Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 22
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Íbúar á Norðurlandi vestra sem blaða-
maður ræddi við á ferðalagi um svæðið
höfðu almennt ekki orðið varir við
mikla umræðu í sínum nærsam-
félögum um helstu málin fyrir kosn-
ingarnar og sögðu nokkra ró yfir sveit-
arstjórnarmálunum.
Húsnæðismál komu þó upp í
Húnaþingi vestra, þar sem skortur
hefur verið á húsnæði á Hvammstanga
fyrir íbúa sem vilja setjast þar að og
einnig þá sem vilja koma og vinna á
svæðinu í skemmri tíma. Einnig
ræddu Skagfirðingar um að húsnæði
vantaði á Sauðárkróki og þá helst
leiguhúsnæði fyrir almenning.
Rætt hefur verið um sameiningar
sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Í
fyrra lýstu Skagfirðingar yfir vilja til
þess fara í viðræður um að sameina
landshlutann allan í eitt stórt sveitarfé-
lag en ekkert varð úr viðræðunum. Á
svæðinu eru sjö sveitarfélög, en það
gæti breyst á næstu árum.
Sex íbúafundir hafa verið haldnir
á miðju svæðinu um möguleikann á
sameiningu fjögurra sveitarfélaga,
Skagabyggðar, Skagastrandar,
Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
Að sögn viðmælenda í Austur-
Húnavatnssýslu hafa komið fram
skiptar skoðanir á þessum fundum.
Austursýslan ljósárum á eftir
„Ég held að sameiningarmálin
séu númer eitt, tvö og þrjú. Við stönd-
um svolítið og föllum með þessari sam-
einingu, sveitarfélögin í Austur-
Húnavatnssýslu í heild sinni,“ segir
Lee Ann Maginnis, lögfræðingur á
Blönduósi.
„Það hefur reyndar fjölgað í
Blönduósbæ samkvæmt síðustu tölum,
en við erum að verða ógeðslega fá. At-
vinnulífið er að verða einhæft og ég
held að ef við horfum á sveitarfélögin í
kringum okkur, bæði Húnaþing vestra
og Skagafjörð sem sameinuðust fyrir
nokkrum árum, þá séum við ljósárum
á eftir,“ segir Lee Ann.
Hún vill meina að þessi fjögur
sveitarfélög verði sterkari saman, en
nú þegar sé unnið í sameiningu að nán-
ast öllum málum auk þess sem íbúar á
svæðinu sæki vinnu yfir í hin sveit-
arfélögin.„Ég veit ekki hvað það keyra
margir bílar hérna í gegn á hverju ári
og það stoppar enginn hér. Við erum
öll sveitarfélögin að reyna að gera eitt-
hvað fyrir okkur, en það gerist ekki
neitt þegar þú þarft að tala við fjóra
sveitarstjóra.“
Ekki eru allir jafn hrifnir af sam-
einingu og Lee Ann segir að núna fyrir
kosningar séu að koma fram listar sem
vilji berjast gegn sameiningu sveitar-
félaganna. Andstaðan tengist að sögn
Lee Ann oft skólamálum – hræðslu um
að minni skólar, eins og á Skagaströnd
og á Húnavöllum verði lagðir niður á
endanum. Einnig snúist þetta um pen-
inga, en Blönduósbær sé töluvert
skuldugari en hin sveitarfélögin, vegna
þess að þar var byggð vegleg sund-
laug.
„Sameining snýst ekki um að loka
eða leggja niður, sameining snýst um
það að við verðum sterkari út á við og
Morgunblaðið/Eggert
Listaverk Risavaxin andlitsmynd prýðir húsvegg gegnt Fiskmarkaðnum við höfnina á Skagaströnd.
Húsnæðis-, atvinnu-
og sameiningarmál
Fundað um hvort fjögur sveitarfélög verði að einu
Reimar Marteinsson, kaupfélags-
stjóri á Hvammstanga, segist varla
vita hver stærstu kosningamálin í
Húnaþingi vestra verði í ár. „Það er
einhvernveginn svo lítið í gangi, rólegt
yfir í þessu. Það er verið að byggja við
íþróttahúsið og það verður vænt-
anlega klárað á þessu kjörtímabili. En
skólamál kannski, það er vitað að það
þarf að byggja við skólann, hann er of
lítill. Ég veit að það er farin af stað ein-
hver hugmyndavinna í kringum það,
þannig að útfærsla á því og annað
verður örugglega stærsta „issjúið“ í
kosningum núna.“
Húsnæði hefur vantað á Hvamms-
tanga um nokkurt skeið, en sveitarfé-
lagið hefur úthlutað mörgum lóðum til
íbúa undanfarið. „Ég held að það komi
til með að leysast bara af sjálfu sér.
Fasteignaverð er búið að hækka, eig-
inlega tvöfaldast frá því sem var fyrir
2-3 árum, sem gerir það miklu fýsi-
legra að byggja heldur en það var.“
Morgunblaðið/Eggert
KVH Reimar er kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga.
Líklegt að húsnæðisvandi á
Hvammstanga leysist sjálfkrafa
„Fólk er ekkert sátt með allt, en
það er margt sem er gott og annað
sem mætti vera betra,“ segir Þórunn
Eyjólfsdóttir, íþróttakennari og sauð-
fjárbóndi í Skagafirði, sem býr í dreif-
býli í Lýtingsstaðahreppi.
Þórunn segir hinar dreifðu byggðir
kannski aðeins gleymast innan Sveit-
arfélagsins Skagafjarðar, en það sé
ef til vill óhjákvæmilegt.
„Þetta snýst oft um þessa staði
sem eru stærstir. Það fer mesta fjár-
magnið í allt sem er að gerast á
Króknum, það er alltaf þannig og við
vitum það alveg. En það er erfitt fyrir
okkur að gera eitthvað í því líka, við
erum færri og höfum lítið að segja á
móti,“ segir Þórunn.
Hún segir að bæði húsnæði og leik-
skólapláss skorti á Sauðárkróki og
telur líklegt að þau mál verði til um-
ræðu í aðdraganda kosninga.
Morgunblaðið/Eggert
Skagafjörður Þórunn Eyjólfsdóttir, kennir sund á Hofsósi.
Dreifbýlið gleymist aðeins
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Þau Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir,
Egill Már Vignisson, Kristín Lind
Sigmundsdóttir og Gísli Ragn-
arsson voru búin að koma sér
makindalega fyrir á skrifstofu
nemendafélagsins í Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra á Sauð-
árkróki er blaðamann Morg-
unblaðsins bar að garði. Þau eru
öll að fara að kjósa í sveitarstjórn-
arkosningum í fyrsta skipti og
höfðu misjafnar skoðanir á því
hvaða mál væru mikilvægust fyrir
ungt fólk.
„Aðgangur að störfum þegar
við erum komin úr menntuninni,“
segir Gísli, sem er frá Blönduósi.
„Það er eitthvað sem vantar ótrú-
lega mikið hérna,“ bætir hann við.
Á Hvammstanga er skortur á
húsnæði, segir Nína Guðbjörg, sem
er uppalin þar. „Það vantar hús-
næði til að unga fólkið geti komið
til baka og verið áfram heima á
Hvammstanga til að bæta staðinn.“
Atvinna, húsnæði og
aðgengi að menntun
Nemendur í FNV ræða stóru málin
Morgunblaðið/Eggert
FNV Nína Guðbjörg, Kristín Lind, Egill Már og Gísli stunda nám í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.