Morgunblaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
„Þetta reddast“ er
frasi sem við Íslend-
ingar eigum í skrýtnu
sambandi við. Stund-
um erum við mjög
ánægð með þá heim-
spekilegu hugsun sem
kemur fram í fras-
anum. Vísum til þess
að við séum bjartsýn
og ráðumst í verkefni í
stað þess að mikla þau
um of fyrir okkur. Að
hlutir hafi tilhneigingu til að reddast
gæti líka verið afsprengi þeirrar
hugsunar að við búum í mikilli ná-
lægð við oft á tíðum óblíð náttúruöfl
en mætum þeim gallvösk þegar á
reynir.
Á hinn bóginn heyrist stundum að
„Þetta reddast“ lýsi því hugarfari að
við sjáum minni hvata en ella í að
undirbúa það sem þarf að undirbúa.
Séum jafnvel ekki best í heimi að
gera langtímaáætlanir og sjáum
e.t.v. takmarkaða ástæðu til að fara
eftir slíkum áætlunum.
Í umhverfismálum
er aftur á móti gerð
mikil krafa um fram-
sýni, enda hafa ákvarð-
anir sem við tökum í
dag mikil áhrif á fram-
tíðina. Gott dæmi úr
fortíð okkar er hita-
veituvæðing landsins
sem hefur skilað
þjóðarbúinu miklum
sparnaði, lífsgæðum og
þeirri staðreynd að við
erum á toppi lista þjóða
í heiminum sem nýta
endurnýjanlega orku.
Þannig hafa margar ákvarðanir
dagsins í dag áhrif til lengri tíma,
ýmist til góðs eða ills. Það krefst
langtímaáætlunargerðar að berjast
gegn skaðlegum loftslagsbreyt-
ingum, þar duga engar reddingar.
Nú liggur fyrir að við munum ekki
ná að standa við Kýóto II skuldbind-
ingar okkar. Við þurfum að endur-
skoða eigin neyslu og þannig getum
við dregið nægilega úr losun til að ná
markmiðum.
Til langframa felast lausnir á
loftslagsvandanum því ekki í
óbreyttri hegðun eða einungis stór-
tækum bindingaraðgerðum í skóg-
rækt eða votlendi. Aukin binding er
vissulega liður í því að stefna að kol-
efnishlutleysi en meginskuldbinding
Íslendinga felst í því að draga úr
neyslu og draga úr losun. Til að
draga úr neyslunni og breyta henni
þurfum við að breyta okkar hugsun.
Við þurfum að vinna gegn sóun og
huga betur að úrgangsmálum.
Fjöruhreinsun ætti að vera óþörf
innan tíðar. Best væri ef hægt yrði
að nýta frumkvæðiskraft almenn-
ings, t.d. „plokkarana“ góðu, til fleiri
þarfra verka en hreinsa upp rusl eft-
ir aðra.
Ekkert reddast – af sjálfu sér.
Þetta reddast
– en ekki af sjálfu sér
Eftir Kristínu
Lindu Árnadóttur » „Þetta reddast“
er frasi sem við
Íslendingar eigum í
skrýtnu sambandi við.
Kristín Linda
Árnadóttir
Höfundur er forstjóri
Umhverfisstofnunar.
Föstudaginn 11. maí
verður eitt ár liðið frá
andláti móður minnar,
Jóhönnu Kristjóns-
dóttur. Mamma var
baráttukona fyrir betri
heimi, og hún lét svo
sannarlega verkin tala.
Hún og félagar söfn-
uðu milljónum í Fa-
timusjóðinn, sem
runnu óskertar til
barna og kvenna, jafnt
í Afríku sem Mið-
Austurlöndum.
Mamma var einn
víðförulasti Íslend-
ingur sinnar kynslóðar
og opnaði okkur innsýn
í framandi heima. Af
öllum þeim löndum
sem mamma heimsótti
var Jemen í uppáhaldi,
þetta bláfátæka arabaland; sem síð-
ustu ár hefur verið að blæða út í
hryllilegu stríði. Milljónir líða hung-
ur, farsóttir geisa, sprengjur falla.
Mamma lét verkin tala og í henn-
ar minningu ætla ég að tefla skák-
maraþon 11. og 12. maí í Pakkhúsi
Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Ég
ætla að freista þess að tefla allt að
250 skákir, og safna áheitum og
framlögum í þágu UNICEF og Fa-
timusjóðsins. Söfnun minni fylgir
enginn kostnaður, og hver króna fer
í brýna neyðarhjálp.
Ég vona að sem flestir leggi leið
sína í Pakkhúsið þessa daga. Þótt til-
efnið sé alvarlegt er full ástæða til að
gleðjast saman og
minnast konu sem
hafði að sínum kjör-
orðum: Til lífs og til
gleði!
Ef þið hafið tök á að
senda sms-ið JEMEN
í númer 1900 hjá UNI-
CEF millifærast 1.900 krónur.
Svo er líka hægt að leggja beint
inn á Fatimusjóðinn:
Reikningsnúmer: 0512-04-250461
Kennitala: 680808-0580
Fyrirtæki, einstaklingar og félög
sem vilja heita á mig eru beðin um
að senda mér tölvupóst í
hrafnjokuls@hotmail.com.
Til lífs og til gleði
Eftir Hrafn
Jökulsson
Hrafn
Jökulsson
»Mamma var
baráttukona
fyrir betri heimi
og hún lét svo
sannarlega
verkin tala.
Hrafn Jökulsson er forseti Hróksins
og hefur unnið með Rauða krossinum
á Íslandi og Grænlandi, UNICEF á
Íslandi, Barnaheillum, SOS-
barnaþorpum, Hjálparstarfi kirkj-
unnar og fleiri samtökum. Safnanir á
vegum Hróksins eru ávallt skipulagð-
ar þannig að ekki króna fari í kostnað.
Morgunblaðið/Ómar
Jemen Milljónir líða hungur, farsóttir geisa, sprengjur falla.
Víðförul Jóhanna
Kristjónsdóttir opnaði
Íslendingum innsýn í
framandi heima.
Skóli án aðgrein-
ingar er það skólakerfi
sem boðið hefur verið
upp á síðustu áratugi.
Fyrirkomulagið hefur
ekki gengið upp. Til
þess að svo hefði mátt
vera hefði styrkur til
skólanna þurft að vera
meiri. Nauðsynlegt
hefði verið að hafa
fleiri þroskaþjálfa, tal-
meinafræðinga, sálfræðinga og ann-
að aðstoðarfólk til að styðja við
kennara og þá nemendur sem þarfn-
ast sérúrræða og kennslu aðlagaða
að sínum þörfum.
Flokkur fólksins vill mæta náms-
þörfum allra barna án tillits til færni
þeirra og getu. Við viljum að sértæk-
um, fjölbreyttum skólaúrræðum
verði fjölgað til að
hægt sé að sinna nem-
endum sem þarfnast
sérúrræða þegar al-
mennur hverfisskóli
hentar ekki. Foreldrar
þekkja börnin sín best.
Við viljum að foreldrar
hafi val um skóla með
eða án aðgreiningar
fyrir börn sín. Mark-
miðið er að þörfum
allra barna verði mætt.
Það er ekki hægt að
setja alla undir sama
hatt. Börn eru eins misjöfn og þau
eru mörg. Stundum tekst að aðlaga
nemendur sem glíma við vitsmu-
nafrávik eða hegðunarvanda vel að
jafnöldrum sínum og jafnaldrana að
þeim. Í sumum tilfellum hefur einnig
tekist að aðlaga skólahúsnæðið að
nemandanum en í öðrum tilfellum
hefur það ekki tekist svo fullnægj-
andi sé. Aftur á móti ef þroski barns
er mörgum árum frá jafnöldrum
breikkar bilið því eldri sem nem-
endur verða. Þá er hætta á að nem-
andinn einangrist jafnvel þótt hann
sé með stuðningsfulltrúa og sam-
nemendur duglegir og góðir við
hann.
Nemendur með mikla þroska-
hömlun eru fljótir að skynja ef þeir
eru ekki meðal jafningja. Réttur
allra barna er að fá að stunda nám
og leik meðal jafningja sinna þar
sem þau geta upplifað sig félagslega
og námslega sterk.
Flokkur fólksins vill að allir nem-
endur geti stundað nám á eigin for-
sendum og að þeir geti notið styrk-
leika sinna. Ávallt þarf að hugsa
fyrst um félagslegan þátt nemenda
þegar velja á skólaúrræði. Annars
mun barninu líða illa félagslega og
getur þá síður nýtt getu sína að
fullu. Börn sem eru með alvarlegan
hegðunarvanda eiga ekki alltaf kost
á að vera í almennum skóla, t.d. í
þeim tilvikum þar sem hætta er á að
þeir skaði sig eða aðra nemendur.
Flokkur fólksins vill að fleiri úr-
ræði en nú eru til staðar standi börn-
um með þroskafrávik eða djúp-
stæðan hegðunarvanda til boða í
Reykjavík. Þjónustan þarf að vera
heildstæð. Með heildstæðri skóla-
þjónustu er átt við að hún sé veitt
alla virka daga ársins, skóli sem og
frístund ásamt annarri íhlutun, s.s.
sálfræðiþjónustu, tal-, iðju- og
sjúkraþjálfun. Í úrræði sem þessu er
staða hvers nemanda metin og útbú-
in einstaklingsnámskrá í samvinnu
við foreldra.
Farsæl skólaganga byggist á því
að barninu líði vel í skólanum, hlakki
til að fara í skólann, njóti veru sinnar
þar og komi ánægt heim. Eins og
staðan er núna líður mörgum börn-
um illa. Þessi börn eru kvíðin og óör-
ugg. Sum börn eru komin á þann
stað að þau einfaldlega neita að fara
í skólann.
Flokkur fólksins gerir þá sjálf-
sögðu kröfu til samfélags okkar í
borginni og um land allt að öllum
börnum séu skapaðar skólaaðstæður
og úrræði við hæfi svo þau geti glöð
og róleg stundað nám og leik við
jafnaldra sína á eigin forsendum.
Réttur til að stunda nám meðal jafningja
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur » Farsæl skólaganga
byggist á því að
barninu líði vel í skól-
anum, hlakki til að fara í
skólann, njóti veru sinn-
ar þar og komi ánægt
heim.
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólks-
ins í Reykjavík.
Borg er rammi um
mannfélag, og höf-
uðborg þarf að vera
heimahöfn heillar þjóð-
ar og þeirra sem sækja
hana heim. Þar þurfa
íbúar og gestir að hafa
aðgang að þjónustu og
nauðsynlegum inn-
viðum, en jafnframt er
þeim nauðsynlegt að
geta auðveldlega nálg-
ast þá afþreyingu og hugarfarslegu
ögrun sem fólgin er í menningu og
listum. Á því sviði hefur margt verið
ákaflega vel gert í Reykjavík á und-
anförnum árum og það er afar mikils
vert að halda því góða starfi áfram
og helst efla það. Það viljum við í
Samfylkingunni gjarna gera í ljúfu
samstarfi við alla þá aðila sem yrkja
menningarakurinn.
Margir hafa þá samfélagslegu sýn
að yfirvöld eigi sem minnst að koma
að menningarmálum; þar eigi að fást
við það eitt sem stendur undir sér
eða nýtur náðar hjá einkafyrir-
tækjum. Sjálfur er ég þeirrar skoð-
unar að yfirvöld gegni mikilvægu
hlutverki í því að skapa vettvang fyr-
ir listiðkun og aðra menningar-
starfsemi enda fegrar slíkt mannlífið
og gefur af sér margvíslegan arð.
Menningarstarfið göfg-
ar okkur; gerir borgina
okkar bæði athyglis-
verðari og skemmti-
legri en ella væri.
Tónlistarborgin
Reykjavík iðar af lífi
allan ársins hring, þar
sem hjartað slær í fal-
legu Hörpu sem skilar
hagnaði, sem ekki
verður einungis mæld-
ur í krónum og aurum.
Myndlistarborgin
Reykjavík hefur einnig
upp á fjöldamargt að bjóða og starf-
semi safna á því sviði er öflug. Í sjón-
máli er uppbygging í Gufunesi sem
setur Reykjavík enn rækilegar á
kortið sem kvikmyndaborg. Leiklist-
arborg er Reykjavík líka að sönnu;
með öflug atvinnuleikhús og frjóa
grasrót. Sjálfur þekki ég best til
Bókmenntaborgarinnar, enda fékk
ég að taka þátt í því á sínum tíma að
sækja um að Reykjavík yrði viður-
kennd sem ein af Bókamenntaborg-
um UNESCO, og kæmist þannig inn
í net skapandi borga á heimsvísu.
Bókmenntaborgin er sprelllifandi,
með tíðum upplestrum og mál-
þingum, og hér er haldin alþjóðleg
bókmenntahátíð annað hvert ár sem
hefur tignarstöðu í huga erlendra
sem innlendra rithöfunda, útgefenda
og umboðsmanna þótt hún teljist
ekki til stærstu hátíða. Nú hillir líka
undir að Hús íslenskunnar rísi á há-
skólasvæðinu og þá verður loks unnt
að sýna handritasafnið okkar, merk-
asta framlag okkar til heimsmenn-
ingarinnar, á þann myndarlega hátt
sem það á skilið. Í Reykjavík opnast
þá heimili handritanna og ég efast
ekki um að borgarbúar og gestir
munu flykkjast til að berja þær ger-
semar augum og fræðast nánar um
þau.
Ég er stoltur af menningarborg-
inni okkar allra og ítreka mikilvægi
þess að góðu starfi verði fram haldið.
Af þeim sökum er nauðsynlegt að
minna á þessa starfsemi í aðdrag-
anda kosninga.
Menningarborgin okkar allra
Eftir Sigurð
Svavarsson » Greinin fjallar um
mikilvægi lista og
menningar fyrir þá sem
búa í borgarumhverfi og
skyldur Reykjavíkur
sem höfuðborgar á
menningarsviðinu.
Sigurður Svavarsson
Höfundur er bókaútgefandi og skipar
30. sæti á lista Samfylkingarinnar í
Reykjavík.
sigurdur@opna.is
fasteignir