Morgunblaðið - 30.04.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.04.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. inganna árið 1990 og hins vegar á tímabilinu eftir þá sem enn stendur. Hann segir einfalt að bera þessi tvö tímabil saman. Fyrra tímabilið hafi einkennst af ólgu og átökum þar sem verðbólga lék aðalhlutverk í af- komu fólks og starfsskilyrðum at- vinnulífsins. Kjörin stóðu nánast í stað eða versnuðu þrátt fyrir miklar prósentuhækkanir launa. Á seinna tímabilinu er stöðugleiki og lítil verðbólga í fyrirrúmi. Lífskjör hafi batnað umtalsvert á seinna tíma- bilinu. Nýir forystumenn í verkalýðs- félögum eru herskárri en þeir sem Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir að verkalýðshreyfingin þurfi að ræða opinskátt og komast að niðurstöðu um það hvort fylgja eigi sömu kjarastefnu og verið hefur eða hverfa aftur til stefnunnar sem var fyrir þjóðarsáttarsamningana árið 1990. Í 1. maí ávarpi í veftímariti ASÍ, Vinnunni, segir Gylfi Arnbjörnsson frá sinni sýn á kjarabaráttu síðustu áratuga; annars vegar á þrjátíu ára tímabili fram til þjóðarsáttarsamn- fyrir eru. Gylfi segir í samtali við Morgunblaðið að hreyfingin verði að ræða það opin- skátt í aðdrag- anda ASÍ-þings, á þinginu sjálfu og í aðildarfélög- unum og komast að niðurstöðu um það hvaða kjara- stefna eigi að vera ríkjandi. Það kunni að vera að hreyfingin vilji fara til baka, til fyrri tíma. Opinská um- ræða sé hins vegar nauðsynleg til þess að hreyfingin hrekist ekki þangað vegna einhverra annarra ástæðna en uppgjörs við stefnuna og nefnir reiði þeirra lægstlaunuðu sem dæmi um það. Réttmæt reiði Gylfi bendir á að þrátt fyrir að tekist hafi að hækka lægstu laun um 36% meira en almenn laun í landinu frá aldamótum ríki reiði í röðum þeirra tekjulægstu. Hann segir að það sé réttmæt reiði. Í pistlinum í Vinnunni segir hann að hún sé eðli- leg viðbrögð við aðgerðum eða að- gerðaleysi stjórnvalda. Hann nefnir að stjórnvöld hafi tekið ávinninginn af mikilli hækkun lægstu launa af með skerðingu barna- og húsnæðis- bóta. Á sama tíma hafi stjórnvöld lækkað skatta á þá efnameiri og leyft kjararáði að hækka laun þing- manna og æðstu embættismanna langt umfram það sem almennt hef- ur verið samið um. „Ég tel afar mikilvægt að sam- einuð verkalýðshreyfing bregðist mjög hart við þessu og sameinist í baráttunni gegn óréttlætinu sem op- inberast í þessum gjörningum,“ skrifar forseti Alþýðusambands Ís- lands. Ræða þarf opinskátt um kjarastefnu  Forseti ASÍ segir að kjarastefnan sem fylgt hefur verið hafi skilað betri árangri en gömlu aðferðirnar Gylfi Arnbjörnsson „Ég held að það séu 13 eða 14 svona hjól á landinu, þau eru ekki mörg,“ segir Snorri Hrafn Finnsson (t.h.), félagi í vélhjólaklúbbnum Víkingar MC, sem var ásamt þeim Matta (t.v.) og Þórarni Inga að dytta að bif- hjólum í húsakynnum klúbbsins er ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í gær. Hjólið sem um ræðir er rússneskt Ural-hjól með hliðar- vagni, sem Snorri á ásamt þremur öðrum. Þeir félagar voru að undirbúa hjólin sín fyrir árlega hópkeyrslu bifhjólafólks, sem Sniglarnir hafa staðið fyrir undanfarna áratugi 1. maí, til þess að minna aðra á tilvist sína í umferðinni í upphafi sumars. Alla jafna taka hátt í þúsund manns þátt í keyrslunni. „Það verður byrjað á Laugaveg- inum, svo verður keyrt eitthvað vestur í bæ og endað hjá Bauhaus. Planið er að fara af stað klukkan 13.00,“ segir Snorri og mælist til þess að þeir sem verði með bíla sína í stæðum á Laugaveginum forði þeim þaðan áður en keyrslan hefst. Annars eigi þeir á hættu að verða innilokaðir í bílastæðum sínum um nokkra hríð. athi@mbl.is Vélhjólamenn setja fákana í stand fyrir árlega hópkeyrslu bifhjólafólks 1. maí Morgunblaðið/Árni Sæberg Græja hjólin fyrir stærstu keyrsluna Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Rekstur gistiþáttar væntanlegs sjúkrahótels á Landspítalalóðinni við Hringbraut hefur ekki verið boðinn út til einkaaðila. Vegna dráttar á framkvæmdum hefur ekki verið hægt að taka bygginguna í notkun en Nýr Landspítali miðar við að afhenda spítalanum mannvirkið í byrjun júlí. Ef það stenst og ætlunin er að taka sjúkrahótelið strax í notkun má útboð ekki dragast. Deildar meiningar hafa verið um það hvaða rekstarform sé heppilegast fyrir sjúkrahótelið. Kom það meðal annars fram í niðurstöðum starfshóps sem heilbrigðisráðu- neytið skipaði til að skoða mismunandi rekstrarform. Þau sjónarmið komu fram að rekstri hótelsins væri best fyrir komið hjá Landspítala. Einnig að betra væri að bjóða reksturinn út að hluta eða öllu leyti eins og algengt er með sjúkrahótel við spítala er- lendis. Niðurstaða ráðuneytisins, á meðan Óttarr Proppé var heilbrigðisráðherra, var að bjóða rekstur hótelsins út. Landspítalinn mun hins vegar annast hjúkrunarþáttinn. Benedikt Olgeirsson, framkvæmdastjóri þróunar á Landspítalanum, segir að unnið sé að undirbúningi útboðs á hótelrekstr- inum. Mikilvæg forsenda sé að hafa dag- setningu á því hvenær rekstraraðili geti haf- ið rekstur. Stilla þurfi útboðið saman við verklok. Framkvæmdir við húsið hafi dreg- ist og enn sé beðið eftir nákvæmri áætlun um afhendingu. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. sem annast nýfram- kvæmdir á Landspítalalóð, segir að húsið sé nær fullbúið að innan. Framkvæmdir við klæðningu hafi hins vegar dregist. Gunnar segir að endanleg tímasetning á afhendingu hótelsins ráðist af framvindunni hjá verk- takanum. Samkvæmt upplýsingum hans sé stefnt að skilum í júnímánuði. Byrjað sé á nauðsynlegum úttektum og vonast hann til að þeim ljúki að fullu í byrjun júlí. Húsið verður afhent með húsbúnaði eins og rúm- um, öðrum húsgögnum og eldhústækjum. Sýna áhuga á rekstrinum Benedikt hafði ekki tiltækar upplýsingar um það hvort rekstur hótelsins yrði boðinn út á Evrópska efnahagssvæðinu. Vitað er að erlendir aðilar hafa sýnt verkefninu áhuga auk rekstrarfélaga hótela og sjúkrahótels hér á landi. Hann telur ekki að spítalinn sé að falla á tíma með útboðið. Eftir að húsið fæst afhent þurfi að ganga frá lausum bún- aði og það taki einhvern tíma. Ef útboðið verður auglýst á Evrópska efnhagssvæðinu má búast við að ferlið frá auglýsingu til samnings taki rúma tvo mán- uði. Ef spítalinn fær húsið afhent í byrjun júlí og ætlar að koma því strax í notkun er ekki eftir neinu að bíða með að auglýsa út- boðið. Beðið með útboð hótelrekstrar  Vegna seinkunar framkvæmda hefur Landspítalinn enn ekki boðið út gistirekstur nýs sjúkrahótels  Tíminn orðinn naumur ef áætlun verktaka um afhendingu hússins og lok úttekta í byrjun júlí stenst Ljósmynd/Nýr Landspítali ohf. Sjúkrahótel Nýja hótelið verður á Landspítalalóðinni við Hringbraut. Það er enn ófrágengið að utan en framkvæmdum er að mestu lokið að innan og búið að kaupa flesta innanstokksmuni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.