Morgunblaðið - 08.05.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm
Verð 12.500 kr.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hægagangur í skipulagskerfinu í
Reykjavík hefur tafið mikið fyrir
uppbyggingu á Höfðatorgi. Það
hefur aftur tafið fyrir afhendingu
íbúða með tilheyrandi kostnaði fyrir
byggingaraðila og íbúðakaupendur.
Þetta segir Pétur Guðmundsson,
stjórnarformaður Eyktar, sem telur
mikið skorta á að borgin þjónusti
viðskiptavini sína. Eykt hafi til dæm-
is greitt yfir milljarð í gatnagerðar-
gjöld á Höfðatorgi en fengið veru-
lega ófullnægjandi þjónustu.
Pétur nefnir nokkur dæmi af
Höfðatorgi máli sínu til stuðnings.
Í fyrsta lagi hafi skipulagsyfirvöld
gert kröfur um að sorpgeymslur við
Bríetartún 9-11 yrðu ekki neðan-
jarðar. Sorphirðan skuli enda vera
ofanjarðar. Jafnframt hafi skipu-
lagsyfirvöld gert kröfu um að sorpið
yrði flokkað til endurvinnslu. Við því
hafi Eykt brugðist með því að láta
teikna djúpgáma fyrir sorp. Þegar
útfærslan lá fyrir hafi fulltrúar borg-
arinnar hins vegar gert kröfu um að
sorpið skyldi flokkað í sex flokka eða
fleiri en áður var krafist. Pétur segir
að með því hafi verið gerðar meiri
kröfur en nú tíðkast í borginni.
Vegna þessa hægagangs hafi fram-
kvæmdir við Bríetartún 9-11 tafist
um fjóra til sex mánuði. Afhendingu
íbúða hafi seinkað sem því nemur en
nú á að afhenda þær í janúar og febr-
úar.
Tók 11 mánuði að fá samþykki
Í öðru lagi hafi það tekið borgina
11 mánuði að ganga frá eignaskipta-
lýsingu á Bríetartúni 9-11. Lýsingin
hafi verið lögð fram í apríl í fyrra og
ekki verið samþykkt fyrr en í mars
síðastliðnum. Hún bíður enn stað-
festingar hjá sýslumanni. Pétur seg-
ir þetta hafa tafið mikið fyrir sölu
íbúða í húsinu. Afleiðingin sé meðal
annars hærri vaxtakostnaður. Eykt
geti ekki gengið frá kaupsamningum
á íbúðum þótt íbúðir séu fráteknar.
Beinn kostnaður sé að minnsta kosti
vel á annað hundrað milljónir.
Í þriðja lagi hafi Eykt fengið það
svar frá byggingarfulltrúa að það
rúmaðist innan deiliskipulags að
heimila gistileyfi á 38 íbúðum í
vesturbyggingu Bríetartúns 9-11.
Til aðgreiningar frá venjulegum
íbúðum stóð til að leigja fyrstu átta
hæðirnar af 12 í byggingunni. Hópur
25 einstaklinga og fjárfesta vildi
kaupa þessar íbúðir.
„Við töldum þetta samræmast
deiliskipulagi. Síðan breytir borgin
aðalskipulagi án þess að tilkynna
okkur það. Auðvitað fór það í lög-
formlegt tilkynningarferli. Þegar
heilum reitum er hins vegar breytt,
og settar stífari kvaðir, er æskilegra
að það sé kynnt mönnum. Slíkt var
ekki gert. Eftir þetta áttum við fund
með fulltrúa skipulagsins og kynnt-
um áform um síðustu bygginguna.
Þar getum við byggt íbúðir, sem
rúmast innan ramma þess aðal-
skipulags sem farið er fram á. Við
erum að tala um 100-110 íbúðir.“
Vildi skrifa undir í febrúar
Pétur segir þessa breytingu á
notkun óbyggða hússins leiða til
beins fjártjóns fyrir Eykt. Félagið
hafi látið teikna atvinnuhúsnæðið og
verið með áhugasama leigutaka.
„Það var aðili sem vildi skrifa und-
ir leigusamning í febrúar en við
frestuðum því vegna anna. Við ætl-
uðum að klára allt húsið í lok apríl.
Það fellur þá um sjálft sig. Tuga
milljóna kostnaður við hönnun er
farinn í súginn vegna þess að okkur
var ekki gerð grein fyrir þessu nýja
aðalskipulagsákvæði um skýlausa
kröfu blöndu íbúðar- og atvinnu-
húsnæðis á Höfðatorgi. Það er mikil
eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði.
Menn geta alltaf slegist á móti mark-
aðnum. Það færist í vöxt að fyrirtæki
kjósi að hafa skrifstofur í öðrum
sveitarfélögum. Nú síðast fór
Tryggingastofnun úr borginni og í
Kópavog.“
Vildu breytingu á húsinu
Í fjórða lagi hafi Hjálmar Sveins-
son, formaður umhverfis- og skipu-
lagsráðs, óskað eftir því að lífgað
yrði upp á Fosshótelsturninn í Þór-
unnartúni 1. Um níu mánuðir voru
þá í afhendingu hússins til hótelsins.
Forsaga málsins er sú að til stóð
að hótelið yrði byggt í sömu hæð og
hæsti hluti byggingarinnar er nú.
Hótelið er nú 16 hæðir en óskað var
eftir að byggja allt að 18 hæðir sem
hefðu rúmast innan hæðartak-
markana deiliskipulagsins. Hæsti
punkturinn er nú lyftuhús.
Pétur segir Eykt hafa óskað eftir
því að byggja 18 hæðir gegn því að
fækka fermetrum í óbyggðum hús-
um á Höfðatorgi. Færa hafi átt 600-
700 fermetra til milli byggingarreita.
Því hafi hins vegar verið hafnað.
Nánast eignaupptaka
„Hjálmar sagðist hins vegar tilbú-
inn að heimila þetta ef fimm til sex
þúsund fermetrar yrðu felldir út á
móti. Það hefði verið eignaupptaka.
Það hefði nánst þurft að fella út eina
byggingu. Þegar hótelið fer að rísa
hefur Hjálmar skoðanir á útliti þess
og óskar eftir fundi með mér til að
ræða hvað sé hægt að gera til að
létta á byggingunni. Við hittumst og
förum yfir það með arkitektum.
Hann óskaði eftir tillögu og við gerð-
um teikningar að útsýnishæð sem
yrði ofan á 16. hæðinni. Ég sagði að
við værum á lokametrunum að
steypa húsið og þetta yrði að vinnast
hratt. Panta þyrfti nýja víra í lyftur,
breyta burðarþoli og svo framvegis.
Þetta væri kostnaður sem Eykt
myndi ekki leggja út í nema það væri
99% öruggt að farið yrði í málið.
Hjálmar telur svo vera og það er far-
ið í þetta með miklum hraði.
Teikningarnar voru svo sendar
ráðgjafarhópi arkitekta á vegum
Reykjavíkurborgar sem mælti ein-
dregið með þessu. Þegar mig var
farið að lengja eftir samþykkt fékk
ég símtal frá Hjálmari og hann til-
kynnir að það verði ekki af þessu.
Það hafi verið óeining innan bygg-
ingar- og skipulagsnefndar og hún
ekki viljað gera þetta af því að þetta
var Höfðatorg. Þar við sat,“ segir
Pétur og bendir á að þessi umskipti
hafi kostað Eykt tugi milljóna. Þá
hafi fulltrúar Fosshótela verið búnir
að handsala leigusamning á útsýnis-
hæð sem ekki var byggð.
„Haustið 2015 birtist viðtal við
Hjálmar í Morgunblaðinu. Tilefnið
var samþykki fyrir útsýnisbar á nýju
hóteli við Hörpu. Þar kom fram hjá
honum að eigandinn hefði sótt svolít-
ið fast að gera þetta,“ segir Pétur
sem telur þetta lýsandi fyrir geð-
þótta borgarinnar.
Hjálmar vanhæfur í málinu
Pétur telur Hjálmar Sveinsson
vanhæfan í málum Höfðatorgs.
„Ég veit ekki hvort það hefur með
það að gera að áður en Hjálmar
Sveinsson komst til valda var hann
með útvarpsþætti um skipulagsmál í
Ríkisútvarpinu. Taldi sig vita mikið
um þau. Þar níddi hann niður mörg
byggingarverkefni í borginni. Þar á
meðal var Höfðatorg sérstakt
áhugamál. Hjálmar var síðan með
gönguferðir um Reykjavíkurborg og
níddi niður ný og fyrirhuguð bygg-
ingarverkefni í borginni. Það er
mjög sérstakt að svona skuli við-
gangast. Ég fór í eina gönguna sem
endaði á Höfðatorgi. Þar hellti
Hjálmar sér yfir Höfðatorgsverk-
efnið, sagði það dæmi um skipulags-
slys. Hvernig á svona maður að geta
fjallað um málið á eðlilegan hátt þeg-
ar hann er orðinn formaður skipu-
lagsnefndar? Ég tel hann vanhæfan
til að fjalla um Höfðatorg, enda hef-
ur það komið berlega í ljós.“
Í fimmta lagi hafi niðurrif á
Laugavegi 95-97 tafist um marga
mánuði. Framkvæmdin hafi fengið
öll tilskilin leyfi og til staðið að byrja
að rífa í janúar. Síðan hafi borgin tal-
ið að breyta þyrfti deiliskipulagi og
það tafið verkefnið um fjóra mánuði.
Telur Pétur þetta sérkennilegt í ljósi
þess að byggt verður samskonar hús
og rifið var og framkvæmdin þegar
verið samþykkt. Þetta tefji opnun
hótelsins um marga mánuði.
Pétur segir allar þessar tafir bitna
mest á borginni sjálfri. Hún verði af
fasteignagjöldum og öðrum tekjum.
Tafirnar auki m.a. vaxtakostnað og
leiði til hærra íbúðaverðs.
Tafirnar gera íbúðirnar dýrari
Forstjóri Eyktar segir hægagang í skipulagskerfinu í Reykjavík leiða til hærra verðs á íbúðum
Afhending íbúða á Höfðatorgi hafi tafist mikið sem og framkvæmdir við nýtt hótel á Laugavegi
Morgunblaðið/Hari
Bríetartún 9-11 Miklar tafir hafa orðið á afhendingu 94 íbúða.
Morgunblaðið/Hari
Laugavegur 95-97 Hefja átti niðurrifið í byrjun árs. Verkið tafðist mikið.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Félagsmenn í Félagi framhaldsskóla-
kennara (FF) og Félagi stjórnenda í
framhaldsskólum
(FS) samþykktu
nýgerðan kjara-
samning með yfir-
gnæfandi meiri-
hluta í
atkvæðagreiðslu
sem lauk í gær.
Alls voru 1.498 á
kjörskrá og
greiddu 1.043 at-
kvæði eða 69,63%.
Já sögðu 720 eða
69,03% en 304 sögðu nei, eða 29,15%.
Guðríður Arnardóttir, formaður Fé-
lags framhaldsskólakennara, er mjög
ánægð með afgerandi úrslit kosning-
anna. „Þetta var skynsamleg niður-
staða hjá félagsmönnum,“ segir hún.
„Sjálfsagt hafa félagsmenn hugsað
þetta með sama hætti og samninga-
nefndin gerði að það væri skynsam-
legt að samþykkja stuttan samning
með þessum launahækkunum núna,“
segir hún í samtali.
Gildistími samningsins er út mars
á næsta ári. Launahækkanir skv.
honum eru í takt við það sem ríkið
hefur samið um að undanförnu við fé-
lög BHM eða 4,21%. Skrifað var und-
ir kjarasamninginn 21. apríl.
69% í FF/FS sögðu já
69% í FG sögðu nei
Félag grunnskólakennara felldi á
dögunum kjarasamning sem samn-
inganefnd þeirra hafði gert við sveit-
arfélögin sem átti líka að gilda til 31.
mars á næsta ári, með tæplega 69%
atkvæða eða sama hlutfalli atkvæða
og samþykkti kjarasamning fram-
haldsskólakennara í atkvæðagreiðsl-
unni sem lauk kl. 14 í gær.
Spurð um þetta segist Guðríður
ekkert geta svarað fyrir grunnskóla-
samninginn „en við í samninganefnd-
inni mæltum með því við félagsmenn
að þeir myndu samþykkja þennan
samning. Við töldum að lengra yrði
ekki komist í þessari lotu. En það
verður að halda því til haga að það er
enginn hoppandi og hífandi glaður
með þessar launahækkanir sem hafa
staðið okkur opinberum starfsmönn-
um til boða í samhengi við þær hækk-
anir sem æðstu stjórnendur bæði hjá
ríki og á almennum markaði hafa ver-
ið að fá í gegnum ákvarðanir kjara-
ráðs og ákvarðanir stjórna fyrirtækja
á almennum markaði“, segir Guðríð-
ur.
„Skynsamleg niðurstaða“
Samþykktu kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta
Guðríður
Arnardóttir
„Þegar við fórum að steypa upp
Katrínartún 4 unnum við eftir sam-
þykktum teikningum, stimpluðum
af byggingarfulltrúa. Við óskuðum
eftir úttekt. Síðan mætti úttektar-
maður frá byggingarfulltrúa og
neitaði að taka út. Það var ekkert
að framkvæmdinni. Honum líkaði
ekki hönnunin. Við þurftum því að
kalla til hönnuði. Síðan bættust við
fleiri hæðir. Þá fékkst það svar frá yfirmanni mannsins að hann væri að
fara í frí og þá væri hægt að klára málið. Við erum að greiða fyrir þessa
þjónustu hjá borginni sem hún er síðan ekki að veita okkur. Við þurftum
að greiða aftur fyrir hana hjá hönnuðunum til að sannreyna að allt væri í
lagi. Byggingaraðilar sem greiða tugi, eða hundruð milljóna, í þjón-
ustugjöld til borgarinnar fá litla sem enga þjónustu,“ segir Pétur.
Neitaði að taka út húsið
FULLTRÚI VAR ÓSÁTTUR VIÐ ÚTLIT KATRÍNARTÚNS 4
Morgunblaðið/Hari
Katrínartún 4 Húsið er rauðlitað.