Morgunblaðið - 13.04.2018, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
Heildardagskrá Listahátíðar í
Reykjavík hefur verið kynnt og er
boðið upp á fjölbreytilega dagskrá
sýninga og allrahanda verka lista-
manna og hópa í hinum ýmsu list-
greinum, á hátíðinni sem aftur er
orðin tvíæringur og stendur fyrri
hluta júnímánaðar.
Áður höfðu verið kynntir nokkir
viðamestu viðburðir Listahátíðar í
ár. Þar ber hvað hæst sýninguna á
Eddu eftir hinn heimskunna banda-
ríska leikhús- og myndlistarmann
Robert Wilson, sem sett er upp af
Norske teatret í Borgarleikhúsinu
17. og 18. júní og er viðamesti er-
lendi viðburðurinn.
Í Hörpu kemur leikarinn vinsæli
Bill Murray fram á tveimur kvöld-
skemmtunum með klassískum tón-
listarmönnum, undir heitinu New
Worlds, og í Hörpu setur Íslenska
óperan upp fyrstu óperu Daníels
Bjarnasonar, Brothers, en hún var
fyrst sviðsett í Danmörku við mikið
lof gagnrýnenda.
Þá flytur Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands hina viðamiklu Upprisu-
sinfóníu Mahlers, sem er lýst sem
einni stórfenglegustu sinfóníu allra
tíma, undir stjórn Osmo Vänskä,
með Mótettukór Hallgrímskirkju og
einsöngvurum.
Gjörningar og leiklist
Í tilefni af aldarafmæli fullveldis-
ins verður gjörningurinn R1918 fjöl-
mennasti viðburður hátíðarinnar í
ár. Reykvíkingar ársins 1918 birtast
þar ljóslifandi víðsvegar um borg-
ina.
Hollenski leikhópurinn Close-Act
Theatre er þekktur fyrir myndrænt
götuleikhús í yfirstærð. Hann setur
upp sýninguna Saurus í Iðnó og Eg-
ilshöll.
Blesugróf er heiti leiksýningar
þar sem þrjú leikskáld, Kolfinna
Nikulásdóttir, Mikael Torfason og
Soffía Bjarnadóttir, bjóða áhorf-
endum í ferðalag um eitt athyglis-
verðasta hverfi Reykjavíkur, Blesu-
gróf.
Í sundlaug Ölduselsskóla verður á
árlegri hverfishátíð, Breiðholt
Festival, boðið upp á Bíótóna í baði,
og gestum boðið að fljóta um og
hlusta á tónlist sem streymir úr há-
tölurum undir vatnsyfirborðinu.
Tónverkin hafa verið samin fyrir
kvikmyndir og sjónvarpsþætti af ís-
lenskum tónskáldum sem tengjast
Breiðholti.
Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður
Teppaborgin, tímabundið leiksvæði
hannað af börnum fyrir börn.
„Be yourself, everyone else is ta-
ken“ er heiti sýningar Daniel Lis-
more í Hörpu en hann er listamað-
ur, fatahönnuður, stílisti,
rithöfundur og baráttumaður,
þekktur fyrir íburðarmikinn og yfir-
gengilegan klæðnað. Gestum er boð-
ið að sökkva sér í heim Lismore – að
lifa sem list.
Nýtt leikrit Hörpu Arnardóttur,
Bláklukkur, verður sýnt í öllum
landsfjórðungum, sem hljóðverk í
náttúrunni; á Lyngdalsheiði, Snæ-
fellsnesi, Mývatnsöræfum og Jökul-
dalsheiði. Kristbjörg Kjeld, Ingvar
E. Sigurðsson og Harpa leika.
Ensemble Adapter setur verkið
Hjálmurinn upp í Tjarnarbíó.
Áhorfendur skapa sýninguna ásamt
leikaranum Guðmundi Felixsyni
sem les texta barnabóka og verð-
launahöfundarins Finn-Ole Heinrich
við tónlist nútímatónskáldsins Sarah
Nemtsov.
Fjölbreytileg myndlist
Á sýningunni Einskismannsland:
Ríkir þar fegurðin ein? sem Lista-
safn Reykjavíkur setur upp bæði í
Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum
verður sjónum beint að verðmæta-
mati Íslendinga í sambandi við nátt-
úruna og tengslum við víðerni lands-
ins með verkum eftir listamenn
eldri kynslóða sem samtíma-
listamenn.
Á Austurvelli verður sett upp
sýning Borghildar Indriðadóttur,
Demoncrazy, með stórum ljós-
myndum af berbrjósta ungum kon-
um sem standa ákveðnar og sterkar
við málverk, ljósmyndir og styttur
af karlmönnum í opinberum rýmum.
Í Kling & Bang verður gjörninga-
sýningin Peppermint og teygir sig
yfir þrjár helgar með gjörningum
eftir Ástu Fanney Sigurðardóttur,
Florence Lam og Hannes Lárusson.
Spessi setur í Rýmd, Völvufelli 13,
upp sýninguna 111, með ljósmynda-
verkum úr Breiðholti, og Mynd-
höggvarafélagið í Reykjavík stendur
fyrir sýningunni Hjólið - Fallvelti
heimsins meðfram hjóla og göngu-
stígum. 12 listamenn taka þátt.
Í gluggum víðsvegar um borgina
verður sett upp sýningin Leiðin
heim og taka rúmlega tuttugu lista-
menn á ýmsum aldri þátt í fram-
kvæmdinni og í Norræna húsinu
verður sýning finnska listamannsins
Anssi Pulkkinen Street view (Reas-
sembled) sem samanstendur af
rústum heimila sem hafa verið flutt-
ar frá Sýrlandi sjóleiðina til Evrópu.
Þá verður í Safnahúsinu sýning á
bókverkum úr safneign Lands-
bókasafns Íslands – Háskóla-
bókasafns.
Allskyns tónlist
Í Silfurbergi Hörpu verða tón-
leikar Grammy-verðlaunasveitar-
innar Flor de Toloache, fyrstu mari-
achi-hljómsveitar New York-borgar
sem eingöngu er skipuð konum. Í
Fríkirkjunni í Reykjavík og Hamri
á Ísafirði verða tónleikar Strok-
kvartettsins Sigga Úr tré í tóna þar
sem leikið er á hljóðfæri sem öll eru
smíðuð af fiðlusmiðnum Jóni Marinó
Jónssyni.
Úlfur og Halldór Eldjárn semja
tónverkið Reykjavík GPS sem er
óður til miðborgarinnar. Tónlistin er
tengd við ákveðin GPS-hnit í mið-
bænum þannig að fólk heyrir hana
breytast á rölti um bæinn.
Í Tjarnarbíói verða tónleikar
hinnar bandarísku Gaelynn Lea sem
kemur fram í rafmagnshjólastól og
heldur á fiðlunni sem hún leikur á
eins og örsmáu sellói. Hún býr til
lúppur úr ryþmum og laglínum er
eiga sér sígildan uppruna og býr
þannig til sinfóníska kakófóníu sem
spannar vítt svið. Sóley Stefáns-
dóttir mun koma fram með henni.
Laufey Sigurðardóttir og Elísa-
bet Waage halda tónleika undir
heitinu Sálarfóður á dvalarheimil-
um, sjúkrastofnunum og Klúbbi
Listahátíðar í Hafnarhúsinu og leika
nýjar útsetningar Tryggva M. Bald-
urssonar á þekktum þjóðlögum og
sönglögum.
Litháísk-bandaríska tónskáldið,
hljóðfæraleikarinn og listamaðurinn
Abraham Brody býður upp á tón-
leika í Klúbbi Listahátíðar og í
Gamla bíói leikur hópur listamanna
af yngri kynslóðinni verk eftir Jór-
unni Viðar í dagskránni Vökuró.
Dans á sviði og á heimilum
Í Hafnarhúsinu verður Íslenski
dansflokkurinn með sýninguna Brot
úr myrkri við tónlist Sigur Rósar og
undir listrænni stjórn Ernu Ómars-
dóttur og Valdimars Jóhannssonar.
Íd verður einnig með nýja sýn-
ingu um vinina Óð og Flexu í Borg-
arleikhúsinu, og sýninguna The
Great Gathering á Eiðistorgi. Þar
dansar saman hópur barna og full-
orðinna með suð í eyrum.
Í Tjarnarbíói verður sýnt dans-
verk Báru Sigfúsdóttur The Lover,
og í nýuppgerðum Ásmundarsal
verður sýnt dans- og myndlistar-
verkið Atómstjarna eftir Jóní Jóns-
dóttur, Steinunni Ketilsdóttur og
Sveinbjörgu Þórhallsdóttur.
Á útisviðinu nýja við Veröld –
Hús Vigdísar sýnir kanadíski dans-
hópurinn Corpus nýstárlegu sýn-
inguna Kindurnar, um atferli kinda,
og hefur hún verið sett upp á um
100 hátíðum í 20 löndum.
Þá bjóða íbúar í Asparfelli 2-12,
með danshöfundunum Alexander
Roberts og Ásrúnu Magnúsdóttur,
upp á blokkarpartýið Asparfell –
danspartý á heimilunum.
Frekari upplýsingar um dags- og
tímasetningar viðburða má sjá á
vefnum listahatid.is.
Allskyns viðburðir
Heildardagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2018 hefur ver-
ið kynnt Boðið er upp á úrval fjölbreytilegra viðburða
Edda Glæsileg sýning Roberts Wil-
son verður í Borgarleikhúsinu.
Bill Murray Leikarinn kemur fram
með tónlistarmönnum í Hörpu.
Demoncrazy Myndir Borghildar
Indriðadóttur verða á Austurvelli.
Kindurnar Danshópurinn Corpus
sýnir við Veröld - Hús Vigdísar .
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s
Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s
Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s
Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas.
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s
Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s
Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Lau 28/4 kl. 20:00 22. s
Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Sun 29/4 kl. 20:00 23. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:30 Frums. Sun 22/4 kl. 20:30 6. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas.
Lau 14/4 kl. 20:30 2. s Mið 25/4 kl. 20:30 7. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s
Sun 15/4 kl. 20:30 3. s Fim 26/4 kl. 20:30 8. s Lau 5/5 kl. 20:30 13. s
Mið 18/4 kl. 20:30 aukas. Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Sun 6/5 kl. 20:30 14. s
Fim 19/4 kl. 20:30 4. s Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s
Fös 20/4 kl. 20:30 5. s Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas.
Lau 21/4 kl. 20:30 aukas. Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn
Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn
Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn
Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 19:30 aðalæ Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Fös 13/4 kl. 19:30 45.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 46.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 47.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Mán 16/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 24/4 kl. 11:00
Hveragerði
Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00
Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið)
Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og
úlfurinn
Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og
Siggi
Fös 20/4 kl. 11:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og
Siggi
Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get
Barnamenningarhátíð 2018
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?
Matur