Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 1

Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 1
M Á N U D A G U R 3 0. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  100. tölublað  106. árgangur  ÞÓRARINN SENDIR FRÁ SÉR SMÁSÖGUR SAFN PRÉDIKANA KARLS BISKUPS Í NÝRRI BÓK KRAFTUR ÍSLEND- INGA KEMUR ÚR ROKINU Í HELGUM STEINI 10 ALDÍS Á HEIMLEIÐ 12GAMLAR PERLUR 26 Efnilegustu hestamenn landsins tóku þátt í árlegu sýningunni Æskan og hesturinn í TM- Reiðhöllinni í Víðidal í gær. Yfir 130 ungir knapar frá öllum hestamannafélögum höfuð- borgarsvæðisins, Fáki, Herði, Mána, Spretti, Sóta og Sörla, sýndu listir sínar á hestbaki og þeir yngstu klæddu sig í grímubúninga af ýmsu tagi. Mátti meðal annars sjá litla beina- grind í hópnum. „Þetta gekk allt rosalega vel og húsið var fullt af fólki,“ segir Hjörtur Bergstað, for- maður hestamannafélagsins Fáks. Aðspurður segir hann yngstu knapana hafa gaman af því að fá að klæða sig í búninga. „Það er ösku- dagsfílingur hjá þeim.“ Hann segir hestana ekki fælast vegna bún- inganna, enda skynji þeir t.d. beinagrindur ekki eins og við mannfólkið. „Þeir eru ekki hræddir við skæra liti eða neitt svoleiðis.“ Hann segir fjölda þátttakenda hafa verið svipaðan og undanfarin ár, en að fjöldi áhorf- enda hafi jafnvel verið ívið meiri á sýningum dagsins, sem voru tvær. „Það er vaxandi áhugi á hestamennsku sem sporti.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Lítil beinagrind leyndist í hópi knapa Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirtæki sem reka sjúkrahótel á lóð- um sjúkrahúsa erlendis eru meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á eða spurst fyrir um fyrirhugað útboð á rekstri sjúkrahótels við Landspítal- ann. Einnig hafa félög sem reka hótel og sjúkrahótel hér á landi sýnt verk- efninu áhuga. Útboðið hefur ekki far- ið fram þótt styttist í að sjúkrahótelið verði tilbúið. Bygging sjúkrahótels á Landspít- alalóðinni við Hringbraut hefur tafist, meðal annars vegna þess að ákveðið var að nota aðra klæðningu utan á húsið en áformað var. Gunnar Svavarsson, framkvæmda- stjóri Nýs Landspítala ohf. sem ann- ast nýframkvæmdir á Landspítalalóð, segir að húsið sé nær fullbúið að inn- an. Miðað við upplýsingar frá verk- taka er búist við að hægt verði að af- henda Landspítalanum húsið til rekstrar í byrjun júlí. Heilbrigðisráðuneytið ákvað að bjóða út rekstur hótelhlutans til einkaaðila en Landspítalinn mun ann- ast heilbrigðisþjónustuna. Rekstur- inn hefur enn ekki verið boðinn út, þótt stutt sé til stefnu, vegna þess að ekki hefur fengist ákveðin dagsetning á það hvenær húsið verður tilbúið. Áhugi á rekstri hótels  Erlend og innlend fyrirtæki sýna áhuga á útboði rekstrar sjúkrahótels  Beðið með útboð vegna dráttar á framkvæmd Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkrahótel Hótelið er nær tilbúið að innan en eftir er að klæða það að utan. MBeðið með útboð ... »2  Stofnun félags sem hefði með höndum stórframkvæmdir í vega- málum er í undirbúningi í sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Að mati Sigurðar Inga Jóhanns- sonar ráðherra getur gjaldtaka fyrir afnot af einstaka mannvirkjum kom- ið til greina. Því vill hann skoða einkaframkvæmd við nýja Ölfus- árbrú ofan við Selfoss, Sundabraut og fleira. Kostnaður við þetta gæti verið allt að 150 milljarðar króna og hjá lífeyrissjóðunum er áhugi á að lána fé til þessa. »6 Stórframkvæmdir fari í sérstakt félag Peter Sorgenfrei, framkvæmda- stjóri og stofnandi fyrirtækisins Autonomous Mobility, segir í samtali við Morgunblaðið að hann telji að ekki sé langt í að hefðbundnir einka- bílar verði með öllu óþarfir í borgum. Fyrirtæki hans, sem flytur inn og selur sjálfkeyrandi rafbíla, er að stærstum hluta í eigu Samler Group sem er stærsti bílainnflytjandi Dan- merkur og helmingseigandi bílaum- boðsins Heklu hérlendis. „Í stað þess að þú eigir þinn eigin bíl sem stendur ónotaður í innkeyrsl- unni hjá þér 95% tímans, verður þú með áskrift að deilibílum, rétt eins og þú ert með áskrift að Netflix og Spotify,“ segir Sorgenfrei. Fyrsta ferðin með algjörlega sjálf- keyrandi ökutæki hérlendis verður farin á ráðstefnunni Snjallborgin í Hörpu á fimmtudag. »4 Einkabílar verði brátt óþarfir  Sjálfkeyrandi deilibílar framtíðin  Nærri 40 titlar eru í boði í nýju hljóðbókaappi Forlagsins og öðrum útgefendum gefst kostur á að selja sína titla þar. Hið nýja smáforrit gerir öllum þeim sem eru nettengd- ir kleift að hlusta á íslenskar hljóð- bækur með einföldum hætti, að sögn Egils Arnar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Forlagsins. Greitt er fyrir hverja bók og rétt- ur rithöfunda því sagður gegnsærri með þessu fyrirkomulagi en í hljóð- bókaveitunni Storytel. »11 Hljóðbókaapp í sátt við rithöfunda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.