Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Á Hornafirði er fyrirhugað að safna
matarolíu sem til fellur á heimilum og
koma til endurvinnslu. Bæjarráð
sveitarfélagsins hefur samþykkt kaup
á 360 trektum sem hægt er að skrúfa
ofan á gosílát.
Bryndís Bjarnarson, upplýsinga-og
umhverfisfulltrúi, segir hugmyndina
sótta til Akureyrar, en nú þegar sé
tekið á móti olíu frá fyrirtækjum á
Höfn. Með þessu minnki álag á frá-
veitukerfið, en olía setjist innan á
lagnir. Olían verði endurunnin og í
raun sé um þarft umhverfisverkefni
að ræða.
Fram kemur í fundargerð bæjar-
ráðs Hornafjarðar að leitað var til fyr-
irtækisins EcoFunnel í Svíþjóð eftir
tilboði í trektirnar. Kostnaður við
kaup á 360 trektum er 91.735. krónur
og verður trektunum úthlutað frítt til
þeirra sem óska að taka þátt í söfnun
á matarolíu. Einnig hefur verið rætt
við Íslenska Gámafélagið sem hefur
samþykkt að taka við olíu frá íbúum á
flokkunarstöð sveitarfélagsins.
Þá kemur fram í fundargerðinni að
Umhverfissamtök Austur-Skafta-
fellssýslu hafa lýst áhuga á að koma
að innleiðingu á þessu verki.
aij@mbl.is
Safna og
endurvinna
matarolíu
Olíutrektir fyrir
heimili í Hornafirði
Fossavatnsgangan á Ísafirði fer
fram í dag, þar sem keppt verður í
þremur vegalengdum, 12,5 km, 25
km og 50 km. Fjöldi skíðamanna er
nú staddur í bænum, en eins og
kom fram í Morgunblaðinu nýverið
þá er Ísafjörður „löngu uppseldur“
þessa helgi.
Keppnin hófst sl. fimmtudag með
tveimur greinum, í blíðskaparveðri.
Úrslit í 25 km svonefndum skíða-
skautum urðu þau að Rússinn Ilia
Chernousov sigraði, Snorri Eyþór
Einarsson varð í öðru sæti og Alex-
ander Panzhinskiy frá Rússlandi
varð í þriðja sæti.
Í 5 km göngu í karlaflokki sigraði
Ástmar Helgi Kristinsson og Auður
Hrönn Freysdóttir sigraði í
kvennaflokki. Einnig fór fram
Fjölskyldufossavatnið sl. fimmtu-
dag þar sem genginn var 1 km. Þar
láta ungir gönguskíðamenn ljós sitt
skína.
Stóra gangan í dag
Fossavatnsgangan haldin á Ísafirði
Ljósmynd/Ásgeir Þrastarson
Skíðaganga Vel viðraði til skíðagöngu á Ísafirði sl. fimmtudag.
Það tísta fleiri en Trump. Kansl-arinn ungi, Sebastian Kurz,
sagði frá því í tísti sínu í gær að
austurrísk stjórnvöld hygðust á
næstunni fara í gegnum lagabálka
landsins og hreinsa til.
Kurz sagði að íAusturríki
væri of mikil skrif-
finnska og reglu-
verk. Hann sagði að
stjórn sín ætlaði að
bregðast við því og
að í fyrstu lotu yrðu
2.500 lög og reglu-
gerðir aflögð í þeim
tilgangi að skapa
meira rými fyrir al-
menning.
Hann útskýrðimálið þannig í tilkynningu að
stjórnvöld vildu vinna að umbótum,
þar með talið einföldun regluverks.
Kurz sagði: „Við búum við stöð-ugan vöxt skriffinnskunnar
og regluverksins. Með því minnkar
sífellt frelsi og ábyrgð einstakling-
anna.“ Hann bætti við að þetta ylli
fyrirtækjum líka vaxandi vanda.
Austurrísk stjórnvöld ætla aðvinna hratt að þessu verkefni,
sem varakanslarinn Heinz-
Christian Strache sagði „löngu
tímabæra hreinsun lagafrumskóg-
arins,“ sem mundi gera þjónustu
hins opinbera nútímalegri og auka
á réttaröryggi og skýrleika lag-
anna.
Það er án efa rétt hjá stjórnvöld-um í Vín að einföldun reglu-
verksins sé löngu tímabær.
En væri ekki tímabært að þaðheyrðist líka að minnsta kosti
örlítið tíst um slíka hreinsun hér á
landi?
Sebastian Kurz
Löngu tímabær
lagahreinsun
STAKSTEINAR
Heinz-Christian
Strache
Veður víða um heim 27.4., kl. 18.00
Reykjavík 6 skúrir
Bolungarvík 1 alskýjað
Akureyri 6 skýjað
Nuuk 4 skýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 8 skúrir
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Stokkhólmur 9 heiðskírt
Helsinki 8 skúrir
Lúxemborg 18 heiðskírt
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 9 skýjað
Glasgow 11 léttskýjað
London 10 skúrir
París 17 skýjað
Amsterdam 13 léttskýjað
Hamborg 14 heiðskírt
Berlín 16 heiðskírt
Vín 18 heiðskírt
Moskva 12 heiðskírt
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 22 léttskýjað
Barcelona 19 léttskýjað
Mallorca 20 heiðskírt
Róm 23 heiðskírt
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 4 alskýjað
Montreal 7 alskýjað
New York 11 rigning
Chicago 10 heiðskírt
Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:10 21:42
ÍSAFJÖRÐUR 5:00 22:01
SIGLUFJÖRÐUR 4:43 21:45
DJÚPIVOGUR 4:36 21:15
VATNASKEMMTIGARÐUR
Aqua Islandia and Eden garden
Um er að ræða Vatnaskemmti-
garð ásamt skráðri kennitölu
601113-0820. Áætluð staðsetning
er 7 km. frá Þorlákshöfn.
Teikningar gera ráð fyrir:
• Vatnaskemmtigarði
• Golfvelli
• Veitingastöðum
• 108 íbúðm
• 200 manna ráðstefnusal
• 1000 m undir gleri
TIL SÖLU
Nánari upplýsingar á:
micasa@simnet.is eða í síma 897 3608