Morgunblaðið - 08.05.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
Draghálsi 18-26, 110 Reykjavík | Sími: 588 1000 | netsofnun.is
Við bjóðum upp á hentugar og
infaldar fjáröflunarleiðir fyrir
élagasamtök og einstaklinga.
þróttafélög • starfsmannafélög • k
emendafélög • saumaklúbbar • o.
Kíktu á www.netsöfnun.is
og kynntu þér möguleikana.
e
f
í
n
órar
fl.
Fjáröflun
8. maí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 101.91 102.39 102.15
Sterlingspund 137.92 138.6 138.26
Kanadadalur 79.13 79.59 79.36
Dönsk króna 16.305 16.401 16.353
Norsk króna 12.617 12.691 12.654
Sænsk króna 11.501 11.569 11.535
Svissn. franki 101.44 102.0 101.72
Japanskt jen 0.932 0.9374 0.9347
SDR 145.51 146.37 145.94
Evra 121.46 122.14 121.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.8871
Hrávöruverð
Gull 1309.35 ($/únsa)
Ál 2315.0 ($/tonn) LME
Hráolía 73.74 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Sigrún Ragna
Ólafsdóttir, forstjóri
Mannvits, hefur til-
kynnt stjórn félags-
ins þá ákvörðun
sína að láta af störf-
um. Sigrún Ragna,
sem áður var m.a.
forstjóri VÍS, tók við
starfinu í desember
síðastliðnum.
Í stuttri tilkynningu frá Mannviti er
haft eftir Sigrúnu að það hafi verið
spennandi og áhugavert að koma inn í
fyrirtækið og kynnast nýrri atvinnugrein.
„Framtíðarsýn mín og lykileigenda fer þó
ekki saman og því er best að ljúka þessu
nú á sem farsælastan hátt.“
Mannvit er eitt stærsta fyrirtæki
landsins á sviði tæknilegrar ráðgjafar og
nýsköpunar. Auk aðalskrifstofu í Kópa-
vogi rekur Mannvit átta starfsstöðvar
hérlendis og skrifstofur í fimm öðrum
löndum. Fyrirtækið er að fullu í eigu
starfsmanna.
Sigrún Ragna lætur af
störfum hjá Mannviti
Sigrún Ragna
Ólafsdóttir
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Jón Ágúst Þorsteinsson forstjóri
hugbúnaðarfyrirtækisins Klappa
grænna lausna hf., sem framleiðir
lausnir fyrir umhverfisstjórnun og
var skráð á First North hlutabréfa-
markaðinn í september 2017, sagði á
fræðslufundi KPMG á dögunum að ef
félagið hefði ekki farið á markað hefði
vöxtur þess orðið einungis 0-10% á
milli ára, í stað 70% eins og reyndin
hefur orðið.
Jón Ágúst sagði að útrás væri haf-
in hjá félaginu, með sölu á vörum til
Litháen, og skráning félagsins léki
þar stórt hlutverk. Hún þýddi að
félagið væri tekið alvarlega á erlend-
um mörkuðum. „Það styrkir ímynd
félagsins að vera skráð, og það fær
yfirbragð trausts félags á norrænum
mörkuðum,“ sagði Jón.
Mælir með skiptingu bréfa
Á fundinum mælti hann með því
fyrir vaxtarfyrirtæki í svipaðri stöðu
að skipta hlutabréfum við skráningu í
A og B bréf. A bréf Klappa væru
þannig í eigu frumkvöðlanna, sem
réðu för í fyrirtækinu, en B bréfin
væru skráð á markað. Þetta fyrir-
komulag veitti ákveðna minnihluta-
vernd, og kæmi í veg fyrir yfirtöku.
Á fundinum ræddi Páll Harðarson
forstjóri kauphallarinnar almennt
um First North markaðinn, og sagði
að hér á landi þyrftu menn að hugsa
þann markað alveg upp á nýtt, enda
gæfi hann mikla möguleika og væri
mikið notaður í Evrópu.
Hann sagði að eftir fyrirhuguð
kaup Iceland Seafood á Solo Seafood
ehf. þá væru samtals þrjú íslensk
fyrirtæki á meðal 20 stærstu fyrir-
tækja á First North í Evrópu. Hin
eru Kvika banki og Hampiðjan.
Hann sagði að í Evrópu væru ein-
staklingar drífandi kraftur á bak við
fjárfestingar á First North. „Meðal-
hlutafjárútboð á First North er 6-700
milljónir íslenskra króna. Minnsta út-
boðið var 150 milljónir króna en það
stærsta sex milljarðar.“
Páll sagði að fyrirtækin nýttu svo
markaðinn í framhaldinu til að sækja
sér aukið hlutafé. „Hér er lítill gaum-
ur gefinn að þessu hlutverki mark-
aðarins. Skráning á markað á ekki að
vera endastöð.“
70% undir fimm milljörðum
Páll varpaði fram ýmissi áhuga-
verðri tölfræði um First North mark-
aðinn í Evrópu á fundinum. Þannig
kom fram í máli hans að um 70% fyr-
irtækja á markaðnum væru með
markaðsvirði undir fimm milljörðum
íslenskra króna. Þá var nærri helm-
ingur fyrirtækja sem komu ný inn á
First North árið 2017 með innan við
100 milljónir í tekjur. „14-15 fyrir-
tæki höfðu engar tekjur.“
Hann sagði að 70% nýskráðra fyr-
irtækja á markaðnum árið 2017 hefðu
verið rekin með tapi. „Það er allt í
lagi, því markaðurinn á að hjálpa til
við að snúa tapi í hagnað, hann á að
gefa fyrirtækjunum vængi.“
Þá sagði Páll að miðgildi fjölda
starfsmanna nýrra fyrirtækja árið
2017 hefði verið 19.
Páll birti að lokum spá sína um
þróun First North markaðarins, en
þar kom fram að búast mætti við 2-4
nýjum fyrirtækjum á ári á markaðinn
hér á Íslandi. Þau mundu þar afla 2-4
milljarða króna í hlutafé í frum-
útboðum árlega. Að auki yrði 5-10
milljarða aflað árlega með útgáfu nýs
hlutafjár þegar skráðra fyrirtækja.
Þá spáði hann því að 20 fyrirtæki
yrðu skráð á First North hér á landi
að fimm árum liðnum, en í dag eru
þau fimm talsins.
Hraðari vöxtur vegna
skráningar á First North
Morgunblaðið/Kristinn
First North Vöxtur Klappa var 70% milli ára eftir skráningu, í stað 0-10%.
Klappir og First North
» First North er fyrir vaxtar-
fyrirtæki í Evrópu.
» Klappir voru með 210 millj-
ónir króna í tekjur í fyrra og
-12% EBITDA.
» Fyrirtæki í viðskiptum við þá
hafa náð 12,3% orkusparnaði.
» Viðskiptavinir eru 150, not-
endur 1.500 og hluthafar 328.
» Eigið fé 259 mkr.
» 64 fyrirtæki í Evrópu hafa á
þessum áratug flust frá First
North yfir á aðallista.
Þrjú íslensk fyrirtæki á meðal 20 stærstu á First North mörkuðum í Evrópu
Lán lífeyrissjóða til heimila námu
350 milljörðum króna í lok þriðja
ársfjórðungs, samkvæmt nýjum
tölum á vef Seðlabanka Íslands.
Sjóðfélagalán stóðu í 329 milljörð-
um króna um áramótin og því
nemur vöxtur útistandandi lána til
heimila 21 milljarði króna á fyrsta
fjórðungi ársins.
Alls námu ný útlán lífeyrissjóð-
anna 12 milljörðum króna í mars.
Þar af voru verðtryggð lán 8,9
milljarðar króna. Ný útlán lífeyr-
issjóðanna á fyrsta fjórðungi árs-
ins námu samtals 33 milljörðum
króna. Þar af voru 25,2 milljarðar
króna í verðtryggðum lánum.
Fjárhæð nýrra útlána lífeyrissjóð-
anna á fyrstu þremur mánuðum
ársins er um tveimur milljörðum
hærri en á fyrsta ársfjórðungi
2017.
Alls veittu lífeyrissjóðirnir 579
lán í mars. Samkvæmt því var
meðalfjárhæð lána í þeim mánuði
um 20,7 milljónir króna. Meðal-
lánsfjárhæð á fyrsta ársfjóðungi
var 20,2 milljónir króna .
Sjóðfélagalán 350 milljarðar
Farþegar Icelandair í apríl voru 268
þúsund og fækkaði þeim um 2% frá
aprílmánuði í fyrra. Sætanýting var
77,2% í mánuðinum, en til saman-
burðar var sætanýting 82,6% í apríl í
fyrra. Í tilkynningu Icelandair
Group til Kauphallar kemur fram að
farþegum félagsins hafi fjölgað á N-
Atlantshafsmarkaðinum á milli ára
en fækkað á ferðamannamarkaðin-
um til Íslands og heimamarkaðinum
frá Íslandi. Tekið er fram að á árinu
2017 voru páskar í apríl en í mars í ár
og hafi það áhrif á samanburð á milli
ára.
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins
voru millilanda-
farþegar Iceland-
air tæplega 928
þúsund, sem er
um tvö þúsund
færri farþegar en
á sama tímabili í
fyrra. Á sama
tíma hefur fram-
boðnum sætis-
kílómetrum fjölg-
að um 5%.
Sætanýting var 76,7% fyrstu fjóra
mánuði ársins en til samanburðar
var nýtingin 78,9% í þessum hluta
ársins í fyrra.
Sætanýting 77% hjá
Icelandair í apríl
Flug Farþegum
fækkaði í apríl.
Farþegafjöldi helst nær óbreyttur