Morgunblaðið - 08.05.2018, Side 13
ríður segir krakkana í skíðafélagi
Siglufjarðar leggja sitt af mörkum,
þau vinni við mótið, hin ýmsu sjálf-
boðastörf.
„Þau sjá meðal annars um
drykkjarstöðvar fyrir keppendur og
standa sína vakt uppi í fjalli. Allir
taka þátt í mótinu með einum eða
öðrum hætti, bæði foreldrar og iðk-
endur. Allur ágóði fer til barna- og
unglingastarfsins hjá Skíðafélagi
Siglufjarðar, svo þátttakendur
leggja góðu málefni lið með því að
koma og njóta,“ segir Sigríður og
tekur fram að hægt sé að skrá sig á
mótið fram á síðustu stundu.
Fjör Það er alltaf gaman á Ofurtröllamóti. Sigríður ásamt Rúnari manni sín-
um og Agli Inga Jónssyni og Halldóri Hreinssyni frá Fjallakofanum.
Ljómynd/Jón Steinar Ragnarsson
Á fullu í brekkunni Dóttir Sigríðar og Rúnars, Elísabet Alla, en hún ætlar
að vinna við mótið í sjálfboðastarfi eins og annað ungt fólk í Skíðafélaginu.
Upp upp mín sál Tómas
Guðbjartsson læknir er
verndari mótsins, hér
alsæll á leiðinni upp á
Ofurtröllamóti.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
Kristrún Heimisdóttir stýrir fundinum
ALDREI AFTUR! - FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA
Vilhjálmur Bjarnason
fv. alþingismaður
Stefán Svavarsson
endurskoðandi
Andrea Petõ, prófessor í kynjafræði-
deild við Central European University í
Búdapest í Ungverjalandi, er áttundi
og síðasti fyrirlesari í fyrirlestraröð
RIKK – Rannsóknastofnunar í jafn-
réttisfræðum og Jafnréttisskóla Há-
skóla Sameinuðu
þjóðanna (UNU-
GEST) á vormiss-
eri 2018. Fyrir-
lestur hennar
nefnist Ögrun and-
femínískra hreyf-
inga við mannrétt-
indi og verður
fluttur í stofu 23 í
Veröld – Húsi Vig-
dísar, kl. 12 til 13 í
dag, þriðjudaginn 8. maí. Fyrirlest-
urinn er á ensku og er öllum opinn.
Í fyrirlestrinum kryfur Petõ stöðu
andfemínískra hreyfinga í Evrópu og
metur áhrif gagnaðgerða framsæk-
inna afla. Hún heldur því fram að and-
femínískar hreyfingar séu nýtt afl í
evrópskum stjórnmálum sem kalli á
nýjar aðgerðir og viðbrögð. Ef fram-
sækin stjórnmál gleyma uppruna sín-
um og gildum, í síkvikri grasrót, dugar
ekki að notast við þær aðferðir sem
hingað til hafa verið nýttar í jafn-
réttispólitík, til að koma í veg fyrir að
andfemínistahreyfingar nái yfirhönd-
inni, þegar til lengri tíma er litið.
Petõ er doktor í vísindum við Ung-
versku vísindaakademíuna. Hún er
kennari í námskeiðum um evrópska
félags- og kynjasögu, kyn og stjórn-
mál, kvennahreyfingar, eigindlegar
rannsóknaraðferðir, munnlega sögu
og Helförina. Þá hefur hún verið
gestaprófessor við háskóla í Torontó,
Búenos Aires, Stokkhólmi, Frankfurt
og fleiri borgum.
Síðasti fyrirlestur í fyrirlestraröð RIKK á vormisseri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fróðleikur Í Veröld - Húsi Vigdísar eru oft haldnir fróðlegir fyrirlestrar.
Eru andfemínískar hreyfingar
afl í evrópskum stjórnmálum?
Andrea Petõ
Sóla Hólm þekkja flestir landsmenn núorðið, hann er vin-
sæll skemmtikraftur og hefur unnið bæði í sjónvarpi og
útvarpi. Hann þurfti að draga sig í hlé á síðasta ári vegna
veikinda en kemur nú tvíefldur til baka, hefur frá því í
febrúar farið sigurför um landið með splunkunýtt uppi-
stand. Pilturinn sá er óhræddur við að draga sjálfan sig og
aðra sundur og saman í háði og nú geta Selfyssingar og
nærsveitamenn notið skemmtunarinnar, því Sóli ætlar að
vera með uppistand á Hótel Selfossi á morgun, miðviku-
dag 9. maí, kl. 22.
Miðasala er á Kaffi Selfossi og á Tix.is.
Uppistand á Hótel Selfossi á morgun
Sóli Hólm snýr aftur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sóli Hann hefur verið kynnir við ýmis tækifæri.
Skráning fer fram á heimasíð-
unni www.stsr.is, með því að senda
tölvupóst á info@stsr.is eða í síma
899-1193.