Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar Kóreuríkjanna samþykktu á sögulegum fundi við landamæri þeirra í gær að stefna að samningi um varanlegan frið og kjarnorku- afvopnun á Kóreuskaga. Ekki kom þó fram hvaða skilyrði einræðisstjórn Norður-Kóreu setur fyrir kjarn- orkuafvopnun og mikil óvissa er því um hvort hún sé í raun tilbúin að eyða kjarnavopnum sínum eins og banda- rísk stjórnvöld hafa krafist fyrir væntanlegan fund leiðtoga einræðis- stjórnarinnar og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í maí eða júní. Trump fagnaði leiðtogafundi Kóreuríkjanna í tísti á Twitter í gær, sagði hann sögulegan. „Góðir hlutir eru að gerast, en aðeins tíminn leiðir í ljós!“ tísti hann. Forsetinn bætti skömmu seinna við öðru tísti: „KÓREUSTRÍÐINU AÐ LJÚKA! Bandaríkin og öll FRÁBÆRA bandaríska þjóðin, ættu að vera stolt af því sem er að gerast núna í Kóreu.“ Vinahót í stað vopnaskaks Tilhögun leiðtogafundar Kóreu- ríkjanna var mjög táknræn og hann hófst með því að leiðtogarnir tókust í hendur á markalínu á hlutlausa belt- inu við landamæri ríkjanna. Þeir leiddust síðan yfir markalínuna og gengu að Friðarhöllinni Suður- Kóreumegin á hlutlausa beltinu þar sem fundurinn fór fram. Kim Jong- un varð þar með fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að fara á suðurkór- eskt landsvæði frá því að Kóreustríð- inu lauk árið 1953. Leiðtogarnir föðmuðust, brostu breitt og lögðu sig fram við að sýna hvor öðrum vinahót. „Ég kom hingað með þá tilfinningu að við séum á byrj- unarlínu friðar, hagsældar og nýs tímaskeiðs í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu,“ sagði Kim Jong-un. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði að þeir Kim þyrftu að semja um „djarfar tilslakanir“ til að tryggja varanlegan frið og „færa þjóð okkar stóra gjöf“. Svo vinsamlegur leiðtogafundur þótti nær óhugsandi fyrir nokkrum mánuðum þegar Norður-Kóreumenn höfðu sprengt sjöttu kjarnorku- sprengjuna í tilraunaskyni og haldið áfram tilraunum með langdrægar eldflaugar sem talið er að gætu dreg- ið til Bandaríkjanna. Um tíma ótt- uðust margir að nýtt stríð kynni að blossa upp. Vilja afstýra nýju stríði Leiðtogarnir ræddu saman í alls átta og hálfa klukkustund í Friðar- höllinni í landamæraþorpinu Pan- munjom. Að viðræðunum loknum undirrituðu þeir svonefnda Panmun- jom-yfirlýsingu þar sem þeir lofuðu að stefna að samkomulagi fyrir lok ársins um að binda formlega enda á Kóreustríðið sem lauk fyrir 65 árum með vopnahléssamkomulagi en ekki friðarsamningi. Leiðtogarnir sögðu að Moon myndi fara í heimsókn til Norður-Kóreu í haust og þeir hefðu sammælst um „reglulega fundi og beinar viðræður í síma“. Þeir sam- þykktu að hefja viðræður við banda- rísk stjórnvöld og hugsanlega kín- versk. Kóreuríkin ætla að opna sam- eiginlega skrifstofu sem á að skipuleggja samvinnu þeirra og stefnt er að því að sameina fjöl- skyldur sem sundruðust í Kóreu- stríðinu. „Við ætlum að vinna saman að því að koma í veg fyrir annað hræðilegt stríð,“ sagði Kim eftir að hafa undirritað yfirlýsinguna. „Með eitt tungumál, eina menningu og eina sögu mun Norður- og Suður-Kórea sameinast sem ein þjóð.“ Ekki nýtt loforð Í yfirlýsingunni sögðust leiðtog- arnir stefna að því að „tryggja, með algerri kjarnorkuafvopnun, kjarna- vopnalausan Kóreuskaga“. Moon sagði að loforð Norður-Kóreu- stjórnar um að stöðva kjarnorku- og eldflaugatilraunirnar væri „mikil- vægt skref í átt að algerri kjarn- orkuafvopnun á Kóreuskaga“. Fundurinn í gær er þriðji leiðtoga- fundur landanna frá því að Kóreu- stríðinu lauk. Báðir fyrri fundirnir voru haldnir í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu, á valdatíma Kim Jong-il, föður núverandi leiðtoga Norður-Kóreu. Báðum lauk þeim með fögrum fyrirheitum, eins og nú, en svo fór að einræðisstjórnin í Norður-Kóreu stóð ekki við þau og hélt áfram smíði eldflauga og kjarna- vopna, m.a. með peningum sem land- ið hafði fengið í aðstoð vegna hungursneyðar. Sérfræðingar í málefnum Norður- Kóreu hafa bent á að einræðis- stjórnin hefur áður lýst því yfir að hún stefni að „algerri kjarnorku- afvopnun“ og „kjarnavopnalausum Kóreuskaga“. Norður-Kóreustjórn hefur alltaf haldið því fram að hún þurfi á kjarnavopnum að halda til að verjast hugsanlegri innrás Banda- ríkjanna. Þegar hún hefur talað um „kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga“ hefur hún alltaf krafist þess að Bandaríkin flytji alla hermenn sína frá Suður-Kóreu og lofi að nota ekki kjarnavopn til að verja landið. Banda- rísk stjórnvöld hafa aldrei léð máls á slíkum samningi og Trump gaf til kynna fyrr í vikunni að hann myndi ekki semja við Norður-Kóreustjórn um afnám refsiaðgerða nema hún féllist á að afsala sér kjarnavopnum. „Það myndi vera mjög auðvelt að gera einfaldan samning og lýsa yfir sigri,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Ég vil ekki gera það. Ég vil að þeir eyði kjarnavopnum sínum.“ Margir fréttaskýrendur eru mjög efins um að Norður-Kóreustjórn verði við þeirri kröfu án öryggis- trygginga sem bandarísk stjórnvöld hafa talið óaðgengileg. Þeir telja ekk- ert hafa komið fram sem bendi til þess að hún líti ekki lengur á kjarna- vopnin sem einu trygginguna fyrir því að Bandaríkin reyni ekki að steypa henni af stóli. Án kjarnavopna væri einræðisstjórnin máttlaus og áhrifalítil á alþjóðavettvangi. Fögur fyrirheit en óvissa um efndir  Leiðtogar Kóreuríkjanna lofuðu að stefna að kjarnavopnalausum Kóreuskaga á sögulegum fundi  Norður-Kóreustjórn hefur áður gefið slík loforð en sett skilyrði sem Bandaríkin hafa alltaf hafnað AFP Sögulegur fundur Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu (t.v.) og Moon Jae-in, forseti S-Kóreu, við móttökuathöfn. Hönd í hönd Þeir héldust í hendur þegar þeir gengu yf- ir markalínuna á hlutlausu belti við landamærin. Heilsast Kim Jong-un og Moon Jae-in tókust í hendur við landamærin áður en leiðtogafundurinn hófst. Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Katrín, hafa gef- ið nýfæddum syni sínum nafn- ið Louis (Loðvík) Arthur Charles. Skýrt var frá þessu í gær í til- kynningu frá Kensington-höll, aðsetri hjónanna. Pilturinn fær tit- ilinn „hans konunglega hátign, Loðvík, prins af Cambridge“. Loðvík er þriðja barn Vilhjálms og Katrínar. Hann er sá ellefti sem ber núna titilinn prins í Bretlandi. Sjö prinsanna eru afkomendur Elísabetar II. Bretadrottningar og þrír eru frændur hennar. Eigin- maður hennar, Filippus, er einnig prins. BRETLAND Ellefti prinsinn fær nafnið Loðvík Katrín með nýja prinsinn. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.