Morgunblaðið - 13.04.2018, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
✝ Pálína Her-mannsdóttir
fæddist á Amt-
mannsstíg 4 í
Reykjavík 12.
september 1929.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni í Reykjavík 4.
apríl 2018.
Foreldrar Pálínu
voru Hermann Jón-
asson forsætisráð-
herra, f. 25.12. 1896, d. 22.1.
1976, og Vigdís Oddný Stein-
grímsdóttir, f. 4.10. 1896, d.
2.11. 1976. Bróðir Pálínu var
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra, f. 22.06. 1928, d.
1.2. 2010.
Pálína giftist 16.12. 1950
Sveinbirni Dagfinnssyni hæsta-
réttarlögmanni og fv. ráðu-
neytisstjóra, f. 16.7. 1927. Börn
þeirra eru: 1) Hermann, f. 1951,
umhverfis- og auðlindahagfræð-
Barn þeirra: Birnir Hrafn, f.
2015. 3) Dagfinnur Örn, f. 1959,
d. 1959. 4) Lóa Kristín, f. 1961,
viðskiptafræðingur. Maki: Karl
Andersen læknir. Börn þeirra:
a) Thelma Margrét, f. 1985.
Maki: Arnór Jónsson. Börn
þeirra: Andri Ísar, f. 2012,
Óskar Logi, f. 2016, b) Daði Örn,
f. 1987. Maki: Hanna Soffía
Bergmann Sverrisdóttir, c)
Viktor Orri, f. 1992. Maki: Eva
Rut Hjaltadóttir, d) Kristófer
Atli, f. 1994. 5) Dagfinnur, f.
1973, heimspekingur og stjórn-
málahagfræðingur.
Pálína gekk í Landakotsskóla
og Kvennaskólann í Reykjavík
og síðar í hússtjórnarskóla í
Riisby í Valdresdalen í Noregi
1948. Hún starfaði við Útvegs-
banka Íslands um nokkurra ára
skeið en helgaði sig síðar alfarið
heimili og húsmóðurstörfum.
Hún sinnti sjálfboðastörfum fyr-
ir kvenfélagið Hringinn, Barna-
spítala Hringsins og Rauða
krossinn og starfaði einnig í
þágu Hestamannafélagsins
Fáks.
Pálína verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
13. apríl 2018, klukkan 13.
ingur. Maki hans
var Solveig Lára
Guðmundsdóttir.
Börn þeirra: a)
Benedikt Hermann,
f. 1980. Maki: Auð-
ur Jörundsdóttir.
Börn þeirra: Guð-
mundur Ari, f.
2007, Þorlákur, f.
2011, b) Kristín
Anna, f. 1988. Son-
ur hennar: Huldar,
f. 2014, c) Vigdís María, f. 1990.
2) Vigdís Magnea, f. 1955, kenn-
ari og bóndi. Maki: Gunnar Jóns-
son bóndi. Börn þeirra: a) Kári
Sveinbjörn, f. 1978. Maki: Fríða
Thoroddsen. Börn þeirra: Sig-
ríður Magna, f. 2011, Sveinbjörn
Búi, f. 2014, Ásgeir Skjöldur, f.
2017, b) Baldur Gauti, f. 1983.
Maki: Eyrún Hrefna Helga-
dóttir. Barn þeirra: Egill Ingi, f.
2016. c) Herdís Magna, f. 1987.
Maki: Sigbjörn Þór Birgisson.
Saga móður okkar er saga af
gæfu. Við sem erum stofnar af
hennar meiði syrgjum af þakk-
læti og auðmýkt; þakklæti fyrir
hlýju hennar og auðmýkt gagn-
vart þeim frumkrafti lífsins sem
er móðurástin. Hún átti einstaka
foreldra, lífsförunaut í 70 ár sem
elskaði hana ofurheitt og helgaði
sig umhyggju um hana; eign-
aðist fimm börn, 10 barnabörn
og 10 langömmubörn. Hún naut
djúpra og einlægra vináttu-
banda og gaf sig að sjálfboða-
störfum í þágu mannúðar og
barna. Útför hennar er þakk-
argjörð.
Árið 1934 flutti fjölskyldan í
Ráðherrabústaðinn við Tjörnina
og þar átti móðir okkar sín
æsku- og mótunarár. Á tröpp-
unum heima reyrði hún skaut-
ana og renndi sér á tjörninni
tímunum saman. Hún sagði að
það hefði verið frekar erfitt að
vera barn stjórnmálamanns á
þessum árum því stjórnmálin
voru býsna harðskeytt. Að
hlusta á mömmu rifja upp
hvernig hún upplifði stjórnmálin
sem barn og unglingur var
heillandi. Hún fylgdist með af
lífi og sál og henni þótti bók-
staflega ekkert skemmtilegra en
að hlusta eftir kosningaúrslitum
í útvarpinu og skrifa niður tölur.
Heimilið var móttökustaður
íslenska ríkisins. Þegar mamma
var átta ára og þau systkinin
fóru í fyrsta sinn norður í
Skagafjörð rýmdu þau rúmin sín
fyrir konung Danmerkur, Krist-
ján X., og Alexandrinu drottn-
ingu, sem heimsóttu Ísland árið
1937. Hún lýsti því sem áfalli að
koma að Syðri-Brekkum til föð-
urömmu sinnar og -afa sem hún
sá í fyrsta sinn. Á Syðri-Brekk-
um var torfbær og ekkert renn-
andi vatn og ekkert salerni. Þar
kynntist hún dásamlegum
frænkum og ömmu sinni, Pálínu
Björnsdóttur, sem var þjóð-
sagnakennd ljósmóðir í Skaga-
firði á sinni tíð, annáluð fyrir
skörungsskap, hreysti og örlæti.
Mamma bar nafnið hennar og
dáði alla tíð.
Á sumrin dvaldi móðir okkar í
Konungshúsinu á Þingvöllum.
Þegar hún minntist æskudaga
við Þingvallavatn iðaði hún og
endurlifði hinn barnslega spenn-
ing þegar börnin biðu niðri í Al-
mannagjá eftir að sjá bíl föður
síns birtast úr bænum. Hún var
mjög hænd að föður sínum og
lýsti honum sem skemmtilegum
og uppátækjasömum í leikjum
við þau börnin en umfram allt
sem ljúfum og auðmjúkum frið-
semdarmanni sem var alltaf
þakklátur fyrir það sem að hon-
um var rétt.
Það sem hún tók sér fyrir
hendur gerði hún af djúpri ein-
lægni og heilindum. Árum sam-
an vann hún sjálfboðastarf fyrir
kvenfélagið Hringinn, Barna-
spítala Hringsins og Rauða
krossinn, sem voru henni hug-
leikin fram á efri ár. Hún ferð-
aðist á hestum víða um Ísland,
stundaði skíði, ræktaði skóg í
Kusukoti við Þingvallavatn og á
Kletti í Borgarfirði. Hún ferðað-
ist víða, lærði skrautritun og
saumaði út listaverk. Hún naut
þess að skrifa og eftir hana ligg-
ur lipur og fallegur texti.
Mamma sagði oft með glampa
í augum að hún vissi ekkert
dásamlegra en lítil börn. Henn-
ar mesta sorg var að missa
kornungan dreng. Börnum sín-
um helgaði hún líf sitt. Í hvert
einasta sinn sem rætt var um
barnabörnin varð röddin mild og
í augnaráðinu birtist blik ástar
og hlýju. Og hin síðari ár, þegar
af henni var dregið, lifnaði hún
öll við þegar langömmubörnin
komu í heimsókn. Fallegu and-
litsdrættirnir, hlýjan og blikið í
augunum brutust fram undan
fargi erfiðs sjúkdóms. Hún sagði
að framhaldslífið sem hún tryði
á væru börnin. Í dag leggja
barnabörnin ömmu sína til hvílu
við hlið drengsins sem hún
missti. Hvíl í friði mamma mín.
Dagfinnur Sveinbjörnsson.
Það var á útmánuðum 1979
sem ég hitti hana fyrst. Tilvon-
andi tengdamóður mína, alltaf
kölluð Dollý. Hún var hæglát
kona. Var ekki fyrir það að
trana sér fram. Bar ekki tilfinn-
ingar sínar á torg. Svipsterk
kona og virðuleg. Bar greinilegt
svipmót þess ætternis sem hún
var svo stolt af. Einn af síðustu
fulltrúum þeirrar kynslóðar sem
ólst upp á öndverðri síðustu öld.
Þegar ekki þótti sjálfsagt að
konur nytu tækifæra til mennt-
unar og starfsframa til jafns á
við karla. Húsmóðir. Bjó eig-
inmanni sínum og börnum hlý-
legt heimili. Lagði allan metnað
í að rækja það hlutverk af kost-
gæfni og gerði það vel.
Dollý átti gæfuríkt líf og
barnaláni að fagna. En þar
skiptust þó á skin og skúrir.
Erfiðastur var missir hennar
þegar þriðja barn þeirra Svein-
björns lést á fyrsta aldursári.
Enginn nema sá sem fyrir því
verður skilur til fulls slíka sorg.
Sú reynsla skilur eftir ör sem
aldrei gróa. En Dollý var stolt
kona og bar harm sinn í hljóði.
Fyrir utan heimilið átti Dollý
mörg áhugamál. Þau hjónin
ferðuðust víða um landið í hesta-
ferðum með vinum sinum. Ófáar
voru skíðaferðirnar til Austur-
ríkis og Þýskalands á meðan
heilsan leyfði. Athvarf áttu þau í
sumarbústað á Þingvöllum þar
sem oft var gestkvæmt. Hún var
virk í starfi Rauða krossi
kvenna og Kvenfélags Hrings-
ins. Dollý var mikil hannyrða-
kona eins og fjölmörg verk
hennar bera glöggt vitni um.
Dollý lá ekki á skoðunum sín-
um ef svo bar undir. Hafði
sterka sýn á menn og málefni
líðandi stundar og fylgdi sínum
flokki. Einörð og föst fyrir. Trú
sinni sannfæringu.
Fyrir nokkrum árum hvarf
Dollý smám saman inn í dimm-
an dal þokunnar. Þar sem útlín-
ur verða óskarpar og erfitt er að
átta sig. Þaðan á enginn aft-
urkvæmt. En Dollý tók veik-
indum sínum af æðruleysi og
kvartaði ekki. Studd af ástríkum
eiginmanni sínum, börnum og
barnabörnum hélt hún reisn
sinni og virðingu allt fram á síð-
asta dag. Síðustu árin naut hún
umönnunar þess einstaka hjúkr-
unarfólks sem starfar á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni. Þar naut
hún einstakrar hlýju og nær-
gætni sem aldrei verður full-
þökkuð.
Að leiðarlokum kveð ég
tengdamóður mína með djúpri
virðingu og sárum söknuði.
Blessuð sé minning hennar.
Karl Andersen.
Í dag kveð ég ástkæra ömmu
mína, Dollý.
Þó að amma Dollý og afi
Sveinbjörn hafi búið hinum
megin á landinu vorum við
bræður mínir svo heppin að ná
að kynnast ömmu og afa í
Reykjavík mjög vel. Þau voru
oft heimsótt suður en einnig
voru amma og afi dugleg að
koma austur á Egilsstaði. Þau
heimsóttu okkur oft á sumrin og
dvöldu þá um nokkurn tíma svo
að gott rúm gafst til að styrkja
tengslin. Þau lögðu mikið upp úr
því að viðhalda sambandinu við
okkur barnabörnin og á hátíð-
arviðburðum var hægt að stóla á
að þau voru mætt til að fagna
með okkur. Í Hvassaleitinu hjá
ömmu og afa biðu manns ávallt
hlýjar móttökur. Amma mætti
okkur í dyrunum með hlýju
brosi og gaf manni einlægt
faðmlag. Næst var svo spurt
„viltu ekki fá þér eitthvað“ og
gestum var boðið upp í eldhús.
Það voru margar stundirnar
sem ég átti inni í eldhúsinu hjá
ömmu Dollý og afa Sveinbirni
þar sem við ræddum daginn og
veginn um leið og þau kappkost-
uðu að koma mat og drykk í
gesti.
Eftir að amma hafði lokið við
að bera mat á borð og allir sest-
ir niður hélt hún áfram að bjóða
gestum eitthvað og taldi þá
gjarnan upp og bauð alla drykki
sem til voru á heimilinu. Setn-
ingin „og svo er til safi“ var al-
geng í eldhúsinu í Hvassaleiti.
Ég gerði stundum grín að þessu
við ömmu, þakkaði fyrir og bað
hana að setjast niður en hún
hélt oftast áfram að tína eitt-
hvað til. Einmitt þetta lýsir því
vel hve annt ömmu var alltaf um
að gera vel við alla. Hún vildi
okkur það allra besta.
Ég á yndislegar minningar úr
barnæsku með ömmu þar sem
að þau afi voru dugleg að
ferðast með okkur um landið og
tóku okkur oft með í sumarbú-
staðinn sinn, Kusukot, við Þing-
vallavatn. Við Þingvallavatn var
ævintýraheimur fyrir barna-
börnin. Á morgnana söng him-
briminn á spegilsléttu vatninu
og deginum var eytt í að brauð-
fæða stokkandafjölskyldur,
busla í vatninu, veiða fisk á
stöng og æfa sig í að róa á ára-
bát. Stundum sigldum við með
þeim á spíttbát og náðum þá að
veiða stærri silunga úti á vatn-
inu. Í lok dags var aflinn færður
til ömmu Dollýjar sem gerði að
silungnum og töfraði fram dýr-
indis kvöldverð.
Amma hafði sérstaklega gott
lag á að framreiða fisk og fisk-
réttirnir hennar runnu ljúft nið-
ur í maga á barnabarninu sem
annars hafði óyndi á fiski. Þá
voru fiskibollurnar hennar
ömmu í einstöku uppáhaldi.
Amma var mikil barnagæla
og var alltaf svo kát þegar við
barnabörnin vorum í heimsókn.
Undir lokin tókst amma á við
erfiðan sjúkdóm og flutti úr
Hvassaleitin yfir í Sóltún þar
sem hún fékk góða ummönnun.
Það var ógleymanleg stund þeg-
ar við maðurinn minn og tæp-
lega þriggja mánaða sonur okk-
ar heimsóttum ömmu Dollý í
Sóltúnið. Þegar hún sá litla ung-
barnið kom blik í augun, hún
ljómaði upp og brosti sínu hlýja
brosi en það virtist ekkert
gleðja hana jafn mikið og lítil
börn. Þegar hún fékk son minn í
fangið hló hún af gleði.
Amma Dollý var einstakur
karakter sem mér reynist erfitt
að lýsa í orðum en það var bar-
asta ein amma Dollý. Mikið er
ég þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast henni og allar góðu
stundirnar sem við áttum.
Herdís Magna
Gunnarsdóttir.
Elsku amma.
Þegar maður lítur yfir farinn
veg er hætt við að maður sjái
bara það sem er beint fyrir aft-
an mann. Það er minninu að
kenna. Það vill ekki að maður
velti sér um of upp úr því sem
er liðið, heldur horfi fram á veg-
inn og reyni að lifa í núinu.
Gangi okkur vel. Núna þegar
þitt líf er búið þá snúum við
okkur við og bjóðum minninu
birginn saman.
Mér hefur aldrei fundist við
sérstaklega líkar. Þú varst í
mínu minni formleg og hrein-
skilin. Hugsaðir vel um heimilið
og fannst gaman að segja afa
hvernig hann ætti að snúa
myndavélinni. Kannski vorum
við ólíkar út af því að við erum
fæddar inn í ólíkar aðstæður.
Ég get snúið mínum myndum
við eftir á. Kannski var það út af
því að þegar ég var nýbúin að
læra hvernig á að muna, þá
varst þú alveg að fara að gleyma
því.
Einhvers staðar í bernsku
minni var þitt líf enn í blóma og
þar glittir í minningar sem fá
mig til að brosa. Eins og þegar
við vorum í Kringlunni að kaupa
laugardagsnammi og þú vildir
ekki leyfa mér að velja syk-
urhúðaða hlaupið sem var með
alls konar skærum litum, því
það var óhollt. Hvernig vissirðu,
amma? Eða þegar við vorum í
hestaferðinni, manstu, á fljúg-
andi stökki í einhverri fjörunni á
Snæfellsnesi, og Daði litli bróðir
ákvað að akkúrat þá væri hon-
um mál að pissa. Ég hélt að þú
myndir reyna að stöðva hjörðina
og finna ykkur virðulegan felu-
stað bak við stein en í staðinn
hrópaðir þú það sem átti eftir að
verða þín frægasta setning með-
al okkar systkinanna: „Láttu
það bara gossa!“. Þarna komstu
á óvart, amma. Þú varst kannski
meiri prakkari en við héldum
eftir allt saman. Þú varst bara
betri í að fela það.
Manstu líka eftir hláturs-
kastinu sem við lentum í, ég, þú,
afi og Andri Ísar, fyrir örfáum
árum. Sá síðastnefndi sat, nokk-
urra mánaða gamall, í ung-
barnabílstólnum sínum í anddyr-
inu í Hvassaleiti og ákvað að
kveðja ykkur með því að fara að
skellihlæja. Smitandi barnshlát-
urinn skoppaði þarna á milli
kynslóða og minnti okkur á það
sem skipti máli.
Þetta var ekki í fyrsta skiptið
sem var hlegið í Hvassaleitinu. Í
dag er hugur okkar einmitt þar.
Í einu af mörgum fjölskylduboð-
unum þar sem þið afi lögðuð
ykkur fram við að skapa góðar
minningar með okkur afkom-
endunum. Ykkur þótti vænt um
fjölskylduna og hvort annað og
munið alltaf vera dýrmætar fyr-
irmyndir okkar á svo margan
hátt. Takk fyrir allt sem þú
gafst okkur, amma, og fyrir að
kenna okkur að vera alltaf við
sjálf. Það var ómetanlegt að fá
að kynnast þér.
Ástarkveðja,
Thelma.
Heimili ömmu og afa í
Hvassaleiti og sumarbústaður
þeirra við Þingvallavatn er
órjúfanlegur hluti af barnæsku
minni og æskuminningum. Það
var óskrifuð regla þegar maður
kom í Hvassaleiti að maður
bankaði ekki né hringdi bjöll-
unni heldur gekk bara inn.
Ömmu og afa fannst ekkert
sjálfsagðara. Því fannst mér við
alltaf velkomin, líkt og heimili
þeirra tilheyrði allri stórfjöl-
skyldunni.
Í minningunni var amma
mest í eldhúsinu. Allt sem hún
eldaði var gott og hún gerði
besta lasagna í heimi. Það var
alltaf tilhlökkunarefni að fara í
mat til ömmu og afa og það var
alltaf svo gott að sitja með þeim
fram eftir kvöldi við snarkið í
arineldinum, horfa bara á sjón-
varpið eða spjalla, og amma fór
alltaf reglulega inn í eldhús að
sækja einhver sætindi einsog
vínber og niðurskorin súkku-
laðistykki.
Amma vildi ekki láta hafa
mikið fyrir sér. Þegar ég var lít-
il man ég að bíll keyrði á hana
þegar við vorum að fara yfir
gangbraut, með þeim afleiðing-
um að hún datt á götuna. Öku-
maðurinn steig út úr bílnum al-
veg miður sín, skrifaði nafnið
sitt og símanúmer niður á miða
ef eitthvað skyldi koma upp á og
þrábað hana afsökunar. Amma
hló bara að öllu umstanginu og
sagði að það væri nú ekki mikið
mál að detta aðeins á götuna.
Amma Dollý var húsmóðir í
besta skilningi þess orðs. Hún
sá af svo miklum kærleika um
heimilið og fólkið sitt. Eftir hana
liggja einstök útsaumsverk sem
hún var ekki að gorta af frekar
en öðru. Nú þegar hún er fallin
frá horfi ég með lotningu á þetta
Pálína
Hermannsdóttir
✝ Freyja Ing-ólfsdóttir
Ashton fæddist í
Reykjavík 5. mars
1960. Hún lést á
sjúkrahúsi í Bret-
landi eftir erfið
veikindi 24. nóv-
ember 2017.
Í Reykjavík hélt
Freyja heimili
ásamt móður sinni
Vigdísi Sigurðar-
dóttur sem lést ár-
ið 2000.
Freyja bjó svo í
Chasetown,
skammt frá Birm-
ingham, ásamt
eiginmanni sínum
Terence Ashton.
Útför Freyju
var gerð frá St.
Ann kirkju í
Chasetown 14.
desember 2017.
Freyja var vinnufélagi okkar
til margra ára á skrifstofu
Æskulýðsráðs Reykjavíkur og
síðar hjá Íþrótta- og tóm-
stundaráði á Fríkirkjuvegi 11.
Á skrifstofunni starfaði fá-
mennur en afar samhentur
hópur þar sem vinátta og sam-
heldni réð ríkum og vinnufélag-
arnir deildu gleði og sorgum.
Freyja féll vel inn í þennan
hóp. Hún naut ekki stórrar fjöl-
skyldu í sínu einkalífi og að
mörgu leyti urðu vinnufélag-
arnir hennar önnur fjölskylda
og rækti hún þau tengsl alla
tíð. Sem starfskraftur var
Freyja forkur duglegur og dag-
leg störf léku henni á hendi.
Umsýsla skjala, ritun bréfa og
fundargerða, reikningshald og
samskipti við starfsstaði var
henni létt verk. Oft komu
vinnutarnir en alltaf hafði
Freyja undan, ekki í hennar
orðabók að kvarta undan miklu
vinnuálagi. Freyja var einstök
manneskja sem bjó yfir mann-
skilningi og hugarró.
Á gleðistundum, þegar dag-
legt amstur var lagt til hliðar,
kynntumst við líka annarri hlið
á Freyju. Þá gat maður lent á
trúnó þar sem dýpri rök tilver-
unnar voru rædd og krufin.
Freyja átti pennavin í Bret-
landi, Terence Ashton, en sag-
an af því hvernig samband
þeirra Terrys þróaðist er eins
og fallegt ævintýri. Terry kom
til Íslands og bjó hjá Freyju
sinni og Vigdísi móður hennar í
nokkur ár en svo fluttust þau
til Bretlands vegna starfa hans
eftir að Vigdís féll frá. Freyja
kom reglulega heim til Íslands,
heilsaði upp á ættingja og vini
og leit gjarna við á skrifstofu
ÍTR. Að leiðarlokum kveðjum
við Freyju með þökk fyrir vin-
áttu og trúnað. Terry sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Helga Björnsdóttir,
Gísli Árni Eggertsson.
Freyja Ingólfs-
dóttir Ashton
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Minningargreinar