Morgunblaðið - 08.05.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
Fjarðarpósturinn Síðasta forsíða.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þegar nær dregur kosningum
aukast beiðnir um birtingu greina og
þá minnum við á að greinar frá fram-
boðum sem auglýsa hjá okkur ganga
að sjálfsögðu fyrir, “ segir m.a. í
skilaboðum frá Fjarðarpóstinum til
þeirra framboða sem bjóða fram
lista í Hafnarfirði fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar.
Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri
Fjarðarpóstsins, staðfestir í samtali
við Morgunblaðið að framboðin hafi
fengið þessi skilaboð. Hefur blaðið
ekki áður gripið til þessa ráðs, og eft-
ir því sem Morgunblaðið kemst næst
er um nýjung að ræða hér á landi
þegar kemur að birtingu aðsendra
greina í blöðum.
„Við settum þessa reglu núna til
að benda fólki á að það er ekki enda-
laust pláss í þessu umbroti sem blað-
ið er í. Eins og þetta er núna náum
við að birta átta eða níu aðsendar
greinar í hverju blaði. Til að geta
komið sem flestum fyrir höfum við
hámarkslengd hverrar greinar 250
orð. Við höfum til þessa náð að birta
allar greinar, sem betur fer. Við vilj-
um kappkosta það. En þegar nær
dregur kosningum, þegar fleiri
greinar fara að bætast við og vantar
auglýsingar á móti, til að hafa fjöl-
breytni í blaðinu, þá verðum við að
grípa til þessa ráðs. Mér finnst eðli-
legt að þeir sem hafa verið duglegir
að auglýsa hjá okkur fái þá greinar
frekar birtar,“ segir Olga.
Spurð hvort þessi vinnuregla tak-
marki ekki möguleika framboða á að
birta greinar í blaðinu telur Olga
ekki svo vera, þar sem allir geti feng-
ið grein birta á vefsíðu Fjarðarpósts-
ins. Til að tryggja fjölbreytni greina
sé einnig höfð sú regla að birta ekki
fleiri en eina grein frá hverju fram-
boði.
Brot á fjölmiðlalögum?
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, lög-
fræðingur fjölmiðlanefndar, segir
mál af þessum toga ekki hafa komið
á borð nefndarinnar. Við fyrstu sýn
svipi þessu til máls Hringbrautar
fyrir þingkosningar 2016, þegar
sjónvarpsstöðin bauð upp á kynning-
arþætti gegn greiðslu, sem hluta af
auglýsingapakka. Var þáttunum rit-
stýrt af flokkunum.
Fjölmiðlanefnd skilaði áliti um
þetta og taldi að Hringbraut hefði
brotið gegn 26. gr. laga um fjölmiðla.
Var það mat nefndarinnar að fyllstu
hlutlægni og nákvæmni hefði ekki
verið gætt þegar stjórnmálaöflum
var boðið að gera þessa kynningar-
þætti. Fjölmiðlum bæri að gæta
jafnræðis í umfjöllun í aðdraganda
kosninga og gæta þess að sjónarmið
allra flokka kæmu fram.
„Ganga að sjálfsögðu fyrir“
Fjarðarpósturinn minnir framboð í Hafnarfirði á að aðsendar greinar þeirra njóti forgangs ef auglýst
er í blaðinu Svipar til máls Hringbrautar fyrir kosningar 2016, segir lögfræðingur Fjölmiðlanefndar
Tuttugu
segja upp
Tuttugu þjón-
ustufulltrúar í
Hörpu ákváðu að
segja upp eftir
fund með Svan-
hildi Konráðs-
dóttur, forstjóra
Hörpu, í gær.
Fundurinn var
boðaður vegna
þjónustufulltrúa
sem ofbauð og
sagði upp eftir að laun forstjórans
voru hækkuð á meðan laun þjónustu-
fulltrúanna voru lækkuð.
Á fundinum staðfesti Svanhildur að
þjónustufulltrúar Hörpu hefðu verið
þeir einu sem fengu beina launalækk-
un, en þeir voru fyrir launalægstir
allra starfsmanna Hörpu. Þjónustu-
fulltrúarnir voru mjög ósáttir við
skýringar forstjórans á því af hverju
engir aðrir starfsmenn hefðu þurft að
taka á sig launalækkun. Upplifðu þeir
vanþekkingu stjórnenda Hörpu á
störfum sínum á fundinum og ákváðu
20 að segja upp störfum.
Lægst launuðu í
Hörpu fengu lækkun
Svanhildur
Konráðsdóttir
Um 500 manns höfðu í gær kosið ut-
ankjörfundar hjá sýslumannsemb-
ættinu á höfuðborgarsvæðinu vegna
komandi sveitarstjórnarkosninga. Á
landinu öllu höfðu um 750 slík at-
kvæði borist og er þetta heldur betri
þátttaka en á sama tíma fyrir kosn-
ingarnar 2014.
Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðs-
stjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá
sýslumanninum á höfuðborgarsvæð-
inu, segir ágæta þátttöku utan kjör-
fundar núna ekkert segja til um
góða kjörsókn á kjördag, 26. maí.
Þar hafi í flestum kosningum lítið
samhengi verið á milli. Fjölmargir
þættir geti haft áhrif á kosn-
ingaþátttöku.
Fram til þessa hefur verið hægt
að greiða atkvæði á afgreiðslutíma
sýslumannsembættanna, eins og í
Hlíðasmára 1 í Kópavogi frá kl. 8.30
til 15 á virkum dögum. Þar hefur
einnig verið hægt að kjósa um helg-
ar frá kl. 12-14.
Frá og með næsta föstudegi munu
starfsmenn sýslumanns á höfuð-
borgarsvæðinu opna kjörstað utan
kjörfundar í Smáralind. Þar verður
opið frá kl. 10-22 alla daga vikunnar
fram að kosningum, að því undan-
skildu að lokað verður á hvítasunnu-
dag, 20. maí.
Einnig verður hægt að kjósa utan
kjörfundar á sjálfum kjördeginum
en þá bera kjósendur ábyrgð á því
að atkvæði þeirra skili sér tímanlega
í viðkomandi sveitarfélag. bjb@mbl.is
Um 500 hafa
kosið utan
kjörfundar
Opnað í Smáralind
næsta föstudag
Keilir er áberandi kennileiti á Reykjanesi og laðar til
sín fjölmarga göngumenn ár hvert. Hæsti toppur fjalls-
ins er í tæplega 400 metra hæð yfir sjávarmáli og í
björtu veðri má þaðan njóta stórbrotins útsýnis. Þegar
ljósmyndari sá Keili voru birtuskilyrðin eilítið drama-
tísk, snjóföl yfir svæðinu og dimm él með köflum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Keilir á Reykjanesi í svölu maíhreti
Kynnt var á blaðamannafundi í gær
skýrsla sem unnin var af ráðgjöfum
KPMG um framtíð atvinnulífs á Suð-
urnesjum fram til ársins 2040, en þar
eru settar fram fjórar sviðsmyndir
um mögulega framtíðarþróun á
svæðinu í þeim efnum.
Fram kemur í skýrslunni, sem
unnin var fyrir Þróunarfélag Kefla-
víkurflugvallar - Kadeco, Isavia og
Samband sveitarfélaga á Suðurnesj-
um, að atvinnulíf á Suðurnesjum hafi
tekið stakkaskiptum á undanförnum
árum. Ótrúleg uppbygging hafi
þannig átt sér stað í kjölfar áfalla
vegna brotthvarfs Bandaríkjahers
og alþjóðlegs efnahagshruns.
Farið er yfir þróun síðustu ára í
atvinnulífi Suðurnesja og settar upp
eftirfarandi sviðsmyndir:
Fyrsta sviðsmyndin er nefnd Iðn-
aðarsvæðið þar sem gert er ráð fyrir
að verulegur samdráttur verði í flug-
starfsemi og samhliða fólksfækkun.
Áherslan hafi fyrir vikið færst yfir á
magnframleiðslu í iðnaðarstarfsemi
og sjávarútvegi.
Önnur sviðsmyndin gengur út á að
flutningur á ferskum afurðum með
flugi hafi stóraukist. Ekki síst á
markaði í Asíu. Samhliða því hafi
hafnir á Suðurnesjum tekið að sér að
sjá um umskipun á varningi frá Asíu
um Norðurskautið.
Þriðja sviðsmyndin byggist minna
á flugtengdri starfsemi í kjölfar
minni vaxtar í ferðaþjónustu og
meira á virðisauka í atvinnustarf-
semi, uppbyggingu í nýsköpun og
öflugu rafrænu samfélagi.
Fjórða sviðsmyndin gerir ráð fyrir
mikilli tengingu við umheiminn og
áherslu á virðisauka í atvinnustarf-
semi, uppbyggingu á alls konar
starfsemi í kringum Keflavíkurflug-
völl, svo sem vegna verslunarrekst-
urs og ráðstefnuhalds, og mikilli
fjölgun erlendra íbúa á Suðurnesjum
sem verði fleiri en innfæddir Suður-
nesjamenn.
Minnt er á í lok skýrslunnar að
ákvarðanir sem teknar séu í dag geti
haft áhrif um langa framtíð. Hvatt er
ennfremur til þess að skýrslan og
sviðsmyndirnar sem dregnar eru
upp í henni verði notaðar af sem
flestum til þess að máta við stefnur
eða viðskiptamódel sín miðað við
ólíka framtíðarþróun atvinnulífs á
Suðurnesjum. hjortur@mbl.is
Möguleg framtíð sett á svið
Fjórar sviðsmyndir lýsa mögulegri framtíðarþróun atvinnulífs á Suðurnesjum
Minnt á að ákvarðanir sem teknar eru í dag geti haft áhrif um langa framtíð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framtíð Miklir framtíðarmögu-
leikar eru á Suðurnesjum.
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Kvartbuxur
Kr. 8.900 • Str. 36-52
4 litir: Beige, hvítt, svart
og dökkblátt