Morgunblaðið - 30.04.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.2018, Blaðsíða 19
ferðir sem mér voru ekki ætlað- ar. Hann sagði alltaf á endanum, láttu þá mömmu þína vita og komdu þér í galla. Þær voru ófáar ferðirnar upp á hálendið og voru ekki gerðar minni kröfur til mín en strákanna í ferðinni. Með þennan pabba í fararbroddi þýddi ekki að láta deigan síga. Ein minning er mér sérlega kær og hlógum við pabbi oft þegar við rifjuðum upp ferðina þegar ég sofnaði aftan á vélsleða hjá hon- um, eðlilega úrvinda eftir daginn. Það sýnir hvað ég treysti honum vel því ekkert gat nokkru sinni klikkað hjá okkur. Þegar ég hugsa til baka þá sé hvað þetta var mikill skóli og hvað hann var þolinmóður að hafa mig enda- laust í eftirdragi. Seinna snerist það við, það var sama hvað mér datt í hug að gera, alltaf var pabbi mættur til að aðstoða, hvort sem það var að moka út úr hesthúsinu, kemba hestum eða keyra okkur á skíði og alltaf voru gleðin og hláturinn með í ferð. Svona var pabbi. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður og vildi alltaf hafa alla í kringum sig. Hann var ekki bara afi eigin barnabarna heldur var hann afi vina þeirra. Allir þekktu afa Steina. Það er ómetanleg minning. Eftir að mamma dó fór að halla verulega undan fæti. Pabbi gat illa sætt sig við þann missi og við tóku erfiðir tímar í líf fjölskyld- unnar. Það átti ekki við pabba að verða veikur og ósjálfbjarga. En við börðumst með pabba og elju- semin og baráttuhugurinn skilaði sér að lokum. Þar stóð Tedda systir fremst í flokki. Pabbi kvaddi okkur en við vitum að hann er kominn til mömmu og nú hefjast ný ævintýri. Takk fyrir allt, elsku pabbi, og mundu það sem þú sagðir alltaf við okkur á leiðinni út um dyrnar, gakktu hægt um gleðinnar dyr. Þín dóttir, Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir. Í dag kveð ég pabba í hinsta sinn með þakklæti fyrir allt sem hann kenndi mér um lífið. Ég var gæfusöm að fá að alast upp hjá honum því þrátt fyrir að síðustu ár hafi verið honum þungbær og sorg og erfiðleikar hafi litað til- veru hans þá var líf hans þar á undan litað af gleði. Hann var einn skemmtilegasti ferðafélagi sem hægt var að hugsa sér og þekkti landið sitt vel. Skipti þá engu hvort um var að ræða há- lendið eða önnur svæði. Ferðalög okkar fjölskyldunnar urðu fjöl- mörg bæði innanlands og utan og við nutum leiðsagnar hans. Pabbi var einstaklega vinnu- samur og oft urðu vinnudagarnir hans langir. Það komu gjarnan tímabil þar sem við sáum hann lítið sem ekkert svo mánuðum skipti þegar hann tók vinnutarnir við virkjanir eða línulagnir. Hann naut þess alla tíð að vinna sem einyrki. Þannig var hann engum háður og gat blandað saman áhugamáli sínu við að ferðast um landið og vinnu. Það lék líka allt í höndum hans og hann fór létt með að gera við tækin sín, hvort sem það voru vörubílar, snjóbílar eða önnur tæki. Fagkunnátta hans náði langt út fyrir hans sér- svið enda var hann með afbrigð- um útsjónarsamur við hvers kon- ar smíðar og viðgerðir. Pabbi vildi okkur systkinunum það besta og sátum við oft löngum stundum og spjölluðum um lífið og tilveruna. Það var gaman að hlusta á hann segja frá æsku sinni og uppákomum í líf- inu. Það urðu hins vegar miklar breytingar í lífi pabba þegar mamma féll frá árið 2011. Hann saknaði hennar alla daga og náði aldrei almennilega að njóta lífs- ins eftir það. Eftir situr minning um góðan pabba sem vildi allt fyrir börnin sín gera og naut þess að vera með barnabörnum sínum. Við munum öll sakna hans en vitum að mamma hefur tekið vel á móti honum og þau eru loksins sam- einuð á ný. Takk fyrir allt, elsku hjartans pabbi minn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir. Kær tengdafaðir minn lést sunnudagskvöldið 15. apríl. Þor- steinn Theodórsson var maður- inn sem tók á móti mér með opinn faðminn þegar ég kom fyrst til Íslands til að heimsækja indæla dóttur hans sem ég hafði hitt í Kaupmannahöfn sumarið 1979. Það var um jólin sama ár sem ég hitti Þorstein í fyrsta sinn. Á okkar óteljandi ferðalögum kynntist ég Íslandi. Ég minnist ferðanna í vörubílnum, annað- hvort í vinnuferðum eða bara við á flandri. Við hlustuðum á tónlist en Steini hlustaði alltaf á kántrí- tónlist. Ég hafði ekki mikinn áhuga á þeirri tónlist en þarna breyttist það. Hank Williams og Johnny Cash passa fullkomlega inn í íslenska náttúru, sérstak- lega þegar maður var í bíl með Steina. Fyrstu árin áttum við erfitt með að tala saman. Ég skildi ekki tungumálið og talaði því minna. Steini talaði ekki dönsku og þótt- ist ekki kunna mikið í ensku en hann kunni meira en hann gaf upp. En tungumálið skipti engu máli. Ég vissi að Steini skildi það sem ég sagði og það var mikil- vægast af öllu. Steini tók mér alltaf sem einum af fjölskyldunni jafnvel þótt ég hafi seinna flutt burt í annað land með elstu dótt- ur hans. Ég veit að hann saknaði hennar en hann lét mig aldrei finna það. Steini mjög duglegur maður. Hann vann mikið og þeystist þess á milli á vélsleðum með vinum sínum, var úti að bjarga fólki á fjöllum eða bara að njóta snævi- þakinna fjallanna. Hann bauð mér með í vélsleðaferðir og þá lærði ég betur og betur á landið, sérstaklega þegar við fórum á slóðir Njáls og Gunnars eða bara sátum í kaffi með vinunum og ræddum málin eftir ævintýraleg- ar ferðir. Eftir því sem íslenskan mín varð betri urðu samtölin á milli mín og Steina og vina hans eðli- lega betri. Það varð alltaf auð- veldara að skilja samtölin og fékk ég innsýn í hinn sanna íslenska anda sem ég dáist að. En það er smá töffaraskapur, gleði og það að rísa upp eftir fall og líta aldrei til baka. Kæri Steini, þú hefur skipt mig meira máli en nokkurn grun- ar. Þú ert ástæðan að ég hef með stolti kallað Ísland mitt föður- land. Það gleður mig að kraftur þinn og hátterni lifir áfram í mín- um börnum. Góða ferð, Steini. Láttu Hank og Johnny skemmta þér á leiðinni. Kær kveðja, Morten Praem. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 Elskuleg tengdamóðir mín, Ólöf Þóranna Hannesdóttir, er látin og er missirinn sár en þakklætið fyrir árin 44 og allar ljúfu minningarnar sefa sorgina og munu með birtu sinni og yl fylgja okkur Bigga, börnunum okkar fjórum, þeim Elínu Sig- ríði, Herði, Arnari Jósafat og Karitas og fjölskyldum þeirra, á vit ævintýra framtíðarinnar. Olla amma, eins og bæði börn okkar og barnabörn ævinlega nefndu hana, var einstök fyrir- mynd, ávallt svo réttsýn, ljúf og góð og var hún nú ekki að æsa sig að óþörfu enda stóísk ró og notalegheit ríkjandi þegar stóri hópurinn hennar kom saman og gleðin við völd. Minningarnar á ég svo ótal, ótal margar og góðar, allt frá árinu 1974 að ég fékk að eiga mitt annað heimili hjá þeim Ollu og Jóa á Hrísateignum eftir að við Biggi kynntumst. Féll ég nú eiginlega ekki síst fyrir Bigga, einmitt vegna þess hve einstak- lega hlý orð hann hafði ávallt um mömmu sína sem stýrði stóru heimilinu af einstakri snilld og lék allt í höndum henn- ar, hvort heldur var saumaskap- ur, málningarvinna, uppeldi barnanna sjö, matargerð eða annað sem þurfti til, til að heim- ilishaldið gengi upp. Pabbi Bigga, eldhuginn og athafna- maðurinn, hann Jósafat Hin- riksson heitinn sem var svo ein- stakur afi og þakklátur fyrir barnabörnin sín, á að sjálfsögðu einnig virðingu okkar beggja og er mjög ljúft til þess að hugsa að þau Olla séu nú saman á ný og leiðist sátt og sæl í Sumarland- inu og vaki yfir stóru fjölskyld- unni sinni. Hvíli þau í friði og hafi þökk fyrir alla gæskuna og góðu sam- verustundirnar, bæði hér heima og erlendis, sem gætt hafa líf mitt og fjölskyldunnar svo fal- legri birtu og yl í gegnum árin. Jóhanna Harðardóttir. Yndisleg og ástrík tengda- móðir mín, Ólöf Þóranna Hann- esdóttir, verður kvödd í dag og verður hennar sárt saknað. Olla var glæsileg og góð kona. Hún var miðdepill fjölskyldunnar og umvafði afkomendur sína svo lengi sem hún hafði krafta til. Ollu kynntist ég fyrir 41 ári og var mér strax vel tekið. Heimili hennar og Jóa var hlýlegt og gestkvæmt, en yngstu synirnir þrír bjuggu enn heima. Olla var dugnaðarforkur og í raun ótrú- legt hvað hún komst yfir mikið á þessu mannmarga heimili. Allt- af var góður matur á borðum og nýbakað með kaffinu. Þegar ró var komin á heimilið tók hún til við hannyrðir. Það voru hennar gæðastundir, en hún var mjög listræn. Sauma- og prjónaskap- ur lék í höndum hennar. Síðar á ævinni vann hún úr pappír og gleri og eigum við fjölskyldan ótal marga fallega muni sem eru hennar handverk. Þegar við Kalli áttum von á okkar fyrsta barni settist hún við saumavél- ina og saumaði lítið sængurver, prjónaði peysur, teppi, húfur og fleira. Hún passaði líka að ég klæddi soninn nógu hlýlega og auðvitað tók ég strax mark á ráðleggingum hennar, sjö barna móðurinnar. Olla var góð amma og einstök barnagæla. Gleðistundirnar voru margar. Upp úr standa heimsóknirnar tvær til okkar Kalla þegar við vorum við nám í Colorado. Olla og Jói nutu ferðalaga og áttum við ógleymanlega daga með þeim í heimsóknum þeirra. Beikon og egg voru steikt á morgnana og síðan haldið út í ævintýri dagsins. Stærsta æv- intýrið var ferð til San Franc- isco í brúðkaup hjá vesturís- lensku frændfólki. Í gegnum árin höfum við átt flesta sunnu- daga hjá Ollu. Heimili hennar stóð opið afkomendum og þeirra fólki og áttum við alltaf gott spjall yfir kaffinu. Ég hugsa með þakklæti til jólaboðanna, þar sem endað var á heitu súkkulaði og einhverju spenn- andi með, því Olla var alltaf að prófa eitthvað nýtt. Seinni árin naut hún þess að gefa af sér í sjálfboðavinnu, hafði gaman af spilamennsku og naut þess að horfa á boltaleiki í sjónvarpinu. Þakklát er ég fyrir hana Ollu mína og elskulegt viðmót og hlýjan hug sem hún sýndi mér, börnum okkar og barnabörnum alla tíð. Betri tengdamóður hefði ég ekki getað átt. Hrafnhildur L. Steinarsdóttir. Elsku Olla amma mín er loks- ins komin aftur í fang Jóa afa. Ég er svo þakklát fyrir öll árin sem við áttum saman og það að börnin mín Júlía Frostrós og Adam Logi hafi fengið að njóta ástar hennar, kímni og góðsemi er ómetanlegt. Olla amma var alltaf svo in- dæl og hjálpsöm og man ég svo vel eftir öllum góðu stundunum í Fornastekknum með henni og afa og allri stórfjölskyldunni. Olla amma var alltaf svo fín og falleg og man ég hversu mikið ég naut þess að leika þegar ég var lítil, inná baðherbergi með flottu ilmvatnsflöskuna hennar með pumpunni. Ég man mig hlaupa hlæjandi og flissandi um alla króka og kima á Forn- astekknum skoðandi alla flottu og framandi hlutina sem amma og afi áttu. Ég man mig borða allar góðu kökurnar og brauð- réttina sem hún reiddi fram eins og ekkert væri og aldrei gleymi ég góða heita súkkulaðinu með rjómanum sem hún bjó til. Hún var meistari í höndunum og bjó til ótal listaverkin m.a. úr gleri, krosssaumi og pappír og munu þau lifa með okkur um ókomna tíð og minna okkur á hana. Hvíldu í friði, elsku amma. Við munum sakna þín. Elín Sigríður. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Drjúpa hljóðlát tregatár og tómið fyllir allt. Ekkert sefar hjartasárin í sálu andar kalt. Þögul sorg í sál mér næðir sár og vonarmyrk. En Drottinn ætíð af gæsku græðir og gefur trúarstyrk. Hnípinn vinur harmi sleginn hugann lætur reika. Kannski er hún hinum megin í heilögum veruleika. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Heimur bjartur bíður þar og bráðum kem ég líka. Þá verður allt sem áður var ef veröld finnum slíka. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran) Ég sendi börnum Ollu og öðr- um ástvinum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ólafar Þór- önnu Hannesdóttur. Jóhanna B. Magnúsdóttir. Þeim fækkar óðum fermingarsystkinum mínum sem fermdust 19. maí 1946 frá Norðfjarðarkirkju. Nú hefur Olla fengið hvíldina eftir stutta legu. Við fylgdumst að í skóla og starfi frá fyrstu tíð. Ég man fyrst eftir henni þar sem hún átta ára situr á lestarlúgu í Björgu NK 47, báti föður míns. Þeir eru að fara á veiðar og ætla að setja hana í land á Djúpavogi. Hannes faðir hennar er ekki langt undan og spyr hvort ég vilji ekki koma líka. Ekki var ég tilbúin í það, en horfði löngunar- augum á eftir þeim. Þetta var ekki hennar eina sjóferð. Þær Anna Kristinsdóttir voru eitt sumar kokkar á síldarbát. Það gekk vel. Við vorum sammála um að gott hefði verið að alast upp í Neskaupstað. Áttum þaðan góð- ar minningar, þótt okkur auðn- aðist ekki að búa þar. Við Ívar bróðir hennar löð- uðumst hvort að öðru og stofn- uðum síðar heimili. Lengi vor- um við nágrannar og það voru dagleg samskipti milli Hrísa- teigs og Otrateigs. Við upplifð- um ýmis skemmtileg atvik. Börnunum okkar samdi vel. Ár- dís og Hannes léku við frænd- systkinin sín og síðar þegar Gísli minn kom til sögunnar sótti hann mikið til frænku sinn- ar, mætti þar mikilli hlýju og vildi helst eiga heima þar. Smári bauð mér að eiga sig þegar hann var fjögurra ára og einn bróð- irinn gekk í svefni milli Hrísa- teigs og Otrateigs og til baka. Margir festu höfuð í handriðinu á Otrateigi og það var hoppað í rúmum á báðum stöðum. Fjöl- skyldurnar hittust af ýmsu til- efni og þorrablótin þar sem all- ur hópurinn kom saman eru góð minning. Þau Jósafat eignuðust sjö börn á ellefu árum svo það var í mörgu að snúast á heimilinu. Olla átti góða að. Þórey systir hennar hjálpaði oft til og tíminn sem Karitas tengdamóðir henn- ar var á heimilinu var ómetan- legur. Olla var glæsileg kona. Hún var félagsvera, gekk í kvenfélag Laugarneskirkju og félag aust- firskra kvenna. Einnig starfaði hún sem sjálfboðaliði fyrir Rauða krossinn. Það voru mikil umsvif hjá J. Hinrikssyni, fyrirtæki þeirra hjóna. Fyrirtækið tók þátt í sjávarútvegssýningum og þau hjón ferðuðust vítt og breitt, meira að segja alla leið til Ástr- alíu, svo eitthvað sé nefnt. Þau hjón nutu líka margra góðra ferða þegar þannig stóð á og lifðu lífinu lifandi. Nú kveður allur hópurinn hennar Ollu ættmóður sína með trega og þakklæti. Ég og fjöl- skylda mín þökkum fyrir öll árin og biðjum hópnum hennar blessunar. Við kveðjum hana með orðum þjóðskáldsins góða. Flýt þér, vina í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (JH) Jóna Guðbjörg Gísladóttir. Frænka okkar, DR. ÞURÍÐUR J. KRISTJÁNSDÓTTIR, Aflagranda 40, sem lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 18. apríl, verður jarðsungin miðvikudaginn 2. maí, í Neskirkju. Athöfnin hefst klukkan 15. Systkinabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALDA BRAGADÓTTIR, Grenigrund 34, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum aðfaranótt miðvikudagsins 25. apríl. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 4. maí klukkan 14:00. Björn Ingi Björnsson Steinunn Inga Björnsdóttir Dóra B. Stephensen Jón Lindsay og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, tengdaamma og langamma, ÞÓRA SÆMUNDSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 24. apríl á Landspítalanum, Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. maí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Sæmundur Hafsteinn Þórðarson, Boonluan Aphaiklang Kristján Sigurður Þórðarson, Edna Yongco Þórðarson Gunnar Þórðarson, Sigrún Steingrímsdóttir Árni Þór Þórðarson, Carolyn Bonny Ósk Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður minnar, dóttur okkar, systur, mágkonu, barnsmóður og frænku, ERLU SIGRÍÐAR HALLGRÍMSDÓTTUR félagsráðgjafa. Sérstakar þakkir til samstarfsfólks hjá Reykjavíkurborg fyrir hlýhug í veikindum hennar. Helga Júlíana Jónsdóttir Guðríður J. Guðmundsdóttir Hallgrímur Hallgrímsson Elín Hallgrímsdóttir Steinn Guðmundsson Berglind Hallgrímsdóttir Helgi Skúli Friðriksson Guðmundur S. Hallgrímsson Jón Bjarni Magnússon Þórdís Elín, Hildur, Vilborg Júlíana, Birta Júlía, Daníel Freyr og Hilmar Alexander

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.