Morgunblaðið - 08.05.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Leðursandalar í úrvali
Ver .
Stærðir 36-42
Mjúkur sandali úr leðri
Riflás yfir tá og rist
Mjúkt og þægilegt
laust innlegg
Einnig til svartur
ð 9 995
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Núna er stjórn á tíma og peningum eitt
og hið sama. Endurskoðaðu afstöðu þína til
þess hvers þú þarfnast og þess sem þú getur
verið án.
20. apríl - 20. maí
Naut Vertu viðbúin/n því að þurfa að verja mál
þitt fyrir háttsettum aðilum. Þetta er kjörinn
dagur til þess að þiggja aðstoð annarra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki ýta þér út í verk, sem þú
veist að er ekki á þínu færi. Hugsaðu þig tvisv-
ar um áður en þú grípur til aðgerða og teldu
upp á þremur áður en þú opnar munninn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú ríður á að vera vel undirbúin/n til
þess að leysa verkefni dagsins. Leitaðu til ein-
hvers sem getur hjálpað þér með því að miðla
af reynslu sinni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er nauðsynlegt að hugsa um eigin
hag um þessar mundir enda tækifærið til að
hlaða orkugeymana. Skipuleggðu tíma þinn
eins vel og kostur er.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er eitt og annað sem sækir á þig og
veldur þér hugarangri. Um leið og þú hættir að
reyna að sanna mál þitt mun fólk átta sig á að
þú hafðir rétt fyrir þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gerðu ráðstafanir til þess að fækka
streituvöldum í kringum þig, áhrifin eru töfrum
líkust. Þú munt koma öðrum á óvart í dag og
sýna ákveðni og festu eins og þér er einni/
einum lagið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Miklar líkur eru á því að atburðir
dagsins verði mistúlkaðir, en til allrar hamingju
er jafnvel hægt að leiðrétta hinn argasta mis-
skilning. Þér er óhætt að treysta á innsæi þitt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu ekki minniháttar persónuleg
vandamál byrgja þér sýn. Raunverulegir vinir
vilja að maður finni stuðning og hamingju, þó
að það sé hjá einhverjum öðrum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú er hart sótt að starfsemi þinni
svo þú þarft að verja hana með kjafti og klóm.
Leyfðu hlutunum að gerjast og taktu svo málið
skipulega fyrir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er komið að því eftir langa
mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig
fram um lausn ákveðins verkefnis. Mundu að
hver er sinnar gæfu smiður.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú stendur andspænis uppgjöri við
gamlan vin en einhver náinn gæti veitt þér góð
ráð um sambönd. Eitthvað á eftir að koma þér
á óvart en láttu það ekki trufla þig.
Það var vel kveðið og urðu
skemmtileg orðaskipti á Leir á
laugardag og hófust með þessum
vísum Helga Zimsen sem hann kall-
ar „Af svikasumri“:
Vorsins laukar kíkja á kreik
kappsamir að spretta.
Spói, lóa og kría keik
koma hér en frétta
að veðurguðir glettnir spotta og pretta.
Brostna von og vetur fá
vorboðar í rugli.
Innan tíðar ylnum ná
einna helst á Bugli.
Sturlar tíð er furður veitir fugli.
Í léttum jakka á mannamót
mætti – enda sumar.
Það ég hélt uns hart sem grjót
haglið flúðu gumar.
Fagurt ský á fólsku stundum lumar.
Hunangsfluga fer á ról
flögrar kát með mýi.
Lofar henni háfleyg sól
héðan vetur flýi,
en allt er það nú bölvað bull og lygi
Árni Björnsson brást hratt og vel
við: „Hvaða nöldur er þetta eig-
inlega í mörgu fólki? Þetta er bara
eðlilegt krossmessukast. Og nokk-
ur vorhret eiga trúlega eftir að
fylgja. Þetta er hið blessaða til-
breytingasama Ísland.“
Helgi tekur athugasemdinni vel:
– „Satt segir þú, Árni, við ættum
bara að vera fegin að búa í landi
sem rís undir nafni sínu. Umhleyp-
ingum fylgja tækifæri og læt ég nú
kveða við annan tón“ Og fylgir
þessum orðum eftir með tveim
stökum, – „Það sem úti frýs“:
Vorsins hreti hrósað get
haglið ber á lóum.
Aðeins ét nú ódýrt kjet
engu hérna sóum.
Þó að gerist vonin veik
um vor, það besta úr gjöri
Spóalegg og lóusteik
lauk- ég -steiki í smjöri.
Árni biður menn muna hvað sagt
var um hinn sæla Þorlák biskup:
Hann lastaði aldrei veður.
Helgi kvað mjög svo gott að hafa
þvílíkan fróðleiksbrunn um forna
hætti hér á Leir sem annars staðar:
Áður heyrði og enn um sinn
Árna í brunni rausa.
Fróðleik allan þakka þinn
þar má lengi ausa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af svikasumri eða
krossmessukasti
„BÍDDU ÞAR TIL VIÐ NÁUM LANDI. ÞÚ
ERT BYRJAÐUR AÐ BERA BÁTINN OF
SNEMMA.“
„OG HVAÐ GERIR ÞÚ Í FRÍTÍMA ÞÍNUM?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að hann mun
ná því á endanum.
ÉG… EL… UM…
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER GLORHUNGRAÐUR!
ER ÞESSI SÚPA TILBÚIN?
HÖGG!
EKKI
ENN!
ÞEIR SEGJA AÐ HÚSVERKIN
GETI VEITT MANNI GÓÐA
HREYFINGU
JÓN! EN FRÁBÆR
HUGMYND!
ÉG SKAL HREINSA
ÍSSKÁPINN! Óumdeilt hlýtur að vera að pítsa erbesti matur í heimi. Þunnur
brauðbotn, sósa gerð úr alvöru tóm-
ötum og álegg að eigin vali er upp-
skrift að himneskri upplifun. Það
besta við pítsuna er að maður fær
aldrei leiða á henni því endalaust er
hægt að prófa sig áfram með sam-
setningu áleggstegunda. Flestir vita
þó að fegurðin felst í einfaldleikanum.
x x x
Þar sem þetta eru nokkuð einföldvísindi; þunnur botn, alvöru sósa
og gott álegg, þá furðar Víkverji sig á
því hvernig veitingahúsum tekst að
klúðra málum eins oft og raun ber
vitni. Hverjum dettur í hug að það
geti talist boðlegt að hafa botninn
álíka þykkan og á brauðhleif? Hverj-
um dettur í hug að það sé í lagi að sós-
an bragðist eins og hún hafi verið
kreist úr túpu af tómatpúrru hálftíma
fyrr? Og hverjum í ósköpunum dett-
ur í hug að það sé eitthvert norm að
setja beikon á pítsu?
x x x
Víkverji var á ferð í höfuðstaðNorðurlands fyrir skemmstu og
snæddi pítsu á tveimur vinsælum
veitingastöðum þar. Báðir féllu í
þessa gildru og hefði Víkverji helst
þurft að leggjast inn á heilsuhæli eftir
þessar máltíðir, slíkt var magnið af
geri og salti sem innbyrt var. Bestu
pítsustaðirnir eru þeir sem leggja
upp með einfaldleikann að vopni og
eru ekki að flækja hlutina mikið. Í
þessu tilliti er rétt að mæla með Flat-
ey úti á Granda og Eldofninum í
Grímsbæ við Bústaðaveg.
x x x
Heimsókn til Akureyrar er alltafánægjuleg, þó pítsugerðarmenn
bæjarins mættu hugsa sinn gang.
Sundlaug Akureyrar er orðin ein sú
allra besta á landinu eftir end-
urbætur og von er á meiru. Á næst-
unni verða teknir í notkun nýir pottar
sem munu enn auka á ánægjuna við
að koma í þessa frábæru laug. Af öðr-
um ómissandi þáttum í brag bæjarins
má nefna bókabúð og kaffihús Ey-
mundsson og Kristjánsbakarí. Vík-
verji saknaði reyndar Aleppo kebab
sem opnað var í göngugötunni í fyrra-
sumar. Hvað varð um þá ágætu stofn-
un? vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um
mig mun frelsast og hann mun ganga
inn og út og finna haga.
(Jóh: 10.9)