Morgunblaðið - 08.05.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.05.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti til- kynnti í gærkvöldi á Twitter að hann hygðist kynna ákvörðun sína í dag, þriðjudag, um það hvort Bandaríkin styðji við kjarnorkusamkomulagið sem gert var árið 2015 við Íran eða hvort hann muni draga landið út úr því. Trump hefur verið mjög gagn- rýninn á samkomulagið og meðal annars sagt það eitt hið versta sem Bandaríkin hafi nokkurn tímann átt þátt í. Helstu bandamenn Bandaríkj- anna, Bretar og Frakkar, sem hvorir tveggja eru aðilar að samkomulag- inu, hafa hvatt Trump til að standa við það þar sem aðrir kostir í boði séu ekki fýsilegir til þess að koma böndum á kjarnorkuvopnaáætlanir Írana. Boris Johnson, utanríkisráð- herra Breta, fór í sérstaka heimsókn til Washington, höfuðborgar Banda- ríkjanna, í gær til þess að freista þess að telja ráðamenn þar á að styðja við samkomulagið. Fundaði Johnson með Mike Pompeo, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og Mike Pence varaforseta, auk þess sem hann mætti í spjallþáttinn „Fox and friends“, sem Trump fylgist víst grannt með, til þess að tala máli sam- komulagsins. Fyrr um daginn hafði Hassan Rouhani, forseti Írans, sagt að Ír- anar myndu styðja við samkomulag- ið, jafnvel þó að Bandaríkin drægju sig frá því, en bara ef hin aðildarríkin ákvæðu að halda sig einnig við það. Sagði Rouhani ennfremur að Banda- ríkin myndu tapa mest á því ef Trump ákvæði að slíta samkomulag- inu. Kynnir ákvörðun sína í dag  Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hvetur Bandaríkin til að styðja við kjarnorkusamkomulagið  Rouhani segir að Bandaríkin muni tapa mestu AFP Bandamenn Þeir Boris Johnson og Mike Pompeo ræddu saman um kjarnorkusamkomulagið í gær. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sést hér halda til sér- stakrar messu í Kreml eftir að hann sór embættiseið sinn í fjórða sinn í gær. „Ég lít á það sem skyldu mína og markmið lífs míns að gera allt mögulegt fyrir Rúss- land, fyrir nútíð þess og framtíð,“ sagði Pútín í ræðu sinni við embættistökuna, en á meðal gesta voru hasar- myndaleikarinn Steven Seagal, sem nú hefur rúss- neskan ríkisborgararétt, Gerhard Schröder, fyrrver- andi kanslari Þýskalands og Naina Jeltsína, ekkja Borisar Jeltsín, fyrrverandi Rússlandsforseta. AFP Til fundar við hið geistlega vald Peter Madsen, uppfinningamað- urinn sem dæmd- ur var í lífstíðar- fangelsi fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, áfrýj- aði í gær lengd dómsins. Hann ákvað hins vegar ekki að áfrýja sakfellingunni fyrir morðið. Héraðsdómstóll í Kaupmanna- höfn sakfelldi Madsen hinn 25. apríl síðastliðinn fyrir að hafa myrt Wall, bútað lík hennar í sundur og varpað í sjóinn í ágúst síðastliðnum, en Wall var að taka viðtal við Madsen vegna kafbáts sem hann hafði smíð- að. Madsen hélt því fram að andlát Walls hefði ekki borið að með sak- næmum hætti, en játaði að hafa reynt að dylja afdrif hennar. Dóm- stóllinn taldi hins vegar sannað, þrátt fyrir skort á vitnum, að hann hefði myrt hana. Madsen áfrýjar lengd dómsins Peter Madsen DANMÖRK Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kynnti í gær nýj- ar refsiaðgerðir landsins gegn stjórnvöldum í Venesúela. Auk þess kallaði Pence eftir því að forsetakosn- ingunum, sem fara eiga fram 20. maí næstkom- andi yrði frestað, þar sem þær væru í raun „falskar“. Stjórnarand- staðan hyggst sniðganga kosning- arnar. Pence kynnti þetta á fundi sam- taka Ameríkuríkja, OAS, í Wash- ington, en þar kom einnig fram að refsiaðgerðirnar gegn Venesúela tengdust þátttöku stjórnvalda þar í flutningi og sölu fíkniefna, en ýmsir af bakhjörlum Nicolas Maduros, forseta Venesúela, eru sagðir hafa tengsl inn í slík viðskipti. Bandaríkin kynna nýjar refsiaðgerðir Mike Pence VENESÚELA Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í gær að stærsta bólusetningar- herferð sögunnar gegn kóleru væri hafin í Afríku, en henni er ætlað að hamla útbreiðslu sjúkdómsins víðs- vegar um álfuna. Stefnt er að því að meira en tvær milljónir manna muni fá bólu- efni gegn kóleru í fimm ríkjum Afríku; Malaví, Nígeríu, Suður- Súdan, Úganda og Sambíu, og er stefnt að því að dreifingu efnisins verði lokið um miðjan júní. Að minnsta kosti 12 ríki Afríku glíma nú við kólerufaraldur, en sjúkdómurinn herjar á á bilinu 1,3-4 milljónir manna á hverju ári og drepur 21.000-143.000 manns, einkum í þróunarríkjum. Þá var einnig tilkynnt að áþekk herferð væri hafin í Jemen, en meira en 2.200 manns hafa látist úr kóleru þar á síðustu 12 mán- uðum. Stærsta her- ferðin gegn kóleru hafin  Um tvær millj- ónir fá bóluefni Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, hafnaði í gær staðhæf- ingum Milos Zemans, forseta landsins, um að Tékkar hefðu framleitt Novichok-taugaeitrið sem sagt er að hafi verið notað í banatilræðinu við rússneska njósn- arann Sergeij Skrípal og dóttur hans í enska bænum Salisbury í mars síðastliðnum. Zeman vakti töluverða athygli fyrir helgi þegar hann hélt því fram að land sitt hefði framleitt Novichok, en áður höfðu Rússar sakað Tékka um að hafa framleitt efnin sem notuð voru í tilræðinu í Bretlandi. „Tékkland hefur aldrei fram- leitt, þróað eða geymt nokkurt efni af Novichok-gerð,“ sagði Babis á twittersíðu sinni í gær og vísaði í njósnaskýrslur bæði tékknesku leyniþjónustunnar og hersins máli sínu til stuðnings. Í sérstakri tilkynningu frá for- sætisráðuneyti landsins var enn- fremur tekið fram að landið hefði framleitt smáan skammt af Novi- chok A-230 árið 2017 til þess að þróa varnir gegn því. Efninu hefði síðan verið eytt þegar í stað. Tekið var sérstaklega fram að slíkt væri ekki talið „framleiðsla“ á efna- vopnum, auk þess sem efnið sem notað var í árásinni í Salisbury hefði verið af gerðinni A-234. Zeman sagði á föstudaginn að Novichok hefði verið framleitt og prófað í Tékklandi. Ráðamenn í Rússlandi fögnuðu orðum Zemans og sögðu þau staðfesta sakleysi Rússlands í málinu en tékkneskir stjórnmálamenn gagnrýndu flestir Zeman harkalega og sökuðu hann um að vera „Moskvuagent“. Hafnaði orðum forsetans  Segir Tékka ekki hafa framleitt Novichok AFP Salisbury Talsverður viðbúnaður var í Salisbury eftir árásina í mars síðastliðnum, en deilt er um hvaðan efnið sem notað var er upprunnið. Nýjar glæsilegar sumarvörur • Bolir • Kjólar • Túnikur • Stuttbuxur • Kvartbuxur • Leggings • Jakkar • Vesti • Peysur Vinsælu bómullar- og velúrgallarnir til í mörgum litum og í stærðum S-4XL Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.