Morgunblaðið - 30.04.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 Allir vilja jafnvægi Við erum öll með nokkur hlut-verk í lífinu og hluti sem viðviljum sinna. Vinna eða skóli skipa stóran sess í lífi flestra. Fjöl- skyldan skiptir sömuleiðis flesta miklu máli. Við bætast áhugamál, að sinna eigin heilsu, sjálfboðaliðaverk- efni, stúss í kringum börn, heimilið, félagsstörf og ýmislegt fleira. Því meira sem er í gangi, því meira máli skiptir að við séum í góðu jafn- vægi og höfum stjórn á þessum fjöl- mörgu þáttum. Það er nefnilega þannig að ef einhver af þessum þátt- um er í ójafnvægi, þá smitar það út frá sér yfir í hina þættina. Ef vinnan veldur of miklu álagi og krefst of mikils tíma, þá nær maður ekki að sinna hinum þáttunum vel. Eigin heilsa er gjarna það fyrsta sem verð- ur út undan, eins galið og það hljóm- ar. Við skerum niður svefntímann, hættum að hreyfa okkur og étum allt sem tönn á festir. Of mikið stress í vinnu kemur líka niður á fjölskyld- unni og það er áhugavert. Flestir segja aðspurðir að fjölskyldan skipti þá mestu máli í lífinu. Líka þeir sem vanrækja hana og taka vinnuna fram yfir. Heilsan skiptir alla líka miklu máli. Það vill enginn vera veikur, sí- þreyttur eða alltof þungur. Samt vanrækja margir heilsuna. Allt of margir. Hvað er til ráða? Tökum ábyrgð á sjálfum okkur og þeim þáttum lífsins sem við viljum sinna vel. Forgangs- röðum og hegðum okkur í samræmi við forgangsröðunina. Ef fjölskyldan er það mikilvægasta í okkar lífi, sinn- um henni þá vel. Ef heilsan er okkur mikilvæg, lifum þá heilsusamlegu lífi. Sinnum vinnu eða skóla á þann hátt að það passi við aðra þætti lífsins. Það sem skiptir okkur mestu máli. Ef núverandi vinna hreinlega leyfir það ekki, þá þurfum við að breyta til. Ef við notum mikinn tíma í hluti sem eru mjög neðarlega á forgangslistanum okkar, þá þurfum að við að endur- hugsa málin. Hugsanlega hætta al- veg að sinna þeim. Ekki velta ábyrgðinni yfir á aðra. Við getum stýrt þessu sjálf. Það lenda allir reglulega í því að taka of mörg verkefni að sér og missa yfir- sýnina. Ég lendi sjálfur reglulega í því en er orðinn betri í að forgangs- raða, segja nei og gera hluti sem skipta mig og mína mestu máli. Betri í að finna jafnvægið. Njótum ferðalagsins! Gaui. Hugleiðingar um heilsu og hamingju Getty Images/Thinkstock Kúnst Mörgum reynist erfitt að finna jafnvægi í margþættum önnum lífs. Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson gudjon@njottuferdalagsins.is Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi, sem heldur úti bloggsíð- unni njottuferdalagsins.is Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is V ið vorum ákveðin í því að vera ekki með neinn væl og vera ánægð með ákvörð- unina. Eftir á að hyggja var það erfiðara en við þorðum að viðurkenna að rífa sig upp og flytja til Noregs,“ segir Aldís Gunnarsdóttir, kennari og listakona, sem flutti með eig- inmanni sínum Baldvin Johnsen og tveimur börnum til Noregs fyr- ir átta árum síðan. Fjölskyldan er á leið heim í sumar og hlakkar mikið til að komast nær fjölskyldu og vinum. „Það var erfiðast að vera fjarri fjölskyldunni og ég hef ver- ið þjökuð af samviskubiti yfir því að taka barnabörnin frá ömmum og öfum allan tímann. Við reynum nú að bæta það upp og lögðum mikið á okkur að finna húsnæði á Íslandi þar sem Draupnir Dan sem nú er 15 ára og Karítas sem er að verða 11 ára geti farið gang- andi í heimsókn til föðurömmu sinnar,“ segir Aldís „Ástæða þess að við flytjum heim á þessum tímapunkti er sú að krakkarnir voru farnir að kvarta yfir því að við værum bara fjögur á hátíðarstundum og þau misstu af jólum og afmælum með fjölskyldu og vinum. Það skiptir líka máli að Draupnir Dan á eitt ár eftir í grunnskóla og ekki seinna vænna að hann tengist jafnöldrum sínum á Íslandi,“ segir Aldís og bætir við að sonurinn sé sáttur við flutningana þrátt fyrir að hann hafi verið komin í úrtak hjá Norska unglingalandsliðinu í körfubolta. Aldís sér ekki eftir því að hafa flutt til Álasunds sem staðsett er um miðbik Noregs. „Við fluttum út vegna hruns- ins. Maðurinn minn missti vinn- una og þegar honum bauðst starf Íslendingurinn verð- ur að vera bestur Aldís Gunnarsdóttir, listamaður og framhaldsskólakennari, lagði land undir fót og flutti til Noregs fyrir átta árum. Hún er á heimleið með fjölskyldunni og segir alla hafa gott af því að breyta til og kynnast nýju umhverfi. Í Noregi rak hún gall- erý fyrir ungt og efnilegt listafólk. Þar fékk hún að finna fyrir óskráðum Jantelög- um sem líta það hornauga að koma sjálfum sér á framfæri og láta á sér bera. Ljósmyndir /Úr einkasafni Heimþrá Aldís Gunnarsdóttir, listamaður og kennari, undi hag sín vel með fjölskyldunni í Noregi en saknaði ættingja, vina og að finna fyrir rokinu. Karlar sem hafa sungið jafnvel ára- tugum saman í karlakór, vilja auðvit- að halda áfram að syngja þó þeir hætti í kórnum, og ekki aðeins vegna söngsins heldur líka fyrir félags- skapinn. Þess vegna hefur Karlakór Reykjavíkur sérstakan kór fyrir eldri fyrrverandi félaga kórsins, en Krist- inn S. Kristinsson stjórnar báðum þessum eðalkórum og þekkir því vel sína söngmenn. Nú blása eldri fé- lagarnir til árlegra vortónleika, Í Há- teigskirkju á morgun þriðjudaginn 1. maí kl. 17 undir yfirskriftinni: „Látum þramma þjófa jór, þó honum veiti svig um rig.“ Á efniskránni eru margar þekktar perlur karlakórslaga t.d. Ísland, Ís- land Sigurðar Þórðarsonar, lög eftir Jón Leifs, Sveinbjörn Sveinbjörns- son, Bellman og Sängermarsch eftir Julius Otto. Með eldri félögunum á vortónleikunum að þessu sinni mun koma fram Valskórinn, en hann var stofnaður 25. maí 1993 og er því 25 ára. Hann fer fljótlega í afmælisferð til Exeter í Englandi. Valskórinn kem- ur fram við mörg tækifæri á vegum Vals t.d. jólatónleika í Friðrikskapellu, útnefningu á íþróttamanni Vals og fleiri tilefni. Stjórnandi Valskórsins er engin önnur en Bára Grímsdóttir. Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur syngja vorið inn „Látum þramma þjófa jór, þó honum veiti svig um rig“ Ljósmynd/Einar Long Kátir karlar Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur eru söngglaðir. Hér eru þeir á góðri stund með stjórnanda sínum, Friðriki S. Kristinssyni, lengst til hægri. DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.