Morgunblaðið - 13.04.2018, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
KRINGLU OG SMÁRALIND
SKECHERS FLEX APPEAL DÖMUSKÓR
DÖMUSKÓR
MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI.
STÆRÐIR 36-41. FÁST EINNIG SVARTIR.
VERÐ: 12.995
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég veit að þetta verður mjög lifandi, skemmtileg
og öðruvísi leiksýning – og það er fáránlega
spennandi,“ segir Ævar Þór Benediktsson leikari,
rithöfundur og nú einnig leikskáld um fjölskyldu-
sýninguna Þitt eigið leikrit sem Þjóðleikhúsið
frumsýnir í janúar 2019. Leikritið er byggt á
sömu hugmyndafræði og Þín eigin-bókaflokkur-
inn þar sem lesendur ákveða sjálfir hvað gerist og
hvernig bókin endar. Sömu lögmál munu ríkja í
leiksýningunni sem sýnd verður í Kúlunni.
„Mér finnst mjög gaman að snúa aftur í Þjóð-
leikhúsið í nýju hlutverki,“ segir Ævar sem lék
þar síðast í söngleiknum Spamalot árið 2014 en
hefur síðan einbeitt sér að skrifum og sjónvarps-
þáttagerð. „Ég hafði gælt við þá hugmynd að
skrifa leikrit upp úr Þín eigin-bókunum, en hafði
ekki gefið mér tíma í það þar sem ég var á fullu að
skrifa bækurnar sjálfar, þar til Stefán Hallur
Stefánsson leikari og leikstjóri hringdi í mig fyrir
um ári og falaðist eftir samvinnu við mig um sýn-
ingu,“ segir Ævar og rifjar upp að Stefán Hallur
hafi leikstýrt Litla prinsinum í Kúlunni 2014.
„Það var einstaklega falleg sýning. Þegar ég frétti
svo að listrænir stjórnendur yrði að stórum hluta
þeir sömu sló ég til,“ segir Ævar, en auk Stefáns
Halls, sem leikstýrir, hannar Högni Sigurþórsson
leikmynd, Magnús Arnar Sigurðarson lýsingu og
Kristinn Gauti Einarsson og Elvar Geir Sævars-
son sjá um tónlist og hljóðhönnun.
Áhorfendur fá að kjósa um framvinduna
„Eftir samtöl við stjórnendur leikhússins kom-
umst við að þeirri niðurstöðu að flóknast og um
leið áhugaverðast væri að nota heim norrænu
goðafræðinnar og fyrir vikið varð verkefnið helm-
ingi meira spennandi,“ segir Ævar og tekur fram
að listrænir stjórnendur séu komnir á fullt í hug-
myndavinnu. „Við hlökkum til að bjóða leikhús-
áhorfendum, líkt og lesendum fram til þessa, upp
á að taka völdin og ákveða hvað gerist næst. Það
er ljóst að engar tvær sýningar verða nákvæm-
lega eins,“ segir Ævar og tekur fram að leik-
ararnir muni þurfa að vera á tánum. „Klassískir
leikhústöfrar verða skrúfaðir í botn í bland við
ótrúlegar tækninýjungar sem koma fólki vonandi
skemmtilega á óvart,“ segir Ævar og tekur fram
að notast verði við samspil skjávarpa, leikmyndar
og nokkurra leynibragða til að skapa á sviðinu
Fenrisúlf, Miðgarðsorm og sjálf Ragnarök.
Spurður hvernig val áhorfenda verður útfært seg-
ir Ævar að einfaldast væri auðvitað að notast við
handauppréttingu. „En það væri auðvitað alltof
auðvelt. Þessa dagana er verið að þróa og útfæra
afar spennandi aðferð sem áhorfendur munu nota
til að kjósa,“ segir Ævar og tekur fram að áhorf-
endur muni hafa töluvert um framvinduna að
segja.
„Áhorfendur fá að kjósa bæði um litlar og stór-
ar ákvarðanir, allt frá vali á vopnum til þess
hvernig verkið endar, en tólf mismunandi endar
verða í boði. Sumar útgáfur enda afskaplega vel
en aðrar enda hroðalega illa. Það fer algjörlega
eftir áhorfendum hvort sýning dagsins endar vel
eða illa. Það er því hægt að sjá sýninguna mörg-
um sinnum og upplifa ávallt eitthvað nýtt, því
engar tvær sýningar verða nákvæmlega eins. Ég
held það verði ógeðslega gaman að leika í þessu
verki,“ segir Ævar og upplýsir að hann verði þó
ekki einn þeirra fimm leikara sem taka þátt í sýn-
ingunni. „Ég myndi vilja leika, en ákvað mjög
meðvitað að halda mér til hlés. Það er nógu flókið
að sinna hlutverki leikskáldsins og plotta hand-
ritið. Ég ætla því að leyfa öðrum að njóta sín.
Hugsanlega mun mér samt bregða fyrir í anda
Hitchcocks.“
Spurður hversu mikið Þitt eigið leikrit byggist
á framvindu Þinnar eigin goðsögu segir Ævar að
verkin tvö muni eiga heim norrænu goðafræð-
innar sameiginlegan. „Ég veit að krakkar lúslesa
þessar bækur og tók því þá meðvituðu ákvörðun
að koma dyggum lesendum á óvart,“ segir Ævar
og viðurkennir fúslega að það nýtist sér vel sem
leikskáld að hafa praktíska reynslu af sviðinu sem
leikari. „Leikaramenntunin hefur líka nýst mér
gríðarlega vel sem rithöfundur, því allt snýst
þetta um að segja sögu. Sem höfundur bý ég til
litla lykla út um allt verk meðan hlutverk leik-
arans er að finna þessa sömu lykla.“
Hetjur og skúrkar af báðum kynjum
Það er ekkert launungarmál að heimur nor-
rænu goðafræðinnar er fremur karllægur. Að-
spurður segist Ævar hafa verið sér mjög meðvit-
aður um þetta og skrifað hlut kvenna stærri í
Þinni eigin goðsögu sem og í leikritinu. „Þegar ég
skrifaði Þína eigin goðsögu var ég mjög meðvit-
aður um að í upphaflega textanum lenda Þór og
Loki í öllu því skemmtilegasta og þegar Ragnarök
byrja þá hverfa konurnar alfarið úr sögunni. Ég
nota Snorra-Eddu sem grunnheimild, en eyk
meðvitað hlut kvennanna, ekki síst í Ragnarökum
þar sem konurnar taka að sér að vernda Valhöll.
Mér finnst mjög mikilvægt að áhorfendur fái
hetjur og skúrka af báðum kynjum sem þau geta
haldið með.“
Að sögn Ævars hentar Kúlan mjög vel sem
sýningarstaður vegna þeirrar nándar sem rýmið
býður upp á, en fjórði veggurinn er markvisst
brotinn niður. „Vegna þess að þetta verk gengur
út á samskipti við áhorfendur er svo verðmætt að
hafa áhorfendur svona nálægt,“ segir Ævar og
tekur skýrt fram að áhorfendur þurfi ekki að hafa
neinar áhyggjur af því að þeir verði dregnir upp á
svið til að taka þátt í verkinu. „Þeir þurfa bara að
kjósa.“
Aðspurður segir Ævar sýninguna, líkt og bæk-
urnar, hugsaða fyrir alla fjölskylduna en með
áherslu á börn og ungmenni á aldrinum 8-16 ára.
„Þetta er aldurshópur sem gleymist oft í sjón-
varpi og leikhúsi. Það er alveg hægara sagt en
gert að skrifa fyrir þann hóp, en reynslan hefur
sýnt að Þín eigin-bækurnar ná vel til aldurshóps-
ins. Mig langaði að gera lesturinn að leik,“ segir
Ævar og tekur fram að bæði lestrarupplifunin og
leiksýningin muni virka eins og gagnvirkur tölvu-
leikur.
„Öðruvísi leiksýning“
Þjóðleikhúsið frumsýnir 2019 Þitt eigið leikrit eftir Ævar Þór Benediktsson
Sýningin getur endað á 12 mismunandi vegu en áhorfendur ráða alfarið för
Ljósmynd/Gassi
Höfundurinn
Ævar Þór.
Streymisveitan Netflix mun ekki
sýna neinar kvikmyndir fram-
leiddar af henni í keppnisflokkum
kvikmyndahátíðarinnar í Cannes
sem hefst í næsta mánuði. Ted Sar-
andos, sem hefur yfirumsjón með
innihaldi veitunnar, greindi kvik-
myndavefnum Variety frá því að
hann teldi það ekki til neins að sýna
kvikmyndir Netflix í Cannes eftir
að breytingar voru gerðar á
reglum hátíðarinnar. Stjórnandi
hennar, Thierry Fremaux, greindi
frá því í síðasta mánuði að Netflix
hefði neitað að sýna kvikmyndir
sínar í frönskum kvikmyndahúsum
en það er skilyrði fyrir þátttöku í
keppnisflokkum hátíðarinnar og
fyrir vikið koma þær ekki til
greina.
Okja Úr kvikmynd framleiddri af Netflix
sem sýnd var í Cannes í fyrra.
Netflix keppir ekki
Ör, skáldsaga
Auðar Övu Ólafs-
dóttur, er til-
nefnd til Premio
Strega-verðlaun-
anna, en um er
að ræða virtustu
bókmenntaverð-
launa Ítala.
Verðlaunin
verða afhent í
Tórínó 13. maí.
Skáldsaga Auðar Övu kom út
undir titlinum Hotel Silence á Ítalíu
í janúar og hefur fengið góða dóma
og mikla umfjöllun í ítölskum fjöl-
miðlum. Samkvæmt upplýsingum
frá Benedikt bókaútgáfu seldist
fyrsta upplag bókarinnar upp í
fyrstu vikunni og þriðja prentun er
komin í verslanir.„Ítalskir gagn-
rýnendur eru sammála um að bókin
fjalli um eðli mennskunnar, um fall
og upprisu hins venjulega manns
og að höfundur komi sífellt á óvart
með hugmyndaflugi sínu.“
Auður Ava
Ólafsdóttur
Tilnefnd til Premio
Strega-verðlauna
Fyrsta saga J.R.R. Tolkiens (1892-
1973) um hobbitana og heim þeirra,
saga sem aldrei hefur birst í heild á
prenti, er væntanleg í verslanir í
sumarlok.
Samkvæmt fréttavef BBC er heiti
sögunnar Fall Gondolin og lýsti
Tolkien henni á sínum tíma sem
fyrstu raunverulegu sögunni sem
hann hefði skrifað um þann viða-
mikla heim sem hann átti eftir að
fjalla um í Hobbitanum og Hringa-
dróttinssögu en hann gaf hana engu
að síður ekki út.
Í sögunni segir af borg álfa sem
myrkrahöfðinginn Morgoth réðist á.
Mun hún fylla upp í ýmsar eyður
varðandi forsögu atburða sem síðar
greinir frá í Hringadróttinssögu.
Tolkien byrjaði að skrifa söguna
árið 1917, þegar hann var að jafna
sig eftir að hafa barist í fyrri heims-
styrjöldinni og áður en hann hófst
handa við hinar frægari sögur sínar
sem halda áfram að hafa áhrif á og
hrífa unnendur þeirra út um heims-
byggðina.
Haft er eftir talsmanni Tolkien
Society-samtakanna að margir
dyggir unnendur heims Tolkiens líti
á Fall Gondolin sem „hinn helga
bikar texta Tolkiens.“ Þetta verður
önnur sagan sem Christopher, son-
ur höfundarins, ritstýrir útgáfu á en
í fyrra kom út í ritstjórn Christo-
phers, sem er 93 ára gamall, sagan
Beren og Luthien. Þá lýsti hann yfir
að það yrði það síðasta sem kæmi út
af sínum útgáfum af textum föður-
ins – en það hefur augsýnilega
breyst.
Meðan J.R.R. Tolkien lifði lýsti
hann Christopher sem sínum helsta
gagnrýnanda og samstarfsmanni og
hefur hann eytt starfsævinni í að
vinna með óútgefin skrif föður síns.
Hefur hann til að mynda gengið frá
handriti sagnanna The Silmarillion
og The Children of Hurin og gefið
út. Talsmaður Tolkien Society
gladdist mjög yfir fréttunum af
væntanlegri útgáfu. „Við höfum ekki
þorað að láta okkur dreyma um að
sjá þessa sögu gefna út,“ segir hann.
Fyrsta hobbitasaga
Tolkiens á prent
Vinsæll Sagnaheimur J.R.R. Tolki-
ens nýtur sífelldra vinsælda.