Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 ICQC 2018-20 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 7. maí SÉRBLAÐ Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 11. maí Söngsveitin Fílharmónía heldur tónleika í Langholtskirkju ásamt sænska kórnum Cappella Snöstorp annað kvöld, sunnudag, kl. 20. „Á efnisskránni verða margs konar kórverk án undirleiks, gömul og ný, sem kórarnir syngja ýmist hvor í sínu lagi eða saman,“ segir í tilkynningu frá tónleikahaldara. „Sænski kórinn Cappella Snös- torp var stofnaður 2006 og hefur flutt ýmis stórvirki fyir blandaða kóra, bæði í heimabæ sínum, Halm- stad í Suður-Svíþjóð, og víða um Evrópu, svo sem Messias eftir Händel, Magnificat eftir Bach og Requiem eftir Mozart. Kórinn legg- ur land undir fót annað hvert ár og hefur til þessa heimsótt Írland, Þýskaland, Pólland, Litháen og Ítalíu, þar sem hann vann fyrstu verðlaun í kórakeppninni Riva del Garda 2012. Nú er röðin komin að Íslandi og hingað koma sænsku söngvararnir ásamt stjórnanda sín- um, Göran Persson. Söngsveitin Fílharmónía, undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, undirbýr sig um þessar mundir fyr- ir kórakeppni í Flórens í sumar og flytur hluta af keppnisdagskránni á tónleikunum.“ Þess má að lokum geta að að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Tveir kórar saman í Langholtskirkju Keppni Söngsveitin Fílharmónía ásamt Magnúsi Ragnarssyni stjórnanda. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Börkur Sigþórsson mun leikstýra þremur fyrstu þáttum nýrrar sex þátta sjónvarpsþáttaraðar breska ríkisútvarpsins, BBC, sem nefn- ist Babtiste. Þáttaröðin segir af rannsókn- arlögreglumann- inum Julian Baptiste sem var ein af aðal- persónum tveggja þátta- raða The Missing og leikinn af franska leikaranum Tchéky Karyo. Börkur heldur seinna í þessum mánuði til Englands til að undirbúa tökur þáttanna sem verða svo tekn- ir upp síðar í Hollandi og Belgíu. „Þetta er hálfgert „spin-off“ af The Missing, sem einhver kallaði „afleggjara“ sem mér finnst mjög góð þýðing,“ segir Börkur um þætt- ina. Þeir verði þó ólíkir The Miss- ing að uppbyggingu. „The Missing gerðust alltaf á nokkrum tímalínum og fjölluðu hver um sitt málið og fókusuðu á fjölskyldurnar í kring- um mannshvarf. En límið milli serí- anna var þessi lögreglumaður, Babtiste, og nú er fókusinn meira á honum,“ útskýrir Börkur. Verið sé að vinna með ákveðinn heim sem þegar hafi verið skapaður en þó á algjörlega nýjan hátt. „Þetta koll- varpar væntingum fólks, ég get sagt það,“ segir Börkur kíminn um hina væntanlegu þætti en hann má auðvitað ekki segja of mikið um söguþráðinn. Komst á radarinn með Ófærð –Hvernig kom það til að þú varst fenginn í þetta verkefni? „Þetta er búið að vera langt ferli. Ég er búinn að vera með umboðs- mann í Bretlandi í sjö ár og var bú- inn að vera á sveimi í kringum þessa senu þarna. Þegar Ófærð kom út vakti hún mikla lukku í Bretlandi og var meðframleidd af BBC þannig að ég komst á rad- arinn í gegnum hana og ég fór og gerði þátt í seríu sem heitir En- deavour í kjölfarið,“ segir Börkur en hann leikstýrði tveimur þáttum af Ófærð og leikstýrir fjórum í ann- arri syrpu þáttanna sem er nú í vinnslu. Þættirnir Endevour voru framleiddir af bresku sjónvarps- stöðinni ITV og segir Börkur að eitt leiði af öðru og að leikstjórar þurfi að sanna sig í bransanum til að fá bitastæð verkefni. Og Bab- tiste er sannarlega eitt slíkt, fram- leitt af sjónvarpsstöðinni BBC One og verða þættirnir sýndir á sunnu- dagskvöldum kl. 21, á besta tíma í sjónvarpi. Það er nóg að gera hjá Berki um þessar mundir, hann er að leikstýra fjórum þáttum af tíu í næstu syrpu Ófærðar og frumsýnir í næstu viku fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd og ber hún titilinn Vargur. Og svo er það Babtiste, tökur á þáttunum hefjast í júlí og segist Börkur halda að þættirnir verði frumsýndir fyrri hluta næsta árs. Rannsóknarlögreglumaður Tchéky Karyo í hlutverki Julian Babtiste í annarri þáttaröð The Missing. Kollvarpar væntingum  Börkur Sigþórsson leikstýrir fyrstu þremur þáttum nýrr- ar þáttaraðar BBC, Babtiste  Afleggjari af The Missing Börkur Sigþórsson Tónlistardeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir tónleikum í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju í dag, laugardag, kl. 14, til að heiðra fjögur íslensk tónskáld, sem fagna eða hefðu fagnað stórafmæli á árinu. Tónskáldin eru Jórunn Viðar (1918-2017), Jón Ásgeirsson (1928), Atli Heimir Sveinsson (1938) og Þorkell Sigurbjörnsson (1938- 2013). Yfirskrift tónleikanna er Séð frá tungli /tónlistarmenn framtíð- arinnar. Flytjendur eru Matthías Harð- arsson píanó og orgel, Erla Rut Káradóttir orgel, Sandra Lind Þor- steinsdóttir sópran, Snæfríður Björnsdóttir sópran, Guðný Char- lotta Harðardóttir píanó, María Sól Ingólfsdóttir sópran, Ásthildur Ákadóttir píanó, Solveig Ósk- arsdóttir sópran, Anela Bakraqi pí- anó, Una María Bergmann mezzó- sópran, Vera Hjördís Matsdóttir sópran, Peter Máté píanó, Hjalti Þór Davíðsson píanó, Vilborg Hlöð- versdóttir þverflauta, Kristján Karl Bragason píanó, Bergþóra Linda Ægisdóttir mezzósópran, Svanur Vilbergsson gítar, Guðný Ósk Karlsdóttir sópran, Anna Þórhildur Gunnarsdóttir píanó, Eliška Helik- arová sópran, Íris Björk Gunn- arsdóttir sópran, Aldís Bergsveins- dóttir fiðla, Agnes Eyja Gunnarsdóttir fiðla, Sigrún Mary McCormick víóla, Unnur Jóns- dóttir, selló, Íris Andrésdóttir þver- flauta og Kristín Þóra Pétursdóttir klarínetta. Einnig syngur Kór Tónlistardeildar Listháskóla Ís- lands undir stjórn Sigurðar Hall- dórssonar. Aðgangur er ókeypis. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunum listvinafelag.is og lhi.is. Heiðra fjögur íslensk tónskáld Morgunblaðið/Golli Skapandi Tónskáldið Jórunn Viðar er ein þeirra sem heiðruð verða í Hallgrímskirkju. Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist við Listahá- skóla Íslands verður opnuð í Gerð- arsafni í dag, laugardag, kl. 14. Útskriftarnemendur í myndlist eru Andreas Brunner, Arnar Óm- arsson, Clara Bro Uerkvitz, Einar Örn Benediktsson, Juliane For- onda, Juliette Francine Frenay og Maria-Magdalena Ianchis. Útskrift- arnemendur í hönnun eru Andrés Julián León, Arjun Singh, Árdís Sigmundsdóttir, Guðrún Margrét Ansnes Jóhannsdóttir og Michelle T. Site. Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir Útskriftarsýning meistaranema Gerðarsafn Meistaranemar í hönnun og myndlist sýna í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.