Morgunblaðið - 08.05.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.05.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018 RAFHLÖÐUGARÐVERKFÆRI Makita rafhlöðugarðverkfærin eru ýmist fyrir eina eða tvær 18 v raf- hlöður – sömu rafhlöður og eru í öðrum Makita 18 v rafhlöðuverkfærum. Hraðhleðslutæki, sem tekur 2 rafhlöður í einu, er fáanlegt. Makita rafhlöðuverkfærin er þekkt fyrir gæði og endingu. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum. ÞÓR FH Akureyri: Baldursnesi 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta verður engin bylting á tveim- ur árum en að sjálfsögðu vonumst við eftir því að þróunin verði mark- viss og raunveru- legar breytingar og árangur ná- ist,“ segir Helgi Grímsson, sviðs- stjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur- borgar. Borgarráð hef- ur samþykkt að styðja við innleið- ingu nýrrar menntastefnu Reykja- víkurborgar með auknu fjármagni. 60 milljónir munu bætast við fjár- magn til þróunarverkefna en áður höfðu 40 milljóna verið eyrnamerkt- ar til þeirra í ár. Samtals verður því 100 milljónum ráðstafað til þróunar- verkefna í ár. Ákveðið hefur verið að verja 200 milljónum króna til þróun- arsjóðs skóla- og frístundasviðs á næsta ári. Þetta er mikil breyting frá því sem verið hefur því þróunarsjóð- ur hafði úr 19 milljónum að spila á síðasta ári. Fjármagn þetta nýtist leikskólum, grunnskólum, frístunda- heimilum, félagsmiðstöðvum og samstarfsaðilum þeirra í borginni. „Þessi viðbót á árinu ýtir enn frek- ar undir að hver og ein starfsstöð okkar nái að stíga það skref að auka hæfni barnanna sem menntastefnan leggur áherslu á,“ segir Helgi. Drög að menntastefnu borgarinn- ar liggja fyrir og samþykkt hefur verið að senda þau til umsagnar í skólasamfélaginu. Ein af lykilað- gerðum í nýrri menntastefnu felst í því að styðja við fjölbreytt þróunar- verkefni sem ýti undir samvinnu og þar sem starfsstöðvar geti nýtt mannauð sinn í að útfæra og innleiða einstaka áhersluþætti menntastefn- unnar, segir í fréttatilkynningu frá borginni. Við úthlutun þróunarstyrkja á næsta ári verður horft til verkefna sem miða að því að efla hæfniþætti nýrrar menntastefnu auk annarra þátta, s.s. samvinnu af öllu tagi, milli kennara, milli skóla og innan hverfa. Hæfniþættir menntastefnunnar eru: Félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköp- un og heilbrigði. „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Það skiptir máli að geta stutt við menntastefnuna,“ segir Helgi. Aukið fjármagn til skólaþróunar  Ný menntastefna innleidd í borginni Helgi Grímsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þörf fyrir fjárfestingar í smíði tog- ara og vélskipa fram til ársins 2030 nemur um 180 milljörðum króna. Miðað er við 35 nýja togara á þessu tímabili fyrir um 84 milljarða og 110 vélskip fyrir um 95 milljarða. Í þessum tölum er ekki mat á fjár- festingarþörf í fiskvinnslu, en á síðasta ári var fjárfest fyrir um 37 milljarða í sjávarútvegi, 25 milljarða í skip- um og um 12 milljarða í vinnslunni. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, á ársfundi samtakanna síðasta föstudag. Erindi hennar bar yfir- skriftina „Hvernig má hámarka verðmæti sjávarauðlindar“ og fjallaði meðal annars um aðstæður í greininni, samkeppnishæfni, fyrir- sjáanleika og þátt stjórnvalda. Meðalaldur togara lækkaði um fimm ár „Fyrir árið 2016 var meðalaldur togaraflotans 30 ár, en með fjárfest- ingum 2016 og á metárinu 2017 náð- ist að lækka meðalaldur togaranna um fimm ár,“ segir Heiðrún Lind í samtali við Morgunblaðið. „Fiski- skipaflotinn í heild sinni er tiltölu- lega gamall þannig að við áætlum út frá varfærnu mati að árlega þurfi að fjárfesta fyrir 13-15 milljarða að meðaltali næstu árin til þess að ná að halda í við endurnýjunarþörfina. Fjárfesting í fiskvinnslu hefur verið á fleygiferð síðustu ár með nýjustu tækni sem að stórum hluta hefur verið þróuð hér á landi. Þar eins og í veiðunum er nauðsynlegt að ráðast í frekari fjárfestingar. Erfiðara er að áætla þörfina þar, en miðað við fjárfestingar liðinna ára og þá tæknibyltingu sem er að eiga sér stað væri ekki óvarlegt að áætla þörf fyrir 5-10 milljarða árlega fjár- festingu í vinnslu til ársins 2030.“ Reikna megi með að skipum fækki eitthvað, meðal annars vegna þess að nýju skipin séu afkasta- meiri en þau eldri og vegna betri veiðarfæra. Í sumum tilvikum dugi eitt skip í stað tveggja eldri skipa áður. Mörg ný skip í flotann Á síðasta ári má nefna að þrír ný- ir togarar komu til HB Granda, þrír til Samherja og Útgerðarfélags Ak- ureyringa og eitt nýtt skip til FISK Seafood á Sauðárkróki. Þá kom nýr frystitogari til Ramma í fyrra. Um síðustu helgi kom nýr Páll Pálsson til Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal og nýr Breki til Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Á Spáni er í smíðum rúmlega 81 metra flakafrystitogari fyrir HB Granda og er stefnt að afhendingu skipsins um mitt næsta ár. Verið er að smíða sjö 29 metra skip fyrir fjögur íslensk útgerðarfyrirtæki hjá VARD-skipasmíðastöðinni í Noregi. Fyrirtækin eru Bergur-Huginn, Gjögur, Skinney-Þinganes og Sam- herji og verða þau öll afhent á næsta ári. Þá er verið að smíða 45 metra línuskip fyrir Vísi í Grindavík í Póllandi og það á að vera tilbúið um mitt næsta ár. Spurð um ytri skilyrði fyrir fjár- festingar í sjávarútvegi segir Heið- rún Lind: „Við vonum að skilyrði verði fyrir hendi til fjárfestinga á næstu árum, en eins og staðan er núna er árferð- ið erfitt. Krónan er sterk og því fá fyrirtækin lægra verð fyrir afurðir í íslenskum krónum. Á sama tíma hafa launahækkanir í landi gert sjávarútveginum erfitt fyrir, auk margföldunar á veiðigjaldi og veru- legrar hækkunar kolefnisgjalds. Álögur hækkaðar verulega Það er sérstakt að í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar segir að treysta eigi samkeppnishæfni ís- lensks sjávarútvegs en á sama tíma skuli álögur hækkaðar verulega á greinina. Þau rekstrarskilyrði sem stjórnvöld hafa skapað atvinnu- greininni eru síst til að auðga fjár- festingar, raunar þvert á móti, og af þeim sökum getum við illa treyst samkeppnishæfni sjávarútvegs til framtíðar.“ Í máli hennar kom fram að veiði- gjald hefði tvöfaldast með nýju fisk- veiðiári 1. september síðastliðinn og sérstakur afsláttur verið afnuminn. Veiðigjaldið hefði tvívegis síðustu mánuði farið yfir einn milljarð á mánuði og nam 1.137 milljónum í marsmánuði síðastliðnum. Þörf á miklum fjárfestingum á næstu árum  Áætlun gerir ráð fyrir að verja þurfi um 180 milljörðum í fiskiskip til 2030 Fjárfesting og fjárfestingaþörf í sjávarútvegi á Íslandi Fjárfesting í sjávarútvegi 1990 til 2017, í milljörðum króna* Meðalaldur fiskiskipaflotans 2000-2017 Fjárfestingaþörf til 2030 *Á föstu verðlagi 2017 35 30 25 20 15 10 5 0 35 30 25 20 15 ár milljarðar kr. Fiskveiðar Fiskvinnsla ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 2000 2017 109 15 37 23 27 14 6 11 776 98 7 10 1514 10 24 29 19 10 11 8 15 910 Öll fiskiskip Opnir fiskibátar Vélskip Togarar Heimild: SFS og Hagstofa Íslands Heimild: SFS og Hagstofa Íslands Heimild: SFS 35 togarar = 84 milljarðar kr. 110 vélskip = 95 milljarðar kr. samtals um 180 milljarðar króna Heiðrún Lind Marteinsdóttir Ljósmynd/Gusti Productions Nýsmíði Nýr Páll Pálsson ÍS kom til Ísafjarðar á laugardag. Um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingu í sjávarútvegi á Vestfjörðum um langa hríð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.