Morgunblaðið - 23.04.2018, Page 14

Morgunblaðið - 23.04.2018, Page 14
Ríkisstjórn Theresu May mun leggja frumvarp fyrir breska þingið í næsta mánuði sem skyldar fyr- irtæki þar í landi til að birta upp- lýsingar um hversu há laun forstjóra þeirra eru í hlutfalli við laun almennra starfsmanna. Á jafnframt að skikka fyrirtækin til að upplýsa hvaða áhrif þróun hlutabréfaverðs þeirra mun hafa á greiðslur til æðstu stjórnenda. Að sögn FT er frumvarpið hluti af umbótaáætlun ríkisstjórnar- innar sem kynnt var í ágúst síðast- liðnum. Verði frumvarpið að lögum mun það líka skylda stjórnir fyrirtækja til að sýna fram á að ákvarðana- taka þeirra taki mið af hags- munum starfsmanna, birgja og viðskiptavina, ekki aðeins af hags- munum hluthafa. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa bent á að fyrirmæli þess séu mjög flókin og bjóði upp á talna- kúnstir. Þeir segja líka að þær upplýsingar sem beðið er um geti gefið almenningi villandi mynd af launagreiðslum og t.d. látið fyr- irtæki eins og verslunarrisann Tesco, þar sem starfar mikill fjöldi fólks á tiltölulega lágum launum, líta mun verr út en banka þar sem færri starfa og hlutfallslega minna bil er á milli æðstu stjórnenda og almenns starfsfólks. ai@mbl.is Vilja birta hlutfallstöl- ur um laun forstjóra Theresa May 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum á laugardag að hann væri að íhuga heimsókn til Kína. Kvaðst hann vera „hóflega bjartsýnn“ um að þjóðirnar tvær gætu komist að samkomulagi um að binda enda á þær viðskiptadeilur sem blossað hafa upp á milli þeirra á þessu ári. Er talið sennilegt að Donald Trump vilji leggja tolla á allt að 150 milljarða dala virði af vörum sem Bandaríkjamenn flytja inn frá Kína og hafa kínversk stjórnvöld lofað að bregðast við með samsvar- andi tollum á bandaríska fram- leiðslu. Mnuchin gat ekki sagt hvenær hann hygðist ferðast til Kína né gat hann lofað að af heimsókninni yrði. Að sögn Bloomberg staðfesti við- skiptaráðuneyti Kína á sunnudag að stjórnvöld þar í landi vissu af mögulegri heimsókn fulltrúa Bandaríkjastjórnar til að ræða um efnahags- og viðskiptamál og að slíku framaki yrði vel tekið af ráða- mönnum í Peking. Mnuchin, sem ræddi við blaða- menn í lok ráðstefnu AGS í Wash- ington um helgina, þótti gefa í skyn að „samtal“ ætti sér stað á milli kínverskra og bandarískra stjórn- valda um að leysa úr viðskiptadeil- unum. Að sögn South China Morn- ing Post hafa stjórnvöld í Peking hins vegar neitað því staðfastlega að Kína og Bandaríkin eigi í samn- ingaviðræðum um tolla. ai@mbl.is AFP Von Mnuchin gat ekki tilgreint hvenær gæti orðið af ferðalagi hans til Kína. Í Peking var hugmyndinni vel tekið. Möguleg þíða í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína  Kínverskir ráðamenn fagna hugsanlegri heimsókn Mnuchins BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar hegðun íslenska hlutabréfa- markaðarins frá árinu 1993 til 2017 er skoðuð kemur í ljós mynstur sem bendir til hjarðhegðunar og mögu- legra veikleika í markaðinum. Stefán B. Gunnlaugsson, dósent við við- skiptadeild Há- skólans á Akur- eyri, hefur rann- sakað hlutabréfa- markaðinn ítar- lega. „Þróun mark- aðarins virðist vera þannig að með mjög einföld- um aðferðum er hægt að ná miklu betri ávöxtun,“ segir hann. Í rannsókn sinni prófaði Stefán fjárfestingarmódel sem byggist á að bera stöðu markaðarins um hver mánaðamót saman við fljótandi með- altalsverð hlutabréfa 70 daga þar á undan. Útfærði hann módelið á fjóra vegu, þar sem ýmist var fjárfest í markaðinum, tekin skortstaða með eða án skuldsetningar eða engin áhætta tekin – allt eftir því hvort markaðurinn um mánaðamót var fyr- ir ofan eða neðan 70 daga meðaltalið. „Kom í ljós að á íslenska hluta- bréfamarkaðinum virðist mega nota ávöxtun í fortíð til að segja fyrir um ávöxtun í framtíð, en þannig ætti skil- virkur hlutabréfamarkaður ekki að hegða sér,“ segir Stefán. „Ef mark- aðurinn hefur hækkað eru umtals- verðar líkur á þvi að hann haldi áfram að hækka og ef hann hefur lækkað eru verulegar líkur á áframhaldandi lækkun.“ Þessi hegðun markaðarins er svo regluleg að ef fjárfestir hefði fylgt árangursríkasta módeli Stefáns hefði hann uppskorið ævintýralega góða ávöxtun. „Ef fjárfest hefði verið í hlutabréfamarkaðinum fyrir 100 kr. árið 1993 þá væru þær orðnar að 168 kr. í júlí 2017. Ef aftur á móti hefði verið fjárfest í samræmi við þróunina fram að hverjum mánaðamótum og notuð skuldsett skortsala, þá væru þessar 100 kr. orðnar að 219.000 kr.“ Sennilegasta skýringin á þessari óvenjulegu hegðun markaðarins er, að mati Stefáns, að þar eru kaupend- urnir fáir og virðast fylgja hegðun hver annars. „Þeir kaupa ef aðrir eru að kaupa og selja ef aðrir eru að selja,“ segir hann. Gæti lagast með erlendum fjárfestum Það mætti líta á svona fyrirsjáan- lega hegðun sem veikleikamerki, enda býður hún þeirri hættu heim að útsjónarsamir aðilar gangi á lagið og nýti sér hjarðhegðun fjárfesta sjálf- um sér til góðs, en mögulega mark- aðinum sjálfum til tjóns. „Ein leið til að laga hlutabréfamarkaðinn væri að fá fleiri aðila að borðinu og þá einkum erlenda fjárfesta. En það er samt allt- af hætta á að þeir taki líka þátt í hjarðhegðuninni og hverfi á brott með sitt fjármagn þegar markaður- inn leitar niður á við.“ Stefán bendir jafnframt á að aukin þátttaka erlendra fjárfesta gæti líka haft þá jákvæðu aukaverkun að hækka verð í íslensku kauphöllinni. „Lífeyrissjóðirnir eru stærsti kaup- endahópurinn á hlutabréfamark- aðinum í dag en þeir hafa haldið að sér höndum undanfarið eitt og hálft ár til að viðhalda æskilegu hlutfalli innlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum. Á meðan hefur hlutabréfaverð nær staðið í stað, en myndi væntan- lega hækka ef erlendir fjárfestar gæfu íslenskum hlutabréfum meiri gaum. Mín skoðun er að það sé ólík- legt að íslensk hlutabréf hækki veru- lega þangað til erlendir aðilar koma í meira mæli inn á markaðinn.“ Kaupendur hlutabréfa fáir og hegða sér eins  Rannsókn hefur leitt í ljós að íslenskur hlutabréfamarkaður hreyfist undarlega Eltingaleikur » Hlutabréfamarkaðurinn hegðar sér ekki eins og skil- virkur markaður. » Hækkun eykur líkurnar á hækkun og lækkun líkurnar á lækkun. » Mjög einföld fjárfestingar- stefna hefði getað skilað rösk- lega 2.000% ávöxtun á 24 ára tímabili. Stefán B. Gunnlaugsson Klípa Með því að fjölga erlendum fjárfestum gæti hegðun hlutabréfamark- aðarins orðið eðlilegri. Erlent fjármagn gæti líka skilað hærra verði. 23. apríl 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.95 100.43 100.19 Sterlingspund 140.67 141.35 141.01 Kanadadalur 78.91 79.37 79.14 Dönsk króna 16.498 16.594 16.546 Norsk króna 12.792 12.868 12.83 Sænsk króna 11.844 11.914 11.879 Svissn. franki 102.58 103.16 102.87 Japanskt jen 0.9279 0.9333 0.9306 SDR 144.98 145.84 145.41 Evra 122.89 123.57 123.23 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.9742 Hrávöruverð Gull 1340.15 ($/únsa) Ál 2597.5 ($/tonn) LME Hráolía 73.94 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Viðskipti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.