Morgunblaðið - 08.05.2018, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
Goðafoss Ferðalangar taka mynd af sér við Goðafoss í Skjálfandafljóti. Samkvæmt þjóðsögum varpaði Þorgeir Ljósvetningagoði goðalíkneskjum sínum í Goðafoss eftir að hann tók kristni.
Hari
Á ferðum okkar í
kosningabaráttunni
höfum við frambjóð-
endur Miðflokksins
séð margt sem hefur
komið mjög á óvart.
Á meðan verið er að
byggja glæsibygg-
ingar í 101 og þess
freistað að fylla þær
af dýrustu merkja-
vöru heims eru aðrir
hlutar borgarinnar ekki eins flóð-
lýstir og glæsilegir.
Reykjavík er höfuðborg landsins
og ber hún sem slík miklar skyld-
ur gagnvart öllum íbúum þessa
lands háum sem lágum.
Höfuðborgarvandamál eru
þekkt í öllum ríkjum heims. Líka í
velferðarríkjum. Oftast við-
urkenna stjórnvöld ekki vandann
og láta eins og hann sé ekki til.
Versta birtingamynd þessa í
Reykjavík er líklega sú staðreynd
að heimilislaus kona svaf í kjallara
ráðhússins, musteri borgarinnar, í
marga mánuði án þess að þeir sem
borginni stjórna gerðu neitt í mál-
unum. Hundruð eru óstaðsett í
hús í Reykjavík, þ.e. þeir sem ekki
eru með skráð lögheimili, og fjölg-
un þeirra er hröð. Það verður að
fara í meiriháttar átak til að koma
fólki í húsaskjól. Sumir hafa að-
stöðu í Laugardalnum, sumir halla
höfði sínu í Gistiskýlinu, Samhjálp
rekur áfangaheimili, aðrir sofa í
bílunum sínum.
Þegar þessi mál eru rædd þá er
oftast sagt sem svo að þessum
hópi sé ekki hægt að hjálpa vegna
neyslu ýmiss konar vímuefna. Það
er rangt, sumir í þessum hópi
stunda atvinnu, aðrir eru öryrkjar.
Þessi hópur á það sameiginlegt að
hafa ekki ráð á því að eiga eða
leigja húsnæði. Sumir misstu hús-
næðið sitt árin eftir bankahrunið.
Þetta er fólk eins og við öll og á
við tímabundna erfiðleika að
stríða.
Er þetta sú velferð
sem við viljum sjá?
Er þetta boðlegt í
okkar ríka landi? Er
þetta mannúðin sem
talað er um á hátíð-
arstundum?
Við í Miðflokknum
viðurkennum aukið
vandamál vegna
vímuefnaneyslu og
fjölgun heim-
ilislausra og ætlum
að beita okkur í bar-
áttunni gegn þessu þjóðfélags-
meini. Við ætlum að beita okkur
fyrir því að Reykjavíkurborg óski
eftir samstarfi við SÁÁ og aðra
fagaðila í samráði við ríkið og
önnur sveitarfélög til að vinna
bug á þessu vandamáli. Við ætl-
um að koma á fót virkniúrræði
fyrir einstaklinga sem eru að
koma inn í samfélagið á nýjan
leik að lokinni meðferð eða betr-
unarvist og finna varanlegra
lausn í málefnum heimilislausra
og útigangsfólks í samstarfi við
fagaðila og félagasamtök. Lykill-
inn að því að koma þessum mál-
um í lag er að byggja upp fé-
lagslegt húsnæði og leggja til
bráðalausnir í húsnæðismálum.
Að hjálpa fólki til að hjálpa sér
sjálft er besta lækningin í lífi
þeirra sem eiga í þeim tíma-
bundnu vandamálum sem að ofan
greinir.
Miðflokkurinn ætlar að taka til
í þessum málaflokki.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
»Heimilislaus kona
svaf í kjallara ráð-
hússins, musteri borg-
arinnar, í marga mánuði
án þess að þeir sem
borginni stjórna gerðu
neitt í málunum.
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og er
borgarstjóraefni Miðflokksins.
Er velferð
í Reykjavík?
Notkun ýmiss konar
öryggisbúnaðar er fyr-
ir löngu orðinn sjálf-
sagður í umferðinni.
Við spennum beltið án
umhugsunar og kom-
um börnum kirfilega
fyrir í sérstökum bíl-
stólum. Stjórnvöld
leggja mikið upp úr
umferðarfræðslu og
eftirliti. Alvarleg um-
ferðaratvik fá mikla at-
hygli, vekja óhug og hafa forvarn-
argildi. Það truflar okkur ekki
tilfinnanlega þó að kostnaður við ein
mislæg gatnamót sé um milljarður
króna. Við notum öryggishjálma í
leik og starfi. Enginn vefengir þörf
fyrir bætt umferðaröryggi og aldrei
virðist nóg gert.
Þetta var ekki alltaf svona. Mín
kynslóð man vel þá tíma að börn
voru laus í bílum og notkun öryggis-
belta þótti óþarfa taugaveiklun. Fáir
notuðu öryggishjálm á hjóli eða skíð-
um. Öryggisvitund og viðbúnaður
okkar í umferðinni hefur aukist til
muna sem betur fer.
Við eru í miðri nettæknibyltingin
sem sér ekki fyrir endann á. Á heim-
ilum, vinnustöðum og í umferðinni
er þegar fjöldi nettengdra tækja og
fer fjölgandi. Flest göngum við með
öfluga nettengda tölvu í vasanum.
Hraðinn eykst og öppin eru ótelj-
andi. Margt freistar og frelsið á net-
inu er heillandi. Nettengd snjalltæki
verða stöðugt mikilvægari í lífi okk-
ar. Margt bendir hins vegar til þess
að öryggisvitund og viðbúnaði okkar
í net-umferðinni sé verulega ábóta-
vant.
Við Íslendingar búum almennt við
góðar nettengingar. Markmið
stjórnvalda til skamms tíma er að
99,9% landsmanna hafið aðgang að
a.m.k. 100 Mb. nettengingu. Það er
metnaðarfullt og eftirsóknarvert.
Færir landinu mikil sóknarfæri og
lífsgæði. En það er ekki bara nóg að
komast hratt á netinu. Við verðum
að geta treyst því að í
upplýsinga- og sam-
skiptakerfum á netinu
séu mannréttindi, per-
sónuvernd og athafna-
frelsi í heiðri höfð.
Áreiðanleg og örugg
upplýsingatækni er ein
meginstoð hagsældar á
Íslandi, studd af örygg-
ismenningu og traustri
löggjöf. Samfélagið
þarf því að vera vel bú-
ið á hverjum tíma til að
sporna við netglæpum,
árásum, njósnum og
misnotkun persónu- og viðskipta-
upplýsinga.
Almenn þekking almennings á því
hvaða aðilar sjá spor okkar á netinu
og hvernig hægt er að misnota slíkar
upplýsingar þarf að aukast. Hvernig
minnkum við líkur á að óvandaðir
aðilar komast „inn“ til okkar, róti í
dótinu okkar við hentugleik, skemmi
og selji jafnvel?
Grunninnviðir samfélagsins eru
hér einnig undir svo sem fjar-
skiptakerfin sjálf, raforkukerfið og
önnur veitukerfi, samgöngukerfi,
fjármálastarfsemi, heilbrigð-
isstarfsemi og stjórnsýslan.
Þörf er á samstilltu landsátaki
Efla þarf almenning, fyrirtæki,
stofnanir og stjórnvöld hvað varðar
vitund, þekkingu og getu til að halda
hvers konar netógnum í skefjum.
Bæta þarf getu til greiningar, við-
búnaðar og viðbragða sem eru lyk-
ilþættir í bættu áfallaþoli. Hin löndin
á Norðurlöndum eru töluvert lengra
komin. Net- og upplýsingaöryggi
þarf að vera samofinn þáttur í þróun
og viðhaldi mikilvægra net- og upp-
lýsingakerfa.
Íslensk löggjöf þarf að endur-
spegla alþjóðlegar kröfur og skuld-
bindingar á sviði netöryggis og per-
sónuverndar á hverjum tíma.
Löggjöfin þarf jafnframt að styðja
við nýsköpun og uppbyggingu þjón-
ustu sem byggist á öruggum gagna-
tengingum innanlands og til útlanda.
Netöryggissveitin hóf störf 2013.
Markmiðið með starfsemi sveit-
arinnar er að fyrirbyggja og draga
úr hættu á netárásum og öðrum ör-
yggisatvikum og sporna við og lág-
marka tjón af þeim sökum á ómiss-
andi upplýsingainnviði samfélagsins.
Efla og útvíkka þarf starfsemi sveit-
arinnar án mikillar tafar.
Opinberri stefnu og aðgerðaáætl-
un í net- og upplýsingarörygg-
ismálum frá 2015 fylgdu ekki fjár-
munir. Framkvæmdin ber þess
merki. Fjármunir í málaflokkinn eru
heldur ekki sjáanlegir í drögum að
ríkisfjármálaáætlun 2019-2023.
Hvernig ætlum við sem samfélag að
hrinda í framkvæmd endurnýjaðri
stefnu og heildarlöggjöf í mála-
flokknum sem nú er langt komin í
smíðum?
Oxford-háskóli vann nýverið
stöðugreiningu um net- og
upplýsingaöryggismál fyrir íslensk
stjórnvöld. Þar eru taldar upp 120
mismunandi úrbætur á þessu sviði.
Hvernig viljum við að stíga inn í það
umbótastarf?
Tryggja þarf fjárveitingar í mála-
flokkinn þannig að styrkur verði til
að huga að ógnum, greiða fyrir upp-
lýsingum, efla samvinnu og leið-
beina. Þekking og fræðsla er jafn-
framt nauðsynleg til að gera líf
okkar allra betra og öruggara.
Alþingi má ekki sofna á verðinum
og gefa því ekki gaum að í fjár-
málaáætlun sem nú er þar til með-
ferðar er lítil áhersla á net- og upp-
lýsingaöryggismál. Enn er lag að
breyta.
Eftir Harald
Benediktsson » Alþingi má ekki
sofna á verðinum og
gefa því ekki gaum að í
fjármálaáætlun sem nú
er þar til meðferðar er
lítil áhersla á net- og
upplýsingaöryggismál.
Enn er lag að breyta.
Höfundur er alþingismaður.
Spennum beltin
í net-umferðinni
Haraldur
Benediktsson