Morgunblaðið - 13.04.2018, Page 37

Morgunblaðið - 13.04.2018, Page 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efn- um. Ekki leyfa neinum að tala þig út í að gefa fé, sem þú hefur unnið fyrir hörðum höndum. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu óhræddur við að segja hug þinn og fara eftir sannfæringu þinni. Reyndu að yf- irstíga hömlur sem eðlislæg varkárni og óör- yggi setja. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú færð fullt af góðum hugmyndum sem bætt gætu stöðu þína hvað varðar vinnu og tekjur. Hafðu augun hjá þér þegar nýir möguleikar opnast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er engin ástæða til þess að velta sér upp úr öllum sköpuðum hlutum. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú þegar þú ert að gera breytingar á lífi þínu skaltu hafa hugfast að allar góðar breyt- ingar gerast hægt. En reyndu að finna þinn eigin takt og halda honum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að taka ákvörðun sem snertir fleiri en sjálfan þig og þá skiptir öllu máli að allir séu á eitt sáttir. Góður vinur þarfnast að- stoðar þinnar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að leysa vandamál sem krefst mikillar einbeitingar og yfirsýnar. Fylgstu vel með því sem er að gerast í kring um þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert vinsæll í vinahópi og nóg er um að velja í félagsstarfinu. Líttu á stund- irnar sem þú hefur sem verðmæti og sjáðu hvort það breytir því hvernig þú ferð með þær. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er líklegt að einhver mis- skilningur eigi sér stað í samskiptum þínum við annað fólk í dag. Forðastu að láta draga þig inn í deilur en gefðu þau ráð sem þú held- ur að gefist best. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú kannt að fá merkilegar upplýs- ingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gerðu það að takmarki þínu að gera sem mest úr hæfileikum þínum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hittir fólk sem er ekki alltaf í góðu sambandi við sannleikann. Þú hefur orðið fyrir vonbrigðum og þarft því að gera þér grein fyrir hvaða væntingar þú gerir til annarra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinnan verður tómt strit í dag og yfir- maðurinn einstaklega önugur í viðmóti. Ekki láta sannfæra þig um eitthvað sem þér er á móti skapi. Helgi R. Einarsson segir frá því ítölvupósti að Sverrir Thor- stensen vinur hans á Akureyri hafi þá áráttu að merkja fugla. Hann er með gildrur í garðinum sínum og fangaði tugi auðnutittlinga og einn smyril. Þá varð þetta til: Fótsnyrtingar fá fuglar Sverri hjá. Mælir, metur, merkin setur litlar lappir á. Sverrir er góðmenni sem ekki gæti gert flugu mein, en árátta hans er að fanga fugla og merkja. Skráir fugla af miklum móð meira en flestir aðrir. Sem valur fer um veiðislóð þó vanti klær og fjaðrir. Fyrst við erum að tala um fugla fær þessi að fylgja með – „rímið tekur völdin“: Gamalli aliönd engin héldu bönd. Er frelsi hlaut og flaug á braut þá flaug hún upp á rönd. Í Íslenskum þjóðsögum segir, að Kolugil heiti bær einn framarlega í Víðidal fyrir austan Víðidalsá. Þar bjó tröllkona ein, sem Kola hét og dró bærinn nafn af henni. Fyrir neðan bæinn er dimmt og djúpt gil að Víðidalsá og foss einn í gljúfrinu svo hár að enginn lax fer yfir hann og því er engin veiði framar í ánni en í kerinu undir fossinum.“ – Hall- mundur Guðmundsson birtir á Boðnarmiði þessa vísu við stór- fallega mynd af fossinum og Kolu- gili: Kankvís þarna Kola er komin úr ísaböndum. Um bergið hvítu frissi fer og fínum skessuhöndum Sigurlín Hermannsdóttir skrifar á Leirinn að einhverra hluta vegna hafi hún farið að hugsa um hversu merkileg þau eru þessi austurevr- ópsku sérheiti sem eru (næstum) ekkert nema samhljóðar: Þegar Jarmíla Brlnka frá Brno byrjaði setningu á: „you know“, þá vissu það flestir, jafn vinir sem gestir að nú stefndi í stórkostlegt trúnó. Ónefnd kona orti: Eg hef beðið uppdubbuð allan þennan vetur og beðið þess að góður guð gefi mér hann Pétur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fuglamerkingar, Kola og samhljóðar Í klípu „VIÐ HEFÐUM ÁTT AÐ TAKA STIGANN“. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MUN FRÚIN KOMA AFTUR, HERRA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að bíða eftir þér. Í DAG ER LIÐIÐ ÁR SÍÐAN VALTÝR MAÐURINN MINN KVADDI ÉG ÁT HANN TAKK, HELENA HVAÐ KOM ANNARS FYRIR VALTÝ? TENGDAMÓÐIR MÍN ELSKAÐI MIG EINU SINNI! HVAÐ GERÐIST? ÉG HÆTTI MEÐ HENNI OG GIFTIST DÓTTUR HENNAR! ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA SVO ERFITT. MÉR ÞYKIR ÞETTA LEITT, AGNES Víkverja þykir einkennilegur þessihnífstungufaraldur sem geisað hefur í London á árinu. Víkverji las um þessa óöld í SunnudagsMogg- anum þar sem ein helsta skraut- fjöður Árvakurs, Orri Páll Ormars- son, tók saman ýmsar staðreyndir varðandi málið. x x x Þar kom til dæmis fram að í mars-mánuði einum hefðu tuttugu og tveir látist af stungusárum í London. Þar er aðeins verið að ræða um eina borg, einn mánuð og einungis þá sem létust. Gera má ráð fyrir því að fleiri hafi orðið fyrir hnífstungum en sloppið lifandi. Í greininni var bent á að fjöldi þeirra sem myrtir voru í New York í mars var tuttugu og einn. x x x Hverju sem lögum um skotvopna-eign hjá ríkjum heimsins líður þá er ljóst að mannskepnan finnur leiðir til að drepa og meiða með ýms- um hætti. Ofbeldið og grimmdin hjá þessari tegund sem á að vera sæmi- lega þróuð er illskiljanleg, nú sem fyrr. x x x Í sama blað skrifaði umsjónarmað-urinn, Eyrún Magnúsdóttir, pistil þar sem hún benti á að ekki væri boðið upp á almenningssamgöngur við aðstöðu allra íþróttafélaga í borginni. Nefndi hún Valssvæðið á Hlíðarenda sem dæmi. x x x Hún bendir á að hjá Strætó gleym-ist þarfir barna og unglinga. Hópar sem einmitt þurfa gjarnan á slíkum samgöngum að halda enda ekki á bílprófsaldri. x x x Á dögunum kom Víkverji einmittinn á tímann sem fer í skutlið hjá foreldrum varðandi íþrótta- og tómstundaiðkun barna sinna. Kjörn- ir fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu ættu að geta ráðið við að hafa al- menningssamgöngur sem valkost fyrir börn og unglinga. Með minna skutli minnkar umferðaþunginn eins og Eyrún nefnir í pistlinum. vikverji@mbl.is Víkverji Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa. (Jóh: 14.19) • Gamli lykillinn virkar áfram • Vatns- og vindvarinn Verð: 39.990 kr. LYKILLINN ER Í SÍMANUM Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum þegar þér hentar og hvaðan sem er. Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að fara heim eða lána lykil. Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum. Sölumenn okkar taka vel á móti þér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.