Morgunblaðið - 08.05.2018, Page 21

Morgunblaðið - 08.05.2018, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018 ✝ María Krist-insdóttir fædd- ist 24. júlí 1938 í Hafnarfirði. Hún lést á Landspít- alanum 29. apríl 2018. Móðir hennar var Þórunn Ketils- dóttir, f. 5. október 1916, d. 10. febrúar 1962. Kjörforeldrar Maríu eru Hallfríður Jónsdóttir og Kristinn Símonarson. Hálfsystkini hennar eru Helga, f. 1948, Erna, f. 1949, Jóna, f. 1951, Jóhanna, f. 1953, Finnbjörn Þ., f. 1955, og Kristján Þór, f. 1956. María giftist Daníel Halldórs- syni, f. 1934, d. 2013. Dóttir þeirra er Krístín Halla, f. 17.10. 1957. Börn hennar og Guð- mundar Vignis Haukssonar eru Haukur Svanberg, f. 1976, og Kristinn Dan, f. 1981. Krístín Halla er gift Gunn- laugi Rafni Trausta- syni. Börn þeirra eru Trausti Viktor, f. 1985, og Pálína María, f. 1987. Seinni eiginmað- ur Maríu var Krist- ján Finnbjörnsson frá Aðalvík, f. 14. apríl 1921, d. 7. júní 2002. María ólst upp í Stórholtinu í Reykjavík. Hún fór í húsmæðra- skóla á Norðurlandi eftir að grunnskóla lauk. María vann ým- is störf, m.a. hjá HB & co Akra- nesi og hjá Múlalundi. Útför Maríu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. maí 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku „Mæjamma“ er dáin. Þetta er mögnuð saga, og þetta er kannski bara mín saga, eins og ég heyrði hana í bernsku. Stúlka var gefin til ættleiðingar þegar hún var ung vegna þess að mamma hennar var svo veik af krabba, samgöngur frá Reykjavík til Bolungarvíkur voru lélegar, svo henni var ráðlagt að gefa barnið til ættleiðingar. Nokkrum árum seinna fann stúlkan svo móður sína og systkini, sennilega orðin ung kona þá. Svo liðu um sex ár, blóðmamm- an sem hún fann, dó þá frá sex börnum úr krabbameini. Mæja þá orðin 24 ára og tók mömmu mína að sér sem var þá 13 ára gömul. Á þessum tíma var algengt að systk- inahópum væri splittað, feðrum sem voru með stóran barnahóp var ekki hjálpað heldur börnin send í fóstur. Ég segi alla vega að mamma mín var svo heppin að fara til þín og Danna. Kannski aðallega því pabbi minn leigði herbergi hjá ykkur Danna (enda frændi hans). Mamma, 13 ára, og pabbi minn nokkrum árum eldri fengu sama herbergið. Mamma og pabbi minn giftu sig þegar mamma var 16 ára og þau áttu sitt fyrsta barn sama ár. Fagna 52 ára brúðkaupsaf- mæli sínu núna í sumar. Svo skildi leiðir þíns og Danna og mörgum, mörgum árum seinna hittir þú afa (pabba mömmu) og þið áttuð góð ár saman. Ég man bara eftir þér sem „Mæjömmu“. Magnað hvað ég lærði mikið af þér. Ég ákvað til dæmis 13 eða 14 ára að kjósa að vera jákvæð í lífinu. Að reiði fær ekki orku hjá mér. Ef einhver vill mig ekki þá á hann mig ekki skilið. Þetta lærði ég af þér. Ég held mig til hlés eins og þú orðaðir það. Ég kom oft og gisti hjá ykkur afa á Reykjavíkurveginum, alltaf tókuð þið vel á móti mér, þú alltaf kát og glöð. Við eigum ekki að eyða lífinu í reiði. Lífið er allt of stutt til þess. Takk fyrir allt, elsku „Mæj- amma“, ég veit að Helga systir tekur vel á móti þér og allir hinir. Þangað til næst. Himneskt er að vera með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Því hamingjan felst í því að vera með himininn í hjartanu. Lifi lífið! (Sigurbjörn Þorkelsson.) Þín Hulda Birna. Elsku Mæja amma mín. Ég komst ekki til þín á spítal- ann og langar mig því að skrifa um þig nokkrar línur. Mér fannst gaman að koma til þín í heimsókn í Kópavoginn, þú varst alltaf svo góð við mig og kysstir mig og faðmaðir. Þú leyfð- ir mér að leika mér að seglunum á ísskápnum þínum og þú lékst stundum við mig með þeim. Oft fékk ég að liggja uppi í rúmi hjá þér og horfa með þér á sjón- varpið. Þú áttir líka marga skemmtilega hluti eins og stóru dúkkuna og puntdúkkurnar flottu. Takk fyrir að hafa verið til og verið amma mín og þakka þér fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig og verið mér. Elska þig og sakna þín mest af öllum. Þín Kalla María. Elsku Mæja mín er dáin. Ég man þegar við systkinin hittum þig fyrst heima í Bolungarvík. Ótrúlega heppin að eignast eldri systur. Mamma grét af gleði, en hún þurfti að gefa þig til ættleiðingar vegna veikinda þegar hún var ung. Þarna var ég sjö ára gömul með stjörnur í augunum. Þú varst svo flott og svo glæsileg. Við vorum svo ánægð með þig. Við fluttum svo til Hafnarfjarð- ar seinna og þá hittumst við oftar. Svo þegar mamma okkar dó tókst þú mig í fóstur. Ég var 13 ára og bjó hjá ykkur Danna og Kristínu Höllu litlu. Ég er þakklát fyrir þennan tíma. Þarna var ég var svo heppin að Baldur lífsförunautur minn (frændi Danna) leigði herbergi hjá ykkur. Þar hittumst við, byrjuðum saman og höfum verið gift í 52 ár. Þú varst svo lífsglöð og fólk sóttist eftir að vera í kringum þig. Frábær kokkur og svo myndarleg í höndunum að prjóna og hekla. Það liggja mörg meistarastykkin eftir þig. Ég lærði margt á þessum tíma um að halda heimili. Seinna þegar árin liðu lágu leið- ir ykkar pabba saman og þið áttuð góð efri ár. Elsku Mæja mín, ég vil þakka fyrir allan tímann sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo glöð og kát. Síðustu ár einkenndust af veik- indum hjá þér og dái ég kraftinn í þér og dugnaðinn að takast á við þessi erfiðu veikindi. Þú ert sko nagli. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá þér en þú tókst á við það með stökustu ró. Í veikindunum síðustu mánuði varst þú send upp á Akranes á meðan þú beiðst eftir plássi á hjúkrunarheimili. Þú tókst því vel og fannst gott að vera á Skagan- um. Við hittumst oft. Þú fékkst svo pláss á hjúkrunarheimilinu sem þú óskaðir eftir. Ég veit að þú ert í faðmi mömmu og pabba, Helgu systur og allra hinna sem bíða eftir þér, frábæra Mæja mín. Hvíl þú í friði og guð geymi þig. Þangað til næst. Lærir sá er lifir hér langanir sem bærast eru hér og hvar sem þú sért þar. Hún fylgir mér á endanum í áttina til þín því eilífðin er framundan ég veit hvað bíður mín En hún sem öllu eirir og af sér gefur sú sem höndum sínum lífið vefur segir mér þú bíðir mín hjá sér í Paradís. (Einar Örn Jónsson) Þín Erna systir. María Kristinsdóttir Kær vinkona mín, Valdís Björg- vinsdóttir eða Vallý eins og hún var alltaf kölluð, hefur kvatt og minningarnar streyma fram. Sumarið er 1969, ég er nýorð- in 17 ára með glænýtt gagn- fræðapróf upp á vasann þegar ég fékk mína fyrstu alvöru vinnu. Ég var s.s. ráðin í launa- deild hafnarverkamanna hjá Eimskipafélagi Íslands. Á fyrsta degi var ég kynnt fyrir samstarfskonu minni og læri- meistara, henni Vallý. Við náð- um vel saman, urðum fljótt góð- ar vinkonur þrátt fyrir að Vallý væri þarna helmingi eldri en ég. Ég man fyrsta dag minn hjá Eimskip eins og gerst hafi í gær og ég man vel hvað flaug í gegn- um huga minn þegar ég var kynnt fyrir Vallý, „á ég nú að fara að vinna með einhverri kellingu“ og í gegnum hennar huga flaug eitthvað á þessa leið „oh, enn einn stelpukrakkinn sem ég þarf að dröslast með“, við trúðum hvor annarri fyrir þessum hugrenningum okkar seinna, eftir að við vorum orðn- ar trúnaðarvinkonur, og hlógum mikið að. Vallý var einstök á allan hátt. Hún hafði fallegan dillandi hlát- ur, bráðgáfuð, mjög listhneigð, hafði sterkar skoðanir og rétt- lætiskennd og einstaka frásagn- argáfu. Hún var lágvaxin og fín- gerð en var í raun stór kona. Við unnum saman í rúm átta ár og hún kenndi mér margt fleira en að reikna út dagvinnu og eftirvinnu og telja aura í launaumslög. Hún kenndi mér margt um lífið og tilveruna, hún kenndi mér að meta klassíska Valdís Björgvinsdóttir ✝ Valdís Björg-vinsdóttir fæddist 18. mars 1935. Hún lést 24. apríl 2018. Útför Valdísar fór fram 2. maí 2018. tónlist þannig að ég fór að heyra fagra tóna í staðinn fyrir sinfóníugaul, hún kenndi mér að meta ljóðlist þannig að ég fór að skilja merkingu ljóðanna og hrynjandi svo ekki var lengur um eitthvert ljóðastagl að ræða, hún kenndi mér að meta alls kyns listaverk og list- málara þannig að ég fór að sjá falleg málverk í stað klessu- verka, hún kenndi mér að meta íslenska rithöfunda og ljóðskáld og síðast en ekki síst þá kenndi hún mér að standa á rétti mín- um og láta ekki vaða yfir mig. Vinátta okkar var traust og sterk og hélst áfram þrátt fyrir að við hættum að vinna saman. Það var alltaf svo notalegt að heimsækja Vallý og hann Magga, lífsförunaut hennar. Alltaf tekið svo vel á móti mér og mínu fólki hvort heldur var á Tómasarhaganum eða á Lækj- argötunni í Hafnarfirði þar sem þau hjón bjuggu síðustu ár. Sterkt faðmlag, alls kyns sögur, kaffi og kökur og svo sterkt kveðjufaðmlag einkenndi þessar heimsóknir, frá þeim streymdi væntumþykja og góðmennska. Þau verða tómleg Þorláks- messukvöldin núna þegar ekki verður lengur hægt að kíkja inn til Vallýjar og Magga til að skiptast á jólapökkum, fá skemmtilegar sögur og smakka á jólasmákökunum. Ég votta dætrunum, Hebu og Lindu, og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Ég minnist Vallýjar með gleði í hjarta og þakklæti fyrir hennar traustu vináttu öll þessi ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Steinunn M. Benediktsdóttir. Lífið er fiskur og fótbolti og fátt við því að segja ef þorp við sjóinn var hluti af þinni æsku. Það fór sjaldan lítið fyrir Malla og hann var áberandi hvort sem það var á sjó eða þurru landi að þjálfa ungar stúlkur í fótbolta og reyndar brautryðj- andi í þeim efnum. Malli hló hátt og þótti ekki leiðinlegt að skapa aðstæður sem leiddu til hláturs, gott ef hann var ekki stríðinn. En hann þurfti líka að taka skammt af eigin meðali og þeg- ar ég vann með honum við að koma málningu á fleti, þá fór stór hluti vinnudagsins í að koma á hann bragði. Síðast þegar við hittumst, þá hló hann mikið þegar ég minnti hann á kúffullan málningarbakkann sem sífellt var að rata akkúrat fyrir neðan lægstu tröppuna í stiga fórnarlambsins. En það var ekkert einfalt við Malla og hann tók hlutina al- varlega þegar það átti við og hafði sínar skoðanir hvort sem Marel Andrésson ✝ Marel Andr-ésson fæddist 13. janúar 1937. Hann lést 10. apríl 2018. Útför Marels var gerð 18. apríl 2018. málin snérust um stjórnmál lands eða sveitar, hvað þá ef um eitthvað nærtækara var að ræða. Það var því lítið um óþægilegar þagnir þegar ég var svo heppinn að borða heima hjá Malla og Mæju. Mörg síðustu ár og þessar síðustu vik- ur hafa síðan sýnt mér hversu samheldin og góð fjölskylda hefur skapast í kringum þau Malla og Mæju, og hvað hún hefur skipt þau bæði miklu máli þegar kom að kveðju- stundinni dimmu. En þessi sterki og háværi maður var auðmjúkur sem lamb þegar við Una hittum hann síðast og hann sagði okk- ur frá Mæju sinni sem hann greinilega saknaði mikið. Þar hjálpaði þögnin honum og við leyfðum henni að ráða. Malli og Mæja, eins og hluti af laglínu í ljóði sem oft var sungið á bjartri sumarnótt eftir góðan leik, og Malli sagði okk- ur Dúdda að dröslast inn – það væri að koma nýr dagur. Við Una sendum Dúdda, Kollu og Lóu ásamt þeirra fjöl- skyldum innilegar samúðar- kveðjur. Óskar S. Magnússon. Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn, ljósan ber hún lokkinn, litli telpuhnokkinn. (Höf. ók.) Hjartkær frænka er gengin og minningarnar eru margar sem koma upp í hugann. Litla systir Elín Hrund Jónsdóttir ✝ Elín Hrund Jóns-dóttir fæddist 15. júní 1964. Hún lést 24. apríl 2018. Útför Elínar Hrund- ar fór fram 4. maí 2018. Óla og Gunnu; svo yndisleg og falleg. Leikirnir urðu margir og litlu systkinin fengu oft- ast að vera með; boltaleikir, dúkku- leikir og feluleikir í garðinum hjá ömmu og afa á Egilsstöð- um og svo mætti lengi telja. Þegar við hugsum til baka er Elín Hrund alltaf svo ljós, skín- andi og glöð. Hún var eins og geislandi lítil stjarna sem lýsti upp tilveruna fyrir okkur öll. Hún hélt áfram að lýsa; hún gifti sig ung og eignaðist fjögur yndisleg og mannvænleg börn; hún var sú besta af mæðrum. Börnin voru allt í lífi hennar; einnig eiginmaður, foreldrar og systkini. Söknuðurinn og sorgin er stór, við vottum fjölskyldu Elínar okk- ar innilegustu samúð. Elsku kæra Elín Hrund; Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hjartans kveðjur frá Elínu, Ragnhildi, Sigríði og Gunnlaugi (Elu, Löggu, Siggu og Gulla). Kær vinur er fallin frá. Heiða, eins og hún var ávallt kölluð, var eftirtektarverð persóna sem gekk hreint til verks á öllum sviðum. Hún var hreinskiptin, hafði sterkar skoðanir á flestum hlut- um sem skiptu máli, glettin og hafði gott skopskyn, sem kom vel fram í öllum samskiptum við hana. ✝ HeiðbjörtBjörnsdóttir fæddist 16. sept- ember 1930. Hún 10. apríl 2018. Heiðbjört var jarð- sungin 18. apríl 2018. Mikil og hlý gestrisni fylgdi henni alla tíð. Það fengum við hjónin að upplifa þegar við bjuggum á Vopna- firði. Hún og maður hennar, Tryggvi, opnuðu heimili sitt fyrir okkur þegar við hófum búsetu í firðinum fagra. Í sláturtíðinni komu þau hjón og buðu fram að- stoð sína og áttum við oft skemmtilegar stundir saman. Heiða var vel máli farin og var mikið í mun að við Íslend- ingar vönduðum málfar okkar og benti hún oft á hvað mætti betur fara í töluðu máli. Henni var annt um að við hin legðum máli okkar lið með vandaðri málnotk- un. Ég talaði við hana í síma fyrir allnokkru og var hún ótrúlega hress í anda og sagði mér fréttir af barnabörnum sínum sem hún var afar stolt af. Í lokin minntist hún á hvað henni þætti leitt hvað margar ambögur væru í málfari manna, enn var hugurinn virkur í málfarsumræðu dagsins. Við hjónin þökkum elskulegt viðmót og góð kynni og sendum öllum afkomendum Heiðu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sólveig Helga og Einar Long. Heiðbjört Björnsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð- legt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.