráfall Helgu var sviplegt og sökn- uðurinn er sárastur fyrir henn- ar nánustu. Elsku Jón, Jóhanna, Nína, makar og barnabörn. Ég bið Guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Guð blessi minningu Helgu Sigfúsdóttur. Guðmundur St. Ragnarsson. Fjölskylda mín öll átti því láni að fagna að kynnast mjög náið Akurshjónunum Pálma Jónssyni, fyrrverandi ráð- herra, og Helgu Sigfúsdóttur konu hans. Hvort tveggja var, að móðurbræður mínir tveir kvæntust systrum þeirra, hvors um sig og einnig, að fað- ir minn gerðist á seinni árum sínum vetrarmaður á Akurs- búinu. Við þau samskipti varð sérstakur og einlægur vinskap- ur milli þessara hjóna, foreldra minna og Akurshjóna. Vinátta og virðing einkenndi öll sam- skipti og umtal þeirra pabba og Pálma, hvors um hinn. Þeir dáðu hvor annan, ekki fyrir vegtyllur eða veiðikænsku, heldur fyrir bergtrausta per- sónuleika og orðheldni hvor annars í einu og öllu. Ég kynntist þeim hjónum því betur sem árin liðu, bæði á árum mínum fyrir norðan og við ýmis tækifæri hér í Reykjavík og jafnvel á ferðum utanlands. Pálmi var holdgerv- ingur tryggðar og trausts. Glaðsinna í vinahópi og áheyri- legur sögumaður. Hafði fallegt málfar og talaði vel um náung- ann. Helga var skemmtilega hláturmild og bæri það við að alvara einkenndi samræður eða aðstæður var gjarnan mjög stutt í að hún gæti séð gamanið í efninu. Hún hafði líka smitandi hlátur og hvellan svo iðulega endaði hennar hóp- ur í háværum hlátrasköllum. Þá leið henni og öllum í návist hennar vel. Hennar frásagnir voru flestar í þessum anda. Ég votta afkomendum þeirra mína dýpstu hluttekn- ingu og veit að fallegar minn- ingar barna og barnabarna munu einkenna friðhelga minningu um samhenta og trausta foreldra og ömmu og afa. Jón Karl Einarsson. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Ástkær bróðir okkar, ÞÓRARINN ÖFJÖRÐ SIGURÐSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 9. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey. Systkini hins látna Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN T. JÓNSDÓTTIR lyfjafræðingur, Bjarmalandi 21, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 10. apríl. Ingólfur Lilliendahl Kristján Lilliendahl Guðrún Marinósdóttir Guðný Lilliendahl Kjartan Lilliendahl Sigríður Bragadóttir Hörður Lilliendahl Elva Bredahl Brynjarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku pabbi okkar, FRIÐBJÖRN GUNNLAUGSSON skólastjóri, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 11. apríl. Dista, Gulli, Freyja, Ása Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, EINAR HAUKUR KRISTJÁNSSON viðskiptafræðingur, lést þriðjudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 17. apríl klukkan 15. Lilja Rós Einarsdóttir Árni Claessen og barnabörn Hugheilar þakkir til þeirra allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar kæru KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR og heiðruðu minningu hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans í Kópavogi. Halldór Th. Lárusson Lárus Gísli Halldórsson Guðríður Sverrisdóttir Brynjar Jóh. Halldórsson Kristjana Friðbjörnsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.