Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018
Af hverju það lag? Við vorum í rútuferð og
heyrðum Bennie and the Jets spilað og hugs-
uðum að við yrðum að syngja þetta lag ein-
hvern tímann og söngkeppnin var fullkomið
tækifæri til þess.
Munuð þið syngja til einhvers í salnum?
Við ætlum að syngja til Jófríðar Úlfarsdóttur.
Uppáhaldslag til að syngja í sturtu? Kar-
en: Uppáhaldslagið mitt til að syngja í sturtu
er Oh darling eftir Bítlana, elsku bestu hljóm-
sveit alheimsins, og svo syng ég líka stundum
Chandalier eftir Siu, en það fer bara allt eftir
skapinu.
Soffía: Já, uppáhaldslagið mitt til að syngja í
sturtu er Heaven eftir Bryan Adams.
Ragnhildur: September eftir Earth, Wind &
Fire, það eina sem kemur til greina.
Palli (Páll Óskar) eða Bubbi (Bubbi Mort-
hens)? Karen og Ragnhildur: Palli allan dag-
inn! Hann á sérstakan stað í hjörtum okkar
allra en virðist aðeins minna vera í hjarta
Soffíu þar sem hún velur Bubba, hún fór meira
að segja einu sinni úr afmæli Karenar til að
fara á Bubba-tónleika.
Draumastarf? Karen: Mig hefur alltaf
dreymt um að leika á stóra sviðinu og gerast
leikkona, en ég hef líka áhuga á því að verða
læknir eða kannski eitthvað tengt náttúruvís-
indum. En ef ég á að vera hreinskilin þá veit ég
það ekki alveg.
Ragnhildur: Það er svo margt! Rithöfundur,
frönskukennari eða einhvers konar listamaður
eru efst á lista yfir draumastörf.
Soffía: Draumastarfið mitt er að verða leik-
stjóri, koma mér inn í kvikmyndabransann og
vinna við það.
Lýsið ykkur í þremur orðum. Ragnhildur:
Góð, bjartsýn og viðkunnanleg.
Karen: Hláturmild, málglöð og flippkisi.
Soffía: Dönsk, matgæðingur og kaldhæðin.
Hver eru ykkar átrúnaðargoð? Ragnhild-
ur: Vigdís Finnbogadóttir, allan daginn.
Karen: John Lennon, allir sem þekkja mig vita
það.
Soffía: Átrúnaðargoðið mitt er Baltasar Kor-
mákur.
Hvert er planið eftir menntó? Við stefnum
allar á áframhaldandi nám eftir menntaskóla.
iOS vs android? iOS, engin spurning.
Síðasta lygi sem þið sögðuð? Karen: Bróð-
ir minn spurði hvort ég ætti tyggjó, ég sagði
nei, ég átti samt tyggjó.
Skrítnasti matur sem þið hafið borðað?
Ragnhildur: Sniglar, þeir voru ekki góðir.
Karen: Örugglega bara kattamatur.
Soffía: Ég borða aldrei neitt skrítið.
Hver er ykkar helsti ótti? Karen: Ég er bók-
staflega hrædd við allt, en ég er mjög mjög
mjög lofthrædd.
Ragnhildur: Ég er mjög hrædd við kóngulær,
þótt ég eigi erfitt með að viðurkenna það.
Soffía: Engin pizza.
Furðuleg staðreynd um ykkur? Karen:
Þegar ég var yngri sá ég myndina Juno og eft-
ir það hélt ég að maður yrði óléttur af því að
drekka appelsínudjús þannig ég forðaðist að
drekka hann í nokkur ár.
Ragnhildur: Ég og vinkona mín settum stund-
um fiskiflugur í Barbie-þvottavélar, þær dóu.
Soffía: Ég strauk einu sinni að heiman á hest-
baki því mig langaði ekki að fara í stærðfræði-
tíma.
Með hvaða fræga einstaklingi mynduð
þið vilja festast í lyftu? Við erum allar sam-
mála um það að okkur langar bara ekki neitt
að festast í lyftu.
Sykurskert kókómjólk eða bara kókó-
mjólk? Karen finnur engan mun, Soffía er
bara kókómjólkurmanneskja en Ragnhildur er
„hater“ og drekkur ekki kókómjólk.
Hundar eða kisur? Ragnhildur og Karen:
Við erum algjörar kattamanneskjur og höfum
báðar átt ketti allt okkar líf.
Soffía: Ég elska hvort tveggja en ef ég þyrfti
að velja myndi ég örugglega velja hunda.
Eruð þið femínistar? Já.
Á hvernig tónlist hlustið þið? Ragnhildur:
Ég hlusta mikið á 80’s og 70’s tónlist, en ann-
ars þykir mér flestar gerðir tónlistar skemmti-
legar.
Karen: Ég elska gamalt rokk og 80’s tónlist.
Bítlarnir eru það besta sem hefur komið fyrir
mannkynið og hlusta ég mjög mikið á þá, ég
hlusta líka mikið á Led Zeppelin, Bee Gees,
David Bowie og Pink Floyd.
Soffía: Lana Del Rey og Bryan Adams eru í
miklu uppáhaldi en ég hlusta bókstaflega á
allt, gamalt og nýtt.
Bláir eða svartir pennar? Við erum allar
„hardcore“ aðdáendur svartra penna.
Friends eða How I met your mother? Fri-
ends, við elskum Friends.
Þær Karen Ósk Björnsdóttir, Soffía Mjöll Thamdrup og Ragnhildur Elín Skúladóttir eru á sautjánda ári og keppa
fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum. Þær syngja lagið Bennie and the Jets eftir sir Elton John.
Lagið ákveðið í rútuferð
Af hverju það lag? Vegna þess að bæði held
ég rosalega upp á Amy Winehouse sem lista-
mann og svo tel ég að lagið klæði röddina mína
nokkuð vel.
Muntu syngja til einhvers í salnum? Það
var ekki hugsað þannig þegar ég tók ákvörð-
unina um þetta lag en allir þeir sem taka text-
ann til sín mega túlka flutninginn þannig.
Uppáhaldslag til að syngja í sturtu? Það
mætti segja að allur minn söngferill eigi rætur
sínar að rekja til sturtunnar svo lagalistinn er
langur … Cry me a river með Justin Timber-
lake er klassík samt, hljóðið úr sturtuvatninu
skapar ákveðna stemningu fyrir því líka.
Palli (Páll Óskar) eða Bubbi (Bubbi Mort-
hens)? Páll Óskar sem einstaklingur en
Bubbi Morthens sem listamaður, ég hlusta
meira á Bubba.
Fullkomið stefnumót? Það er afstætt.
Tinder vs. Hot or not? Ég kynntist kærast-
anum mínum á Tinder svo ég verð að segja …
Hot or not. Nei, djók.
Uppáhaldslag með Beyoncé? Hlusta lítið á
Beyoncé en auðvitað segi ég Touch my body.
Uppáhaldssnappari? Að sjálfsögðu Jeppa-
kall69 Doperman Rakki. Svartur húmor í sínu
fínasta pússi.
Ertu góð í að syngja? Nei, það mætti helst
flokka atriðið mitt sem gjörning frekar en eitt-
hvað annað.
Hefur löggan stoppað þig? Ég hef einu
sinni verið stoppuð af löggunni, þá var ég búin
að vera með bílpróf í tæpa viku.
Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti
væri örugglega að lifa innantómu lífi eða að
festa mig í einhvers konar aðstæðum sem
valda mér sársauka.
Ef þú gætir eytt einum degi með ein-
hverjum frægum, hver væri það og hvað
mynduð þið gera? Ég væri alveg mjög mikið
til í að vera vinkona Lönu Del Rey. Ekki að-
eins er hún frábær tónlistamaður heldur virk-
ar hún mjög jarðbundin týpa sem ég væri til í
að eyða tíma með.
Ertu í sokkum? Eins og er þá er ég ber-
fætt … þannig að nei.
Sykurskert kókómjólk eða bara kókó-
mjólk? Bara kókómjólk.
Hlölli eða Subway? Subway, Hlölli er of
sveittur að mínu mati.
Hundar eða kisur? Hvort tveggja … kis-
ur … elska samt hunda!!
Á hvernig tónlist hlustar þú? Ég hlusta á
ALLT en það er alls ekki sama hvað það er.
Snap eða insta? Já, instagram.
Ertu með opið instagram eða snapchat?
Opið instagram, lokað snapchat.
Friends eða How I met your mother? How
I met your mother, finnst Friends ekki fyndn-
ir … kærðu mig.
Magdalena Eldey Þórsdóttir er 18 ára nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Hún flytur lagið Love is a losing game eftir Amy Winehouse.
Innantómt líf mest ógnvekjandi
Við styðjum okkar
keppendur