Morgunblaðið - 08.05.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 08.05.2018, Síða 27
fór beint í Búnaðarskólann á Hvanneyri eftir stúdentspróf. Síð- an hefur líf mitt og starf snúist mikið um íslenska hestinn.“ Hróðmar lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum í Hveragerði, stúdentsprófi frá MS 1978, búnaðarprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1979, BA-prófi í sagn- fræði og völdum hagfræðikúrsum 1983, fil.kand.-prófi í hagsögu og hagfræði við Háskólann í Stokk- hólmi 1989, síðan fil.lic.-gráðu í þjóðhagfræði frá sama skóla. Hróðmar starfaði mikið við tamningar og þjálfun hrossa í Reykjavík með námi á árunum 1980-86. Hann lauk reiðkenn- araprófi í Svíþjóð 1989 og starfaði við reiðkennslu um helgar á náms- árunum í Svíþjóð og fram til árs- ins 2015, einkum erlendis. Hann kenndi við Laugaskóla í Sælings- dal 1979-80 og við Grunnskólann í Þorlákshöfn 1984-85. Hróðmar starfaði á Þjóðhags- stofnun 1997-2002. Hann vann hjá Eldhestum sem fararstjóri og nokkurs konar framkvæmdastjóri á sumrin á árunum 1991-2002 og hefur verið framkvæmdastjóri Eldhesta ehf. í fullu starfi frá 2002. Hróðmar var í framboði fyrir framboð félagshyggjuafla i Ölfusi árin 2006 og 2010. Hann sat í skipulags-, byggingar- og um- hverfisnefnd Ölfuss á árunum 2006-2010 og aftur 2014-2018 og í bæjarstjórn Ölfuss 2010-2014. Hróðmar hlaut Morgunblaðs- skeifuna og ásetuverðlaun FT (Fé- lags tamningamanna) á Hvanneyri 1979. Helstu áhugamál Hróðmars eru hestamennska, ferðalög, umhverf- isvernd, skák, lestur góðra bóka og síðast en ekki síst ræktun hestsins. „Ég hef alltaf haft gaman af því að ferðast, og þá ekki síst í aðrar heimsálfur, hef komið til Norður- Ameríku, Afríku, Kína og Ástralíu. Ég tefldi mikið á yngri árum og hef alla tíð fylgst með stærri skák- mótum hér á landi og skákum helstu meistaranna. Ég les líka töluvert mikið, einkum bókmenntir og sagnfræði.“ Fjölskylda Kona Hróðmars er Brigitte Baumgartner Basel, f. í Sviss 21.6. 1965, fjármálastjóri og myndlistar- maður. Synir Hróðmars eru Hafþór Brynjar, f. 21.5. 1979, húsasmiður og verktaki á Selfossi, en kona hans er Katrín Kristjónsdóttir leikskólakennari og börn þeirra eru Kristjón Máni, f. 2009, og Kar- en Elly, f. 2016, og Ívar Hólm, f. 18.5. 1982, kennari við Melaskól- ann í Reykjavík. Bræður Hróðmars eru Sigurjón, f. 17.9. 1959, skólastjóri við Lauga- landsskóla í Holtum; Bjarni, f. 14.10. 1965, sálfræðingur, búsettur í Ásgarði við Hvolsvöll, og Daði, f. 29.8. 1974, lögfræðingur í Reykja- vík. Foreldrar Hróðmars eru Bjarni Eiríkur Sigurðsson, f. 27.6. 1935, kennari og fyrrv. skólastjóri í Þor- lákshöfn, og Kristín Björg Jóns- dóttir, f. 22.11. 1936, fyrrv. loft- skeytafræðingur og starfsmaður við Landssíma Íslands. Hróðmar Bjarnason Alexandra Alexandersdóttir húsfr. í Bjargholti á Seyðisfirði Sigurjón Sigurðarson sjóm. í Eyjum og á Þórshöfn á Langanesi Sigurlaug Sigurjónsdóttir húsfr. í Eyjum Jón Magnússon verkam. í Eyjum Kristín Björg Jónsdóttir loftskeytafræðingur hjá Landsímanum Hildur Ólafsdóttir húsfr. á Seyðisfirði og síðar í Eyjum Magnús Jónsson skipstj. og ritstj.Víðis og hagyrðingur í Eyjum, af Deildartunguætt Margrét Sigurðardóttir húsfr. á Hólmi á Mýrum í Hornafirði Magnús Guðjóðnsson ferðaþjónustubóndi á Hólmi Ari Vésteinssonar rafmagnsverkfr. í Rvík UnnurAlexandra Jónsdóttir framhaldsskólakennari í Rvík Úlfar Daníelsson kennari í Hafnarfirði Hildur Jónsdóttir kennari í Hafnarfirði Magnús Jónsson iðursuðufræðingur Eyjum og í Keflavík n í Jón Magnússon útgerðarm. í Reykjanesbæ Sigurjón Jónsson fyrrv. pótekari í Rvík og í Eyjuma Stefán Sigurjónsson kennari í Rvík Gunnar Bene- diktsson pr. og rit- höfundur í Hvera- gerði Benedikt Gunnars- son verkfr. og framkvstj. í Rvík Halldór Gunnars- son fyrrv. form. Þroskahjálpar Margrét Benediktsdóttir húsfr. á Hólabrekku Bjarni Eyjólfsson b. á Hólabrekku í Skaftafellssýslu Sigurður Eiríksson verkm. á Seyðisfirði Björg Benjamínsdóttir húsfr. á Seyðisfirði Eiríkur Einarsson þurrabúðarm. á Seyðisfirði og verkam. í Rvík Úr frændgarði Hróðmars Bjarnasonar Bjarni Eiríkur Sigurðsson kennari og skólastj. í Þorlákshöfn Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld Anna Sigríður Hróðmarsdóttir húsfr. í Rvík og við Varmahlíð í Skagafirði Hallgrímur Hróðmarsson framhaldsskólakennari í Hveragerði Óttar Hróðmarsson garðyrkjufr. í Hollandi Stefán Þórhallsson trommari í hljómsveitinni Á móti sól Þórhallur Hróðmarsson, lengst af kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins Ingunn Bjarnadóttir húsfr. í Hveragerði ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018 Hannes Finnsson fæddist íReykholti í Borgarfirði, 8.5.1739, sonur Finns Jóns- sonar Skálholtsbiskups og Guðríðar Gísladóttur úr Mávahlíð. Hannes lauk stúdentsprófi í Skál- holti, heimspekiprófi við Kaup- mannahafnarháskóla og varð bacca- laureus, lauk guðfræðiprófi og hlaut doktorsnafnbót í guðfræði 1790. Hannes stundaði kennslu og forn- fræðistörf í Kaupmannahöfn til 1767, og 1770-77. Hann hafnaði há- launuðu starfi sem þýðandi nor- rænna rita við konunglega bókasafn- ið í París, var boðið kennarastarf í stærðfræði við hirð Soffiu Magda- lenu ekkjudrottningar, var skrifari Árnasafnsnefndar frá 1772, var boð- in prófessorsstaða við Kaup- mannahafnarháskóla 1775 en vígðist dómkirkjuprestur í Skálholti 1776, var skipaður eft- irmaður föður síns 1777, tók bisk- upsvígslu það ár og var Skálholts- biskup eftir föður sinn 1785 til dauðadags. Íslendingar áttu marga afburða- fræði- og gáfumenn á 18. öld. Hann- es fór framarlega í þeim hópi. Hann var einn merkasti lærdómsmaður þjóðarinnar á 18. öld og einn ástsæl- asti biskup hennar. Hann var í hópi virtustu handrita- og fornfræðinga Norðurlanda, afburðaguðfræðingur, einn lögvísasti maður landsins, las og ritaði hebresku, grísku og latínu og skrifaði og talaði dönsku, sænsku, þýsku og frönsku eins og innfæddur. Hann hlaut fjölda lærdómsverð- launa og var m.a. heiðursfélagi Kon- unglega fornfræðafélagsins í London. Afkomendur Finns, föður Hann- esar, nefndu sig Finsena og komu víða við sögu fræða og hárra emb- ætta í Danaríki. Hannes biskup var t.d. afi Steingríms Thorsteinssonar skálds og bróður hans Árna Thor- steinssonar landfógeta, sem og Hilmars Finsen landshöfðingja og langafi Níelsar Finsen, nóbels- verðlaunahafa í læknisfræði. Hannes lést 4.8. 1796. Merkir Íslendingar Hannes Finnsson 85 ára Hreiðar Ólafur Guðjónsson Sigríður Guðjónsdóttir Tryggvi Gestsson 80 ára Jan Jansen Steinar Freysson Sævar Þorbjörn Jóhannesson 75 ára Bergsteinn Bergmann Þorleifsson Hulda Sigurðardóttir Jón Matthíasson Kolbrún Karlsdóttir María Snorradóttir Ragnhildur Benediktsdóttir Valgerður Hjaltested Örn Kristinsson 70 ára Birgir Guðjónsson Egill H. Bjarnason Gunnþór Gíslason Helgi Kristinn Aðalsteinsson Leifur Bárðarson Ólafur Ólafsson 60 ára Guðrún Þóra Guðmundsdóttir Hróðmar Bjarnason Ingibjörg Viggósdóttir Maria Stanislawa Bienia Ólöf Jóna Sigurjónsd. Fjeldsted Sigríður Erlingsdóttir Sigríður Hjörleifsdóttir Victoria Enclonar Dicdican Þorsteinn Bragason 50 ára Ágúst Pedersen Brynja Hauksdóttir Gregg Thomas Batson Guðbjörg Ósk Kjartansdóttir Jóhann M. Jóhannsson Steinunn Ósk Indriðadóttir Svanbjörg Ólafsdóttir 40 ára Artur Robert Borowski Atli Már Ágústsson Björk Haraldsdóttir Elísabet Dögg Sveinsdóttir Elmar Þór Erlendsson Friðrik Klingbeil Gunnarsson Jan Merenda Kantawan Boonlert Kristín Sesselja Richardsdóttir Szymon Jaworski Tatsiana Yuranets Þórarinn Ásgeir Ólafsson Ægir Sigurðsson 30 ára Atli Steinn Stefánsson Ei Kywet Hermann Guðmundsson Hermína Erla Haraldsdóttir Hildur Þórlindsdóttir Hólmfríður Guðrún Magnúsdóttir Karolina Suska Kristín Jónsdóttir Matthildur Bjarnadóttir Til hamingju með daginn 40 ára Ægir lauk prófi í viðskiptafræði frá HÍ, er kennari við FSU og bóndi í Krákumýri. Maki: Íris Grétarsdóttir, f. 1978, kennari, bóndi og brátt garðyrkjufræðingur.. Börn: Arnór Ingi, f. 1996; Katla Sif, f. 2000; Sara, f. 2003; Guðrun Ásta, f. 2005, og Rán, f. 2010. Foreldrar: Sigurður I. Grímsson, f. 1951, og Jóna Ingvarsdóttir, f. 1952. Ægir Sigurðsson 40 ára Elmar Þór ólst upp í Reykjavík, býr í Kópavogi, lauk prófi í byggingafræði frá Háskól- anum í Óðinsvéum og starfar við það. Synir: Jökull Elí, f. 2003; Dagur Ari, f. 2004, og Máni Lár, f .2008. Foreldrar: Oddbjörg Frið- riksdóttir, f. 1953, skrif- stofumaður, og Erlendur Borgþórsson, f. 1951, flugmaður og heildsali, búsett í Reykjavík. Elmar Þór Erlendsson 40 ára Elísabet ólst upp á Indriðastöðum í Skorra- dal í Borgarfirði syðri, býr á Borgafirði eystra, lauk BA-prófi í mannfræði frá HÍ og er rekstrarstjóri gistiheimilins Blábjörg. Unnusti: Kjartan Ólafs- son, f. 1956, hrepps- starfsmaður. Foreldrar: Inge Helga- dóttir, f. 1951, fram- kvæmdastjóri á Bifröst, og Sveinn Sigurðsson, f. 1946, fyrrv. bóndi.. Elísabet Dögg Sveinsdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.