Morgunblaðið - 23.04.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.2018, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Tilkynning leiðtoga Norður-Kóreu, Kims Jong-Uns, áföstudag um að hætta til-raunaskotum kjarnorku- eldflauga þar sem markmið landsins um að verða kjarnorkuveldi hafi náðst er lokin á 62 ára kjarnorku- vopnasögu ríkisins. Þrátt fyrir jákvæðar yfirlýs- ingar margra þjóðarleiðtoga vegna tilkynningar norðurkóreskra yfir- valda er tilkynningin í raun staðfest- ing á að ríkið hafi sagt ósatt í áratugi um kjarnorkuáætlun sína. Ekki í friðsamlegum tilgangi Kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu hófst árið 1956 í samstarfi við Sov- étríkin, sem jafnframt voru helsti fjárhagslegi bakhjarl Norður-Kóreu. Í kjölfar falls Sovétríkjanna lögðu vesturveldin sérstaka áherslu á að samningnum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) yrði framfylgt. Eftirlit með fram- kvæmd samningsins var falið Al- þjóðlegu kjarnorkustofnuninni (IAEA). Norður-Kórea undirritaði NPT-samninginn árið 1985 og var fyrsta rannsóknarteymi IAEA hleypt inn í landið 1992. Teymið komst að þeirri niðurstöðu að yfir- lýsingar Norður-Kóreu um friðsam- legan tilgang kjarnorkuáætlunar sinnar væru ekki í samræmi við raunverulega stöðu mála. Rök- studdur grunur var uppi um að kjarnakljúfurinn í Yongbyon væri notaður til þess að framleiða plúton, eitt mikilvægasta efnið í framleiðslu kjarnavopna. Samið vegna neyðar Norður-Kórea varð fyrir mikl- um náttúruhamförum á tíunda ára- tug síðustu aldar og skall á alvarleg hungursneyð árið 1994. Í kjölfar þess var gerður samn- ingur milli Bandaríkjanna og Norð- ur-Kóreu um að síðarnefnda ríkið myndi láta af kjarnorkuáætlun sinni og slökkva á kjarnakljúfum sínum gegn því að ríkið fengi fjárhags- aðstoð. Enda þótti ekki skynsamlegt að ríki, þar sem íbúar liðu alvarlegan næringarskort, eyddi sínum tak- mörkuðu fjármunum í þróun kjarn- orkuvopna. Eldflaugaskot Norður-Kóreu 1998 batt enda á velvilja gagnvart ríkinu, þar sem talið var að skotið væri liður í að þróa langdrægar eld- flaugar sem gætu borið kjarnorku- vopn. Margir samningar sviknir 2003 tilkynntu yfirvöld Norður- Kóreu að þau segðu sig frá NPT- samningnum og að landið byggi yfir kjarnorkuvopnum. Við tóku róstusöm samskipti við umheiminn sem einkenndust af fjöl- mörgum loforðum Norður-Kóreu um að láta af þróun kjarnorkuvopna í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð eða eldsneyti. Hvert samkomulagið á fætur öðru var þó sett í uppnám af Norð- ur-Kóreu vegna tilraunaskota eld- flauga eða tilraunasprengingar kjarnavopna. Fyrsta heppnaða tilraunaskot kjarnorkueldflaugar var 2006 og urðu skotin sex talsins áður en Kim Jong-Un lýsti því yfir á föstudaginn að markmiðinu væri náð. Kjarnavopn sem samningsstaða AFP Hersýning Eldflaugar eru alla jafna hluti af hersýningum í Norður- Kóreu sem haldnar eru reglulega á Kim Il-Sung-torginu í Pjongjang. Ljósmóðir okkar allra Í rúmlega hálft ár hafa ljósmæður gert tilraun til að semja við ríkið um launaleiðréttingu. Fyrir þremur ár- um fóru ljósmæður í verkfall sem lauk með lagasetningu og gerðar- dómi. Ljósmæður gátu þó starfs síns vegna ekki allar lagt niður störf og þurfti því lág- marksmönnun. Ríkið hefur allt frá þessu neitað að greiða þeim laun fyrir störf þeirra í verkfallinu. Þannig var ekki bara verið að taka frá þeim réttinn til að leggja niður störf heldur neitaði vinnuveitandinn að greiða þeim fyrir mætingarnar. Þær leituðu því réttar síns fyrir héraðsdómi sem dæmdi þeim í hag. Ríkið undi ekki niðurstöðu hér- aðsdóms og er því enn beðið endanlegrar niðurstöðu úr Hæstarétti. Á sama tíma og ríkið kemur fram við ljós- mæður með þessum hætti er óskað eftir skilningi þeirra á því að verði farið að kröfum um launaleiðréttingu muni við það hefjast launaskrið sem enginn veit hvernig end- ar. Ljósmæður hafa því verið beðnar að fá aðrar stéttir til að fallast á að þær fái leiðréttingu en ekki aðrir. Þær eiga að fara í samningaviðræður við aðrar stéttir fyrir ríkið áður en þær geta fengið sínar leiðréttingar! Förum yfir staðreyndir máls. Til að öðlast réttindi sem ljósmóðir þarf að ljúka fjögurra ára hjúkrunar- fræðinámi og tveggja ára sérfræðinámi í ljósmóður- fræðum. Meðaldagvinnulaun ljósmæðra eru rúmar 570.000 krónur. Meðaldagvinnulaun dýralækna eftir fimm og hálfs árs nám eru 617.000 krónur og meðal- dagvinnulaun lækna eftir sex ára nám 950.000 krónur. Ljósmóðir sem ber ábyrgð á sinni vakt hefur með sér hjúkrunarfræðing og ljósmóðurnema sem báðir hafa hærri laun en ljósmóðirin. Ljós- mæður eru, þrátt fyrir tveggja ára sérfræði- menntun umfram hjúkrunarnámið, með lægri laun en hjúkrunarfræðingar. Þeir nemar sem ráða sig til starfa eru þannig á hjúkrunarfræð- ingataxta en ljósmæður á ljósmæðrataxta. Ljósmæður veita konum nauðsynlegan stuðn- ing á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og það án aðkomu læknis nema ef læknisfræðilegt vandamál kemur upp. Þær þurfa í heimaþjón- ustu sjálfar að greiða fyrir blóðprufuglös og annað það sem þær taka með sér í heimaþjón- ustu. Þær stunda fæðingarhjálp og annast ný- bura og ungbörn. Hér á landi er lægsta tíðni mæðra- og ungbarnadauða í heiminum. Miðað við þenn- an árangur ætti að vera stutt í bónusgreiðslur. Tugir ljósmæðra hafa ákveðið að nú sé nóg komið af framkomu ríkisins í þeirra garð. Þær hafa sagt upp störfum og alls óvíst hvort þær komi til baka verði samið í bráð. Þeirra uppsagnir taka gildi í sumar en jafnvel þá getur vinnuveitandinn neytt þær til að starfa eitthvað áfram. Ljósmæður eru nefnilega nauðsynlegar og þá blasir við að sami aðili á að meta það til launa. Annað kallast óréttlæti og fyrir það vilja íslensk stjórnvöld varla vera þekkt, er það? Helga Vala Helgadóttir Pistill Höfundur er þingman Samfylkingar. helgavala@althingi.is 16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tiltekinneysla hef-ur einatt verið höfð sem viðmið um þjóð- argetuna og gleðina. Nýj- ungar, sem byrja sem flott- ræfilsháttur og því taldar vitnisburður um ofgnótt og belging, breytist furðu fljótt í eðlilega þörf og svo í hreina nauðsyn. Þá er varan, sem forðum var of fín, orðin að einkunn „þjóðfélagsins“ um aðbúnað þess að félagsmönn- um. Eldri borgarar minnast þess frá liðnum tíma þegar komið var á heimili þar sem Mackintosh-dolla (Quality Street) var dregin úr skúffu. Það var merki um að þar byggi sigldur maður eða með sambönd. Mun seinna varð annars konar Mackintosh dul- úðugt merki um velsæld: Tölva og jafnvel prentari. Nú getur farsíminn í lófanum gert meira en hún og jafnvel meira en furðuverkið pláss- freka „tölva Háskólans“. Sjónvarp eitt og sér hefur gengið í gegnum alla þessa þætti. Fyrst var það lúxus (og stundum föðurlandssvik, ef horft var á kanann). Næst varð það merki um að fjöl- skyldan væri að gera það gott. Í fyrstunni kom frænd- fólkið að úr öðrum hverfum til sjónvarpseigandans til að horfa á framhaldsþætti á borð við Sögu Forsyte-ættarinnar, sem naut fádæma vinsælda. Og um það sem gerðist á skerminum var rætt í fjöl- skylduboðum af sama tilfinn- ingahita og um það sem gerð- ist í nærættum. Menn skipuðu sér í fylkingar um einstakar sögupersónur svo lá við vinslitum. Spurning dagsins í einu dagblaðanna var þessi: Voru það ekki mis- tök hjá Irene að giftast Soa- mes? Og það vantaði ekki að lesendur blaðsins hefðu skoð- un á því. En næst gerðist það að þeir sem fyrstir fengu sér lita- sjónvarp voru grunaðir um að hafa meiri efni en almennt væri hollt að hafa. Örfáum ár- um síðar voru litatæki komin í hvert hús og það orðið merki um óþolandi fátækt og firr- ingu „þeirra sem stjórna“ gætu ekki allir eignast svo sjálfsagðan hlut. Og í aðdrag- anda „hrunsins“ náði sjón- varpið aftur vopnum sínum. Þá urðu flatskjáir nýjasta merkið um að gráðug þjóðin væri farin af límingunum. Vörur og verð þeirra hafa lengi verið notuð sem viðmið. Hamborgaravísitalan þótti merki um okur og höft og full- yrt var að hamborgarinn væri tvöfalt eða jafnvel margfalt dýrari á eina hamborgara- staðnum hér en þar sem hann væri ódýrastur erlend- is. En eins og nú er talað um „sjoppu- fæðið“ á niðrandi hátt. „Okurverð“ á hamborg- ara forðum bendir nú til þess að yfirvöld hafi verið framsýn þá, því „fagmenn“ vilja nú ólmir stjórna neyslu fólks á óhollum vörum, sykruðum sem söltum. Framsýnir stjórnmálamenn styðja þetta ákaft, því þá fá þeir meiri peninga í kassann og það með göfugri skattlagningu en al- menn skattpíning er að jafn- aði talin vera. Venjulegur matur var líka hafður til viðmiðunar. Ragnar í Markaðnum, sem höndlaði með fínan fatnað, hafði sterk- ar skoðanir á þjóðfélags- málum. Hann sagði gjarnan að það væri merki um ósiðlegt þjóðfélag ef tímakaup „dags- brúnarmanns“ dygði ekki fyrir staðgóðum íslenskum mat á venjulegum mat- sölustað. En nú í vikunni fengum við ótvírætt merki um það að „hruninu“ okkar er endanlega lokið. Það birtist á síðum Við- skiptablaðsins. Þar sagði að „samkvæmt útflutningstölum franskra kampavínsframleið- enda náði kampavínssala á Ís- landi nýjum hæðum á liðnu ári, alls 66.419 flöskum. Það er sambærilegt við það sem mest gerðist fyrir bankahrun, en árið 2007 nam hún 67.803 flöskum. Hér ræðir aðeins um alvöru kampavín, ekki freyði- vín“. Þá segir: „Salan dalaði ört árið 2008 og fór niður í 18.108 flöskur árið 2010. Árið 2015 tók hún svo aftur að aukast til muna og hefur nú náð fyrri hæðum. Salan nam í fyrra um 15 kössum á dag eða sem nemur um einu glasi á hvert mannsbarn á ári. Á móti kemur að söluaukninguna má vafalaust að miklu leyti rekja til stóraukins ferðamanna- straums undanfarin ár. Árið 2007 komu ríflega 450 þúsund erlendir ferðamenn til lands- ins en í fyrra komu tæplega 2,2 milljónir. Þrátt fyrir þessa auknu kampavínsneyslu hér á landi nemur hún aðeins um einu 150 ml glasi á mann á ári, en í Frakklandi svolgra menn ríf- lega eina kampavínsflösku á mann, meðan víðast í Evrópu láta menn sér hálfflösku nægja á ári að meðaltali.“ Kampakát þjóð hefur sem sagt varpað af sér „hruninu“ samkvæmt kampavínsvísitöl- unni sem er eina vísitalan sem kitlar og kætir. Breytingin er líkust því að við sem þjóð séum hætt að horfa á til- veruna í svart-hvítu og sjáum hana nú aftur í lit. Nú er beinlínis hægt að kyngja því hinn kátasti að hrunið sé horfið} Kampakát þjóð í lit STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen  1956-60 Sovétríkin þjálfa vísindamenn frá Norður-Kóreu og samstarfssamningur gerður.  1961-80 Yongbyon-kjarnorkurannsóknarstöðin opnuð og fyrsti kjarnakljúfurinn gangsettur.  1981-90 Plútonframleiðsla hefst.  1990 Fyrstu sprengjutilraunirnar í Yongbyon.  1994 Kim Jong-Il kemur til valda. Samþykkir að láta af þróun kjarn- orku.  1998 Fyrsta eldflaugaskot í tilraunaskyni.  2002 Kjarnorkuþróun enn í gangi. Sæta þvingunaraðgerðum.  2006-09 Fyrsta og annað skot kjarnorkueldflaugar í tilraunaskyni.  2011-17 fjögur tilraunaskot bætast við.  2018 Kim Jong-Un segir að markmiðinu um að öðlast kjarnorkuvopn sé náð. 62 ára ferli er nú á enda SAGA KJARNORKUVOPNATILRAUNA NORÐUR-KÓREU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.