Morgunblaðið - 23.04.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.04.2018, Qupperneq 17
Ísafjörður Fiskvinnsla er matvælaiðnaður og því er mikilvægt að hreinlætið sé haft í fyrirrúmi á öllum stigum verkunar. Þessi maður var að háþrýstiþvo fiskikör og gera þau klár fyrir notkun. 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 Eggert Þarfir og óskir aldr- aðs fólks eru engan veginn einsleitar enda heilsufar, félagsleg staða og afstaða hvers og eins mismunandi. Háaldraður ein- staklingur, sem býr í nánd við fjölskyldu og vini, með góðan sam- félagslegan stuðning við þrif og aðhlynn- ingu, kýs margur hver að búa heima hjá sér eins langt fram á ævikvöldið og unnt er. Einmana manneskja, með lítinn félagslegan stuðning og lítinn stuðn- ing frá sveitarfélagi sínu, kann að una sínum hag best á stofnun. Ein- manakenndin þarf þó engan veginn að skýra áhuga fólks á að komast í nána snertingu við aldursfélaga sína undir sama þaki. Sumir njóta sín einfaldlega í margmenni. Vilja vera óháð fjölskyldu Svo eru þau sem vilja ekki vera upp á börn sín eða aðra í fjölskyldu komin. Á ráðstefnu sem Sjúkraliða- félag Íslands efndi til vorið 2016, um málefni aldraðs fólks, minnist ég þess að heyra vitnað í gamla konu hollenska, sem sagðist fyrir alla muni vilja komast á öldrunarstofnun og það sem fyrst því ekki ósk- aði hún eftir því að vera samvistum við sína nánustu! Síðan er það hitt að margt aldrað fólk vill ekki verða byrði á fjölskyldu sinni jafnvel þótt sam- komulagið sé eins og best verður á kosið. Þetta er nauðsyn- legur formáli svo enginn þurfi að fara í grafgötur um að undirritaður gerir sér grein fyrir því að heimur aldraðs fólks er ekki allur á einn veg og þarfir og óskir mismunandi. Sjúkraliðafélag Íslands spyr um réttindi aldraðra Þau úrræði sem öldruðum er boð- ið upp á eru líka mismunandi. Þar hafa tískusveiflur komið til sög- unnar. Einu sinni átti elliheimilið að vera fyrirheitna land allra aldraðra. Síðan átti að gefa öldruðu fólki kost á að vera heima sem lengst með heimaþjónustu, heimahjúkrun ef þörf væri á henni og aðhlynningu og aðstoð í samræmi við þarfir fólks – og réttindi. Í þriðja lagi kom fram sú hugsun, og er hún mér mest að skapi, að öldruðu fólki yrði gert kleift að velja um þessa tvo kosti. Ég hef staðið í þeirri trú að þetta væri sú stefna sem orðið hefði ofan á enda rímar hún best við mannréttindi. Á málstefnu sem Sjúkraliðafélag Íslands efnir til fimmtudaginn 26. apríl næstkomandi er spurt um stefnu í málefnum aldraðra og er sjónarhóllinn sem horft er frá í þess- um anda, réttindi aldraðra. Þarna mæta stjórnmálamenn og fagfólk, spurt er um stefnu, hver hún sé, og ef hún á annað borð er fyrir hendi, hvort henni sé fram- fylgt. Í maímánuði á síðasta ári var að mínu frumkvæði efnt til opins borg- arafundar í Iðnó um heimaþjónustu aldraðra. Þar kom skýrt fram að al- varlegar brotalamir eru á þessari þjónustu. Enda þótt starfsfólkið sem þjónustuna veitir sé afbragðsgott þá er það einfaldlega of fátt og álagið fyrir bragðið of mikið. Böðun einu sinni í viku! Á Iðnófundinum var nefnt dæmi um einstakling á tíræðisaldri sem vildi búa heima og hafði til þess getu með tiltölulega litlum stuðningi. Við- komandi þurfti einvörðungu aðstoð við böðun. Þess var farið á leit við velferðarsvið borgarinnar að slík að- stoð yrði veitt tvisvar, helst þrisvar í viku. Annað hafði ekki verið beðið um. Fram kom að slík aðstoð yrði ekki veitt, reglan væri skýr og af- dráttarlaus, aldraður einstaklingur fengi aðstoð við böðun einu sinni í viku að hámarki! Í kjölfar fundarins ritaði ég vel- ferðarsviði Reykjavíkurborgar bréf og spurðist fyrir um það hvernig þessi heimaaðstoð væri að þróast og hvort þjónustan stæði til bóta. Ég fékk svar frá hinni faglegu hlið en ekki hinni pólitísku þótt beðið væri um hvort tveggja. Verkefnið vanrækt Fram kom að það væri mat vel- ferðarsviðs að ekki væri nægilega margt fólk að sinna verkefninu mið- að við umfang þess og fjölgun aldr- aðra. Með öðrum orðum, þróunin stefnir niður á við. Með öðrum orðum, margrómað valkvætt ævikvöld er einfaldlega ekki fyrir hendi hjá því fólki sem um langt árabil hefur verið lofað slíku í ellinni. Annars vegar er ekki nægi- lega vel búið að stofnunum aldraðra af hálfu fjárveitingavaldsins – og hefur svo lengi verið með undan- tekningum þó – og þjónusta við aldr- að fólk sem býr heima er langt frá því að vera fullnægjandi og stefnir niður á við. Þess ber þó að geta að þeir aðilar sem koma að þessum málum, ríki og borg, heimaþjónusta og heimahjúkrun hafa í seinni tíð góðu heilli reynt að samhæfa sig bet- ur. En það breytir því ekki að kerfið rís ekki undir álaginu án frekari fjárveitinga. Hvað segja stjórnmála- flokkarnir? Fyrrnefnd ráðstefna Sjúkraliða- félags Íslands næstkomandi fimmtu- dag er verðugt framtak og verður vonandi til þess að málefnið fái at- hygli fyrir komandi sveitarstjórnar- kosningar. Eftir Ögmund Jónasson »Enda þótt starfs- fólkið sem þjón- ustuna veitir sé af- bragðsgott þá er það einfaldlega of fátt og álagið fyrir bragðið of mikið. Ögmundur Jónasson Höfundur er fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra. Valkvætt ævikvöld – hver er stefnan? Um 85 prósent íbúa Seltjarnarness eru ánægð með þjón- ustu sveitarfélagsins samkvæmt árlegri könnun Gallup. Seltjarnarnesbær er fjölmennasti vinnu- staðurinn á Nesinu, en þar starfa rúm- lega 300 manns. Starfsemin er m.a. grunnskóli, leikskóli, íþróttamiðstöð, sundlaug, fé- lagsmiðstöð, félagsþjónusta, bóka- safn, áhaldahús og bæjarskrif- stofur. Á heildina litið er Seltjarnar- nesbær oftast í efsta sæti stærstu bæjarfélaga landsins, samkvæmt mælingu Gallup. Þessa frábæru niðurstöðu ber að þakka starfs- mönnum bæjarins, þar sem áhersl- an er á skilvirka stjórnun og öfluga þjónustu við íbúa. Niðurstaðan undirstrikar já- kvætt viðhorf bæj- arbúa til samfélags- þjónustunnar og er starfsfólki og stjórn- endum bæjarins hvatn- ing til að halda áfram á sömu braut. Leiðandi í skóla- og tómstundamálum Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á að vera leiðandi í skóla-, æskulýðs- og íþrótta- starfi á landsvísu. Metnaðurinn er jöfn tækifæri fyrir alla og samhliða að stuðla að bættum árangri í leik og starfi og vellíðan skólabarna. Grunnskóli bæjarins er með hvað besta útkomu á landinu í samræmd- um prófum. Kannanir sýna að nem- endum líður vel í skólanum og for- eldrar eru ánægðir. Öflugt forvarnarstarf skilar þeim árangri að vímuefnavandi er nánast óþekkt- ur meðal ungmenna á Seltjarn- arnesi. Íþrótta- og æskulýðsstarf nýtur öflugs stuðnings bæjarfélags- Eldri borgarar una hag sínum vel Ánægja eldri Seltirninga með þjónustu bæjarins mælist áfram mikil í könnun Gallup. Niðurstaðan endurspeglar festu í stjórnun þessa málaflokks sem skipulögð er í samráði við aldraða með það að markmiði að þeir eigi þess kost að búa sem lengst á eigin heimili. Aðstaða til íþróttaiðkunar fyrsta flokks Nú er að hefjast bygging á fim- leikahúsi og stækkun á íþrótta- miðstöð. Ánægja bæjarbúa á Sel- tjarnarnesi tryggir bænum toppsæti í könnun Gallup, þegar kemur að aðstöðu til íþróttaiðk- unar í sveitarfélaginu, en þar lýstu 86% aðspurðra sig ánægð. Gott umhverfi er lífsgæði Umhverfið skiptir okkur öll miklu máli, 88% íbúa eru ánægð með gæði umhverfis í nágrenni við heimili sitt. Seltjarnarnes er eft- irsóknarverður staður að búa á, Eftir Ásgerði Halldórsdóttur » Seltjarnarnes er eftirsóknarverður staður að búa á, útivist- arsvæðin rómuð og þjónustan öflug. Stækk- un bæjarins er skipu- lögð innan frá í samráði við bæjarbúa. Ásgerður Halldórsdóttir Höfundur er bæjarstjóri. Seltjarnarnes oftast í efsta sæti ins og tómstundastyrkir eru þeir hæstu á landinu Menningarstarf veigamikill þáttur Aukin áhersla hefur verið lögð á menningarmál undanfarin ár með jákvæðum árangri og fær bærinn þar jákvæða umsögn í áðurnefndri könnun. Bókasafninu á Eiðistorgi vex fiskur um hrygg sem grósku- mikil miðstöð menningar þar sem íbúar njóta myndlistarsýninga, fyr- irlestra um fjölbreytt efni, bók- mennta og stefnumóta við höfunda. útivistarsvæðin rómuð og þjón- ustan öflug. Stækkun bæjarins er skipulögð innan frá í samráði við bæjarbúa og atvinnulóðir hafa á síðustu árum verið teknar undir íbúðarhús. Þannig fjölgar íbúum Seltjarnarness án þess að gengið sé á útvistarsvæðin og öll þjónusta verður hagkvæmari. Útsvar: Nesið í sérflokki Undir stjórn sjálfstæðismanna hefur Seltjarnarnes boðið íbúum sínum upp á lægstu útsvars- prósentu sem þekkist í landinu, 13,66%, lægstu fasteignagjöldin og hæstu tómstundastyrkina, 50.000 krónur, svo að tvö atriði séu nefnd. Við viljum trúa því að fjárhagur bæjarins beri vitni um ráðdeild og ánægja íbúanna endurspegli þjón- ustu bæjarfélagsins. Rekstur bæjarfélagins er traust- ur. Seltjarnarnesbær er með eitt allra lægsta skuldahlutfall allra sveitarfélaga landsins, þó að skatt- ar á íbúa séu óvíða lægri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.