Morgunblaðið - 23.04.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrir VOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
VIÐTAL
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Í dag er staðan orðin slæm. Svo
slæm að mér finnst ég ekki geta
sleppt því að senda út þetta bréf
þar sem ég kalla eftir hjálp.“
Á þessum orðum hefst opið bréf
Aldísar Steindórsdóttur, sem sent
var til u.þ.b. 120 viðtakenda, þar á
meðal allra þingmanna, ráðherra,
borgarstjóra Reykjavíkur og yfir-
manna velferðarmála í borginni. Í
bréfinu rekur Aldís aðstæður Stein-
dórs Einarssonar, geðfatlaðs föður
síns, sem hefur verið húsnæðislaus í
um tvö ár og þrátt fyrir að hann
hafi fengið þau svör í marga mán-
uði að hann sé ofarlega á biðlista
eftir félagslegu húsnæði hjá
Reykjavíkurborg miðar ekkert í úr-
lausn hans mála. Steindór hefur
núna aðsetur hjá foreldrum sínum í
íbúð þeirra sem er í fjölbýlishúsi
fyrir eldri borgara, en heldur að
mestu leyti til í bifreið sinni.
Steindór, sem er fimmtugur, er
75% öryrki. Hann hlaut varanlegan
framheilaskaða þegar hann varð
fyrir bíl 14 ára gamall. Hann fór í
sitt fyrsta geðrof um tvítugt og var
þá greindur með geðhvarfasýki.
Síðan þá hefur hann margoft verið
lagður inn á geðdeild, hann misnot-
aði áfengi og lyfseðilsskyld lyf um
hríð, nokkrum sinnum þurfti að
vista hann nauðugan á geðdeild og
grípa þurfti til þess örþrifaráðs að
svipta hann sjálfræði um tíma. Eft-
ir langa innlögn á Kleppsspítala
fyrir um tveimur árum hefur hann
aldrei verið í betra jafnvægi, að
sögn Aldísar sem segir að hann sé
hættur í neyslu og vilji koma reglu
á líf sitt. Til að það geti orðið að
veruleika þurfi hann að komast í
öruggt húsnæði.
Sömu stöðluðu svörin
„Ég hef ekki tölu á þeim fundum
og viðtölum sem ég hef farið í út af
húsnæðismálum pabba á þessum
tveimur árum,“ segir Aldís. „Ég
heyri yfirleitt sömu setningarnar,
sömu stöðluðu svörin, en enginn
býður upp á neinar lausnir.“
Hún segist hafa þurft að bíða
lengi eftir að fá viðtal við umboðs-
mann borgarbúa, hún hafði sam-
band í janúar og fékk boð um viðtal
í byrjun apríl. Þar bað hún hann að
hafa milligöngu um að hún fengi að
ræða við yfirmenn á velferðarsviði
borgarinnar. Því var hafnað, þar
sem umboðsmaðurinn átti að vera
milliliður á milli hennar og sviðsins.
„Ég er semsagt að tala við einn
embættismann sem síðan segir öðr-
um embættismanni allt það sem ég
segi. Eru þetta góð vinnubrögð?“
spyr Aldís.
Um miðjan febrúar síðastliðinn
óskaði hún eftir að fá að hitta Dag
B. Eggertsson borgarstjóra til að
ræða málefni föður síns, ekki var
orðið við þeirri beiðni en henni boð-
ið í staðinn að ræða við fram-
kvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar
Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða
sem fer með málefni Steindórs. Við
tók nokkurra vikna bið eftir því
samtali. „Því miður var ekki mikið
annað rætt þar en að svona væri
staðan bara, því miður.“
Efstur á lista í marga mánuði
Aldís segir að undanfarin tvö ár
hafi Steindór ítrekað fengið þau
svör frá þjónustumiðstöðinni að
hann sé efstur á biðlista eftir fé-
lagslegri íbúð hjá miðstöðinni. Á
þeim tíma hefur hann verið til-
nefndur í fjölda íbúða, en ekki feng-
ið úthlutun. „Við getum ekki áfrýj-
að úrskurðinum, þar sem þeir
hljóða alltaf upp á synjun en ekki
neitun,“ segir Aldís. „Við höfum
heyrt um úrræði, eins og t.d. Víði-
nes, fyrir heimilislaust fólk, og ég
lagði til að hann færi þangað en
fékk engin viðbrögð.“
Lítið hefur verið um svör við
áðurnefndu bréfi, sem Aldís sendi
m.a. til þingmanna og ráðherra.
„Örfáir hafa svarað mér, flest svör-
in hafa verið að bréfið hafi verið
móttekið og annað ekki. Einn þing-
maður svaraði og sagðist vona að
allt færi vel, annar sagði að þetta
væri virkilega slæm staða. Eins og
það þurfi að segja mér það. Ég var
ekki að biðja um staðfestingu á því
sem ég veit, ég var að leita lausna
fyrir pabba minn.“
Hefur slæm áhrif á heilsuna
Að sögn Aldísar gera heimilis-
aðstæður Steindórs það að verkum
að hann hefur ekki getað nýtt sér
nein af þeim virkniúrræðum sem
geðfötluðu fólki standa til boða í
Reykjavík. „Hann er í eftirfylgni á
vegum geðdeildar Landspítalans,
en á meðan hann er í bílnum nánast
allan daginn er hvorki rútína né
festa í lífi hans og þess vegna nýt-
ast úrræðin honum ekki. Ég er
virkilega hrædd um hvaða áhrif
þetta hefur á heilsufar hans.“
Aldís segir að Steindór treysti
sér ekki til að sjá um eigin mál eða
ræða við embættismenn. „Ég finn
til með öllum þeim sem eru í sömu
sporum og pabbi og eru ekki með
neinn stuðning eða neinn til að tala
fyrir sig. Ég hef verið talsmaður
pabba, mætt fyrir hans hönd á
fundi og gætt hagsmuna hans und-
anfarin ár. Foreldrar hans gerðu
það í 30 ár á undan, en þau eru orð-
in öldruð og ráða ekki við það leng-
ur. Samskipti okkar pabba snúast
núna um biðlista og umsóknir, alls
konar pappíra og að skrifa undir
umboð. Þetta er ekki lengur eins og
samskipti föður og dóttur og þetta
er ekki hlutverk sem ég ætti að
þurfa að vera í. Með því að senda
bréfið vonaðist ég til þess að ein-
hver tæki að sér að taka við
ábyrgðinni,“ segir Aldís.
Bréfið var síðasta úrræðið
Fáir aðrir möguleikar en félags-
leg íbúð standa Steindóri til boða,
en hann sótti einnig nýverið um
húsnæði á vegum Brynju, sem er
hússjóður Öryrkjabandalagsins.
Biðin þar er um þrjú ár. Aldís seg-
ist varla geta hugsað þá hugsun til
enda fái faðir hennar ekki fljótlega
úrlausn sinna mála.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
Aldís segir sögu föður síns í fjöl-
miðlum. „En þetta er líklega í síð-
asta skiptið sem ég geri það,“ segir
hún. „Mér finnst ekki þægilegt að
segja opinberlega frá aðstæðum
föður míns, sem er veikur maður
sem hefur átt erfitt líf og á sér fáa
málsvara. En ég hef reynt, án
árangurs, allt sem mér dettur í
hug, til að ná til þeirra sem hafa
um þessi mál að segja. Núna er ég
búin að tæma verkfærakassann. Að
senda bréfið var síðasta úrræðið.“
Búin að tæma verkfærakassann
Steindór faðir Aldísar er geðfatlaður og hefur verið húsnæðislaus í tvö ár Hann heldur að mestu
leyti til í bíl sínum Í opnu bréfi biðlar hún til þingmanna og yfirmanna velferðarmála um aðstoð
Ljósmynd/Valgerður Björnsdóttir
Aldís Steindórsdóttir „Mér finnst ekki þægilegt að segja opinberlega frá aðstæðum föður míns, sem er veikur maður sem hefur átt erfitt líf og á sér fáa
málsvara,“ segir hún. „Ég hef reynt, án árangurs, allt sem mér dettur í hug, til að ná til þeirra sem hafa um þessi mál að segja. Bréfið var síðasta úrræðið.“
Sigþrúður Erla Arnardóttir er fram-
kvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar
Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða,
sem fer með málefni Steindórs.
Hún segist ekki geta tjáð sig um
einstök mál skjólstæðinga mið-
stöðvarinnar en segir að úthlutun
félagslegs húsnæðis sé flókið mál
og margir þættir hafi áhrif á ferlið.
Fimm þjónustumiðstöðvar séu í
borginni, í hverri og einni þeirra sé
forgangslisti og þegar félagslegar
íbúðir á vegum borgarinnar losni
séu listarnir bornir saman. Oft ger-
ist, að sá sem er í forgangi hjá
einni miðstöð þurfi að bíða um
skeið, þar sem þeir sem séu í for-
gangi hjá öðrum miðstöðvum séu
taldir þurfa meira á húsnæðinu að
ingsíbúðum í félagslega kerfinu.
Þær séu fáar og margir sæki um
þær. Spurð um bið eftir félags-
legum íbúðum segir Sigþrúður að
hún sé mislöng eftir því hver eigi í
hlut og hver þörfin sé, en dæmi
séu um að fólk bíði eftir íbúð í
nokkur ár.
Biðlistinn lengist ár frá ári
Nú bíða 965 manns eftir félagslegu
húsnæði í Reykjavík, samkvæmt
upplýsingum frá velferðarsviði
borgarinnar.
Biðtími er mislangur, í fyrra var
meðalbið 38 mánuðir, rúm þrjú ár,
sem var tveimur mánuðum lengra
en árið á undan og níu mánuðum
lengri tími en árið 2014.
halda. Umsóknirnar fara inn í al-
menna úthlutun, sem er miðlæg
hjá velferðarsviði og þar er for-
gangsraðað í þágu þeirra sem eru í
mestri þörf.
Skortur á einstaklingsíbúðum
„Því miður er ekki nægilegur fjöldi
íbúða í boði og við myndum gjarn-
an vilja sjá fleiri íbúðir í úthlutun,“
segir Sigþrúður.
Er sá, sem er efstur á biðlista í
hverju hverfi, ekki með mestu þörf-
ina? „Já, það er rétt. En þeir sem
eru efstir á biðlista í öðrum hverf-
um geta verið metnir í enn meiri
þörf.“
Annar þáttur, sem hún segir að
hafi áhrif, er skortur á einstakl-
965 eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í
Reykjavík og meðalbiðtími er 38 mánuðir
„ÞVÍ MIÐUR ER EKKI NÆGILEGUR FJÖLDI ÍBÚÐA Í BOÐI“