Morgunblaðið - 23.04.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.04.2018, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 ✝ Ísak RandverValdimarsson fæddist í Neskaup- stað 19. ágúst 1940. Hann lést 14. apríl 2018 í Nes- kaupstað. Ísak var sonur hjónanna Bergs Valdimars Andr- éssonar skipstjóra og Pálínu Hildar Ísaksdóttur hús- móður og var hann næstelstur fjögurra bræðra. Þeir eru auk Ísaks: 1) Sigurjón, f. 1938, d. 2014, kvæntur Unni Jóns- dóttur, f. 1945. Synir þeirra eru Berg Valdimar, f. 1974, og Jón Hafliði, f. 1981. Synir Unn- ar af fyrra hjónabandi og fóst- ursynir Sigurjóns eru Tómas, f. 1965, Ágúst, f. 1966, og Kári, f. 1971; 3) Hjörvar, f. 1941, kvæntur Sesselju Lúðvíks- dóttur, f. 1932, d. 2014, dóttir Sesselju og fósturdóttir Hjörv- ars er Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 1956; 4) Helgi, f. 1948, kvæntur Guðríði Kristjáns- dóttur, f. 1943, og eru dætur þeirra Jóhanna f. 1977, og Dagbjört, f. 1983. Sonur Guð- ríðar og fóstursonur Helga er Kristján f. 1968. Ísak kvæntist Jóhönnu Axels- dóttur, f. 1945, frá Neskaupstað hinn 2. október 1965. Börn þeirra eru: 1) Axel, f. 1964, fjár- málastjóri í Nes- kaupstað, kvæntur Þuríði Jónsdóttur. Sonur þeirra er Andri Gunnar; 2) Hugrún, f. 1966, verslunar- maður í Neskaupstað, gift Ólafi Gunnari Guðnasyni. Synir þeirra eru Ísak Fannar, Guðni Valgeir, Jóhann Óli og Axel Rúnar; 3) Pálína, f. 1969, hár- greiðslumeistari í Neskaupstað, gift Þórhalli Helgasyni. Dætur þeirra eru Kristín Salín, Jó- hanna Rannveig og Þórhildur Ösp; 4) Guðrún Valdís, f. 1975, hárgreiðslumeistari á Egils- stöðum, gift Magnúsi Baldri Kristjánssyni. Börn þeirra eru Embla Rán og Bjartur Berg. Ísak átti fyrir dótturina Hel- enu, f. 1962, sem er í sambúð með Erlingi Sigurðssyni. Synir Helenu eru Guðmar Valþór, Adrian og Gabríel. Barna- barnabörnin eru orðin 12 alls. Ísak ólst upp í Neskaupstað og fljótlega kom í ljós að sjó- mennska átti hug hans allan. Hann fór fyrst á sjóinn á Goða- borg NK fimmtán ára að aldri og þá hófst farsæll sjómanns- ferill. Síðan lá leiðin á Gullfaxa NK og að því kom haustið 1960 að hann hóf nám í Stýrimanna- skólanum í Reykjavík. Skip- stjórnarprófi lauk hann árið 1962 og réðst þá þegar sem stýrimaður á Stefán Ben NK. Hann tók síðan við skipstjórn á Stefáni Ben árið 1963, tuttugu og þriggja ára að aldri. Árið 1967 varð Ísak skipstjóri á Bjarti NK sem var þá eitt af fjórum síldveiðiskipum í eigu Síldarvinnslunnar hf. Ísak var skipstjóri á Bjarti til ársins 1972 og eftir það leysti hann af á skipum Síldarvinnslunnar um skeið. Árið 1973 hóf Ísak sjálf- ur útgerð í félagi við aðra. Skipið sem gert var út var Víðir NK og síðar gerði Ísak út Suðurey NK. Ísak réðst sem skipstjóri á Guðrúnu Þorkels- dóttur SU upp úr 1980 og stýrði hann því skipi í um tutt- ugu ár. Að því loknu starfaði Ísak sem skipstjóri á ýmsum skipum og má þar nefna skip eins og Þórshamar GK, Örn KE, grænlenska skipið Eriku og Súluna EA. Útför Ísaks fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 23. apríl 2018, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku pabbi minn, ekki grunaði mig að þú ættir svona stutt eftir þegar kallið kom. Þrátt fyrir að þú hafir verið að glíma við veikindi átti ég alls ekki von á að við ættum svona stutta samfylgd eftir. Á svona stundum situr maður og hugsar um hve dýrmætt það er að hafa átt traustan og góðan föður sem var bæði vinur og fyrirmynd í leik og starfi. Sjómennskan átti hug pabba. Uppvaxtarárin voru á Nesi í Norð- firði þar sem umhverfið var drátt- arbrautin, bryggjurnar, sjóhúsin og fjaran. Á þessum árum var lífið og lífsbaráttan öðru vísi en í dag, krakkar þurftu að vinna og hafa fyrir lífinu. Hann lagði alltaf mikla áherslu á ég myndi standa mig vel í vinnu og hvatti mig áfram. Ég fann það alltaf þegar honum líkaði það sem ég var að gera en hann hafði kannski ekki mörg orð um það. Vinnusemi var það sem hann ólst upp við og þekkti. Ég var ekki gamall þegar pabbi fór að taka mig með sér á sjóinn. Fyrst fékk ég að fara í styttri ferð- ir eins og siglingar á milli fjarða eða þegar farið var með bátinn í slipp. Þegar ég var um 15 ára byrj- aði ég með honum til sjós. Þarna kynntist ég pabba sem skipstjóra. Hann var rólegur og yfirvegaður í brúnni en umfram allt traustur. Ég hef hitt marga menn á lífsleið- inni sem voru með pabba á sjó og bera þeir honum allir sömu sög- una. Þeir segja mér hvað hann fór vel með mannskap og hve rólegur og traustur hann var. Það þótti gott að vera með honum á sjó. Þegar ég rifja upp er það í raun ótrúlegt að hafa aldrei séð pabba reiðast. Aðeins birtust ákveðin svipbrigði og hátterni þegar hon- um mislíkaði eitthvað og þá vissu allir sem þekktu hann hvað það þýddi. Pabbi var mikill golfáhugamað- ur og stundaði golf af miklum krafti. Ekki var óalgengt að hann færi inn á golfvöll um fimmleytið á morgnana og tæki einn hring þeg- ar hann var ennþá vinnandi. Fór hann síðan annan hring eftir há- degi. Ekki spilaði ég mikið golf með honum en við tókum einn og einn hring saman. Hins vegar spiluðu Þurí og Andri Gunnar með honum en þá sérstaklega Andri minn. Algengt var að þeir færu fyrir klukkan átta á morgnana í golf. Það er ekki sjálfgefið að tólf ára strákur vakni svo snemma og fari með afa sínum í golf. Andri Gunnar hafði hins vegar mjög gaman af því og beið spenntur eftir næsta golfdegi. Díi frændi spilaði einnig mikið með þeim og átti Andri Gunnar þarna dýrmætar stundir með afa sínum og afabróð- ur. Samband pabba við afa og ömmu var alltaf mjög náið og gott á meðan þau voru á lífi. Fór hann á morgnana til þeirra í morgunkaffi og var þá farið yfir stöðuna á sjón- um og rætt um aflabrögð, fisk- gengd, veðurfar og annað. Sam- band pabba við bræður sína var einnig mjög náið og voru þeir í sambandi vikulega. Það var mikill missir fyrir hann þegar Díi bróðir hans dó 2014. Aldrei heyrði ég hann segja eitt einasta neikvætt orð um bræður sína eða foreldra. Pabbi fylgdist alltaf vel með öllu sem börnin og barnabörnin voru að gera og gladdist með þeim þeg- ar vel gekk. Skipti þá ekki máli hvort spurt var um gengi í íþrótt- um, námi eða starfi. Voru ófá sím- töl tekin til að taka stöðuna. Við áttum góðar stundir með þeim mömmu og pabba fyrir tveimur árum á Tenerife í tilefni 70 ára af- mælis mömmu og 75 ára afmælis pabba, góðar minningar sem við getum glaðst yfir í dag. Elsku pabbi, skipið þitt hefur nú siglt að nýrri strönd og við vitum að þú hefur nú hitt fólkið þitt. Uns við hittumst að nýju hafðu þökk fyrir allt. Þinn, Axel. Ísak Randver Valdimarsson  Fleiri minningargreinar um Ísak Randver Valdimars- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, elsku og vináttu við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS ARNARS KRISTJÁNSSONAR, skipstjóra og fv. alþingismanns frá Ísafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar og líknardeildar Landspítalans. Þökkum öllum aðstoðina við útförina. Minning Adda Kitta Gau lifir. Marianna Barbara Kristjánsson Guðrún Ásta Guðjónsdóttir Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir Kristján Andri Guðjónsson Kolbeinn Már Guðjónsson Arnar Bergur Guðjónsson Margrét María Guðjónsdóttir Jerzy Brjánn Guðjónsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 26, andaðist á Dvalarheimilinu Grund 19. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðríður Jóhannesdóttir Jóhannes Ágústsson Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir Árni Sigurðsson Guðmundur Jóhannesson Greta Jóna Sigurðardóttir Þórarinn Jóhannesson Anna Fr. Blöndal Óskar Jóhannesson Sigrún Ingólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, ÖNNU ATLADÓTTUR, Fífumóa 7, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi. Soffía Sveinsdóttir Elmar Viðarsson Knútur Sveinsson Signý Eva Auðunsdóttir Bjarni Sveinsson Sölvi Sveinsson systkini og barnabörn ✝ Sverrir OliverKarvelsson fæddist á Ísafirði 20. febrúar 1938. Hann lést á Land- spítalanum Foss- vogi 10. apríl 2018. Foreldrar hans voru Halldóra S. G. Veturliðadóttir frá Ísafirði, f. 24. mars 1910, d. 5. desem- ber 1994, og Karvel Lindberg Olgeirsson frá Hellis- sandi, f. 18. janúar 1907, d. 12. nóvember 1968. Sverrir var elst- ur sex systkina, þau eru Hall- dóra Guðrún, f. 5. september 1939, maki Brynjar G. Ívarsson, f. 8. júlí 1932, d. 25. september 2003, Jónína Sigfríður, f. 23. júlí 1943, maki Edward Magni Scott, f. 5. nóvember 1943, Haf- dís, f. 6. febrúar 1946, maki Sig- urður Vésteinsson, f. 28. apríl 1944, Júlíana, f. 8. júlí 1947, maki Hinrik L. Hinriksson, f. 22. janúar 1945, Karvel Lindberg, f. 13. mars 1952, fyrri kona Ólafía Ólafsdóttir, f. 26. janúar 1953, d. 11. febrúar 1993, núverandi kona Hrefna Sigurðardóttir, f. 23. febrúar 1963. Árið 1962 flutti Sverrir til Þingeyrar og fór að búa með Ósk Árnadóttur, f. 15. júlí 1944. Þau eignuðust tvo syni, 1) Krist- ján Sigurð, f. 15. júní 1963, maki Nutcharee Pairueang, f. 17. júlí 1977. Börn Kristjáns eru a) Al- exander Týr, f. 3. mars 1987, móðir Jo Flynn, f. 24. nóvember 1958 b) Bjarni Þór, f. 19. júlí 1995 c) Sverrir Freyr, f. 1. sept- ember 1996 d) Róbert Óðinn, f. 21. september 1998, móðir þeirra Elísabet Sigurbjarna- dóttir, f. 26. október 1965, d. 17. september 2016, dóttir Elísabet- ar og fósturdóttir Kristjáns er Eva María Ægisdóttir, f. 2. októ- ber 1983, maki Berglind Ósk Guð- mundsdóttir, f. 2. júlí 1982 e) Krist- ófer Mímir, f. 31. júlí 2014. 2) Jakob Arnar, f. 23. febr- úar 1967, maki Sól- veig Arndís Hilm- arsdóttir, f. 21. janúar 1973, þeirra börn a) Ingólfur Fannar, f. 16. febr- úar 1997 b) Þórey Ósk, f. 15. ágúst 1999 c) Hjörleifur Snær, f. 15. desember 2001, dóttir Sól- veigar og fósturdóttir Jakobs Arnars er Ásta María Guð- mundsdóttir, f. 23. mars 1992, maki Grímur Freyr Björnsson, f. 5 janúar 1987, þeirra börn a) Natan Breki, f. 10. apríl 2012 b) Christel Dís, f. 7. nóvember 2013. Eftirlifandi eiginkona Sverris er Kritsana Jaitieng, f. 13. janúar 1972. Sverrir átti heima á Hnífs- dalsvegi 8 á Ísafirði til fullorð- insára. Sverrir fór ungur að vinna, vann á Keflavíkur- flugvelli, við höfnina á Akra- nesi, var á sjó á togara og fiski- bátum frá Ísafirði, Ólafsvík, Suðureyri og Þingeyri. Á Þing- eyri starfaði hann m.a. sem vörubílstjóri, rafvirki og síðar sem verkstjóri í frystihúsinu á staðnum og síðar á Suðureyri og Reykjavík. Árið 1979 útskrif- aðist Sverrir frá Fiskvinnslu- skólanum í Hafnarfirði. Á yngri árum var Sverrir mjög virkur í félagsmálum og pólitík. Árið 1988 flutti Sverrir til Reykjavík- ur og bjó þar alla tíð síðar ásamt því að fara í mörg ár til vetur- setu í Taílandi. Útför Sverris Olivers fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 23. apríl 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. Eitt sinn verða allir pabbar að deyja, nú dó pabbi minn. Þrátt fyrir veikindi pabba og að heilsu hans færi jafnan hrak- andi kom þetta einhvern veginn á óvart og óvænt vegna þess hvað hann var svo oft búinn að sigra og komast af stað aftur. Eitt sinn þegar ég sótti pabba á spítalann eftir langa legu þar kvaddi hjúkrunarkona hann með eftirfarandi orðum: „Sverrir minn, ekki veit ég hvað þú átt mörg líf, en það fóru í það minnsta tvö hér.“ Svona var þetta, og pabbi var mjög lánsamur maður að hafa svo oft verið á réttum stað og stund þegar veikindi dundu yf- ir. En líf pabba var sem betur fer alla jafna laust við veikindi ef undan eru skilin síðustu fjög- ur ár. Pabbi var ekki bara pabbi, hann var líka afi barnanna minna og einnig góður vinur minn. Þegar ég rifja upp líf mitt með pabba er margs að minn- ast, en aðeins pláss hér fyrir nokkur minningarbrot. Þegar á þurfti að halda og upplýsingar vantaði um hin ýmsu mál var gott að leita til pabba, hann var okkar Google. Það var fátt sem pabbi vissi ekki. Eitt sinn létum við reyna á þetta minni hans og hlýddum honum yfir allar höfuðborgir heimsins og ekki stóð á réttum svörum en með einni undan- tekningu þó. Pabbi var ekki sáttur og fór í bókasafnið sitt og kom að vörmu spori aftur og sýndi okkur að nafn téðar höf- uðborgar hafði verið það sama og hann hafði svarað, það var bara búið að skipta um nafn en pabbi hafði ekki uppfært. Þetta er bara ein saga af svo mörgum sem hægt væri að segja um minni hans. Þegar við bræður vorum að alast upp var pabbi mjög dug- legur við að heimsækja ætt- ingja okkar á Ísafirði og fjöl- skylduna á Akranesi og Reykjavík. Pabba þótti vænt um ættingja sína og mat öll samskipti við þá mikils. Pabbi kenndi okkur bræðr- um mannganginn þegar við vorum mjög ungir og var dug- legur að tefla við okkur. Ég man enn eftir því þegar ég náði að máta hann í fyrsta skiptið, mér hafði tekist hið ómögulega, því pabbi var mjög góður skák- maður. Fyrir tveimur árum veiktist pabbi mikið og fór á Landspít- alann við Hringbraut. Hann var þar í um tvo mánuði. Hann hafði orð á því að hann langaði að fara eina ferð enn vestur, svona kveðjuferð. Við bræður hétum á hann að ef hann kæm- ist út af spítalanum færum við með honum vestur. Hann fór allur að braggast upp frá því og þessi ferð var síðan farin og kveðjuferð númer tvö var síðan farin í fyrra. Kvöldið áður en pabbi dó heimsótti ég hann á spítalann eins og vanalega. Áttum við þar stund saman og síðan kvaddi ég eins og ávallt, með koss á kinn. Þegar ég er á leiðinni út kallaði pabbi á mig og vildi kveðja mig aftur og faðmaði mig og kyssti og tók síðan í höndina á mér og þakkaði mér fyrir allt. Mikið hvað ég er þakklátur fyrir að eiga þessa minningu. Minning um góðan mann lifir áfram í hjörtum okkar. Ég kveð þig nú hinstu kveðju, elsku pabbi, og takk fyrir allt. Þinn sonur Kristján Sigurður. Sverrir Oliver Karvelsson  Fleiri minningargreinar um Sverri Oliver Karvels- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Mínir vinir fara fjöld … Þetta vísu- orð Bólu-Hjálmars kom mér í hug við að frétta af andláti Gunnars Sigmarssonar. Kynni okkar hófust í einni af fyrstu heimsóknum mínum á Vopna- fjörð, tengdri aðdraganda al- þingiskosninga 1967. Síðan kom ég vart á staðinn í árvissum vitjunum án þess að líta inn á Miðbraut 19 hjá þeim hjónum, oft í gistingu og alltaf fylgdu ríkulegar veitingar hjá Berg- þóru. Í ábót var síðan fróðleikur um stöðu mála í firðinum og frásagnir sem tengdust liðinni tíð. Gunnar var víðlesinn, bóka- maður af ástríðu og með glöggt auga fyrir umhverfi nær og fjær. Uppruni hans á söguslóð- um í Krossavík átti eflaust sinn þátt í næmum tengslum við sögu og náttúru Vopnafjarðar sem hann miðlaði oft aðkomn- Gunnar Sigmarsson ✝ Gunnar Sig-marsson fædd- ist 24. september 1932. Hann lést 24. mars 2018. Útförin hefur far- ið fram í kyrrþey. um þegar hann var kallaður til sem leiðsögumaður í ferðum um sveit- ina. Ekki spillti þá græskulaus húmor sem skreytti frá- sagnir hans af mönnum og mál- efnum. Sumarið 1984 tókum við Steingrímur Sig- fússon okkur til og þræddum efri mörk þáverandi kjördæma okkar fótgangandi frá Grímsstöðum, um Búrfells- heiði og Heljardal austur í Sel- árdal. Þar tók Gunnar Sigmars- son á móti okkur hjá Leifsstöðum við annan mann og jeppa og heima fyrir beið dýrð- leg sviðaveisla hjá Beggu. Gunnar var staðfastur vinstri- maður og stuðningsmaður Al- þýðubandalagsins á meðan það var og hét og lagði þar ætíð gott til mála. Að leiðarlokum þakka ég margan greiðann og vinsemd þeirra hjóna. Eftirlif- andi eiginkonu, börnum þeirra, Margrétu og Gunnlaugi, og öðr- um aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.