Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 103. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Tveir Íslendingar létust á Spáni 2. „Komdu með annan segi ég …“ 3. Kannski ein þeirra sem svipta 4. Fæddist eftir andlát foreldra … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Vorsónatan, sígaun- inn og Schindler’s list  Þrjú verk verða flutt á hádegistón- leikum með Tríói Reykjavíkur í dag kl. 12.15 á Kjarvalsstöðum: Vorsónata eftir Ludwig van Beethoven, lag úr kvikmyndinni Schindler’s list eftir John Williams og Tzigane eftir Maur- ice Ravel. Flytjendur á tónleikunum verða Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Richard Simm píanóleikari og aðgangur er ókeypis. Smith leikur í Mengi Á laugardag Austlæg átt, yfirleitt á bilinu 5-13 m/s. Talsverð rign- ing suðaustanlands, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 4 til 12 stig. Á sunnudag Fremur hæg austanátt og bjartviðri á N-landi, annars rigning á köflum og milt veður. Bætir í vind sunnanlands síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fer að rigna suðaustanlands eftir hádegi, annars þurrt að mestu og víða léttskýjað nyrðra. Hiti 5 til 13 stig. VEÐUR Deildarmeistarar Vals knúðu fram oddaleik í und- anúrslitarimmu sinni við Hauka og keppnisrétt um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna með þriggja marka sigri, 25:22, í Schenkerhöllinni á Ásvöll- um í gærkvöldi. Segja má að Valskonur hafi verið sterk- ari í endataflinu eftir að Haukar voru með tögl og hagldir framan af og í miðtaflinu. »3 Oddaleikur hjá Val og Haukum Gríðarleg spenna er í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þar sem Tindastóll og KR eru með 2:1-forystu gegn ÍR og Haukum og fá tækifæri til að vinna einvígin á sínum heimavöllum. Haukakonur eru hins vegar þegar komnar í úrslit í kvenna- flokki og bíða þess hvort Valur eða Keflavík verður mótherjinn. Benedikt Guðmundsson, körfuboltasérfræð- ingur Morgunblaðsins, fjallar um úr- slitakeppnina í íþróttablaðinu í dag. »4 Undanúrslitin gríðar- lega spennandi Ísland á alla möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumóts karla í hand- knattleik árið 2020. Dregið var í riðla fyrir undankeppnina í gær og verður Ísland með Makedóníu, Grikklandi og Tyrklandi í riðli. Lokakeppnin verður nú stækkuð og liðum fjölgað í tutt- ugu og fjögur. Af þeim sökum komast tvö lið beint í lokakeppnina og verður Ísland að teljast líklegt. » 1 Ísland á alla möguleika á að komast á EM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þegar bíllinn loks kom vildi ég helst setjast niður og gráta. Hann var haugryðgaður og í raun alveg búinn. Kramið var hins vegar gott og hljóð- ið í vélinni enn betra,“ segir Ólafur Jóhann Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til jeppa í hans eigu af gerðinni Ford Bronco árgerð 1974, en bifreiðina keypti hann á Íslandi í janúar 2017 og var hún í kjölfarið send út til Lúx- emborgar þar sem Ólafur Jóhann býr ásamt fjölskyldu. Vinnur hann nú í því að gera jeppann upp. Bronco var fyrsti jeppi banda- ríska bílaframleiðandans Ford og kom fyrst á götuna 1966. Fram til ársins 1977 var hann framleiddur sem meðalstór jeppi án lítilla breyt- inga á útliti. Jeppi Ólafs Jóhanns er tvennra dyra, sjálfskiptur og með átta strokka bensínvél. Frammi í bílnum eru tveir körfustólar en aftur í þriggja manna bekkur sem settur var í hér þegar bíllinn var nýr. Númeraplatan fór aftur heim „Ég er í raun fjórði eigandi bíls- ins, en sá fyrsti átti hann í um eitt ár og bjó sá á Seyðisfirði. Því miður veit ég engin skil á þeim manni. Næsti eigandi var hins vegar Sveinn Runólfsson, fyrrverandi land- græðslustjóri, sem átti bílinn í um 20 ár og hefur enn miklar taugar til hans,“ segir Ólafur Jóhann og bætir við að Broncoinn hafi verið með skráningarnúmerið L 121, en ein- kennisstafurinn „L“ vísaði á þeim tíma til Rangárvallasýslu. Númerið var lengi í eigu fjölskyldu Sveins og skilaði Ólafur Jóhann plötunum til hans áður en bíllinn fór utan. „Hann var auðvitað mjög ánægður með það og hefur sent mér myndir af bílnum frá þeim tíma er jeppinn var í hans eigu. Saga bílsins hefur því smám saman komið í ljós,“ segir Ólafur Jó- hann. Þriðji eigandi bílsins var lög- maður úr Stykkishólmi sem átti jörð vestur í Dölum og þar endaði Broncoinn inni í hlöðu. Jeppar af þessari týpu voru einna helst seldir í Bandaríkjunum, Kan- ada og á Íslandi. „Þessir jeppar voru því sjaldséðir annars staðar, en þetta eintak er með kílómetramæli, líkt og aðrir jeppar sem seldir voru af umboðinu á Íslandi,“ segir hann. Ólafur Jóhann segir undirvagn og vélarrúm bílsins nú klár og til standi að mála Broncoinn í upprunalegum grænum lit. „Svo þegar búið er að sprauta jeppann og klára að utan verður hann fluttur til Íslands á verkstæði í Kópavogi þar sem hann verður tekinn í gegn að innan og gerður eins og hann var árið 1974.“ L 121 tekur á sig mynd í Lúx  Vinnur að endurgerð Ford Bronco 1974 Mikið verk Ólafur Jóhann Sigurðsson vinnur nú að því að gera upp gamlan Bronco í bílskúrnum sínum í Lúxemborg. Þegar vinnan er búin verður bíllinn kominn með sitt upprunalega útlit og þá verður hann e.t.v. sýndur hér heima. Klassík Þegar Ólafur Jóhann festi kaup á Fordinum var hann mjög ryðg- aður, lúinn og bremsulaus en vélin, sem er átta gata, rauk hins vegar í gang.  Fyrsta sýning myndlistartvíeykis- ins Aurora Sander í sýningarrýminu Open, Grandagarði 27, verður opnuð í dag kl. 17. Sýningin ber yfirskriftina Melur, hvar er kött- urinn? og má á henni sjá katta- eftirmyndir bæði í stafrænu formi og í formi skúlptúra. Tvíeykið Aurora Sander er norsku myndlistar- mennirnir Ellinor Aurora Aasgaard og Bror Sander Berg Størseth. Melur, hvar er kött- urinn? opnuð í Open  Wadada Leo Smith, frumkvöðull í bandarískri djass- og nútímatónlist og einn af helstu djasstrompetleik- urum samtímans, leikur í menningar- húsinu Mengi í kvöld og á morgun. Undanfarin tvö ár hefur hann skipu- lagt tónlistarhátíðina Create Festival í Bandaríkjunum sem tileinkuð er tónsmíðum hans og flutningi þeirra og verður nú haldin tveggja daga Create-hátíð í Mengi, sú fyrsta í Evrópu. Íslenskir tónlistarmenn koma fram með Smith, m.a. bassaleikar- inn Skúli Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.