Morgunblaðið - 08.05.2018, Side 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
Kvennakórinn íslenski, Gra-duale Nobili, hefur all-lengi sungið undir radar,eða kannski réttara sagt,
ofan radars hér heima. Upphefðin og
athyglin hefur komið meira utan-
lands, þ.á m. eftir hljómleikaferð Bi-
ophiliu Bjarkar Guðmundsdóttur
umhverfis hnöttinn í upphafi áratug-
arins. Þá hefur kórinn margsinnis
unnið til verðlauna, t.a.m. í kóra-
keppni í Olomouc í Tékklandi í flokki
kirkjutónlistar. Nú síðast starfaði
Nobili, eins og kórinn er oft kallaður,
með Fleet Foxes-indieþjóðlagaband-
inu frá Seattle. Kórinn á tónleik-
unum 1. maí taldi 23 raddir, þ.e. um
það bil sá fjöldi sem hefur haldist allt
frá stofnun kórsins árið 2000.
Af tónleikunum að dæma er fal-
legur hjónasvipur með Nobilidöm-
unum og nýja kórstjóranum þeirra,
Þorvaldi Erni Davíðssyni. Þorvaldur
Örn er einn þeirra ungu bráð-
efnilegu nýju íslensku tónlistar-
manna sem vert er að fylgjast með,
en þrátt fyrir að hafa stigið fram í
fyrrahaust sem kórstjóri á þessu
merka Nobilifleyi stundar hann
kantorsnám og er meistaranemi í
tónsmíðum.
Dagskráin hinn 1. maí var hag-
anlega sett saman og af hæfilegri
lengd, klasi af lögum og verkum par-
að saman, trúarleg jafnt sem alþýð-
leg sumar- og ættjarðarlög – tæpur
klukkutími. Uppklappslagið, The
International eða Nallinn, í útsetn-
ingu Þorvaldar fyrir þríradda
kvennakór var bæði hressandi ágjöf
og innlegg í kjarabaráttuna.
Það er oftast áhugavert þegar
kórar leggja sig fram við að kanna
rýmið, syngja inn í það, dreifa sér
um og umlykja áheyrendur. Svo var
gert í fyrsta verkinu, Allelujah su-
per-round er kórinn söng út við
norðurgluggann líkt og til að særa
fram vorið með birtu og hlýu í stór-
skalaorgíu.
Ave Maria söng kórinn blandaður
framan við áheyrendur af birtu og
fegurð með þessum flotta klang eða
hljómi þar sem allir sérhljóðar raða
sér saman á góðum stað og er líklega
helsta kennimerki Nobili. Guðs al-
máttugs dóttir dýr var því næst
sungin af hlýju og einlægni. Þá tók
við Duruflé af glæsileika og krafti,
Tormis hljómaði glaðlega á skjön,
tengdi hið trúarlega við hátimbraða
íslensku ættjarðarsöngvana seinna á
dagskránni. Eistar hafa ekki aðeins
ríka kórahefð heldur geta einnig val-
ið úr ríku úrvali kórverka, smærri
ópusum jafnt sem stærri sem hafa
stundum yfir sér heiðbláan einfaldan
þjóðlagablæ líkt og atmóið í Lauliku
lapsepõli – mikill litur og leikur
raddanna – langir tónar hjá kór en
þrír einsöngvarar sungu versin.
Næstu tvö verk voru tileinkuð
Jóni Stefánssyni er stofnaði Nobili-
kórinn og leiddi starfið í Langholts-
kirkju í áratugi; A solis ortus car-
dine, og því næst Ó undur lífs, sá
hægi fallegi sálmur, fullur af trega
og samúð, hljómaði nú eftir feimil-
birtustugi kvennakórsins.
Næstu tvö lög voru af róm-
antískum þjóðlagatrega. Hver á sér
fegra föðurland og Þó þú langförull
legðir, ósvikin sveitastemning líkt og
Jónsi elskaði, Úr Íslendingadags-
ræðu og seinna Skólaljóðunum.
Enginn grætur Íslending og Stóð
ég við Öxará hljómaði í kröftugum
útsetningum Þorvaldar Arnar í anda
Kaldalóns með alvöru hvössu sópr-
anvíbratói.
Tónleikunum lauk í anda dagsins
með kjarabaráttu, Maístjörnunni, í
samsöng allra viðstaddra. Textinn
hefði mátt fylgja með í dagskrá, já
Nallinn líka, en þá hefðu gestir ef til
vill kvatt Nobilildömurnar fullvíg-
reifir. Nú verður spennandi að fylgj-
ast með Þorvaldi Erni og Nobilidöm-
unum næstu misseri og ár!
Ljósmynd/Atli Arnarsson
Spenna „Nú verður spennandi að fylgjast með Þorvaldi Erni og Nobilidömunum næstu misseri og ár!“ segir í dómi.
Skrautfjaðrir
Langholtskirkju
Langholtskirkja
Vortónleikar Graduale Nobili
bbbbn
Graduale Nobile í Langholtskirkju,
stjórnandi: Þorvaldur Örn Davíðsson.
Efnisskrá: Allelujah super-round e. Willi-
am Ale; Ave Maria e. Francis Poulenc; Ave
verum corpus e. Francis Poulenc; Guðs
almáttugs dóttir dýr, íslenskt þjóðlag,
úts. Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir; Tota
Pulchra es e. Maurice Duruflé; Lauliku
lapsepõli, eistnesk þjóðvísa e. Veljo
Tormis; A solis ortus cardine e. Hreiðar
Ingi Þorsteinsson; Ó, undur lífs e. Þor-
stein Valdimarsson og Jakob Hall-
grímsson; Þó þú langförull legðir e.
Stephan G. Stephansson og Sigvalda
Kaldalóns. Úts. Hildigunnur Rúnars-
dóttir; Hver á sér fegra föðurland e.
Huldu, Emil Thoroddsen; Enginn grætur
Íslending e. Jónas Hallgrímsson og Hróð-
mar Inga Sigurbjörnsson. Úts. Þorvaldur
Örn Davíðsson; Stóð ég við Öxará e. Hall-
dór Kiljan Laxness, úts. Þorvaldur Örn
Davíðsson; Maístjarnan e. Halldór Kiljan
Laxness og Jón Ásgeirsson. Langholts-
kirkja 1. maí 2018.
INGVAR
BATES
TÓNLIST
„Sú ósk barst frá akademíunni að ég
myndi endurskoða ákvörðun mína
enn á ný, sem ég hef gert, en til-
kynni nú að ég ítreka beiðni mína
um að stíga alfarið til hliðar,“ segir
skáldkonan Lotta Lotass í skriflegu
svari til Dagens Nyheter sem birtist
í fyrradag, tveimur dögum eftir að
Sænska akademían (SA) tilkynnti að
engin Nóbelsverðlaun í bók-
menntum yrðu veitt í ár, en tvenn á
því næsta.
Lotass var valin inn í SA 2009, en
dró sig út úr störfum hennar 2015. Í
viðtali við Borås Tidning undir lok
síðasta árs lýsti Lotass því aðkasti
sem hún varð fyrir við skipunina, en
löng hefð er fyrir því að lögfræð-
ingur vermi stól nr. 1 sem hún sett-
ist í. „Ég passaði mjög illa inn í hóp-
inn,“ segir Lotass og rifjar upp að
aðrir meðlimir SA hafi hnýtt í hana
fyrir að sinna ekki veisluhöldum á
vegum SA. „Ég hef aldrei tekið þátt
í Nóbelsveislunni eða mætt í mat hjá
kónginum og það varð vandamál.“
Í framhaldi af ásökunum á hend-
ur Jean-Claude Arnault, sem hefur
lengi haft sterk tengsl við SA, um
kynferðislegt ofbeldi, fjármála-
óreiðu og að hafa lekið nöfnum
væntanlegra vinningshafa hafa sex
af 18 meðlimum hennar, sem allir
eru skipaðir til æviloka, hætt störf-
um, en áður höfðu hætt Lotass og
Kerstin Ekman, sem dró sig út úr
störfum SA árið 1989. Klas Öster-
gren og Sara Stridsberg, sem hættu
bæði í apríl, hafa alfarið útilokað að
þau snúi aftur til starfa.
Anders Olsson, starfandi ritari
SA, hefur síðustu daga rætt þann
möguleika að þeir sem stigið hafi til
hliðar snúi aftur til starfa til að gera
SA starfhæfa, en alls þarf 12 at-
kvæði til að taka allar meiriháttar
ákvarðanir s.s. að velja nýjan Nób-
elsverðlaunahafa. Ítalska dagblaðið
La Repubblica hafði á laugardag
eftir Per Wästberg, sem setið hefur
í SA frá 1997, að fyrir mánaðamót
yrði búið að skipa þrjá nýja með-
limi. Slíkt myndi krefjast konung-
legrar tilskipunar sem gerði núver-
andi meðlimum það kleift að hætta
störfum.
Sara Danius, Kjell Espmark, Pet-
er Englund og Klas Östergren, sem
öll stigu til hliðar í apríl, krefjast
þess að skipuð verði óháð nefnd til
að fara ofan í saumana á starfsemi
SA. Frá þessu greinir Sænska út-
varpið (SVT). „Slík úttekt er bráð-
nauðsynleg,“ segir Espmark í við-
tali við Dagens Nyheter og leggur
til að Inga-Britt Ahlenius, fyrrver-
andi forstjóri Ríkisendurskoðunar
Svíþjóðar og aðstoðaraðalritari
Sameinuðu þjóðanna, verði fengin
til verksins.
Karin Olsson, menningarritstjóri
Expressen, gagnrýndi fyrir helgi þá
ákvörðun að fresta Nóbelsverð-
launum ársins í bókmenntum til
næsta árs og sagði það engan vanda
leysa, aðeins væri verið að draga
vandann á langinn. silja@mbl.is
Útilokar að snúa aftur
Skáldið Lotta Lotass þvertekur
fyrir að snúa aftur til starfa hjá SA.
Á annað
hundrað mynd-
listarmanna
sendu inn til-
lögur í sam-
keppni um úti-
listaverk í
Vogabyggð í
Reykjavík, en
samkeppninni
hleypti Reykja-
víkurborg af
stokkunum í
apríl. Í tilkynn-
ingu segir að
alls hafi 165
myndlist-
armenn lýst yf-
ir áhuga á því að vinna útilistaverk í
hverfinu sem hefur verið endur-
skipulagt.
Samkeppnin var auglýst al-
þjóðlega og eru sjötíu prósent um-
sóknanna frá listamönnum búsett-
um erlendis.
Forvalsnefnd fer nú með það
verkefni að velja úr innsendum um-
sóknum allt að átta listamenn eða
hópa til þess að vinna að tillögum að
listaverkum. Nefndin stefnir að því
að hafa lokið störfum 28. maí. Lista-
mennirnir/hóparnir sem verða fyr-
ir valinu fá greiddar 600.000 kr.
hver fyrir tillögugerðina.
Samkeppnin er haldin samkvæmt
samkeppnisreglum Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna (SÍM).
Forvalsnefnd er skipuð þremur
fulltrúum: Frá menningar- og
ferðamálaráði Reykjavíkurborgar,
innkaupanefnd Listasafns Reykja-
víkur og frá SÍM.
Margir vilja gera listaverk í Vogabyggð
Í skipulagi Horft yfir Vogabyggð eins og hún mun líta út.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s
Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Sun 13/5 kl. 20:30 22. s Fös 18/5 kl. 20:30 24. s
Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Mið 16/5 kl. 20:30 aukas. Lau 19/5 kl. 20:30 aukas.
Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Fim 17/5 kl. 20:30 23. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Hin lánsömu (Stóra sviðið)
Sun 13/5 kl. 20:00 3. s Mið 16/5 kl. 20:00 4. s
Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Sun 13/5 kl. 19:30 50.sýn
Síðustu sýningar komnar í sölu
Aðfaranótt (Kassinn)
Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200