Morgunblaðið - 08.05.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Við erum stödd á Tenerife, ég og frúin, og erum að klára að farahringinn í kringum eyjuna,“ segir Atli Már Ágústsson raf-magnstæknifræðingur, en hann á 40 ára afmæli í dag. „Í dag
ætlum við að hafa það huggulegt, fara út að borða og njóta lífsins.
Seinna í sumar ætlum við að fara til Danmerkur og vera í Óðinsvéum
en við bjuggum þar í sjö ár.“
Atli Már er verkefnastjóri hjá Mannverki, en hann hóf störf þar fyr-
ir þremur árum. Sjálft fyrirtækið var stofnað 2012. „Við erum alltaf
að stækka. Ég hef síðustu tvö ár verið að byggja gagnaver fyrir
Verne Global á Reykjanesi, en nú er ég kominn í fjölbýlishúsaverk-
efni.“
Áhugamál Atla Más eru skotveiði og útivist og hefur hann farið á
hreindýraveiðar undanfarin ár með bræðrum sínum og föður. „Það
hefur alltaf einn af okkur verið dreginn út í happdrættinu. Við höfum
verið á svæði 7, sem er Berufjörður og Fossárdalur, en við ákváðum
að breyta til núna og verðum á svæði 2 í sumar. Við frúin vorum dug-
leg að ganga á fjöll og fórum á Hvannadalshnúk fyrir tveimur árum
og þurfum að fara að rífa okkur upp aftur. Síðustu árin höfum við
verið í viðhaldi við húsið okkar og það er búið að taka smátíma.“
Eiginkona Atla Más er Hjördís Elva Valdimarsdóttir heimilis-
læknir. Dætur þeirra eru Hanna Sædís 8 ára og Margrét Klara 5 ára.
Hjónin Atli Már og Hjördís stödd í Masca-gilinu á Tenerife.
Hefur það huggu-
legt á Tenerife
Atli Már Ágústsson er fertugur í dag
H
róðmar Bjarnason
fæddist í Reykjavík
8.5. 1958 en ólst upp
í Hveragerði fram til
13 ára aldurs. Þá
flutti fjölskyldan að Hvoli í Ölfusi:
„Faðir minn var alltaf í hesta-
mennsku og ég fékk auðvitað
áhugann frá honum. En þegar við
fluttum að Hvoli jókst þessi áhugi
minn til muna. Þar var fjölskyldan
með um 200 fjár og fjölda hesta.
Þar var stunduð hrossarækt og
tamningar og ég var á kafi í hesta-
mennskunni.
Ég hafði æft og keppt í knatt-
spyrnu í Hveragerði á mínum
yngri árum en unglingsárin á
Hvoli urðu líklega til þess að ég
Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri Eldhesta – 60 ára
Ljósmynd/Hróðmar Bjarnason
Hestaferð á Kili Hróðmar hefur verið fararstjóri í fjölda hestaferða um árabil. Þessa mynd tók hann á Kili 2016.
Með hugann við hesta,
sagnfræði og skák
Afmælisbarnið Hróðmar hefur unnið hjá Eldhestum frá 1991 og hefur ver-
ið framkvæmdastjóri fyrirtækisins í fullu starfi frá árinu 2002.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.