Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 ICQC 2018-20 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 7. maí SÉRBLAÐ Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 11. maí Söngsveitin Fílharmónía heldur tónleika í Langholtskirkju ásamt sænska kórnum Cappella Snöstorp annað kvöld, sunnudag, kl. 20. „Á efnisskránni verða margs konar kórverk án undirleiks, gömul og ný, sem kórarnir syngja ýmist hvor í sínu lagi eða saman,“ segir í tilkynningu frá tónleikahaldara. „Sænski kórinn Cappella Snös- torp var stofnaður 2006 og hefur flutt ýmis stórvirki fyir blandaða kóra, bæði í heimabæ sínum, Halm- stad í Suður-Svíþjóð, og víða um Evrópu, svo sem Messias eftir Händel, Magnificat eftir Bach og Requiem eftir Mozart. Kórinn legg- ur land undir fót annað hvert ár og hefur til þessa heimsótt Írland, Þýskaland, Pólland, Litháen og Ítalíu, þar sem hann vann fyrstu verðlaun í kórakeppninni Riva del Garda 2012. Nú er röðin komin að Íslandi og hingað koma sænsku söngvararnir ásamt stjórnanda sín- um, Göran Persson. Söngsveitin Fílharmónía, undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, undirbýr sig um þessar mundir fyr- ir kórakeppni í Flórens í sumar og flytur hluta af keppnisdagskránni á tónleikunum.“ Þess má að lokum geta að að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Tveir kórar saman í Langholtskirkju Keppni Söngsveitin Fílharmónía ásamt Magnúsi Ragnarssyni stjórnanda. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Börkur Sigþórsson mun leikstýra þremur fyrstu þáttum nýrrar sex þátta sjónvarpsþáttaraðar breska ríkisútvarpsins, BBC, sem nefn- ist Babtiste. Þáttaröðin segir af rannsókn- arlögreglumann- inum Julian Baptiste sem var ein af aðal- persónum tveggja þátta- raða The Missing og leikinn af franska leikaranum Tchéky Karyo. Börkur heldur seinna í þessum mánuði til Englands til að undirbúa tökur þáttanna sem verða svo tekn- ir upp síðar í Hollandi og Belgíu. „Þetta er hálfgert „spin-off“ af The Missing, sem einhver kallaði „afleggjara“ sem mér finnst mjög góð þýðing,“ segir Börkur um þætt- ina. Þeir verði þó ólíkir The Miss- ing að uppbyggingu. „The Missing gerðust alltaf á nokkrum tímalínum og fjölluðu hver um sitt málið og fókusuðu á fjölskyldurnar í kring- um mannshvarf. En límið milli serí- anna var þessi lögreglumaður, Babtiste, og nú er fókusinn meira á honum,“ útskýrir Börkur. Verið sé að vinna með ákveðinn heim sem þegar hafi verið skapaður en þó á algjörlega nýjan hátt. „Þetta koll- varpar væntingum fólks, ég get sagt það,“ segir Börkur kíminn um hina væntanlegu þætti en hann má auðvitað ekki segja of mikið um söguþráðinn. Komst á radarinn með Ófærð –Hvernig kom það til að þú varst fenginn í þetta verkefni? „Þetta er búið að vera langt ferli. Ég er búinn að vera með umboðs- mann í Bretlandi í sjö ár og var bú- inn að vera á sveimi í kringum þessa senu þarna. Þegar Ófærð kom út vakti hún mikla lukku í Bretlandi og var meðframleidd af BBC þannig að ég komst á rad- arinn í gegnum hana og ég fór og gerði þátt í seríu sem heitir En- deavour í kjölfarið,“ segir Börkur en hann leikstýrði tveimur þáttum af Ófærð og leikstýrir fjórum í ann- arri syrpu þáttanna sem er nú í vinnslu. Þættirnir Endevour voru framleiddir af bresku sjónvarps- stöðinni ITV og segir Börkur að eitt leiði af öðru og að leikstjórar þurfi að sanna sig í bransanum til að fá bitastæð verkefni. Og Bab- tiste er sannarlega eitt slíkt, fram- leitt af sjónvarpsstöðinni BBC One og verða þættirnir sýndir á sunnu- dagskvöldum kl. 21, á besta tíma í sjónvarpi. Það er nóg að gera hjá Berki um þessar mundir, hann er að leikstýra fjórum þáttum af tíu í næstu syrpu Ófærðar og frumsýnir í næstu viku fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd og ber hún titilinn Vargur. Og svo er það Babtiste, tökur á þáttunum hefjast í júlí og segist Börkur halda að þættirnir verði frumsýndir fyrri hluta næsta árs. Rannsóknarlögreglumaður Tchéky Karyo í hlutverki Julian Babtiste í annarri þáttaröð The Missing. Kollvarpar væntingum  Börkur Sigþórsson leikstýrir fyrstu þremur þáttum nýrr- ar þáttaraðar BBC, Babtiste  Afleggjari af The Missing Börkur Sigþórsson Tónlistardeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir tónleikum í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju í dag, laugardag, kl. 14, til að heiðra fjögur íslensk tónskáld, sem fagna eða hefðu fagnað stórafmæli á árinu. Tónskáldin eru Jórunn Viðar (1918-2017), Jón Ásgeirsson (1928), Atli Heimir Sveinsson (1938) og Þorkell Sigurbjörnsson (1938- 2013). Yfirskrift tónleikanna er Séð frá tungli /tónlistarmenn framtíð- arinnar. Flytjendur eru Matthías Harð- arsson píanó og orgel, Erla Rut Káradóttir orgel, Sandra Lind Þor- steinsdóttir sópran, Snæfríður Björnsdóttir sópran, Guðný Char- lotta Harðardóttir píanó, María Sól Ingólfsdóttir sópran, Ásthildur Ákadóttir píanó, Solveig Ósk- arsdóttir sópran, Anela Bakraqi pí- anó, Una María Bergmann mezzó- sópran, Vera Hjördís Matsdóttir sópran, Peter Máté píanó, Hjalti Þór Davíðsson píanó, Vilborg Hlöð- versdóttir þverflauta, Kristján Karl Bragason píanó, Bergþóra Linda Ægisdóttir mezzósópran, Svanur Vilbergsson gítar, Guðný Ósk Karlsdóttir sópran, Anna Þórhildur Gunnarsdóttir píanó, Eliška Helik- arová sópran, Íris Björk Gunn- arsdóttir sópran, Aldís Bergsveins- dóttir fiðla, Agnes Eyja Gunnarsdóttir fiðla, Sigrún Mary McCormick víóla, Unnur Jóns- dóttir, selló, Íris Andrésdóttir þver- flauta og Kristín Þóra Pétursdóttir klarínetta. Einnig syngur Kór Tónlistardeildar Listháskóla Ís- lands undir stjórn Sigurðar Hall- dórssonar. Aðgangur er ókeypis. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunum listvinafelag.is og lhi.is. Heiðra fjögur íslensk tónskáld Morgunblaðið/Golli Skapandi Tónskáldið Jórunn Viðar er ein þeirra sem heiðruð verða í Hallgrímskirkju. Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist við Listahá- skóla Íslands verður opnuð í Gerð- arsafni í dag, laugardag, kl. 14. Útskriftarnemendur í myndlist eru Andreas Brunner, Arnar Óm- arsson, Clara Bro Uerkvitz, Einar Örn Benediktsson, Juliane For- onda, Juliette Francine Frenay og Maria-Magdalena Ianchis. Útskrift- arnemendur í hönnun eru Andrés Julián León, Arjun Singh, Árdís Sigmundsdóttir, Guðrún Margrét Ansnes Jóhannsdóttir og Michelle T. Site. Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir Útskriftarsýning meistaranema Gerðarsafn Meistaranemar í hönnun og myndlist sýna í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.