Morgunblaðið - 08.05.2018, Side 1

Morgunblaðið - 08.05.2018, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 8. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  107. tölublað  106. árgangur  MÓTIÐ VARÐ TIL VIÐ ELDHÚS- BORÐ Á SIGLÓ STEFNIR AÐ ÞVÍ AÐ KASTA 60 METRA FÁ AÐ HEYRA HVAÐ MARTA KRISTÍN ER GÓÐ HELGI SVEINSSON ÍÞRÓTTIR HAFNARBORG 32OFURTRÖLLAMÓTIÐ 12  Fjarðarpósturinn hefur tilkynnt flokkum og listum sem bjóða fram í Hafnarfirði í komandi sveitar- stjórnarkosningum að aðsendar greinar frá þeim framboðum sem auglýsa í blaðinu gangi fyrir. Olga Björt Þórðardóttir ritstjóri segir að ekki hafi reynt á þetta ennþá; allar greinar hafi fengist birtar sem borist hafi, bæði í blaði og á vefsíðu Fjarðarpóstsins. Ákveðið hafi verið að hafa ein- hverja viðmiðun á birtingum í blaðinu, þar sem fjöldi greina berist gjarnan þegar nær dregur kosn- ingum. Að sögn Olgu hefur Fjarð- arpósturinn ekki gripið til þessa úr- ræðis áður. Svipar málinu til þess er sjón- varpsstöðin Hringbraut bauð flokk- um kynningarþætti gegn kaupum á auglýsingum. Var það talið brot á fjölmiðlalögum. »4 Morgunblaðið/Ómar Hafnarfjörður Fjarðarpóstinum er dreift í öll hús vikulega, auk útgáfu á netinu. Forgangur á greinar ef framboð auglýsa í Fjarðarpóstinum  „Fiskiskipaflotinn í heild sinni er tiltölulega gamall þannig að við áætlum út frá varfærnu mati að ár- lega þurfi að fjárfesta fyrir 13-15 milljarða að meðaltali næstu árin til þess að ná að halda í við endurnýj- unarþörfina,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við Morgunblaðið. Þörf fyrir fjárfestingar í smíði togara og vélskipa fram til ársins 2030 nemur um 180 milljörðum króna, að sögn Heiðrúnar Lindar. Miðað er við 35 nýja togara á þessu tímabili fyrir um 84 milljarða og 110 vélskip fyrir um 95 milljarða. Í þessum tölum er ekki mat á fjár- festingarþörf í fiskvinnslu. »14 180 milljarðar í ný fiskiskip til 2030 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar Eyktar biðu í 11 mánuði eftir því að Reykjavíkurborg af- greiddi eignaskiptalýsingu á Bríetartúni 9-11. Vegna þessa og annarra tafa verði 94 íbúðir í húsinu afhentar mun síðar en ella. Þetta segir Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar, og bendir á að slíkum töfum fylgi mikill vaxta- kostnaður. Fyrir vikið verði íbúðirn- ar dýrari en ella. Pétur nefnir í samtali við Morgun- blaðið dæmi um hindranir sem borg- in hafi sett í veg uppbyggingar á Höfðatorgi. Til dæmis hafi verið gerðar strangar kröfur um sorp- hirðu. Þegar þeim var mætt hafi enn strangari kröfur verið gerðar. Það hafi tafið framkvæmdir við Bríetar- tún 9-11 um fjóra til sex mánuði. Tafði fyrir byggingu hótels Pétur segir einnig að það hafi tek- ið 11 mánuði að ganga frá eigna- skiptalýsingu fyrir húsin og hún bíði enn samþykktar sýslumanns. Þetta hafi tafið mjög fyrir sölu íbúða. Hann segir þetta verklag Reykja- víkurborgar ekki bundið við Höfða- torg. Til dæmis hafi uppbygging hótels á Laugavegi 95-99 tafist mik- ið vegna vinnubragða borgarinnar. Deiliskipulagi hafi verið breytt eftir að allra tilskilinna leyfa hafði verið aflað og til stóð að rífa það í janúar sl. Pétur segir þetta koma niður á borginni. Með slæmri þjónustu verði hún af miklum tekjum og fæli frá fyrirtæki. Tafirnar auki vaxtakostn- að og leiði að lokum til hærra íbúða- verðs. »6 Gerir nýju íbúðirnar dýrari Morgunblaðið/Hari Höfðatorg Eykt byggir á svæðinu. Þar er atvinnuhúsnæði og íbúðir.  Stjórnarformaður Eyktar gagnrýnir seinagang Reykjavíkurborgar  Hulda Valtýs- dóttir, fyrrver- andi borgar- fulltrúi og blaða- maður, lést sl. sunnudag, 92 ára að aldri. Hulda starfaði hjá Morgun- blaðinu frá barn- æsku, sat um árabil í stjórn Árvak- urs, útgáfufélags blaðsins, og var varaformaður stjórnar félagsins um tíma. Hulda þýddi meðal annars barna- leikrit norska leikskáldsins Thor- bjørns Egners á íslensku. »2 Hulda Valtýs- dóttir látin Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Samkomulag hefur enn ekki náðst í kjaradeilu ljósmæðra við íslenska ríkið, en fundað var í níunda sinn hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. Næsti fundur verður haldinn 16. maí, en óformlegur vinnufundur verður haldinn á morgun. Yfir tuttugu ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum og viðbúið er að þjónusta spítalans skerðist mjög í sumar. Sumar þeirra sem sagt hafa upp hafa þegar ráðið sig til annarra starfa eða skráð sig til náms. Helmingur ljósmæðra á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja hefur sagt upp störfum. Vill svör frá forsætisráðherra Hljóðið í ljósmæðrum verður þyngra með hverjum degi sem líður í deilunni, að sögn Guðrúnar Gunn- laugsdóttur, ljósmóður á Landspít- alanum. Hún vandar ráðamönnum ekki kveðjurnar, ekki síst vegna um- mæla fjármálaráðherra um helgina um að kröfur ljósmæðra væru um 20% umfram það sem svigrúm rík- isins leyfði. „Ég er reglulega ósátt og gáttuð, sérstaklega vegna ummæla fjár- málaráðherra. Ég skil ekki að hann skuli ekki geta talað á dálítið fallegri nótum,“ sagði hún, en nefndi þó einnig að Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra hefði orðið tvísaga og Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hefði ekki lagt ljósmæðrum lið til þessa. „Hvar er hún, spyr ég. Það hefur hvorki sést til hennar né heyrst. Þetta er kona sem hefur í mörg ár talað fyrir kvenréttindum og með kvennastéttum. Ég veit ekki hvar hún er og kalla eftir viðbrögðum. Er hún með okkur eða á móti?“ Ljósmæður lögðu í gær fram sömu röksemdir og áður fyrir kjara- bót og engin útfærsla að lausn var lögð fram af hálfu ríkisins. Samtal er þó hafið að sögn formanns samn- inganefndar ljósmæðra. Enn virðist langt í land  Ljósmæður orðnar þreyttar og ósáttar  Viðbragða forsætisráðherra óskað  Leita í störf í öðrum atvinnugreinum  Helmingur sagt upp á Suðurnesjum MLjósmæður leita í önnur störf »2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Samstaða Ljósmæður sýndu samstöðu fyrir fundinn í gær. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndarinnar, stillti sér upp fyrir fjölmiðlafólk, en ljósmæður höfðu útbúið boli sem þær mættu í. Tilefnið var tilmæli fjármálaráðuneytisins um að þeim væri óheimilt að neita að taka að sér yfirvinnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.