Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Einstakur möguleiki á að fá einkafund með talsmanni EBK, Anders Ingemann Jensen, um
uppsetningu á EBK sumarhúsum á Íslandi. Á fundinum verður farið yfi r byggingarferlið, kost-
naðaráætlanir og allt það sem viðkemur því, að fá nýtt EBK sumarhús byggt á íslandi.
Föstudaginn 4. maí og laugardaginn 5. maí 2018 – Báða dagana frá kl. 10-17
Fundarstaður og stund: Stepp ehf., Ármúla 32, 108 Reykjavík
Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða
á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku.
Komið og upplifi ð hið stórkostlega HIRSEHOLM 111 Hús
Hagavík/Tjarnarvík við Þingvallavatn
Frekari upplýsingar um staðsetningu er hægt af nálgast í síma 696 9899
Bókið fund með EBK í Reykjavík, sérsniðin að ykkar óskum
OPIÐ HÚS Sunnudaginn 6. maí kl. 13-16
EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse
Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk
18
18
2
Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús?
WWW.EBK-HUS.IS
DÖNSK HÖNNUN
OG ARKITEKTÚR
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það segir sitthvað um þig að fólk tek-
ur mark á skoðunum þínum. Samt er grun-
samlegt ef einhver er sammála öllu sem þú
segir.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt auðvelt með að laða fram það
besta í öðrum sem og að miðla málum þegar
menn eru ekki á eitt sáttir. Einhverjar breyt-
ingar standa fyrir dyrum hjá þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Því miður er ekki nóg að gera
skyldu sína til að öðlast ást og aðdáun ann-
arra. Eitthvað er að brjótast um í þér og
nauðsynlegt að þú fáir málin á hreint sem
fyrst.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samstarf þitt við aðra byggist á því
að þú getir breytt til. Sýndu hugrekki og
vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sér-
stakur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Samræður við aðra eru kraftmiklar,
hressilegar og heillandi í dag. Komdu fram
við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við
þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að hrista af þér ýmsar venjur
sem falla ekki að því lífi sem þig langar til
þess að lifa. Vertu þolinmóður því allt gengur
upp um síðir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þegar margir möguleikar eru fyrir hendi
er valið þeim mun erfiðara. Reyndu að minna
þig á að það finna allir til minnimátt-
arkenndar svona af og til.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er ástæðulaust að láta
draum sinn halda fyrir sér vöku. Ef þú upplifir
erfiðleika á hinu huglæga sviði, skaltu gera
eitthvað í því.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Horfurnar í fjármálum batna þeg-
ar þú leysir verkefni sem enginn annar getur.
Láttu úrtölur vinnufélaga þinna sem vind um
eyru þjóta.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert búinn að vera að glíma við
stórt verkefni í langan tíma og nú er bara að
leggja á það lokahönd. Gættu þess vel að
enginn misnoti velvild þína.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að sannfæra yfirmenn
þína um ágæti hugmynda þinna, áður en þú
getur þróað þær frekar. Nú færðu tækifæri til
þess að æfa þolinmæðina.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er svo auðvelt að fylgja straumn-
um en erfiðara að standa á sínu. Lífsspeki þín
getur lifað í sátt og samlyndi við annarra
speki.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Vegarspotta víst þann tel.
Veðrabálkur strangur er.
Hann er rák á hörpuskel.
Hluti bókar einn og sér.
Helgi R. Einarsson svarar:
Lausnin er í leyni
leita hennar reyni
upplýsinga afla
ætla’ að giska’ á kafla.
Helgi Seljan á þessa lausn:
Vegarkafla vondan finn,
veðrakaflann þoli um sinn.
Heillar kafli á hörpuskel,
hér ég bókarkaflann vel.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Vegarkafla víst hann tel.
Veðrakafli strangur er.
Hér er kafli á hörpuskel.
Hefur kafla bókarkver.
Þá er limra:
„Er vorið hreint gengið af göflum?
Á grundum allt þakið er sköflum“,
við Snjólf mælti Snær,
„það snjóaði í gær.
Hann er kaldur á köflum.“
Og síðan ný gáta eftir Guðmund:
Við Álftanes endur kvaka,
að eyrum berst mávahlátur,
sælt er um síðkvöld að vaka
og semja vísnagátur:
Fjarðaröldum flýtur á.
Færir graut að munni.
Kapphlaup vísast kalla má.
Kafli úr jarðsögunni.
Vísa úr Tímarímu eftir Jón Sig-
urðsson lögsagnara:
Margt er sér til gamans gert,
geði þungu að kasta,
það er ekki einskisvert
að eyða tíð án lasta.
Það er margt baslið. Björn Skúla-
son Eyjólfsstöðum orti:
Margt er stílað bóndans böl,
brestur fjalir mig í þil,
vantar ílát undir mjöl,
ekki eru dalir heldur til,
Og að síðustu eftir Guðmund á
Sandi:
Mörg hefur glúpnað meyjar lund
manns fyrir brúnaleiftri,
kær er vistin konumund
karlmannslófa greyptri.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hann er kaldur á köflum
Í klípu
„ÞÚ ÁTT BARA AÐ HORFA. ÞEIR VORU
EKKI AÐ BIÐJA UM RÁÐ FRÁ ÞÉR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ ERT BÚINN AÐ HRINGJA BJÖLLUNNI
TÍU SINNUM. VILTU SJÁ HVAÐ GERIST Í
ELLEFTA SINN?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að kyssast í
rigningunni.
„KÆRA SPYRJUM HUNDINN, HVAÐ
GET ÉG GERT TIL ÞESS AÐ DRAGA
ÚR ANDFÝLU HUNDSINS MÍNS?“
VOFF, VOFF, VOFF,
VOFF, VOFF, VOFF
KAUPTU
INNISKÓ MEÐ
MYNTUBRAGÐI
ÞÚ ERT VARÐMAÐUR Í
KVÖLD! ÞÚ MÁTT
ALLS EKKI
SOFNA! ENGAR
ÁHYGGJUR!
ÉG ER MEÐ NÓG AF KVÍÐA OG
ÁHYGGJUM!
ÞVÍ MIÐUR ER EKKERT
KAFFI TIL AÐ HALDA
ÞÉR VAKANDI!
Víkverja finnst alltaf leiðinlegtþegar fólk gefur sér ekki tíma
til að vanda sig að leggja í bíla-
stæði. Stundum eru bara ekki alltof
mörg stæði til staðar og þá tapast
eitt þegar illa er lagt eða viljandi
lagt í tvö stæði. Hann hefur tekið
eftir því að það er einkum tveimur
gerðum bíla lagt á þennan hátt;
annað hvort mjög litlum bílum eða
mjög stórum jeppum.
x x x
Það er algengara að það sé kvart-að undan jeppaeigendunum
enda er það kannski meira áber-
andi að sjá stóran bíl ná yfir tvö
stæði heldur en lítinn bíl sem skag-
ar inn í annað stæði en sitt eigið.
Ástæða jeppaeigandans er vænt-
anlega sú að hann vill vernda fína
bílinn sinn og hafa nægt pláss báð-
um megin en smábílaeigandinn
virðist ekki hugsa á þann hátt enda
nóg pláss fyrir lítinn bíl í venjulegu
stæði.
x x x
Smábílaeigandinn virðist hrein-lega ekki gæta að sér; honum
finnst stæðið svo svakalega stórt að
það geti ekki verið að honum mis-
heppnist að leggja í það. Víkverji
getur staðfest að það gerist samt
margoft. Hann hefur séð litla bíla
svo skakka í bílastæðum að þeir
eru nánast þversum.
x x x
Hvað um fólkið í meðalstóru bíl-unum? Er það svona varkárt?
Millistéttin sem borgar brúsann?
Meðaljóninn sem gerir aldrei neitt
af sér? Það er spurning.
x x x
Víkverji reynir alltaf að leggjavandlega í stæði, hann er bara
þannig. Bíll hans er reyndar frekar
fyrirferðarmikill svo hann vandar
valið á stæðum vel. Það er lítið mál
að leggja lengra frá þar sem stæði
eru fleiri ef þarf. Sumir virðist
frekar hringsóla lengi til að fá
stæði sem næst inngangi en ekki
Víkverji. Hann fær sér frekar auka
göngutúr heldur en svoleiðis vit-
leysu. Það er líka sannað að þessi
auka skref á dag geti bætt heils-
una. Það lengir því lífið að leggja
lengra í burtu. vikverji@mbl.is
Víkverji
Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá
mun allt þetta veitast yður að auki
(Matt: 6.33)