Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
5
9
1
8
RENAULT KANGOO
DÍSIL, 1,5 L, 90 HESTÖFL.
NÚ Í FYRSTA SINN SJÁLFSKIPTUR
Verð:2.379.000 kr. án vsk.
2.950.000 kr.m. vsk.
Eyðsla 4,3 l/100 km*
RENAULT KANGOO RAFBÍLL
NÝ STÆRRI RAFHLAÐA - 33 KWH
UPPGEFIN DRÆGNI 270 KM**
Verð:3.750.000 kr.
*M
ið
að
vi
ð
up
pg
ef
na
r
tö
lu
r
fra
m
le
ið
an
da
um
el
ds
ne
yt
is
no
tk
un
íb
lö
nd
uð
um
ak
st
ri
/
**
S
am
kv
æ
m
tu
pp
ge
fn
um
tö
lu
m
fra
m
le
ið
an
da
um
dr
æ
gn
iv
ið
be
st
u
m
ög
ul
eg
u
að
st
æ
ðu
r
(N
E
D
C
).
RENAULTKANGOO
TVÆRNÝJUNGAR
Renault atvinnubílar hafa slegið í gegn með hagstæðu verði og ríkulegum búnaði.
Nú bjóðum við tvær spennandi nýjungar á þessum vinsæla sendibíl.
Kangoo með dísilvél og sjálfskiptingu og Kangoo EVmeð stærri rafhlöðu.
www.renault.is
100% RAFMAGN
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nú í vikunni sendi Skálholtsútgáfan
frá sér bókina Í helgum steini sem
er safn prédikana sr. Karls Sig-
urbjörnssonar biskups. Þar er að
finna þær ræður sem hann flutti
eftir að hann lét af embætti biskups
sumarið 2012, en þá tók í raun við
nýr kafli á ferlinum. „Í árslok 2013
var ég beðinn að hlaupa í skarðið
sem prestur í Dómkirkjunni. Var ég
þar síðan viðloðandi með hléum allt
til síðastliðinna ársloka og prédik-
anirnar eru nánast allar fluttar þar.
Í Dómkirkjunni naut ég þess að
prédika á helgum og hátíðum, leiða
bænastundir, kyrrðardaga og ann-
ast námskeið. Þessi bók er molar af
þeim borðum,“ segir Karl.
Svalandi vatn af hörðum steini
Elsta prédikunin sem finna má í
bókinni er frá því í ágúst 2012 og
var flutt í Kópavogskirkju – og sú
nýjasta á sama stað, það er á gaml-
árskvöld í fyrra.
„Það voru góðir vinir og þakk-
látir áheyrendur sem lögðu hart að
mér að koma þessum prédikunum á
prent og lét ég undan þrábeiðni
þeirra. Skálholtsútgáfan tók að sér
útgáfuna og safnaði áskrifendum á
heillaóskaskrá. Undirtektirnar við
því eru mikill heiður og virðing sem
ég er djúpt snortinn af og þakka
hrærðu hjarta.“
Ræður og prédikanir Karls
Sigurbjörnssonar hafa gjarnan vak-
ið athygli, enda eru þær ofnar úr
mörgum þráðum. Boðskapurinn er
heldur aldrei nein markleysa,
fjallað er um málefni líðandi stund-
ar sem svo aftur kallast á við boð-
skap Biblíunnar. „Stundum hreyfa
ræðurnar og boðskapurinn við sam-
félaginu en stundum er þetta líkt og
talað sé við steininn. Ég þekki
hvort tveggja,“ segir Karl. „Prédik-
un er viðkvæmt og æði varnarlaust
fyrirbæri, eins og Jesús lýsir í
dæmisögunni um sáðmanninn, að
jafnvel smáfuglarnir geta étið orða-
kornin og komið í veg fyrir að boð-
unin beri árangur. En þetta er samt
mikilvægasta verkefni kirkjunnar,
að boða orðið um Jesú Krist og lífið
í hans nafni. Andi hans blæs þar
sem hann vill og vekur líf þar sem
honum þóknast, jafnvel gróður í
grjótinu og svalandi vatn af hörðum
steini.“
Bundið stund og stað
Bók sinni lýsir sr. Karl sem post-
illu, þar séu prédikanir yfir flesta
helgidaga ársins og fylgja upp-
röðun kirkjuársins. Inni á milli eru
ljóð, þýdd og frumsamin smáljóð og
myndir. „Pédikanirnar eru aldrei
skrifaðar með tilliti til útgáfu. Þær
eru bundnar stund og stað og þær
bera það með sér. Hér eru engin
bókmenntaverk. En bókin er fal-
legur gripur,“ segir sr. Karl.
Bókahönnuðurinn Halla Sólveig
Þorgeirsdóttir og Edda Möller,
framkvæmdastjóri Skálholtsútgáf-
unnar, lögðu metnað sinn í að allt
væri sem best úr garði gert. Smá-
myndir, tákn og skreyti með guð-
spjallstextunum eru að stofni til
teikningar sem Karl var með á
sálmablöðum Hallgrímskirkju á ár-
um sínum þar.
Í pílagrímsferð
„Síðan bættist við riss og dundur
til hugarhægðar við ræðugerð sem
ég lét fylgja hér með til gamans. Í
bókinni hefur líka verið safnað ljós-
myndum frá lífsgöngunni, fjöl-
skyldu og þjónustuferli,“ segir Karl
– sem greindist með krabbamein í
byrjun nóvember og hefur verið í
lyfjameðferð sem sér nú fyrir end-
ann á. Það sé lífsreynsla sem hann
deili með mörgum öðrum og sjálfur
líti hann á meðferðina sem píla-
grímsferð.
Smáfuglarnir geta étið orðakornin
Morgunblaðið/Hari
Höfundur Karl Sigurbjörnsson biskup með bók sína Í helgum steini þar sem
má finna prédikanir hans frá síðustu árum, starfstíma í Dómkirkjunni.
Prédikanir
Karls Sigurbjörns-
sonar í bók Undir fótum
grýttur, brattur, slóðinn,
slydduél,
vindur í fangið.
Meðfarinn
samt ekki einn á ferð
og framundan
skýja skil,
sólstafir á tindum.
(Karl Sigurbjörnsson)
Meðferð Á Vísindum ávordögum á
Landspítalanum
núy nýlega var
Runólfur Pálsson
útnefndur heið-
ursvísindamaður
Landspítala 2018.
Runólfur er pró-
fessor ínýrna-
sjúkdómafræði
og yfirlæknir
nýrnalækninga og umsjónarmaður
líffæraígræðsluteymis Landspítala.
Á undanförnum árum hefur Run-
ólfur stundað rannsóknir á nýrna-
sjúkdómum í nánu samstarfi við Ólaf
Skúla Indriðason nýrnalækni og
Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðing í
nýrnalækningum barna, á Landspít-
ala. Meginviðfangsefnin hafa verið
faraldsfræði og erfðafræði. Þá hefur
Runólfur leiðbeint nemendum í
doktorsnámi og birt um 130 vís-
indagreinar og bókarkafla og svo
má áfram telja.
Runólfur útnefndur
heiðursvísindamað-
ur Landspítala 2018
Runólfur
Pálsson
Vandi barna verður ekki leystur
með fleiri leikskólum. Eigi skól-
arnir að taka við börnum yngri en
tveggja ára þarf þar fagfólk sem
skilur viðkvæmni þeirra. Þetta seg-
ir í ályktun frá 90. ársfundi Sam-
bands sunnlenskra kvenna sem
haldinn var á dögunum. Þar eru
sveitarfélög hvött til að huga að
sveigjanleika hvað varðar yngstu
börnin eftir að fæðingarorlofi for-
eldra lýkur. Þannig geti foreldrar
valið um leikskólapláss eða að fá
niðurgreiðslu sveitarfélagsins út-
borgaða og eiga betri möguleika á
að vera lengur heima með barninu.
Ekki fleiri leikskóla