Morgunblaðið - 23.04.2018, Side 26

Morgunblaðið - 23.04.2018, Side 26
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það styttist í Listahátíð í Reykjavík og von á mikilli menningarveislu dagana 1. til 17. júní. Vigdís Jakobs- dóttir er listrænn stjórnandi hátíð- arinnar og segir að það hafi gefið skipuleggjendum dýrmætt andrými að ákveðið skyldi að láta tvö ár líða á milli Listahátíða frekar en að halda viðburðinn árlega. „Að fá svona góðan tíma á milli hátíða til að hugsa málin og ráðast í löngu þarfa stefnumótunarvinnu hefur verið alger lúxus,“ segir Vig- dís sem hefur m.a. notað tímann til að ræða við fjölda fólks í íslensku menningarlífi um eðli og hlutverk hátíðarinnar. „Ég gat gefið mér tíma til að hlusta, taka inn það sem fólk hafði að segja og meta stöðuna. Kom ýmislegt fram við þessa vinnu, bæði jákvætt og neikvætt, en augljóst að fólki þykir vænt um hátíðina og finnst þessi listviðburður skipta máli. Það er líka ákveðinn ljómi for- tíðarþrár yfir Listahátíð í Reykjavík enda var lengi vel ekki um aðrar listahátíðir að ræða. Eru margir sem minnast þess hversu mikil eftir- vænting ríkti þegar dagskrá Lista- hátíðar var tilkynnt og að oft var beðið í röðum eftir miðum.“ Síðan þá hefur menningarlands- lagið gjörbreyst. Stórir og smáir listviðburðir eru í boði árið um kring og enginn skortur á metnaðarfullum menningarhátíðum. „Hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar hef ég heyrt að í borginni séu árlega haldnar í kring- um 70 hátíðir af ýmsum toga. Ég reikna með að að minnsta kosti helmingur þeirra geti flokkast sem listahátíðir og þar af margar mjög sérhæfðar.“ Vigdís segir Listahátíð í Reykjavík samt enn halda sérstöðu sinni. „Hún er t.d. eina listahátíðin sem bæði ríki og borg standa að baki og er viðburður sem hefur allar helstu listastofnanir landsins og öll fagfélög listafólks sem sitt bakland. Hátíðin er þverfagleg og breið og er fyrir löngu orðin að mikilvægri lista- stofnun sem komin er á kortið er- lendis rétt eins og heima fyrir.“ Hátíð fyrir alla Stefnumótunarvinnan leiddi með- al annars í ljós áhyggjur af að Lista- hátíð í Reykjavík væri smám saman að missa tengslin við almenning. „Sumum hefur þótt hátíðin ekki vera lengur sú hátíð fólksins sem hún var, sem er að hluta til skiljanlegt þegar framboðið á listviðburðum og ann- arri afþreyingu er orðið svona mikið. En dagskráin að þessu sinni miðar að því að snúa þessari þróun við og láta hátíðina teygja sig betur út til allra borgarbúa og landsmanna, bæði hvað snýr að verkefnavali en líka hvað varðar staðsetningar við- burða og hvernig þeim er komið á framfæri.“ Meðal breytinga í þessa veru nefnir Vigdís að Klúbbur Listahátíð- ar verður endurvakinn í ár. Klúbb- urinn mun leggja hluta Hafnarhúss undir sig og þar verður ókeypis dag- skrá alla daga hátíðarinnar. „Við teygjum okkur líka langt út fyrir miðbæinn, og verðum t.d. með götu- leikhús við Egilshöll í Grafarvogi, leiksýningu í Blesugróf og danssýn- ingu á Eiðistorgi. Listamenn halda tónleika á dvalarheimilum og hjúkr- unarstofnunum og í Breiðholti verð- ur m.a. sýning á ljósmyndum Spessa af Breiðhyltingum, efnt til dans- partís í Asparfelli og haldnir tón- leikar undir vatnsyfirborðinu í Öldu- selslaug,“ segir Vigdís. „Við viljum að dagskráin höfði til fjölbreytts hóps fólks og sé aðgengileg sem allra flestum. Fjölskyldudagskrá há- tíðarinnar er til dæmis einstaklega vegleg – því Listhátíð á að vera fyrir allar kynslóðir . Ef við ætlum að höfða til fjölbreyttari hóps skiptir líka máli að alls konar listafólk sé sýnilegt á hátíðinni og þannig er mér það t.d. sérstök ánægja að vera að fá tónlistarkonuna Gaelynn Lea til landsins, en hún notar hjólastól og hefur sökum líkamsbyggingar sinn- Færa hátíðina nær fólkinu  Það virðist hafa heppnast vel að breyta Listahátíð í Reykjavík í tvíæring  Fjárhagslegar stoðir hátíðarinnar eru sterkari og ráðrúm gafst til að meta hvar hátíðin stendur og hvert hún á að stefna Morgunblaðið/Valli Þróun „Sumum hefur þótt hátíðin ekki vera lengur sú hátíð fólksins sem hún var, sem er að hluta til skiljanlegt þegar framboðið á listviðburðum og annarri afþreyingu er orðið svona mikið,“ segir Vigdís Jakobsdóttir. ar þurft að finna nýja leið til þess að leika á fiðlu. Hún notar hana eins og lítið selló og syngur sínar eigin tón- smíðar.“ Ekki er nóg með að hátíðin dreif- ist víðar um borgina heldur nær hún til allra landsmanna. „Við viljum auka aðgengi landsbyggðarinnar að viðburðinum og höfum m.a. gert það í gegnum árin með góðu samstarfi við RÚV sem hefur tekið upp við- burði á hátíðinni og sýnt í sjónvarpi eða flutt í útvarpi. Að þessu sinni, sem hluti af dagskrá Listahátíðar, verður m.a. líka hægt að heimsækja hirðingjatjöld í öllum landshlutum og hlusta þar á leikverk eftir Hörpu Arnardóttur,“ útskýrir Vigdís. „Vestur á Ísafirði efnum við síðan til tónleika Strokkvartettsins Sigga og Jóns Marínós Jónssonar fiðlusmiðs.“ Betra svigrúm til að skipuleggja og kynna Að vanda mun heldur ekki skorta stórviðburði á Listahátíð. Verður t.d. að nefna flutning verksins EDDU eftir Bandaríkjamanninn Robert Wilson. Sýningin er um- fangsmesta erlenda verkefni Lista- hátíðar að þessu sinni en verkið hlaut verðlaun í Noregi sem leik- húsviðburður ársins 2017. Ný ópera Daníels Bjarnasonar, Bræður, verð- ur sýnd í Eldborgarsal Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Upprisusinfóníu Mahlers undir stjórn Osmos Vänskäs. Ríkir líka mikil eftirvænting eftir tónleikum bandaríska stórleikarans Bills Murrays með sellóleikaranum Jan Vogler og félögum. „Við sjáum að erlendir ferðamenn eru greinilega að skipuleggja heim- sóknir sínar til Íslands í kringum viðburði eins og t.d. tónleika Bills Murrays og í kringum Listahátíð al- mennt,“ segir Vigdís og bendir á að einn kostur þess að láta tvö ár líða á milli hátíða sé að kynna megi dag- skrána með fyrirvara og þannig auð- velda erlendum gestum að skipu- leggja betur heimsókn sína til landsins. „Við tilkynntum nokkra 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 Nýlöguð humarsúpa Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja »Barnamenning- arhátíð í Reykjavík lauk í gær og var boðið upp á fjölda viðburða yfir helgina. Þeirra á meðal var sýning á brúðuleikritinu Pétur og úlfurinn á Brúðu- lofti Þjóðleikhússins en hún var hluti af Unga, sviðslistahátíð Assitej. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spennt Tryggvi Einarsson og Hulda Jóhannesdóttir í leikhúsinu. Brúðuleikhús meðal viðburða á Barnamenni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.