Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 ICQC 2018-20 Messías eftir G.F. Händel verður flutt í Langholtskirkju í kvöld kl. 20 af kór kirkjunnar, hljómsveit og ein- söngvurum, þeim Hallveigu Rúnars- dóttur sópran, Sigríði Ósk Krist- jánsdóttur messósópran, Elmari Gilbertssyni tenór og Ágústi Ólafs- syni bassa. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson og konsert- meistari Joaquin Páll Palomares. Þetta mikla tónverk Händels var frumflutt í Dublin árið 1742 og hefur allar götur síðan notið mikilla vin- sælda enda eitt af meistaraverkum barokksins. Magnús segir að strax við annan flutning á verkinu hafi Händel gert breytingar á því til að laga það að ólíkum söngvurum. „Hann breytti einhverjum aríum, vildi hafa eina fyrir bassa í stað sópr- an og svoleiðis og það eru til dálítið margar útgáfur af hverri aríu,“ út- skýrir hann. Stundum hafi Händel líka sett inn nýjar aríur og sleppt öðrum. „Það er merkilegt með þetta verk að það hefur myndast sú hefð að velja á milli kafla. Við flytjum það í heild sinni en það er samt alltaf ein- hverjum köflum sleppt eða þá bætt við,“ segir Magnús um tónleikana í kvöld. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég stjórna þessu en ég hef bæði sungið þetta nokkrum sinnum og æft þetta fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands tvö ár í röð og þá er aldrei sama röð, einhvern veginn, þannig að það getur verið dálítið flókið fyrir hljómsveitina.“ Þarf mikla snerpu Magnús segir að verkið sé í miklu uppáhaldi hjá kórnum enda stór- kostleg tónsmíð og afar krefjandi fyrir kór að syngja. „Það er svo mikil kólóratúr, það renna skalar upp og niður og það þarf að vera mikil snerpa,“ útskýrir hann. En hversu mikið þurfa einsöngv- ararnir fjórir að syngja? „Það er misjafnt,“ svarar Magnús, „það mæðir kannski mest á altröddinni en svo eru þau hvert fyrir sig með nokkrar aríur“. Magnús segir alla einsöngvarana þekkja tónverkið og nefnir að Hall- veig sé líklega að syngja það núna í tíunda sinn. Sigríður, Ágúst og Elm- ar hafi líka sungið í Messías nokkr- um sinnum. „Það er svo gaman þeg- ar þetta situr vel og fólk getur farið að leika sér með smáskraut þegar við á,“ segir hann. Aldrei að vita hvað gerist Magnús bendir að lokum á skemmtilega staðreynd, að verkið hafi verið frumflutt þennan dag, 13. apríl, árið 1742. Og þá var líka föstu- dagur, merkilegt nokk, eftir því sem blaðamaður kemst næst við einfalda eftirgrennslan á netinu. Hjátrúin segir að föstudagurinn þrettándi sé óhappadagur en Magnús virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Það er samt aldrei að vita hvað gerist,“ seg- ir hann þó kíminn. helgisnaer@mbl.is Afslöppuð Kór Langholtskirkju í kirkjunni með stjórnanda sinn, Magnús Ragnarsson, fyrir miðju. Stórkostleg tónsmíð  Óratorían Messías verður flutt í Langholtskirkju í kvöld  Var frumflutt í Dublin föstudaginn 13. apríl árið 1742 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta leit mjög illa út í gær, ekki síst vegna þess hversu mikið blæddi. Mér líður hins vegar vel í dag,“ segir Birna Rún Eiríksdóttir leikkona sem varð fyrir því óláni á Sýningunni sem klikkar á miðvikudagskvöld að fá hurð í andlitið með þeim afleiðingum að hún þurfti að fara á slysadeild til aðhlynningar og læknisskoðunar. Sökum þessa þurftu leikhúsgestir frá að hverfa í hléi og býðst að sjá sýn- inguna í heild sinni síðar. „Mér brá eðlilega mjög mikið þeg- ar ég fékk hurðina í alvörunni í andlit- ið og varð mjög hrædd enda var þetta mikið högg. Vegna sársaukans og doðans var ég hrædd um að nefið hefði brotnað og mér fannst allar tennurnar vera lausar og svo fann ég blóðið renna,“ segir Birna Rún og rifjar upp að á slysadeild hafi tveir læknar metið áverka hennar sökum þess hversu illa þetta leit út við fyrstu sýn. „Sem betur fer kom í ljós að tennurnar höfðu sloppið og nefið var ekki brotið, bara marið. Þannig að ég fæ sennilega vænt glóðarauga. Skurðurinn á vörinni mun jafna sig, en vörin verður tvöföld í nokkra daga. Við ætlum bara að vinna með það í sýningunni. Persóna mín er svo mikil stórleikkona að hún er búin að fá sér bótox, sem er reyndar bara hægra megin,“ segir Birna Rún kímin og tekur fram að ekki hafi þurft að sauma vörina saman. „Skurðurinn var svo nálægt gómnum, þannig að talið var betra að líkaminn lagaði þetta sjálfur í stað þess að sauma. Skurðurinn er þegar búinn að loka sér, þannig að þetta fór allt vel.“ Miður sín að hafa hlegið Samkvæmt handriti á persónan sem Birna Rún leikur einmitt að fá hurð í andlitið og rotast þannig að sýningarstjórinn, sem Katrín Hall- dóra Sigurðardóttir leikur, neyðist óundirbúið til að stökkva inn í hlut- verkið. Spurð hvað hafi farið úrskeið- is og hvers vegna hún hafi í reynd fengið hurðina í andlitið og ekki bara í þykjustunni segir Birna Rún um mis- skilning og klaufaskap að ræða sem verði leiðrétt fyrir næstu sýningu, sem var í gærkvöldi. „Ég hef aldrei áður meitt mig í þessu atriði, sem við erum búin að æfa og sýna í margar vikur. Þetta verður lagað svo þetta geti aldrei gerst aftur,“ segir Birna Rún og tekur fram að þrátt fyrir mik- inn hamagang í sýningunni hafi sér ávallt liðið vel á sviðinu. „Allt sem gerist í sýningunni er ótrúlega vel æft og ég upplifi mig al- veg örugga í sýningunni,“ segir Birna Rún og tekur fram að hún skilji vel að leikhúsgestir hafi átt erfitt með að meðtaka að eitthvað hafi raunveru- lega klikkað í sýningu sem auglýst er sem svo að þar klikki allt. Þegar sviðsstjórinn tilkynnti að ekki yrði hægt að klára sýninguna sökum þess að ein leikkonan hefði slasað sig héldu áhorfendur eðlilega að um gabb væri að ræða og hlógu að vandræðagang- inum. „Það hafa nokkrir haft sam- band við mig í dag [fimmtudag] sem voru á sýningunni í gær [miðvikudag] og verið miður sín yfir að hafa hlegið að aðstæðum eftir að ég slasaðist,“ segir Birna Rún og tekur fram að samstarfsfélagar hennar á sviðinu hafi ekki einu sinni áttað sig á meiðslum hennar til að byrja með. Blóðið spýttist út um allt „Við erum með gerviblóð baksviðs sem við notum í sýningunni, m.a. blóðpoka sem hægt er að geyma und- ir vörinni og sprengja á rétta augna- blikinu til þess að það blæði út um munninn. Samleikarar mínir héldu því að ég væri bara að gera tilraun með gerviblóðið og höfðu því engar áhyggjur,“ segir Birna Rún og rifjar upp að hún hafi sennilega kyngt um fimm sinnum munnfylli af blóði með- an hún lá í hvarfi bak við legubekk á sviðinu áður en persónu hennar, sem á að hafa rotast af hurðinni, er af samleikurum lyft upp og hún dregin út um gluggann, en samkvæmt hand- riti þarf nokkrar tilraunir þar sem samstarfsfólkið á í vandræðagangi sínum að missa hana ítrekað. „Það var svolítið erfitt og þá spýtt- ist heilmikið magn af blóði út um allt og á alla,“ segir Birna Rún og tekur fram að fyrst eftir að hún meiddist hafi hún ætlað að harka af sér og klára sýninguna. „Eftir á sé ég að það hefði aldrei gengið,“ segir Birna Rún og hrósar stjórnendum leikhússins fyrir hversu fagmannlega brugðist var við aðstæðum. „Það er mjög erfitt fyrir leikara að taka ákvörðun um að hætta sýningu í miðjum klíðum, því leikarinn vill alltaf halda áfram. Tíu mínútum eftir að ég var komin út af sviðinu voru bæði Kristín [Eysteins- dóttir borgarleikhússtjóri] og Kári [Gíslason skipulagsstjóri] mætt á svæðið og þau tóku þessa ákvörðun fyrir mig, bæði með mína velferð í huga en líka vegna þess að áhorf- endur hefðu ekki fengið réttu sýn- inguna með mig slasaða,“ segir Birna Rún en Kári fór með hana á spítal- ann. Sem fyrr segir var næsta sýning á Sýningunni sem klikkar í gærkvöldi. Aðspurð í gærmorgun hvernig það legðist í hana svaraði Birna Rún: „Ég hlakka alveg ótrúlega til, enda erfitt að hætta í miðjum klíðum. Ég er líka svo glöð að þetta fór ekki verr. Ég er svo glöð að vera með allar tennurnar mínar og að nefið sé ekki skakkt,“ segir Birna Rún og tekur fram að hún gæti ekki óskað eftir betri vinnu- félögum. „Þetta er svo góður og skemmtilegur hópur. Meira að segja í gær þegar ég var búin að gráta og jafna mig á mesta sjokkinu þurfti ég að passa mig að hlæja ekki, því þá fann ég svo til í vörinni.“ „Glöð að vera með allar tennurnar“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Óhapp Birna Rún Eiríksdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson í Sýningunni sem klikkar. Til vinstri má sjá hurðina sem Birna fékk svo óheppilega í andlitið.  Hætt í miðjum klíðum vegna meiðsla Birnu Rúnar í Sýningunni sem klikkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.